Morgunblaðið - 20.03.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Alvöru flotefni
H
ön
nu
n:
G
ís
li
B
.
Smiðjuvegur 72, 200 Kópavogur
Sími: 564 1740, Fax: 554 1769
I Ð N A Ð A R G Ó L F
Efni frá:
ABS
147
ABS 147
ABS 154
ABS 316
Nokkur fyrirtæki
1. Verktakafyrirtæki sem byggir á vor- og sumarvinnu. Er kominn
með fasta samninga í vor og sumar sem fylgja með. Vörubíll
fylgir.
2. Lítið innrömmunarfyrirtæki til sölu. Er í stóru og glæsilegu
plássi og hægt að hafa ýmislegt annað með. Gott fyrir hjón
eða tvær vinkonur.
3. Nýjasta og glæsilegasta þjónustumiðstöðin á höfuðborgarsvæð-
inu til sölu. Nýjustu og fullkomnustu vélar sem til eru. Sælgæti,
skyndibitar, íssala og stór myndbandaleiga og tvær bílalúgur.
Stór unglingaskóli við hliðina. Er í algjörum sérflokki.
Mikil verslun og fer vaxandi.
Hótel - höfum kaupendur
Höfum sterka kaupendur sem eru að leita að gistiheimilum
eða jafnvel hótelum upp að 50 herbergjum í höfuðborginni.
Vinsamlega hafið samband.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
EINKAVÆÐING Landssíma Ís-
lands hf. er talin stærsta einkavæðing
sem hérlendis hefur verið fram-
kvæmd, að því er fram kom í máli
Friðriks Pálssonar, stjórnarfor-
manns félagsins. Hann segir margt
benda til að áhugi á að eignast hlut í
Símanum verði mikill og að hlutafjár-
eign í félaginu verði mjög dreifð með-
al almennings. Því sé brýnna en ella
að tryggt verði að samkeppnin fái að
þróast eðlilega og opinberir aðilar
tefji ekki eða trufli mikilvægan fram-
gang hennar. Þetta kom fram í máli
Friðriks á aðalfundi Landssíma Ís-
lands í gær.
Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri
Símans, sagði á aðalfundinum að Sím-
inn væri eitt fárra íslenskra fyrir-
tækja sem hafi náð því að vera al-
þjóðlega samkeppnisfært og
jafnframt hafa ásættanlega afkomu.
Hann sagði ekki hægt að fullyrða
hver niðurstaða þessa árs verði varð-
andi afkomu félagsins, því margt sé
enn á huldu um aðstæður í efnahags-
lífinu. Áætlanir félagsins miði við að
EBITA-hlutfallið, hagnaður fyrir af-
skriftir og fjármagnsliði, verði áþekkt
eða ívið lægra en verið hafi síðustu
tvö ár og að hagnaður eftir skatta
verði til jafnaðar rúmar 100 milljónir
á mánuði.
Sturla Böðvarsson, samgönguráð-
herra og handhafi eina hlutabréfs
Símans hf., sagðist gera ráð fyrir að á
næstunni verði veitt tilraunaleyfi til
stafrænna sjónvarpssendinga. Komið
sé að því að stokka upp spilin og út-
hluta leyfum fyrir slíkar rásir til sjón-
varpsfyrirtækja, en í dag séu rásir til
sjónvarpssendinga takmarkaðar.
Með stafrænu tækninni muni verða
mikil breyting og því eðlilegt að und-
irbúa mjög vel úthlutun þeirra leyfa.
Ráðherra sagðist telja eðlilegt að
Landssíminn hafi frumkvæði að sam-
starfi við allar sjónvarps- og útvarps-
stöðvar í landinu í þeim tilgangi að
koma á tilraunasendingum sem væru
undanfari þess að sjónvarpsstöðvarn-
ar veldu sér þá kosti sem þær teldu
hagstæðasta við dreifingu á stafræn-
um sendingum.
Meiri breytingar standa
fyrir dyrum en nokkru sinni fyrr
Engar forsendur eru til að draga
þá ályktun að nú sé ekki rétti tíminn
til að selja Símann að mati Friðriks
Pálssonar. Hann telur að margt bendi
frekar til þess að verðmæti félaga al-
mennt sé nú nær lagi en fyrir einu ári
og byggist meira á raunhæfum vænt-
ingum um hagnað af rekstri en minna
á óraunhæfum væntingum um stöð-
uga hækkun verðs á hlutabréfum í
félögum, eins og mjög hafi veri í tísku
um nokkurra missera skeið.
