Morgunblaðið - 25.03.2001, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í
BÚAR Suður-Þýskalands eru
íhaldssamir. Þetta á við um
íbúa Bæjaralands jafnt sem
nágranna þeirra í Baden-
Württemberg þar sem
Kristilegi demókrataflokkurinn
(CDU) hefur verið við stjórnvölinn í
tæpa hálfa öld. Allt frá 1953 hefur
forsætisráðherra Baden-Württem-
berg verið úr röðum CDU sem er í
rauninni „flokkurinn“ í sambands-
landinu. Það þarf því mikið að ger-
ast milli Main og Bodensee til þess
að stjórnarandstaðan eigi þar mögu-
leika.
Kosið í velmegun
í Baden-Württemberg
Í nýlegri áróðursherferð sam-
bandslandsins Baden-Württemberg
var gripið til slagorðsins: „Við kunn-
um allt – nema háþýsku.“ Efnahags-
lega séð er Baden-Württemberg
framarlega á öllum sviðum og
keppir við nágrannana í Bæjara-
landi um efsta sætið í stiga tölfræð-
innar.
Atvinnuleysi í Baden-Württem-
berg er tæp fimm prósent sem er öf-
undsvert frá sjónarhóli norður- eða
austurhluta Þýsklands, en atvinnu-
leysi í Þýska sambandslýðveldinu er
að meðaltali helmingi hærra.
Hagvöxtur er einna mestur í Bad-
en-Württemberg, eða um 4%, upp-
sveifla er í útflutningi og skuldir eru
helmingi minni en að meðaltali á
landsvísu. Sambandslandið hefur
lægstu veikinda- og afbrotatíðnina
og fæsta íbúa sem þurfa á aðstoð
félagsmálastofnunar að halda. Á
sviði rannsókna og vísinda er Bad-
en-Württemberg framar öllum öðr-
um sambandslöndum. Háskólar og
rannsóknastofnanir njóta mikillar
virðingar og fjórða hvert þýskt
mark sem látið er í rannsóknir og
þróun í Þýskalandi fer til Baden-
Württemberg. Landið veitir meira
fjármagni í rannsóknir (í prósentum
séð) en nokkurt annað land í Evrópu
og hefur flestar stöður innan há-
tæknigeirans. Daimler-Chrysler og
Porsche eru með höfuðstöðvar sínar
í Stuttgart og nýtur sambandslandið
allt góðs af velgengni bílaiðnaðarins.
Erwin Teufel (CDU), sem verið
hefur forsætisráðherra Baden-
Württemberg í áratug, getur því
státað af tölfræðinni. Velmegunin
þýðir þó að Baden-Württemberg
leggur ásamt Bæjaralandi mest til
þegar kemur að því að jafna út
skattatekjur sambandslandanna
(m.a. til að styðja við bakið á nýju
sambandslöndunum í austri). Sum-
arið 1998 kærðu Teufel og forsætis-
ráðherra Bæjaralands, Edmund
Stoiber (CSU), jöfnunina fyrir
stjórnarskrárdómstólnum. Það bar
árangur og 1999 úrskurðaði dóm-
stóllinn að jöfnunin yrði að fara
fram með öðrum hætti. Í kjölfarið
fær Baden-Württemberg nú hærra
hlutfall af skattheimtu sinni í eigin
vasa.
Það eru fáir þeirrar skoðunar að
Teufel hafi ekki náð árangri í stjórn-
artíð sinni en sumir vilja þó sjá nýtt
andlit. Teufel er enginn sjónvarps-
maður að hætti fjölmiðlakanslarans
(Gerhards Schröder), telst ekki hafa
mikla útgeislun og stjórnmálastíll
hans þykir gamaldags. Innan CDU
eru sumir þeirrar skoðunar að hinn
61 árs gamli forsætisráðherra sé
orðinn of gamall og yngri menn vilja
komast að. Sjálfur var bóndasonur-
inn aðeins 25 ára þegar hann varð
borgarstjóri Spaichingen og þar
með yngsti borgarstjóri Þýskalands.
