Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 33
kvennaþing
samfylkingarinnar
24.-25. mars
Kostnaður er kr. 6.500, matur og gisting innifalið. Grænmetisætur eru beðnar að tilkynna það við skráningu.
í Munaðarnesi
Vinsamlegast tilkynntu þátttöku fyrir 21. mars til Aðalheiðar Franzdóttur í síma 421-3840 eða 694-4456. Einnig má tilkynna sig með tölvupósti á
samfylking@samfylking.is eða til undirritaðra:
Aðalheiður Franzdóttir adalheidurf@hotmail.com , Elsa S. Þorkelsdóttir austurbr28@islandia.is, Hólmfríður Sveinsdóttir holmfridur@iti.is, Katrín Júlíusdóttir
katrin@innn.is, Margrét Frímannsdóttir margretf@althingi.is, Sigrún Jónsdóttir pes@li.is, Svanfríður Jónasdóttir sij@althingi.is
Allar Samfylkingarkonur velkomnar og hvattar til að mæta.
Dagskrá:
Laugardagur 24. mars:
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi, setur þingið að loknum léttum
hádegisverði klukkan 12:00. Þá gerir Elsa S. Þorkelsdóttir, formaður hóps
um stofnun kvennahreyfingar, grein fyrir stofnun hópsins, störfum hans og
hugmyndum um starfið framundan.
Í framhaldi af því fjallar Katrín Júlíusdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, um
ungar konur í stjórnmálum og Oktavía Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi, fer yfir stöðu
mála varðandi sveitarstjórnir.
Að því loknu verða almennar umræður þar sem fundaritarar, Svanfríður Jónasdóttir,
alþingismaður og Hólmfríður Sveinsdóttir, stjórnmálafræðingur, taka niður hugmyndir
og tillögur þátttakenda.
Að loknu kaffihléi stjórnar Kristín Á. Ólafsdóttir, leikari, umræðum um samstöðu kvenna og
þvínæst verður dagskrá í höndum Bríetanna, félags ungra feminista.
Formlegri dagskrá laugardagsins lýkur með sameiginlegum kvöldverði. Veislustjóri verður
Ragnhildur Vigfúsdóttir, deildarstjóri.
Ávarp flytur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri.
Sunnudagur 25. mars:
Að loknum morgunverði fara Svanfríður Jónasdóttir og Hólmfríður Sveinsdóttir yfir hugmyndir
og niðurstöður úr umræðum laugardagsins. Þá stýrir Sigrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi,
almennum umræðum.
Kristín Á. Ólafsdóttir, leikari fjallar um framkomu í fjölmiðlum og ræðustól.
Að loknum hádegisverði, klukkan 14:00 verður samantekt þingsins og þingslit í höndum
Margrétar Frímannsdóttur, varaformanns Samfylkingarinnar.
göngu um útlendinga að ræða. Það
getur alveg eins verið að Íslend-
ingur hafi framið brot erlendis án
þess að við höfum um það vitn-
eskju, sem gæti komið fram í
Schengen upplýsingakerfinu,“ seg-
ir Smári.
Hægt er að rekja allar
uppflettingar í kerfinu
Spurður um þá gagnrýni sem
fram hefur komið erlendis um ör-
yggi persónuupplýsinga í kerfinu
segist Smári telja að sá ótti manna
sé ástæðulaus. „Mín skoðun er sú
að það hafi aldrei verið til upplýs-
ingakerfi sem sætir jafngríðarlegu
eftirliti eins og þetta og er jafn-
gegnsætt. Hver og einn sem hefur
einhvern minnsta grun um að
hann sé skráður inn í kerfið, getur
gert kröfu um að fá að vita ná-
kvæmlega hvað um hann er skráð
og ef lögregla kýs að hafna þeirri
beiðni hans, þá ber henni að rök-
styðja það. Þetta kerfi er þannig
gert að hægt er að sjá nákvæm-
lega hvaða notandi var að fletta
upp hvaða einstaklingi eða hlut í
kerfinu, hvenær það var gert og
hvort hann prentaði eitthvað út
o.s.frv. Annað eins kerfi hefur
aldrei verið til hér á landi, svo mér
sé kunnugt um,“ segir hann.
