Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 31
HVAÐ vorum við
mæður að hugsa um ár-
ið sem við fermdumst
fyrir utan fermingar-
undirbúninginn? Ég
veit að það var að
minnsta kosti ekki
megrunarkúrar og
brjóstastækkanir. Í
gegnum starf mitt hef
ég orðið greinilega vör
við hve viðhorf unglinga
er breytt frá því fyrir
10–15 árum. Er ekki
kominn tími til að við
foreldrar skoðum vel og
vandlega hvað við get-
um gert til að hjálpa
dætrum okkar að
byggja upp sjálfsímynd sína og beina
þeim inn á braut betri lífsstíls til að
reyna að sporna við þeirri þróun sem
á sér nú stað? Í dag eru stúlkur allt
niður í 9 ára aldur og ég veit jafnvel
um dæmi um 6 ára stúlkur sem eru
mjög uppteknar af útlitinu og vilja
líkjast sykursætum kornungum
,,poppskvísum“ eins og fröken Spears
og hennar líkum. Á hörðum vetrar-
dögum í Reykjavík sjáum við grunn-
skólastúlkur norpandi með bert á
milli í þunnum buxum sem ná rétt nið-
ur fyrir hné og … hrollur … bert nið-
ur að skóm … nei, þær eru í nælon-
sokkum. Eins gott! Kuldagallar frá 66
gráðum norður eru ekki lengur í
tísku. Tískan ræður, ekki skynsemin.
Um hvað ræða fermingarstúlkurnar í
dag? Megrun og fæðubótarefni eru
þar ofarlega á lista. Þær vilja vera
,,tálgaðar“ eins og Britney. Lífsstíll-
inn er pizzur og kók, SMS, sjónvarps-
gláp, bíóferðir og … pabbi, get ég
fengið far, mamma, nennirðu að
skutla mér? Hvað eru
16, 17 og 18 ára stúlkur
að hugsa? Megrun,
fæðubótarefni og
brjóstastækkun er vin-
sælt umhugsunarefni
þeirra nú á dögum. Það
er komið svo að ungar
stúlkur eru raunveru-
lega viljugar að leggjast
í áhættusama skurðað-
gerð til að breyta útliti
sínu svo að það þóknist
stöðlum tískunnar.
Máttur tískunnar er
magnaður … mér sem
foreldri finnst hann
ógnvekjandi. Börn og
unglingar í hinum vest-
ræna heimi eru að fitna meira með ári
hverju um leið og tískan segir að allir
eiga að vera mjóir og í flottu formi.
Þetta fer ekki saman og afleiðingin er
að æ fleiri unglingar leiðast út í át-
röskunarsjúkdóma, fara í stranga
megrunarkúra og reyna eftir ýmsum
leiðum að ná þessum eftirsóttu útlits-
stöðlum tískunnar. Hvað getum við
gert til að sporna við þessari þróun?
Við foreldrar þurfum að leggjast á
eitt til að kenna börnum okkar og
unglingum að hugsa af skynsemi en
láta ekki stjórnast af umhverfinu. Við
foreldrar þurfum að sýna fordæmi
hvað varðar holla lífshætti. Ungur
nemur, gamall temur. Regluleg
hreyfing daglega og hollar neyslu-
venjur þurfa að vera sjálfsagðar
heimilisvenjur. Vatn í stað gos-
drykkja, ávextir í staðinn fyrir kex,
snakk og sælgæti, svo eitthvað sé
nefnt. Það sem við venjumst frá barn-
æsku hefur mikil áhrif á venjur okkar
allt lífið. Reynum að kenna börnum
okkar að vera sjálfstæð, þora að fara í
regnkápu í skólann þegar rignir þó að
,,allir hinir“ séu ekki í ,,púkó“ regnföt-
um. Kennum þeim að útlitið er ekki
aðalatriðið. Það er í lagi að vera öðru-
vísi.
