Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 11 ALLT AÐ helmingur ofvirkra barna heldur sumum eða jafnvel öllum ein- kennum ofvirkninnar fram á fullorð- insár, að því að kemur fram í rann- sóknum dr. Susan Young á ofvirkni fullorðinna. Ofvirkni einkennist af hvatvísi, athyglisbresti og hreyfiof- virkni og er talið að á milli 3 og 6% barna séu ofvirk. Samkvæmt því þjá- ist rúm milljón Breta af þessari hegð- unarröskun sem almennt er tengd börnum. Þetta fólk er að mati Susan Young ekki að fá rétta meðferð við sjúkdómi sínum þar sem margir geðlæknar og sálfræðingar telji að ofvirkni hrjái að- eins börn sem sjúkdómurinn eldist af. „Það sem hefur gerst er að við 16 ára aldur sleppa heilbrigðiskerfið og skólayfirvöld höndinni af börnum – þau eru álitin fullorðin og það þarf ekki lengur að takast á við vandamál barnæskunnar. En ofvirkniseinkenn- in hverfa ekki eins og fyrir einhverja töfra á sextán ára afmælinu og ofvirk- ir krakkar reka sig á að kerfið gerir hvergi ráð fyrir þeim. Sjúkdómurinn eldist ekkert af þeim heldur breytast einkennin,“ segir dr. Young og bendir á að mikil hreyfivirkni sem einkennir ofvirk börn – þau geta ekki setið kyrr og eru á stanslausu iði – sé ekki sterkt einkenni á ofvirku fullorðnu fólki og eitt mest áberandi ofvirkinseinkennið því farið. „Fullorðni einstaklingurinn hefur oft lært að hemja hreyfihvötina og hefur öðlast meiri sjálfsstjórn út á við. Inn á við er einstaklingurinn enn jafn- eirðarlaus og fyrr en hefur öðlast meiri stjórn á hegðun sinni en þegar hann var t.d. sjö ára. Hann finnur samt enn fyrir einbeitingarskorti og er mjög hvatvís.“ Fjórðungur í fangelsi Rannsóknir dr. Young sýna fram á mikil tengsl milli ofvirkni og glæpa en 25% fullorðinna sjúklinga hennar höfðu setið í fangelsi þegar rannsókn- in var gerð. Þeirri tölu ber saman við sambærilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum og Sví- þjóð. Glæpirnir hafa spannað allt frá smáglæpum upp í morð. „Já, mönnum með ofvirkni er mun hættara við að komast í kast við lögin og lenda almennt í vandræðum. Ferl- ið hefst strax í barnæsku þegar hegð- unarbresta verður vart, mörg barnanna sýna árásarhneigð og aðra andfélagslega hegðun og þegar þau eldast leiðast mörg út í eiturlyfja- neyslu. Það er hvatvísin sem er stærsti áhættuþátturinn hjá ofvirkum einstaklingum. Ofvirkur maður á t.d. seint eftir að fremja hinn fullkomna glæp því hann hefur ekki þolinmæði til að hugsa verknaðinn til enda. Glæpur hans er framinn án umhugs- unar eða skipulags – í hita augna- bliksins. Ef við skoðum ofbeldisglæp eins og t.d. líkamsárás þá endurspegl- ar hann skipulagsleysið og árásar- hneigðina, fórnarlamb ofvirks manns hefur líklega fjölmörg stungusár um allan líkamann en ekki eitt „snyrti- legt“ skotsár,“ segir dr. Young. Fleira til marks um ofvikrni er að verknað- urinn er framinn án hugsunar um af- leiðingar og litíð ef nokkuð er sinnt um að fela slóðina. Ofvirkir glæpa- menn sinna t.d. engu um sjónarvitni að atburðinum heldur hlaupa af vett- vangi og skilja eftir greinileg verks- ummerki sem gera lögreglu auðvelt fyrir að ná þeim.