Morgunblaðið - 25.03.2001, Page 19
FORMÚLA-1
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 19
PÓSTKORT TIL SUÐUR-AFRÍKUFARA
CAPE TOWN 24. mars 2001
Kæru félagar í páskaferðinni!
Til gamans sendi ég ykkur póstkortið, sem gert var eftir
heimsókn okkar á Gróðrarvonarhöfða fyrir nokkrum árum.
CAPE-RÍKIÐ er algjört augnayndi og þetta er hápunkturinn,
eitt frægasta kennileiti heimsins. Enginn getur gleymt þeirri
sjón, að standa hér uppi á Cape Point og sjá heimshöfin,
Atlantshaf og Indlandshaf mætast í ólgandi röst, sem
hugdjarfir sæfarar klufu á skipum sínum í leit að nýjum
löndum og ævintýrum.
Suður-Afríka er nýtt land fyrir ykkur, sem þið munið hrífast af.
Þið eruð landkönnuðir nútímans. Sjáumst hér á páskum!
Kær kveðja héðan úr sumardýrðinni. Ingólfur.
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Útnefnd í alþjóðasamtökin
EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK
fyrir frábærar ferðir
Til þátttakenda í
páskaferð til
SUÐUR-AFRÍKU
8.-16. apríl 2001
ATH.- ENN ERU NOKKUR SÆTI LAUS Á LÆGSTA
FARGJALDI ÍSLANDSSÖGUNNAR
SKOTINN Allan McNish mun að
öllum líkindum verða keppnis-
ökuþór Toyota við hlið Mika Salo,
að því er Ove Andersson, aðal-
stjórnandi liðsins, sagði er til-
raunabíll liðsins var afhjúpaður.
„Við göngum út frá því að Mika og
Allan keppi fyrir okkur. Það verður
ofan á nema eitthvað fari alvarlega
úrskeiðis,“ sagði Andersson.
Salo hefur sjö ár að baki við
keppni í Formúlu-1 hjá Lotus, Tyrr-
ell, Arrows og Sauber en auk þess
hljóp hann í skarðið fyrir Michael
Schumacher hjá Ferrari með góð-
um árangri í hitteðfyrra og einnig
hjá BAR.
McNish er 31 árs Skoti og vakti
fyrst athygli er hann varð þriðji á
heimsmeistaramóti á körtum 16 ára
gamall. Afar sigursæll í formúlu-3
og formúlu-3000. Var tilraunaöku-
þór hjá McLaren 1991-92, starfaði
þá með Ayrton Senna, og hjá Ben-
etton 1993 og 1996. Sigurvegari í
Le Mans-kappakstrinum í Frakk-
landi 1998 og í öðru sæti árið eftir.
Meistari fyrr í bandarísku LeMans-
röðinni (ALMS) í fyrra en tilrauna-
ók þá jafnframt fyrir Toyota.
Mika Salo og Allan McNish.
Reyndir
ökuþórar
prófa og
keppa fyrir
Toyota