Þróunin heldur áfram og með sí-
aukinni tækni þarf mannfólkið að
hafa minna fyrir hlutunum og allt útlit
er fyrir að offituvandamálið eigi að-
eins eftir að aukast. Útlitsdýrkunin er
örugglega heldur ekki í rénun. Verða
litlu stelpurnar sem eru 2–4 ára í dag
allar farnar að spá í fegrunaraðgerðir
eftir 10–15 ár? Ef til vill verður það
ekki spurningin hvort þær fara held-
ur aðeins hvaða aðgerð verður fyrir
valinu. Er ekki þörf á að taka á þess-
um málum? Átak á heimilunum og í
skólunum. Meiri hreyfing, betri
neysluvenjur og bættar lífsvenjur
leiða til betri heilsu, bættrar sjálfs-
ímyndar og aukins sjálfstrausts.
„Rúlar“ frök-
en Spears?
Ágústa
Johnson
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Líferni
Við foreldrar þurfum að
sýna fordæmi hvað
varðar holla lífshætti,
segir Ágústa Johnson.
Ungur nemur, gamall
temur.
Fermingarmyndatökur
Erling Ó. Aðalsteinsson
Ljósmyndastofa
Laugavegi 24, sími 552 0624
Pantanir í síma 552 0624
frá kl. 13-18
SNEMMA á síðasta ári voru
drög að frumvörpum um ný lög
þjóðminjavörslunnar kynnt en
þeirra hafði verið beðið með nokk-
urri eftirvæntingu. Í framhaldinu
var leitað álits og umsagnar ýmissa
hagsmunaaðila á þessu sviði. Áhugi
þeirra leyndi sér ekki. Frumvörpin
voru reifuð meðal safnamanna,
fornleifafræðinga og fleiri hags-
munaaðila hvenær sem færi gafst,
bæði með formlegum og óformleg-
um hætti.
Ætlunin var að skipta núverandi
þjóðminjalögum upp í fjóra sjálf-
stæða lagabálka: 1) þjóðminjalög,
2) safnalög, 3) lög um húsafriðun
og 4) lög um flutning menningar-
verðmæta úr landi og um skil
menningarverðmæta til annarra
landa. Í frumvarpsdrögunum var
gengið út frá því að fornleifavarsl-
an yrði leyst frá Þjóðminjasafni Ís-
lands og um hana stofnað sérstakt
embætti, embætti fornminjavarðar
Íslands. Fornminjavörður skyldi
sinna öllum þeim málum er snúa að
fornminjum í landinu. Á Þjóð-
minjasafninu yrði eftir sem áður
unnið undir stjórn þjóðminjavarðar
að safnamálum, sýningarhaldi, for-
vörslu, safnakennslu og fleiru sem
viðkemur starfsemi safna. Húsa-
friðun var jafnframt gefið sérstakt
vægi og hún aðskilin frá Þjóð-
minjasafninu.
Var það samdóma álit flestra
þeirra sem að málinu komu að hér
væri um að ræða jákvæðar og í
senn tímabærar breytingar, enda
mjög í takt við það sem gert hefur
verið í nágrannalöndum okkar.
Langt er síðan fornleifavarsla og
safnavarsla voru skildar að þar, því
í raun er hér um að ræða mjög
ólíka en þó tengda málaflokka.
Það brá því óneitanlega mörgum
í brún þegar umrædd frumvörp
voru kynnt á Alþingi í byrjun des-
ember. Það kom nefnilega í ljós að
þar voru ekki á ferðinni frum-
varpsdrögin sem kynnt höfðu verið
fyrr á árinu og send fagfólki til um-
sagnar. Drögunum
hafði verið gjörbreytt
í nokkrum veigamikl-
um atriðum. Þau voru
síðan á ný send út til
umsagnar og í þetta
sinn til mun fleiri aðila
en áður. Í ljós hefur
komið að mjög margir
safnamenn og nær all-
ir fornleifafræðingar
landsins eru andvígir
nýju frumvarpsdrög-
unum.