Þurfum að breyta
um hugarfar
„Þetta er að mínu mati virkilega
góð viðbót sérstaklega vegna þess
að við búum orðið við svo breyttar
aðstæður. Eftir að búið er að fella
niður landamæraeftirlit verðum
við að breyta svolítið um hugarfar
og hætta að reikna með því að allir
þeir sem við höfum afskipti af séu
bara góðir og gegnir einstaklingar.
Ef þeir eru eitthvað grunsamlegir
þá eigum við að nota Schengen-
upplýsingakerfið og fletta þeim
upp. Með aðild Íslands að Scheng-
en-samstarfinu eru lagðar auknar
skyldur á lögregluna að halda uppi
eftirliti. Hún gæti ekki sinnt þessu
útlendingaeftirliti sem hún ber
skyldu til nema hafa afnot af þessu
kerfi,“ segir Smári ennfremur.
Hann segir að strangar örygg-
iskröfur séu gerðar til notkunar
kerfisins. Eftirlitsnefndir sem
hingað komu lögðu mikla áherslu á
að öryggiskröfum væri fullnægt á
allan hátt. Tóku þær m.a. út hús-
næði SIRENE-skrifstofunnar og
Skráningarstofunnar, þar sem ís-
lenski hluti gagnagrunnsins er
vistaður.
Persónuvernd
hefur eingöngu
ráðgefandi hlutverk
Persónuvernd hefur eftirlit með
því að skráning og meðferð per-
sónuupplýsinga í upplýsingakerf-
inu sé í samræmi við lög um per-
sónuvernd og friðhelgi einkalífs.
,,Þarna höfum við eingöngu eft-
irlits- og ráðgjafarhlutverki að
gegna,“ segir Páll Hreinsson, en
bætir við að Persónuvernd muni
hafa virkt eftirlit með upplýsinga-
kerfinu og notkun þess. Þó sé ljóst
að fáir Íslendingar verði skráðir í
kerfið á ári hverju.
Eftirlitsstofnanir með upplýs-
ingakerfinu í Schengen-löndunum
leggja mikla áherslu á að almenn-
ingur verði upplýstur um rétt sinn.
Í íslensku lögunum er auk þess
mælt fyrir um að einstaklingar
eigi rétt á skaðabótum ef þeir
verða fyrir tjóni vegna mistaka
eða ef í ljós kemur að skráningin
hefur ekki verið í samræmi við
reglur. Allir eiga einnig rétt á að
fá upplýsingar um hvort þeir eru á
skrá í gagnagrunni Schengen-upp-
lýsingakerfisins. Ber þeim að snúa
sér til Ríkislögreglustjóra og ef
hann synjar um leiðréttingu er
hægt að kæra málið til dómsmála-
ráðherra, að sögn Páls Hreinsson-
ar.
„Reglubundið eftirlit verður haft
með kerfinu svo og skráningu í
það. Upplýsingarnar má aðeins
geyma í kerfinu í tiltekinn tíma og
munum við fylgjast með að þær
verði afmáðar að þeim tíma liðn-
um,“ segir hann.
„Það eru haldnir reglubundnir
fundir hjá persónuverndarstofnun-
um Schengen-landanna og þær
skiptast á um að tilnefna tækni-
menn og lögfræðinga sem taka
reglulega út miðlæga gagnagrunn-
inn í Strassborg. Kerfið er undir
sívirku eftirliti og sætir breyting-
um eftir því sem tækninni fleygir
fram.“
„Ef eitthvað kemur upp, sem
menn eru ekki ánægðir með, er
það okkar hlutverk að koma með
ábendingar,“ segir Páll.
Tryggilega verður að vera frá
því gengið að óviðkomandi fái ekki
aðgang að útstöðvum kerfisins hér
á landi. Lögreglumenn og aðrir
sem hafa aðgang að kerfinu og
geta flett upp í því fá sérstök lyk-
ilorð sem veita þeim aðgang að
kerfinu og er hægt að rekja allar
uppflettingar í kerfinu og hver þar
var að verki, að sögn Páls.
