Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 1
79. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 4. APRÍL 2001 GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í stuttri yfirlýsingu í gær að kominn væri tími til að Kínverjar skiluðu bandarískri njósnaflugvél og 24 manna áhöfn hennar og sagði að atvikið gæti grafið undan samskiptum Bandaríkjanna og Kína. Jiang Zemin, forseti Kína, sagði í yfirlýsingu í gær að það væri „algerlega við Bandaríkjamenn að sakast“ vegna þess hvernig farið hafi. Krefjast Kínverjar þess að Bandaríkjamenn biðjist afsök- unar. Áhöfn bandarísku njósnavélarinnar neyddist til að lenda á Hainan-eyju í Kína eftir árekstur við kínverska herflugvél á sunnudag. Kínverska vélin hrapaði og er flugmaður hennar talinn af. Bandarískir embættismenn í Kína fengu í gær í fyrsta sinn að hitta áhöfnina og hafði Bush eftir þeim að áhöfnin, 21 karl og þrjár konur, væri við góða heilsu og hefði ekki sætt slæmri meðferð eftir að vélin lenti. Sagði Bush ástandið „óvenjulegt“ og hefðu kínversk stjórnvöld fengið ráðrúm til að bregðast rétt við, en nú væri kominn tími til að fólkið fengi að fara og flugvélinni væri skilað. „Þetta atvik getur gert að engu vonir okkar um árangursrík samskipti milli landanna,“ sagði Bush í yfirlýsingu sem hann las úti fyrir Hvíta húsinu síðdegis í gær. „Til að koma í veg fyrir að það ger- ist þurfa hermenn okkar og -konur að fá að snúa heim.“ Við Bandaríkin að sakast Var þetta í annað sinn á tveimur dögum sem Bush gaf opinbera yfirlýsingu um málið og tóku fréttaskýrendur til þess að tónninn í forsetanum hefði harðnað. Væri aðvörunin um hugsanlega al- varlegar afleiðingar málsins fyrir nauðsynleg sam- skipti ríkjanna til marks um það. Kínversk stjórnvöld fullyrða að Bandaríkja- menn geti sjálfum sér um kennt hvernig fór. Ættu bandarísk stjórnvöld að reyna að bæta úr og byrja á því að biðjast afsökunar og láta af öllum eftirlits- aðgerðum sínum nærri kínversku yfirráðasvæði. Yfirlýsing Jiangs forseta í gær er sú fyrsta sem hann gefur um málið. Sagði hann að það hefði verið bandaríska flugvélin sem hefði brotið flugreglur, hætta hefði stafað af flugi hennar og hún hefði „rekist á og eyðilagt okkar flugvél og valdið því að flugmannsins er saknað“. Bandarískur embættismaður greindi frá því í gærkvöld að Bandaríkjamenn hefðu undir höndum gervitunglamyndir er sýndu að Kínverjar hefðu farið um borð í vélina. Sýni myndirnar „Kínverja að störfum við vélina, fara með skiptilykil um borð í hana, flangsast í kringum hana, rannsaka hana, eiga við hana“, sagði embættismaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Ekki var ljóst hvort Kín- verjar hefðu fjarlægt eitthvað af þeim viðkvæma hlerunarbúnaði sem um borð í vélinni er. Er hún fjögurra hreyfla skrúfuþota af gerðinni EP-3. Áhöfn bandarísku njósnavélarinnar sögð sæta góðu atlæti í Kína Bush varar við áhrifum á samskipti landanna ington. AFP, Reuters.  Harðnandi tónn/21 DÓMARAR höfnuðu í gær beiðni Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, um að verða lát- inn laus úr gæsluvarðhaldi. Milosevic hefur viðurkennt, að stjórnin í Belgrad hafi á laun fjár- magnað uppreisnarheri Serba í Króatíu og Bosníu á dögum Bosn- íustríðsins. Milosevic er meðal annars ákærð- ur fyrir að hafa dregið sér tugi millj- arða ísl. kr. af almannafé og er játn- ingin tilraun til að skýra hvað orðið hafi um peningana og kom fram í áfrýjunarbeiðni sem Milosevic lagði í fyrradag. Milosevic segir að féð hafi verið notað til að kaupa vopn fyrir Serba í baráttu þeirra gegn Króötum og múslimum en það hafi verið ríkis- leyndarmál og því ekki hægt að láta það koma fram í fjárlögunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Milosevic við- urkennir að hafa kynt undir aðgerð- um Serba í Krajina-héraði í Króatíu og Bosníu en þær leiddu til Bosn- íustríðsins. Játning Milosevic hefur aukið þrýsting á stjórnvöld í Belgrad um að vinna með stríðsglæpadómstóln- um