“ Spurð hvort hún telji að yfirfæra megi töluna yfir á fangelsi almennt, svarar hún játandi. „Fjórðungur allra fanga er gríðar- stór hópur og málefni sem ég sé ekki hvernig hægt er að líta fram hjá. Of- virkni og glæpahneigð tengjast greinilega og þegar ofvirkur einstak- lingur er fangelsaður verða einkenni hans enn augljósari – þetta eru erfiðir fangar sem taka ekki tilsögn. Ég get nefnt sem dæmi ungan mann sem ég kynntist í starfi mínu sem réttarsál- fræðingur. Fangelsisyfirvöld höfðu komist að þeirri niðurstöðu að hann væri óforbetranlegur siðblindingi sem tæki engri meðhöndlun. Þessi maður var svo greindur ofvirkur og fékk rétta meðhöndlun og lyf. Í dag er hann á batavegi og er t.d. ekki lengur í hámarksgæslu. Það þýðir ekkert að líta fram hjá áhrifum ofvirkni heldur verður að takast á við þau.“ Rítalín enginn töfrasproti Meðferð ofvirkni byggist á sam- settri meðferð þar sem bæði koma til atferlismótandi þættir og lyfjagjöf ef nauðsyn krefur. Ofvirkni fullorðinna getur verið meðhöndluð með rítalíni – lyfi sem hefur hlotið gagnrýni jafnt sem lof vegna áhrifa þess á ofvirk börn, en fullorðnir sjúklingar finna auk framangreindra einkenna oft fyr- ir þunglyndi, kvíða og persónuleika- truflunum og þarfnast frekari sál- fræðimeðferðar. „Rítalín læknar einkennin, en eitt og sér bætir það ekki líf einstaklings- ins, þetta er ekki töfrasproti sem læt- ur vandamálið hverfa á einni nóttu. Lyfið gerir sjúklingnum hins vegar kleift að sækja frekari aðstoð – hvern- ig ætti annars að vera hægt að hjálpa manneskju sem mætir ekki í viðtals- tíma, getur ekki setið kyrr og hlustar ekki á sálfræðinginn.“ Í rannsókn dr. Young var notaður samanburðarhópur sem samanstóð af 30 fullorðnum einstaklingum sem höfðu greinst með ofvirkni seint á æv- inni, 30 manns sem höfðu aðrar hegð- unarraskanir en ofvirkni og 30 manna hópi „venjulegra“ einstaklinga. Allir sem tóku þátt í rannsókninni voru frá millistéttarheimilum og mældust með meðalgreind. Þrátt fyrir sambæri- legan bakgrunn viðfangsefna sýndi rannsóknin fram á mikinn mun á lífs- stíl og hegðun fólksins. Um þriðjung- ur þeirra ofvirku hafði verið sendur í sérskóla fyrir börn með námsörðug- leika þegar þeir voru börn á móti að- eins 7% þeirra sem höfðu önnur hegð- unarvandamál. Enginn hinna „venjulegu“ hafði farið í sérskóla. Atvinnuleysi reyndist einkenna þá ofvirku þar sem tveir þriðju voru at- vinnulausir miðað við 3% „venjulega“ hópsins. Erfiðleikar með að halda vinnu voru einnig áberandi hjá of- virku einstaklingunum auk mikilla annarra félagslegra vandamála. Þeir voru andfélagslegir og reyndust eiga erfitt með að tengjast öðru fólki og eignast vini. „Algengt einkenni er að vera ein- mana og einangraðir frá umhverfinu og eiga í eilífri baráttu bara við að komast af í samfélaginu. Það eru samt til ofvirkir einstaklingar sem hefur gengið vel og eru virkir í samfélaginu en því miður er útkoman miklu oftar á verri veg. Á vinnustað finnur sá of- virki fyrir vanmáttarkennd og verður vonsvikinn með frammistöðu sína því hann getur ekki einbeitt sér að starf- inu og sinnt því vel. Ofvirkir hafa mjög lágan þolinmæðisþröskuld, leiða fljótt hugann frá því verkefni sem þeir eru að vinna að og fer fljótt að leiðast. Einhæf störf eru t.d. eitur í beinum ofvirkra – ekki að okkur hin- um finnist þau mikið skárri en við kunnum að takast á við leiðindin. Þeg- ar ég var t.d. að mæla athygli sjúk- linganna í rannsókn minni þá tók það stundum alla fagkunnáttu og færni mína bara að fá fólkið til að vera út tímann í prófherberginu og halda sig við verkið.