Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 59
átti eftir að koma götustráknum á
óvart. Í Kirkjuskógi var á annað
hundrað fjár og þekkti Gústi allar
kindurnar með nafni og töluvert af
lömbunum einnig. Gummi heitinn
bætti um betur og þekkti einnig öll
lömbin. Þetta innsæi þeirra feðga var
auðvitað einstakt og er fáum mönn-
um gefið. Það var alltaf sérstök at-
höfn þegar markað var á vorin og
lömbin færð inn í bók. Í fyrstu not-
aðist Gústi við vasahnífinn sinn við að
marka en seinni árin mín í Kirkju-
skógi var ég látinn hlaupa eins hratt
og ég mögulega gat að Skógskoti til
Kristmundar til að fá lánaða marka-
töngina sem hann hafði nýlega keypt.
Það var góð nýtingin á fjárfesting-
unni í þá daga auk þess sem hver og
einn gegndi sínu hlutverki við hin
ýmsu störf. Gústi hafði einstakt lag á
að fá okkur krakkana með sér til allra
verka. Það lærðu allir að vinna í
Kirkjuskógi. Þegar rigndi og lítið var
hægt að aðhafast úti og hætta var á
að við drengirnir færum að fremja
prakkarastrik brá Gústi á það ráð að
láta okkur drengina rétta nagla inni í
fjárhúsi. Þetta var auðvitað táknrænt
fyrir Gústa á tvennan hátt, það var sú
skynsamlega uppeldishlið á málinu
að láta okkur hafa eitthvað fyrir
stafni og láta það koma að gagni með
því að nýta verðmæti. Mikið fuglalíf
var í Dölunum á þessum tíma og
kepptust allir krakkarnir við að finna
sem flest hreiður á vorin og hirða síð-
an fúlegg ef einhver voru, tæma þau
og koma þeim fyrir í sérstöku eggja-
safni. Með þessu fylgdist Gústi af
áhuga og allt heimilisfólkið en enginn
fann jafn mörg hreiður og Gummi
heitinn. Milli sauðburðar og sláttar
var gjarnan stungið út úr fjárhúsun-
um, taðið þurrkað og sett í hrauka og
notað sem eldiviður. Það var búmað-
ur sem kunni að bjarga sér sem bjó í
Kirkjuskógi.
Þegar sumri tók að halla sendi
Gústi okkur Gumma á fjöll með poka
til að tína hagalagða. Þeir voru síðan
grófhreinsaðir og lagðir inn á reikn-
ing okkar hjá Kaupfélagi Hvamms-
fjarðar. Seinna fengum við stígvél í
staðinn.
Hestar voru mikið notaðir í
Kirkjuskógi til gagns og gamans.
Gústi hafði einstakt lag á hestum og
tók ástfóstri við þá. Ég minnist sér-
staklega jörpu kláranna, Gamla-
Jarps, Litla-Jarps og Stóra-Jarps.
Þeir gegndu sannarlega hlutverki
þarfasta þjónsins. Á fyrstum árum
mínum í Kirkjuskógi man ég að það
blikuðu tár í augum Gústa þegar
hann kom frá því að fella og grafa
Gamla-Jarp. Þau tóku stundum á bú-
störfin.
Gústa, þessa einstaka heiðurs-
manns, verður ekki síst minnst fyrir
frábæra kímnigáfu og skemmtileg-
heit. Það var engin tilviljun hve oft
séra Eggert heitinn á Kvennabrekku
kom í heimsókn og sat við baðstofu-
borðið ásamt öllu heimilisfólkinu í
Kirkjuskógi. Gústi og séra Eggert
höfðu báðir mikla kímnigáfu, sögðu
sögur, allir hlógu og skemmtu sér.
Það þurfti ekkert sjónvarp í þá daga.
Jafnframt höfðu Gústi og séra Egg-
ert með sér mikla samvinnu, Gústi
hlóð galta á Kvennabrekku og séra
Eggert sá um að láta bæði slá og
hirða með aðstoð dráttarvélar en
engin slík var til í Kirkjuskógi fyrr en
um 1960. Neistinn í lífsgleði og ham-
ingju Gústa dvínaði mikið við fráfall
Veigu og síðar Gumma. Sveitin í Döl-
unum varð ekki söm eftir. Nú mun
Gústi hitta þau á ný. Minningin um
góðan dreng og sannan heiðursmann
lifir.
Gunnhildi, Stínu og Gunnu ásamt
fjölskyldum votta ég mína dýpstu
samúð og þakka gestrisni á liðnum
árum.