í Haag. Hins vegar er óttast að játningin verði til að endurvekja stuðning þjóðernissinna við Milosev- ic sem höfðu snúið baki við honum vegna ásakana um spillingu. Ákærunum á hendur Milosevic fjölgar stöðugt og meðal annars hafa stjórnvöld ákveðið að kæra hann fyr- ir að hafa hvatt lífverði sína til að skjóta á lögregluna þegar átti að handtaka hann. Þrír helstu sam- starfsmenn Milosevic í Júgóslavíu- stjórn eru nú í fangelsi og til stendur að svipta þrjá aðra þinghelgi svo unnt verði að saksækja þá. Núverandi yfirvöld eru að auki að kanna mál 200 fjölskyldna, skjól- stæðinga Milosevic, sem auðguðust mikið í 13 ára valdatíð hans, og sagt er, að þeim verði gert að sanna, að ríkidæmið sé heiðarlega til komið, ella verði það gert upptækt. Milosevic ekki framseldur Vojislav Kostunica, forseti Júgó- slavíu, segir í viðtali við New York Times, að ekki eigi að framselja Mil- osevic til Haag, jafnvel þótt það verði til, að Bandaríkjastjórn hætti fjár- stuðningi við Júgóslavíu. Kostunica gagnrýnir stríðsglæpadómstólinn og segir, að réttlæti hans sé mjög tilvilj- anakennt og fái Serbar að kenna á því fremur en aðrir. Komið hefur fram, að í þeim samn- ingaviðræðum, sem fóru fram við Milosevic áður en hann var handtek- inn, hafi hann farið fram á og fengið í hendur skriflega yfirlýsingu um, að hann yrði ekki framseldur til Haag. Þessu vísaði einn lykilsamninga- manna á bug í gær og sagði það hafa verið Milosevic ljóst að hann gæti ekki farið fram á slíka yfirlýsingu. Játar fjár- mögnun stríðs- ins í Bosníu Belgrad. AFP, The Daily Telegraph. Áfrýjunarbeiðni Milosevic hafnað PALESTÍNSKUR hermaður var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að hann særðist í harðri árás ísra- elskra herþyrlna á bækistöðvar palestínskra öryggislögreglu- manna á Gazasvæðinu, skammt frá bústað Yassers Arafats, for- seta heimastjórnar Palestínu- manna. Sögðu sjónarvottar að um tuttugu flugskeyti hefðu hæft í mark. Að minnsta kosti þrír pal- estínskir lögreglumenn særðust í árásinni. Var hún gerð nokkrum klukkustundum eftir að 10 mán- aða gamall ísraelskur drengur særðist alvarlega þegar Palest- ínumenn vörpuðu sprengju á landnámssvæði gyðinga. Í annarri árás í gær skutu ísra- elskar þyrlur um 30 flugskeytum á skotmark í bænum Rafah á Gazasvæðinu og var haft eftir læknum að 30 manns hefðu særst. Í yfirlýsingu frá skrifstofu Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, sagði að Palestínumenn hefðu ekkert gert til að koma í veg fyrir árásir á Ísraela, og gætu Ísraelar því ekki annað en gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Reuters Hörð árás á Gaza HLUTABRÉF féllu í verði á mörkuðum í New York í gær og við lokun hafði Nasdaq-vísital- an lækkað um 6,2 prósent. Dow Jones-vísitalan lækkaði einnig, eða um þrjú prósent. Fréttaskýrandi The New York Times sagði í gær að helstu ástæður lækkunarinnar væru þær, að fjárfestar teldu ekki ástæðu til að ætla að hagn- aður fyrirtækja myndi aukast í bráð. Aukin spenna í samskipt- um Bandaríkjamanna og Kín- verja vegna bandarískrar flug- vélar og áhafnar sem er í haldi í Kína jók á taugaóstyrk manna á Wall Street. Þá virðist það hafa farið mjög fyrir brjóstið á verðbréfa- miðlurum að gefnar voru út allmargar afkomuviðvaranir eftir lokuð markaða á mánu- daginn. Nokkur tæknifyrirtæki greindu frá því að afkoman yrði talsvert verri en vænst hafði verið á Wall Street. Lækkun á Wall Street FARIÐ hefur verið fram á bráða- birgðarannsókn á kú í Vestur-Dan- mörku, en grunur leikur á að hún sé með einkenni gin- og klaufaveiki. Er þess vænst að niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir annað kvöld. Á föstudaginn kom í ljós að niðurstöður rannsóknar á meintu til- felli sem áður hafði komið upp voru neikvæðar. Gin- og klaufaveiki hefur ekki orðið vart í Danmörku síðan í upphafi níunda áratugarins. Grunur í Danmörku Kaupmannahöfn. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.