“ Þeir einstaklingar sem voru aldrei greindir ofvirkir sem börn heldur að- eins álitnir óþekkir og á skjön við samfélagið takast á við tvær megintil- finningar þegar þeir greinast á full- orðinsaldri. Fyrri viðbrögðin eru að sögn dr. Young gleði og léttir yfir að hafa loks fengið rökræna skýringu á hegðun sinni. Seinni viðbrögðin eru hins vegar reiði yfir að hafa ekki greinst fyrr og þar af leiðandi þurft að berjast við skilningsleysi og vöntun á umburðarlyndi frá samfélaginu. „Þetta fólk hefur oft fengið að kynnast öllum kimum heilbrigðis- kerfisins og félagslega geirans án þess að nokkur hafi sett fingurinn á vandamálið. Sem börn hafa þessir einstaklingar farið á milli heimilis- lækna, barnasérfræðinga og félags- fræðinga og verið greind og með- höndluð við ótal mismunandi kvillum s.s. kvíða og þunglyndi – en ofvirknin var aldrei greind. Reiðin sem fólkið finnur fyrir byggist því á þeirri hugs- un hvað lífið hefði orðið öðruvísi og auðveldara ef ofvirknin hefði verið greind fyrr. Ofvirkni er auðmeð- höndluð með lyfjanotkun svo þessi hugsun fólks er afar réttmæt – það er staðreynd að líf þess hefði farið á ann- an veg ef það hefði verið greint strax í barnæsku.“ Í Bretlandi er aðeins eitt sjúkrahús sem býður upp á meðferð fyrir of- virknisjúklinga. „Það er hvergi nærri nóg þar sem tilvísanir frá læknum aukast jöfnum skrefum en það eru engir staðir til að taka á móti þessu fólki. Þörfinni er hvergi mætt og stór hluti þjóðfélagsþegna er því að takast á við vandamál sem nýtur hvergi skilnings eða lausnar. Ofvirkni full- orðinna er nýgreindur sjúkdómur sem samfélagið hefur ekki tekist á við og heilbrigðiskerfið vart farið að við- urkenna.“ Dr. Young segir vinnu næstu ára byggjast á þeirri vitneskju sem nú er fengin auk aukins skilnings frá samfélaginu og frekari rannsókn- um – ekki eingöngu á ofvirknirösk- unum barna heldur einnig fullorð- inna. Fjórðungur fanga ofvirkur Rannsóknir breska réttarsálfræðingsins dr. Susan Young benda til að fjórðungur dæmdra fanga sé haldinn hegðunarrösk- uninni ofvirkni, sjúkdómi sem áður hefur aðeins verið tengdur börnum. Dr. Susan Young Ofvirkni fullorðinna – gleymdur sjúkdómur eins og í Kringlunni eða á Laugaveg- inum. Fjölmennið hér er oft slíkt,“ segir Þórir. Sá siður hefur skapast hjá sátta- semjara á síðustu árum að fagna samningsundirskrift með vöfflu- bakstri. Þórir segir þetta skemmti- legan sið sem hafi skapað létt and- rúmsloft eftir langar og strangar samningalotur. Hann segir það ekki hafa verið verra í síðustu viku þegar einn daginn var bakað þrisvar sinn- um. „Vandinn við vöfflurnar er að hér nær maður ekki mikilli hreyfingu og þær vilja bæta við aukakílóin sem maður bíður eftir að losna við,“ segir ríkissáttasemjari og tekur um sig miðjan! Skrifstofustjóri í 18 ár Elísabet S. Ólafsdóttir heldur utan um aðra starfsemi embættisins en sjálfa sáttagerðina og hefur gegnt störfum skrifstofustjóra í 18 ár. Hún sér um fjármálin, gagnavinnsluna, skipulag funda og margt fleira. Elísabet starfaði hjá kjararann- sóknanefnd þegar henni bauðst skrif- stofustjórastarfið hjá sáttasemjara sem hún segist hafa ætlað að prófa í nokkur ár. Síðan hafi aðeins teygst úr reynslutímanum. Hún segir marga undrast það hversu fáir starfa hjá embættinu. „Við fáum oft að heyra það að við séum ein af fáum ríkisstofnunum sem eru undirmannaðar. Það er mikið til í því en starfsemin er bara svo óreglu- leg. Við höfum frekar leyst