Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 19
FORMÚLA-1 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 19 PÓSTKORT TIL SUÐUR-AFRÍKUFARA CAPE TOWN 24. mars 2001 Kæru félagar í páskaferðinni! Til gamans sendi ég ykkur póstkortið, sem gert var eftir heimsókn okkar á Gróðrarvonarhöfða fyrir nokkrum árum. CAPE-RÍKIÐ er algjört augnayndi og þetta er hápunkturinn, eitt frægasta kennileiti heimsins. Enginn getur gleymt þeirri sjón, að standa hér uppi á Cape Point og sjá heimshöfin, Atlantshaf og Indlandshaf mætast í ólgandi röst, sem hugdjarfir sæfarar klufu á skipum sínum í leit að nýjum löndum og ævintýrum. Suður-Afríka er nýtt land fyrir ykkur, sem þið munið hrífast af. Þið eruð landkönnuðir nútímans. Sjáumst hér á páskum! Kær kveðja héðan úr sumardýrðinni. Ingólfur. Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir Til þátttakenda í páskaferð til SUÐUR-AFRÍKU 8.-16. apríl 2001 ATH.- ENN ERU NOKKUR SÆTI LAUS Á LÆGSTA FARGJALDI ÍSLANDSSÖGUNNAR SKOTINN Allan McNish mun að öllum líkindum verða keppnis- ökuþór Toyota við hlið Mika Salo, að því er Ove Andersson, aðal- stjórnandi liðsins, sagði er til- raunabíll liðsins var afhjúpaður. „Við göngum út frá því að Mika og Allan keppi fyrir okkur. Það verður ofan á nema eitthvað fari alvarlega úrskeiðis,“ sagði Andersson. Salo hefur sjö ár að baki við keppni í Formúlu-1 hjá Lotus, Tyrr- ell, Arrows og Sauber en auk þess hljóp hann í skarðið fyrir Michael Schumacher hjá Ferrari með góð- um árangri í hitteðfyrra og einnig hjá BAR. McNish er 31 árs Skoti og vakti fyrst athygli er hann varð þriðji á heimsmeistaramóti á körtum 16 ára gamall. Afar sigursæll í formúlu-3 og formúlu-3000. Var tilraunaöku- þór hjá McLaren 1991-92, starfaði þá með Ayrton Senna, og hjá Ben- etton 1993 og 1996. Sigurvegari í Le Mans-kappakstrinum í Frakk- landi 1998 og í öðru sæti árið eftir. Meistari fyrr í bandarísku LeMans- röðinni (ALMS) í fyrra en tilrauna- ók þá jafnframt fyrir Toyota. Mika Salo og Allan McNish. Reyndir ökuþórar prófa og keppa fyrir Toyota
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.