Það sem helst vekur
furðu í nýju drögun-
um er stofnun emb-
ættis þjóðminjavarðar
Íslands og það vald
sem fela á þeim sem því gegnir.
Undir embættið fellur rekstur
Þjóðminjasafns Íslands og til við-
bótar leggjast öll þau störf sem
ætluð voru fornminjaverði Íslands
samkvæmt fyrri frumvarpsdrög-
um. Að auki er lagt til að bæði
fornleifanefnd og þjóðminjaráð
verði lögð niður í núverandi mynd
og hlutverk þeirra færð á hendur
þjóðminjavarðar Íslands. Forn-
leifanefnd er þriggja manna nefnd
sem sér m.a. um veitingu leyfa til
fornleifarannsókna og í þjóðminja-
ráði sitja fimm manns en hlutverk
þeirra er m.a. stefnumörkun og að
skera úr um ágreiningsmál er upp
koma um minjavörslu landsins.
Hér er áðurnefnd skipting milli
fornleifavörslu og safnavörslu
þurrkuð út, nokkuð sem án efa
mun leiða til meiri miðstýringar en
núgildandi lög gefa tilefni til.
Breytingarnar verða hvorki forn-
leifavörslunni né safnavörslunni til
hagsbóta. Ef nýju lögin ná fram að
ganga mun einn embættismaður
þjóðminjavörslunnar á Íslandi sitja
beggja vegna borðsins; hann veitir
leyfi til fornleifarannsókna, útdeilir
rannsóknarfé, hefur eftirlit með
fornleifarannsóknum og skráningu,
er lögbundinn umsagnaraðili og
ákveður að auki hvaða verkefni
skuli sett í útboð. Hann hefur einn-
ig rétt til að bjóða í þau sjálfur.
Það hefur löngum þótt ljóst að
íslensk fornleifafræði hafi ekki
fengið að þróast og dafna á sama
hátt og greinin hefur fengið að
gera í flestum öðrum löndum Evr-
ópu. Við teljum að með skiptingu
Þjóðminjasafns Íslands í tvær
stofnanir, annars vegar stofnun
sem sinnir safnavörslu landsins og
hins vegar stofnun sem sinnir forn-
leifavörslunni, væri hægt að koma í
veg fyrir áframhaldandi stöðnun.
Við þurfum að eiga öflugt þjóð-
minjasafn, sem við getum verið
stolt af. Við þurfum líka að geta
sinnt fornleifum okkar jafnvel og
nágrannaþjóðir okkar í Evrópu
gera.
Verði frumvarpsdrögin að lögum
í því formi sem þau eru nú, gjör-
breytt frá því þau voru fyrst lögð
fram til umsagnar hagsmunaaðila,
er verið að festa enn frekar í sessi
þá miðstýringu sem einkennt hefur
fornleifa- og safnavörslu landsins
um áratuga skeið. Segja má að
gera eigi þjóðminjavörð Íslands
einráðan á þessu sviði. Stigið yrði
stórt skref aftur á bak í þróun
fræðanna og þá hefði verið betur
heima setið en af stað farið.
Um ný lög þjóðminjavörslunnar
Bjarni F.
Einarsson
Þjóðminjar
Verið er að festa enn
frekar í sessi þá mið-
stýringu, segja Bjarni
F. Einarsson og
Steinunn Kristjáns-
dóttir, sem einkennt
hefur fornleifa- og
safnavörslu landsins.
Bjarni er fornleifafræðingur og
rekur Fornleifafræðistofuna.
Steinunn situr í stjórn Fornleifa-
fræðingafélags Íslands.