Árið 1999 hlaut Teufel, sem er and-
vígur umhverfisskatti ríkisstjórnar-
innar í Berlín, útnefninguna „Risa-
eðla ársins“ frá Þýsku umhverfis-
samtökunum sökum afturhalds-
samrar umhverfisstefnu.
„Barbie-forsetinn“
Jafnaðarmenn eru orðnir vanir
því að vera í stjórnarandstöðu í Bad-
en-Württemberg. Fyrir tæpum 30
árum fékk SPD enn tæp 40 prósent
en fylgið hefur farið dvínandi. Í síð-
ustu kosningum hlaut flokkurinn að-
eins fjórðung atkvæða sem er
minnsta fylgi frá stofnun hans. Þar
sem erfitt er fyrir jafnaðarmenn að
finna veika bletti á stjórn CDU/FDP
–tölfræðin talar sínu máli – hefur
flokkurinn gripið til þess ráðs að
leggja áherslu á muninn á persón-
unni Teufel og frambjóðanda SPD,
Ute Vogt. Hin 36 ára gamla Vogt
gæti verið dóttir Teufels. Ólíkt for-
sætisráðherranum er hún létt á tá,
glaðlynd, lagleg, fjölmiðlafær og iðin
við að markaðssetja sjálfa sig. Aðrar
konur innan SPD, sem varla hefðu
fengið hin ólíku embætti Vogts á svo
skömmum tíma, nefna hana gjarnan
„Barbie-forsetann“. Kosningafundir
hennar þykja minna á vakningasam-
komur. Hún segir viðstöddum að
hún ætli að senda Teufel á eftirlaun
en samkvæmt skoðanakönnunum er
þó frekar ólíklegt að það gerist. Það
er ekki víst að Vogt hefði fengið for-
mannsstöðuna ef jafnaðarmenn
hefðu haft trú á að hún gæti raun-
verulega unnið. Sumir innan flokks-
ins líta frekar á hana sem tíma-
bundna „upplyftingu“.
Og víst er að Vogt hefur haft góð
áhrif á flokkinn og séð til þess að
flokkur hennar er nú fyrirferðar-
meiri en í fyrri kosningum í Baden-
Württemberg.
Teufel hefur þó svör á reiðum
höndum. Í kjölfar þess að SPD
reyndi að vekja upp ímynd af Teufel
sem eldri borgara litaði forsætisráð-
herrann hárið á sér rautt. Umfjöllun
um aldursmun svaraði Teufel á þann
veg að hann hafi þegar verið borg-
arstjóri í tíu ár þegar hann var á
aldri Vogts. Í kosningabaráttunni
hefur Vogt lagt áherslu á mennta-
mál en í sjónvarpseinvígi fyrir
skömmu svaraði Teufel því til að
hann ætlaði að koma á 5.500 nýjum
stöðugildum kennara, 500 fleiri en
SPD hafði krafist.
„Fjölmenningarsamfélag leiðir
til borgarastyrjaldar“
Samkvæmt síðustu skoðanakönn-
unum hefur stjórn CDU/FDP í
Stuttgart þó aðeins knappt forskot
og ýtir óvissa þessi undir ímynd-
unaraflið. Þannig hafa jafnaðar-
menn og græningjar lýst yfir áhuga
á svonefndum „umferðarljósum“,
þ.e. samsteypustjórn rauðra (SDP),
gulra (FDP) og grænna. Flokkur
frjálslyndra demókrata hefur þó
sýnt núverandi samstarfsflokki sín-
um hollustu með því að hafna þess-
um möguleika. Þar með hafa Græn-
ingjar litla möguleika á að komast í
stjórn þótt þeir séu sterkir í Baden-
Württemberg (fengu 12,1 prósent í
síðustu kosningum) og hafi verið að
opna sig fyrir CDU.