Guðni Jónsson.
Nú er Gústi móðurbróðir minn lát-
inn í hárri elli. Honum verður hvíldin
góð og hann kvaddi saddur lífdaga.
Þegar ég var barn varð ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að vera nokkur
sumur í Kirkjuskógi hjá Gústa og
Veigu konu hans. Það eru góðar
minningarnar sem ég á þaðan, og oft
verður mér hugsað til þeirra daga.
Gott ef það var bara ekki alltaf sól og
blíða. Ég man hvað mér fannst gam-
an þegar ég kom úr rútunni við af-
leggjarann og sá Gústa bíða mín þar
með Gamla Jarp og hestvagninn. Ég
gleymi heldur aldrei deginum þegar
Gústi gaf mér hana Krúnu, litla
svarta lambið með hvíta blettinn.
Mikið fannst mér ég þá vera rík.
Gústi átti góða elli hjá dætrum sín-
um, umvafinn hlýju þeirra og ástúð.
Hann var ótrúlega ern og alltaf var
stutt í húmorinn. Þessi fáu orð eru ör-
lítill þakklætisvottur frá mér fyrir
liðna tíð. Ég votta öllum aðstandend-
um samúð mína og óska Gústa
frænda góðrar heimkomu.
Þú lagður ert í langa ferð
lúinn og ellihrumur,
þér að flytja þá ég verð
þökk fyrir liðin sumur.
Þín mun bíða vinaval
og vistin góð ... í öðrum dal.
Blessuð sé minning hans.
Kolbrún Eiríksdóttir.
Kær frændi, móðurbróðir minn,
Ágúst Sigurjónsson frá Kirkjuskógi í
Dölum, er fallinn frá í hárri elli. Það
sæmir að fylgja þeim manni úr hlaði.
Ágúst var elsti bróðir í stórum líf-
legum systkinahópi. Hans hlutskipti
varð að taka við búskap af föðurnum
og gerði hann það með sóma. Lengst
af bjó hann í Kirkjuskógi, en er á æfi
leið keypti hann Erpsstaði í sömu
sveit og lauk búskap sínum þar. Ævi-
kvöldin naut hann umhyggju dætra
sinna á Erpsstöðum, Sauðafelli og á
Stóra-Vatnshorni. Gústi var farsæll
og vinsæll bóndi og átti ekki í deilum
við aðra menn. Hann var skepnu-
maður góður, sérstaklega á fé og
hross og ræktaði hvort tveggja af
natni. Gústi átti yndislega eiginkonu,
hana Veigu, og barnalán. Mikið áfall
varð þó örfáum árum eftir lát Veigu,
er einkasonurinn Guðmundur féll frá
í blóma lífsins. Gústa var ávallt annt
um minningu þeirra beggja. Frænd-
garðurinn var stór og ævinlega tóku
þau Gústi og Veiga á móti systkinun-
um og okkur systkinabörnunum opn-
um örmum til skemmri eða lengri
dvalar.
Ég varð þess aðnjótandi að eiga
samferð með Gústa á hestbaki, bæði í
smalamennsku, rekstri og útreiðum.
Þá var ekki asinn né æðibunugang-
urinn, málin afgreidd af öryggi með
stóiskri ró, oft með fleyg, en vel með
farið. Gústi var vel ríðandi, oft á
jörpu, en síðar gráu. Funi var hans
síðasti reiðhestur og fallegt að sjá þá í
lok reiðferils beggja, knapinn 75 ára,
klárinn 22 vetra og sambandið klárt.
Undir lokin var notalegt að sitja
með honum á tveggja manna tali, yfir
staupi og fá hann til að rifja upp
gamla tíma. Það er ýmislegt sem
krakkar vita ekki um foreldra sína á
þeirra yngri árum og gaman að heyra
af því. Gústi var hógvær í frásögnum
af sjálfum sér, en það slysaðist upp úr
honum einu sinni að hann hefði verið
nokkuð góður í hástökki á sínum
yngri árum og ekki meir um það. Ég
mun sakna þessara stunda.
Það eru bjartar minningar um
Gústa og barnabörn hans nutu þeirr-
ar gæfu að hafa kynnst honum vel og
þau meta það mikils.
Blessuð sé minning síðasta bónd-
ans í Kirkjuskógi.