Steinunn
Kristjánsdóttir
ÉG HEF ekki í seinni tíð
skammast mín eins mikið fyrir að
vera Íslendingur eins og síðustu
daga þegar ég horfi á
feður fórnarlamba
flugslyssins sorglega
7. ágúst síðastliðinn,
koma fram í fjölmiðl-
um. Siðferðisþrek
þessara manna er með
ólíkindum og á tíma
sem þeir ættu að eiga
fyrir sjálfa sig og fjöl-
skyldur sínar, að
syrgja þá sem fórust,
eru þeir þvingaðir til
að vinna linnulaust,
frammi fyrir alþjóð,
starf sem ætti að vera
unnið í þar til skipaðri
nefnd.
Flugslysanefnd hef-
ur loksins, eftir að
hafa dregið lappirnar mánuðum
saman og á þeim tíma, jafnvel
framið sakhæfan verknað er hún
lét frá sér hreyfil flugvélarinnar
sem enn var verið að rannsaka,
sent frá sér samantekt sem varla
er hægt að nefna skýrslu, svo hroð-
virknislega unnin sem hún er. Á
þeim pappírum er hlutur flugmála-
stjórnar í slysinu gerður lítill sem
enginn, turninn hvítþveginn og
engar tillögur bornar fram sem
varða framtíð flugrekstrarleyfis
viðkomandi flugfélags eða flugör-
yggis á Íslandi yfirleitt. Í stað þess
að nefndin hagi sér eins og sam-
bærilegar nefndir hjá nágranna-
þjóðum, upplýsi aðstandendur og
almenning um gang mála, haldi
blaðamannafundi og mæti í viðtöl á
fréttastofur til að allur sannleikur
málsins megi koma fram, þegir
okkar nefnd þunnu hljóði eins lengi
og hún getur og lætur ekki svo lítið
að hafa allar hliðar málsins með í
samantekt sinni. Og svo tekur
steininn úr þegar for-
maður samgöngu-
nefndar alþingis seg-
ist sammála ritgerð-
inni í öllum megin-
atriðum. Honum ætti
þó að renna blóðið til
skyldunnar, svo háð
sem heimabyggð hans
er traustum sam-
göngum við megin-
landið.
Þessir feður, sem
við höfum fengið að
kynnast í gegnum fjöl-
miðla undanfarið, og
aðrir aðstandendur
fórnarlamba slyssins,
eiga samúð þjóðarinn-
ar allrar. Þeir eiga, og
þjóðin öll, skýlausan rétt á að sann-
leikurinn í málinu verði dreginn
fram í dagsljósið og viðkomandi að-
ilar, á öllum stigum þessa máls,
látnir sæta ábyrgð.
Flugslysanefnd hefur opinberað
sig óhæfa og á umsvifalaust að
segja af sér í heild sinni ella verða
leyst frá störfum. Flugmálastjóri á
samstundis að víkja og formaður
samgöngunefndar alþingis einnig. Í
siðmenntuðu samfélagi myndi sam-
gönguráðherra segja af sér strax
eins og gerðist eftir rútuslysið
hörmulega úti í heimi. En varla er
viðbúið að ráðamenn hér heima axli
slíka ábyrgð.
Einu mennirnir sem koma heilir
frá þessu hneyksli eru þeir sem
mest misstu.
Það hefur dálítið orðið undir í
allri umræðunni um rannsóknina,
sú staðreynd að þarna létu 5 ungir
Íslendingar lífið og einn liggur
stórslasaður eftir.
Þeirra minningu er vanvirðing
sýnd af öllum ráðamönnum og
rannsóknarmönnum sem að þessu
hafa komið. Við þá aðila vil ég
segja, þið ættuð að skammast ykk-
ar, ég veit að ég geri það frammi
fyrir þeim sem eiga um sárt að
binda vegna þessa sorglega slyss.
Vanvirðing
og skömm
Hjörtur
Howser
Höfundur er hljómlistar- og
kvikmyndagerðarmaður.
Flugslys
Einu mennirnir sem
koma heilir frá þessu
hneyksli, segir Hjörtur
Howser, eru þeir sem
mest misstu.
Buxur
Neðst á Skólavörðustíg