Helsta ástæðan fyrir óvissunni er
þó sú að reynst hefur erfitt að mæla
raunverulegt fylgi repúblíkana
(REP) sem er flokkur yst á hægri
vængnum. Kjósendur flokksins sýna
sjaldnast sitt rétta andlit í skoðana-
könnunum, og í síðustu tveimur
kosningum hefur flokkurinn fengið
um helmingi meira fylgi en honum
var spáð. Fylgi repúblíkana í suð-
vesturhluta Þýskalands er eins-
dæmi. Þeir hafa setið níu ár á
þinginu í Stuttgart og er þetta í
fyrsta sinn sem hægri öfgaflokkur
kemst tvisvar í röð á þing í Þýska-
landi. Árið 1996 voru jafnaðarmenn,
sem spáð var slöku gengi í skoð-
anakönnunum, sakaðir um að grípa
til slagorða sem minntu um margt á
slagorð REP. Formaður flokksins,
dr. Rolf Schlierer, er stoltur af ár-
angri sínum, en Baden-Württem-
berg er eina sambandslandið þar
sem fulltrúar REP sitja á þingi. Að
mati stjórnarskráreftirlitsins í Bad-
en-Württemberg boðar Schlierer út-
lendingahatur. Hann hefur ítrekað
lýst því yfir að fjölmenningarsam-
félag hljóti að enda með borgara-
styrjöld. Í síðustu kosningum fengu
Repúblíkanar 9,1 prósent atkvæða.
Að þessu sinni er þeim spáð 6 pró-
sentum og ef raunverulegt fylgi
verður aftur helmingi hærra gætu
þeir orðið þriðji sterkasti flokkurinn
í Baden-Württemberg.
Heimspekingur gegn rafvirkja
í Rheinland-Pfalz
Rheinland-Pfalz er hvorki efna-
hagsundur líkt og Baden-Württem-
berg né hérað sem á við stærri
vandamál að stríða. Í hinu 4 milljóna
manna sambandslandi er engin
stærri borg en Mainz, þar sem þing-
ið hefur aðsetur. Rínlendingar og
Pfalzbúar eru fremur íhaldssamir,
og er „konungur“ þýskra íhalds-
manna, Helmut Kohl, ættaður frá
Pfalz. Núverandi varnarmálaráð-
herra, Rudolf Scharping (SPD),
lagði þó landið undir sig fyrir áratug
og tók upp samstarf við Frjálslynda
demókrata.
Núverandi forsætisráðherra
Rheinland-Pfalz, Kurt Beck, telst
pólitískur uppeldissonur Scharp-
ings. Hann tók við starfi forsætis-
ráðherra af Scharping haustið 1994
og var endurkjörinn tveimur árum
síðar. Beck er fremur íhaldssamur
líkt og aðrir meðlimir SPD í Rhein-
land-Pfalz. Hann hefur því haldið
áfram samvinnu þeirri sem Scharp-
ing hóf við FDP 1991 og hefur lítinn
áhuga á því að vinna með Græn-
ingjum.
Beck hefur áður lýst því yfir að
hann telji rauð-gula (SPD/FDP)
stjórn einnig vænlega fyrir önnur
sambandslönd og Schröder kanslari
er mjög ánægður með samstarfið
við FDP í Rheinland-Pfalz. SPD
leggur áherslu á einstaklinginn
Beck í kosningabaráttunni, en for-
sætisráðherrann er mjög vinsæll á
svæðinu milli Mósel og Rín, og fengi
um 70 prósent atkvæða ef fram færu
beinar kosningar. Meðal kosta hins
51 árs gamla Becks er að hann er
mikill málamiðlari og á auðvelt með
að ná til fólksins.
Gegn Beck, sem er rafvirki að
mennt, teflir CDU Christoph Böhr
sem skrifaði doktorsritgerð í heim-
speki um Immanuel Kant. Á vegg-
spjöldum af frambjóðanda kristi-
legra demókrata stendur „Hugs-
uður – meira en andlit“. En Böhr,
sem starfað hefur innan veggja há-
skólans og landsþingsins allt sitt líf,
á í vandræðum með að nálgast fólkið
í Rheinland-Pfalz. Þannig er fram-
bjóðandi Græningja, Ise Thomas,
vinsælli en Böhr þó svo að fylgi
CDU í síðustu kosningum hafi verið
fimmfalt fylgi Græningja.