Friðrik sagði að hjá Símanum
standi fyrir dyrum meiri breytingar
en nokkru sinni fyrr í nærfellt 100 ára
sögu félagsins, þegar eignarhald þess
færist úr höndum íslenska ríkisins til
einkaaðila. Einkavæðingarnefnd rík-
issjórnarinnar hafi til gærdagsins
tekið við tilboðum frá sérfræðingum á
fjárfestingarsviði í það verkefni að
setja verðmiða á Símann, leggja á
ráðin um val á kjölfestufjárfesti og á
annan hátt að leiðbeina um sölu á
þeim 49% hlutafjár, sem selja skuli á
næstunni. Nefndin ætli sér skamman
tíma til að velja úr þá aðila sem til
verksins verði fengnir og megi því
ætla að mjög fljótlega verði hafist
handa við undirbúning útboðs og
sölu.
Efasemdir um þriðju
kynslóð farsíma
Skuldabaggi vegna fjárfestinga í
leyfi fyrir þriðju kynslóð farsíma
hefði neikvæð áhrif á fyrirhugaða
sölu Símans, að mati Friðriks. Hann
sagði engan vita fyrir víst hvenær
hægt verði að fara að nota þetta leyfi.
Nokkrar efasemdir séu um að tæknin
reynist jafngóð og vonir hafi staðið til.
Stöðugar endurbætur á GSM-
tækninni hafi jafnframt fært hana
mun nær þriðju kynslóðartækninni,
eins og hún sé skilgreind í dag, og því
bendi margt til að samkeppnin á milli
þessara kynslóða tækni verði harðari
en búist hafi verið við í upphafi. Hann
sagði hins vegar sjálfsagt að leyfum
fyrir þriðju kynslóðina verði ekki út-
hlutað án endurgjalds.
Orkukerfið beri nýju
fjarskiptafélögin ekki uppi
Að sögn Friðriks gekk rekstur
Símans með miklum ágætum á síð-
asta ári. Niðurstaða ársreiknings
félagsins markist alfarið af þeirri
ákvörðun stjórnarinnar að afskrifa í
einu lagi og að fullu viðskiptavild
vegna endurmats félagsins. Á undan-
förnum árum hafi verið unnið mjög
markvisst að því að breyta félaginu úr
ríkisstofnun í þjónustulundað fyrir á
samkeppnismarkaði. Samkeppninni
sé smátt og smátt að vaxa fiskur um
hrygg og hafi Síminn gegnt lykilhlut-
verki við það að skapa samkeppnis-
fyrirtækjunum starfsgrundvöll meðal
annars með því að semja um innkomu
þeirra á dreifinet félagsins með svo-
kölluðum reikisamningum í farsíma-
þjónustu, um leið og félögin eigi í
harðri samkeppni.
Hann sagði að samkeppni við Tal á
farsímamarkaði hafi verið í eðlilegum
farvegi. Íslandssími sé styttra á veg
kominn en vænta megi þess að þar
ríki sama stefna og að samskipti og
samkeppni við hann verð á sama veg.
Öðruvísi sé hins vegar farið með fyr-
irtækið Línu Net hf., sem sé að
stærstum hluta í eigu Orkuveitu
Reykjavíkur. Af störfum þess félags
hingað til sé erfitt að trúa að arðsemi
þess fjármagns, sem þar sé bundið,
skipti miklu máli. Orkuveita Reykja-
víkur sé eitt af sárafáum fyrirtækjum
sem eftir séu í landinu sem hafi al-
gjöra einokunarstöðu á sínu sviði, en
eins og kunnugt sé hafi hún einkaleyfi
á sölu á heitu vatni, köldu vatni og
rafmagni til stærsta hluta höfuðborg-
arsvæðisins.