Sigurjón Svavar Yngvason.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast kærs móðurbróður míns
Ágústs Sigurjónssonar, sem lést á
sjúkrahúsi Akraness eftir nokkurra
daga legu þar. Góðar minningar
koma upp í hugann um Gústa frænda
og sveitina hans, Dalina. Fyrstu ferð-
ir mínar í Dalina með foreldrum mín-
um eru eftirminnilegar en þá var far-
ið með rútu í nokkra klukkutíma,
vegirnir vondir og Brattabrekka ekki
í líkingu við það sem hún er í dag. Að
mörgu leyti fannst mér eins og Gústi
og Veiga heitin í Kirkjuskógi væru
eins og afi minn og amma. Amma
Kristín og afi Sigurjón bjuggu áður í
Kirkjuskógi en hann lést þegar ég
var 5 ára þannig að ég man lítið eftir
honum. Kirkjuskógur var lítill og
notalegur bær og þar var kolaeldavél
sem ég man vel eftir, því við hliðina á
henni sat maður oft og malaði kaffi-
baunir fyrir Veigu heitna. Gústi og
Veiga voru mjög barngóð og vildu
margir fá að vera hjá þeim. Þegar ég
var á áttunda ári fór ég í sveit til
Gunnu dóttur þeirra á Stóra-Vatns-
horni og var þar í nokkur sumur. En
eitt fannst mér alveg ómissandi og
það var að fá að vera 1–2 nætur í
Kirkjuskógi þegar ég kom vestur og
eins áður en ég fór suður. Rútan
stoppaði nokkurn spöl frá bænum en
Gummi heitinn sonur þeirra kom allt-
af á traktornum niður á veg til að
sækja mig. Mér skilst að helstu sum-
arfríin sem foreldrar mínir Jóhanna
og Hilmar hafi farið í sé vestur í Dali
til Gústa og Veigu og pabbi hafi þá
stundum málað glugga og annað sem
þau kunnu vel að meta. Ég man ekki
eftir öðru en að það hafi verið rólegt
og enginn hávaði á þessum bæ þó svo
að oft hafi verið margt um manninn í
þessu litla húsi. Í minningunni finnst
mér alltaf hafa verið sól þar, bæði
innandyra og utan. Veiga heitin alltaf
með bros á vör og Gústi með sín ró-
legheit.
Gústi hafði verið mjög heilsu-
hraustur alla tíð en það sem háði hon-
um í mörg ár var léleg heyrn og sjón.
Hann fylgdist samt vel með öllu og
spurði um börnin mín og aðra ætt-
ingja í hvert skipti sem ég kom vestur
að heimsækja hann nú undanfarin ár.
Eftir að Gústi hætti búskap bjó hann
hjá dætrum sínum, fyrst á Erpsstöð-
um hjá Gunnhildi og síðan á Sauða-
felli hjá Stínu. Einnig fór hann oft
upp á Stóra-Vatnshorn til Gunnu
dóttur sinnar.
Ég veit að hann hefur kunnað vel
að meta það að getað verið alltaf
heima þó svo að hann hafi kannski
ekki talað mikið um það. Að lokum vil
ég þakka Gústa frænda mínum það
sem hann hefur gert fyrir mig og fjöl-
skyldu mína. Ég vil votta samúð mína
dætrum hans, tengdasonum, barna-
börnum, barnabarnabörnum og eft-
irlifandi systkinum hans sem öll eru á
níræðisaldri, Jóhönnu, Stefaníu og
Víglundi.
Ósk Guðrún Hilmarsdóttir.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 59
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Legsteinar
Vönduð íslensk framleiðsla
Fáið sendan myndalista
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
MOSAIK
✝
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
+
82@ +
0## #.C
# ,
-
.
*1
/& !$
!! #9 !$
* ! ) $
. !$
"#
#$
2'
8$'F#
' '
# . /
/
+
G@EG/(0
4 #.'77
#
*4
5
%
" !$
5 (
E 5 G '
$ (
1 G !$
$ (
# . /
/
E02 +
)
;# H3
#
$ * ! !$
# E
E !$
* !2/E
#/E !$
$ E
E !$
$&/2 ) /
)
$
8+;1?E 0" +
$ ')5
# ! ) '
'
5 ) ) ) '
#&
,
-
' $
*1
#6
&
!2
*033
E 5 6 # #
8' # # !$
#). !/
12 + &?@1200
1 =A
5' # 'C=
#
*4
#7 &
&+
!!
*033
. .
8/* #
#'E/ .
2 ) .
# . /
7
;;;@ 1200
( #
#
8#
# .#
2.)
#8$ !; ' !4
#
#- ,I /