Að sögn hans á hætta á mis-
skráningu í kerfið að vera í algeru
lágmarki, þar sem skýrar reglur
hafa verið settar um hvað má skrá
í kerfið og hvað þarf að staðreyna
áður en hægt er að færa nýjar
upplýsingar inn í kerfið.
Persónuvernd getur komið at-
hugasemdum við starfrækslu kerf-
isins og tillögum um úrbætur á
framfæri við ríkislögreglustjóra og
dómsmálaráðuneyti. Ber þessum
stofnunum skylda til að fara að til-
lögum og athugasemdum Persónu-
verndar? „Nei, samkvæmt lögum
um Schengen-upplýsingakerfið er
álit Persónuverndar á þessu sviði
ekki bindandi,“ svarar Páll.
Mikill tæknilegur
undirbúningur
Umfangsmikill undirbúningur
var að uppsetningu upplýsinga-
kerfisins hér á landi. Norðurlöndin
viðhöfðu sameiginlegt útboð á
N.SIS-búnaðinum og sömdu sam-
eiginlega við IBM í Danmörku.
Nýherji sá svo um þann hluta upp-
lýsingakerfisins hér á landi sem
viðkemur uppflettingum og skrán-
ingum í Í.SIS, að sögn Vigfúsar
Erlendssonar.
Verk- og kerfisfræðistofan sá
um þróun og uppsetningu SIR-
ENE- og VISION-kerfanna og
hönnun og forritun. „Ýmis fleiri
fyrirtæki hafa svo komið að þessu,
m.a. varðandi ýmiss konar vélbún-
að og hugbúnað sem tengist þessu.
Teymi hf. lagði til Oracle-gagna-
grunn, Einar J. Skúlason og Ný-
herji útveguðu vélbúnað, Tæknival
netbúnað og svo kaupum við þjón-
ustu af fyrirtækjum eins og
Landssímanum varðandi fjarskipti
í kerfinu. Þetta eru ekki bandvídd-
arfrek sambönd því ekki er um
mikla gagnaflutninga að ræða í
þessu kerfi, heldur sendar skeyta-
sendingar í texta. En það er mjög
mikilvægt að samböndin séu
traust og það eru varaleiðir til
staðar. Schengen-grunnurinn hef-
ur sérstakt aðalsamband og einnig
er annað varasamband til staðar
en SIRENE- og VISION-kerfin
tengjast inn á ákveðið net, sem er
í dag í umsjá símafyrirtækisins
Global One. Þá er stefnt að teng-
ingu við SIDA Equant-netþjón-
ustu á árinu, þar sem notaður
verður IP samskiptastaðall. Þessir
hlutar eru í hraðri þróun og er
verið að taka upp nýtt aflokað net
með ýmsum öryggisþáttum,“ segir
hann.
Eiga tölvuþrjótar einhverja
möguleika á að brjótast inn í kerf-
ið? „Nei, það er allt gert til þess
að koma í veg fyrir það, með ýms-
um búnaði,“ segir Vigfús.
Undirbúningur er hafinn að
framtíðaruppfærslu á upplýsinga-
kerfinu vegna væntanlegrar
stækkunar Evrópusambandsins.
Núverandi útgáfa ræður ekki
við fleiri en 18 aðildarlönd og ef
litið er til stækkunar ESB til aust-
urs í þessu sambandi sjá menn
fram á að ekki verði hægt að koma
að löndum eins og Tékklandi, Pól-
landi o.fl. nema kerfið verði upp-
fært, að sögn Vigfúsar.
Bretland og Írland eru líka á
leiðinni inn og lausleg áætlun
tæknimanna gerir ráð fyrir að þau
gætu hugsanlega tengst kerfinu í
lok árs 2003 eða 2004. 2005 gætu
fyrstu Austur-Evrópulöndin svo
fengið aðgang að SIS.
Á morgun
Framkvæmd landamæraeftirlits í
Keflavík. Embætti sýslumannsins
á Keflavíkurflugvelli annast hert
eftirlit á ytri landamærum Schen-
gen-ríkjanna. Miklar framkvæmdir
standa yfir við stækkun Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar, sem opn-
uð verður til bráðabirgða 25. mars.
Keflavíkur-
flugvöllur