„Nú þegar einkavæðing Lands-
síma Íslands hf. stendur fyrir dyrum
hlýtur að verða gerð sú krafa til borg-
aryfirvalda í Reykjavík, að hlutur
borgarinnar í Línu Neti verði seldur
svo að þaðan megi vænta eðlilegrar
samkeppni. Allt annað er óviðunandi
fyrir eigendur allra annarra síma-
félaga. Landsvirkjun hefur nánast
einokunarstöðu á framleiðslu og sölu
rafmagns á heildsölustigi, en ræður
jafnframt yfir býsna umfangsmiklu
símaneti. Samsvarandi krafa hlýtur
að vera gerð til þess, að sá hluti
rekstrar félagsins sem hefur verið
skilinn frá verði seldur, ef félagið á
annað borð hyggst nýta það net til
dreifingar símaþjónustu í samkeppni
við aðra aðila á markaðnum. Meginat-
riðið er að þessi nýju fjarskiptafélög
beri allan sinn fjárfestingar- og
rekstrarkostnað sjálf og orkukerfið
sé ekki á nokkurn hátt látið bera það
uppi,“ sagði Friðrik.
Tilraunaleyfi til stafrænna
sjónvarpssendinga
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra sagði að frumvarp verði lagt
fyrir Alþingi á næstunni þar sem leit-
að verði heimildar til að selja hlut rík-
isins í félaginu. Hann sagðist leggja
ríka áherslu á að starfsmenn Símans
geti eignast hlut og telja það raunar
til þess fallið að auka verðgildi félags-
ins að sem flestir starfsmenn verði
hluthafar og sýni þannig í verki að
þeir hafi trú á fyrirtækinu og framtíð
þess.
Fram kom í máli ráðherra að eitt af
stærri verkefnum Símans á næstunni
væri að tileinka sér nýjungar við
dreifingu myndefnis með gagnvirkri
sjónvarpstækni og við uppbyggingu
kerfa vegna þriðju kynslóðar farsíma.
Hann beindi því til Símans að fyrir-
tækið beiti sér fyrir átaki sem hafi
það að markmiði að efla útbreiðslu
sjónvarpssendinga.
Símanúmer í farsímakerfinu fleiri
en virk númer í fastlínukerfinu
Þórarinn V. Þórarinsson sagði að
Síminn hafi notið velgengni á mark-
aðnum á síðasta ári og að það sjáist í
tekjum félagsins sem hafi aukist um
17,7% frá fyrra ári. Hann sagði al-
menna talsímaumferð hafa verið að
færast af fastlínukerfinu yfir á far-
símakerfin og sú þróun haldi sýnilega
áfram. Nú sé svo komið að fjöldi
símanúmera í farsímakerfunum hér á
landi sé kominn vel fram úr virkum
númerum í fastlínukerfinu. Raunar
hafi viðtökurnar við GSM-þjónustu
Símans verið langt umfram áætlanir
félagsins síðustu árin og svo hafi
einnig verið á síðasta ári. Þórarinn
sagði að talið væri að Síminn hafi
fengið liðlega 6 af hverjum 10 nýjum
notendum í hóp viðskiptavina sinna.
Fram kom í máli Þórarins að félag-
ið hafi fjárfest á síðustu þremur árum
fyrir rúma 13 milljaða króna og þar af
séu um 90% í uppbyggingu í þágu
kjarnastarfsemi innanlands. Þannig
hafi fyrirtækið þurft að binda mjög
mikið fé í tækjum, búnaði og aðstöðu
til að ná markmiðum um tæknilega
getu og þjónustu. Af einstökum þátt-
um starfseminnar hafi mest verið
fjárfest í þágu GSM-þjónustunnar
enda hafi vöxturinn verið mestur á
því sviði. Þær fjárfestingar hafi num-
ið tæpum 1.300 milljónum króna á
síðastliðnu ári, m.a. í stórfelldu dreifi-
kerfi á landsbyggðinni. Dreifikerfi
Símans GSM nái nú til yfir 98% þjóð-
arinnar.
Þórarinn gerði á aðalfundi grein
fyrir miklum afskriftum Símans á síð-
asta ári og hvernig þær hafi afgerandi
áhrif á afkomu félagsins. Afskriftirn-
ar breyti engu um raunverulega
stöðu Símans, en geri reikninginn
skýrari og eignahliðina öruggari.
Hagnaður Landssíma Íslands hf. áætlaður rúmar 100 milljónir á mánuði
Brýnt að sam-
keppnin fái að
þróast eðlilega
Morgunblaðið/Jim Smart
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra heilsar Þórarni V. Þórarinssyni, forstjóra Landssíma Íslands, á aðalfundi
fyrirtækisins. Á milli þeirra stendur Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Landssímans.