Böhr var formaður Ungmenna-
hreyfingar Kristilegra demókrata á
9. áratugnum. Hann er einn af síð-
ustu dyggu stuðningsmönnum
Kohls og á skrifborði hans er inn-
römmuð mynd af kanslaranum fyrr-
verandi. Í kosningabaráttunni hefur
Böhr beitt sér gegn umhverfisskatti
stjórnarinnar í Berlín. Hann safnar
undirskriftum og gefur bensín á
bensínstöðvum.
Græningjar eiga erfitt uppdráttar
í Rheinland-Pfalz þar sem margir
íbúar sambandslandsins aka langar
vegalengdir til vinnu. Böhr hefur
lýst því yfir að samstarf við Græn-
ingja sé einnig útilokað þetta árþús-
undið. Eini mögulegi samstarfsaðili
Böhrs er því FDP. Vandinn er hins
vegar sá að FDP-menn eru mjög
ánægðir með samstarfið við SPD
sem staðið hefur yfir í tíu ár. Á síð-
asta flokksþingi lýstu frjálslyndir
því yfir að þeir vildu halda samstarf-
inu áfram á næsta kjörtímabili. Eftir
síðustu kosningar hefði FDP getað
myndað meirihluta með CDU en
flokkurinn kaus að vinna frekar
áfram með jafnaðarmönnum.
Þar sem samstarfsaðili sá sem
Böhr óskar sér situr í ríkisstjórn eru
hendur CDU fremur bundnar í
kosningabaráttunni. Þannig er einn
af veiku blettum núverandi ríkis-
stjórnar dómsmálaráðherrann, í
kjölfar þess að talsvert hefur verið
um flótta úr fangelsum í sam-
bandslandinu að undanförnu. Þar
sem ráðherrann er úr röðum FDP
hefur Böhr haldið aftur af sér hvað
gagnrýni varðar. „Maður slær ekki
brúðina sem maður ætlar sér að
giftast,“ er haft eftir Böhr.
Í kjölfar þess að umhverfisráð-
herra ríkisstjórnarinnar í Berlín,
Jürgen Trittin (úr flokki græn-
ingja), líkti framkvæmdastjóra
CDU, Lorenz Meyer, við nýnasista
hefur Böhr þó fengið óvænt sókn-
arfæri. Hann hefur safnað undir-
skriftum gegn Trittin, sem Schröder
hefur nefnt „áhættuþátt“ ríkis-
stjórnarinnar, og hengt upp 10.000
veggspjöld í Rheinland-Pfalz með
slagorði gegn Trittin sem Böhr
nefnir sjálfur „vinstri-öfgamann“.
Ólíklegt er þó að þetta nægi CDU
til sigurs í Rheinland-Pfalz, sem var
aðeins einu prósenti á eftir SPD í
síðustu kosningum, þar sem flokk-
urinn er enn í lægð á landsvísu. Það
ætti þó ekki að koma í veg fyrir að
Kristilegi demókrataflokkurinn nái
fimmtíu árunum í Baden-Württem-
berg.
Landsþingskosningar í Baden-Württemberg og Rheinland-Pfalz
Búist við
að staðan
breytist
lítið
AP
Einn áheyrenda á kosningasamkomu flokks Kristilegra demókrata, CDU, í borginni Mannheim í Þýskalandi,
sem tilheyrir Baden-Württemberg, heldur hér á loft slagorði gegn jafnaðarmönnum, SPD og græningjum.
Í dag, sunnudag, ganga íbúar tveggja sam-
bandslanda í Suðvestur-Þýskalandi að kjör-
borðinu. Talið er líklegt að Frjálslyndir
demókratar sitji áfram í báðum ríkisstjórn-
unum, og að CDU haldi embætti forsætis-
ráðherra í Baden-Württemberg og SPD í
Rheinland-Pfalz. Davíð Kristinsson skoðaði
stöðu mála skömmu fyrir kosningar.
Erwin Teufel Christoph Böhr Kurt Beck