þetta með mikilli vinnu tímabundið og það getur verið erfitt að fá inn nýtt fólk í þess- um törnum. Þetta byggist mikið á því að vera vel inni í málum. Hér er oft leitað í gamla samninga og gögn enda eigum við mikið af gömlum gögnum sem hvergi eru til annars staðar, t.d. sáttmál alveg frá upphafi. Mikill tími fer í að afla gagna og veita þessar upplýsingar. Hingað hringja fjölmiðl- arnir að sjálfsögðu og einnig sagn- fræðingar og háskólanemar, samn- ingsaðilar og margir aðrir,“ segir Elísabet. Hún segir marga spyrja hver séu eiginlega verkefni þeirra á milli þess sem samið er. Þá skapast loks vinnu- friður að sögn Elísabetar og þá gefst tími til að vinna samantektir og skrá öll gögn, s.s. fundargerðir og kjara- samninga. 750 vöfflur á árinu Ásamt ritaranum Sesselju sér El- ísabet líka til þess að vöfflur séu til- búnar með tilheyrandi meðlæti þegar búið er að skrifa undir nýjan kjara- samning. Hún segir baksturinn orð- inn ómissandi lið við lok samnings- gerðar, nokkuð sem engan hafi órað fyrir þegar fyrst var farið að baka vöfflur af þessu tilefni fyrir um fjór- um árum. Til að gefa hugmynd um umfang vöfflubakstursins þá hefur embættið notað um 25 kíló af vöfflu- dufti á árinu sem gróflega má áætla að hafi dugað í 750 vöfflur. Ógetið er þá sultunnar og rjómans sem fylgt hefur með. Elísabet segist vera ánægð með til- högun starfseminnar í nýjum húsa- kynnum. Hún finnur einnig fyrir ánægju samningafólks með aðstöð- una í nýja Karphúsinu. Þar sem nær allar kjaraviðræður í landinu fara þarna fram segir Elísabet nálægðina við sáttasemjara gera það að verkum að trúlega sé færri deilumálum vísað formlega til embættisins. Þannig hafi aðeins 10 málum verið vísað á þessu ári og rúmlega 40 á síðasta ári. Til samanburðar var rúmlega 100 málum vísað til sáttasemjara í síðustu törn. Elísabet segir starfið skemmtilegt og líflegt og það sé alveg ljóst að hún hefði ekki verið í þessu starfi allan þennan tíma ef henni leiddist. Álagið sé oft á tíðum mikið og vinnudagurinn langur. „Ef manni líður vel innan um fólk og hefur ánægju af mannlegum sam- skiptum þá er þetta alveg kjörið starf. Hér er oft fullt hús af fólki og mikið fjör. Ég hef líka verið svo hepp- in að fá að starfa með góðum yfir- mönnum og samstarfsfólki og maður getur nú ekki farið fram á mikið meira,“ segir Elísabet. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Meðal „verkfæra“ sáttasemjara eru forláta fundahamar, sem slegið er í borðið að lokinni undirskrift samnings, og gömul kúabjalla, en henni hefur verið hringt til að boða samningamenn í vöfflukaffi. ’ Annríkið hjá emb-ætti ríkissáttasemj- ara hefur aldrei ver- ið meira en nú. ‘ bjb@ mbl.is Á MILLI 70 og 80 manns mættu á ljóðakvöld sem haldið var í Patreks- fjarðarkirkju á mánudagskvöld til styrktar Benadikt Þór Helgasyni, 11 mánaða gömlum dreng sem fæddist með hinn afar sjaldgæfa sjúkdóm Pfeiffer-heilkenni. Bena- dikt fór til Svíþjóðar til læknismeð- ferðar ásamt fjölskyldu sinni í gær. Á ljóðakvöldinu las Hjalti Rögn- valdsson leikari ljóðabálkinn Þorp- ið eftir Patreksfjarðarskáldið Jón úr Vör. Að sögn Hauks Más Sigurðar- sonar, eins skipuleggjanda ljóða- kvöldsins, var gríðarlega góð stemmning á kvöldinu. „Enda var upplesturinn hrein snilld og stundin meiriháttar,“ segir hann. Tekið var á móti frjálsum fram- lögum við inngang kirkjunnar. Söfnunarbaukurinn var svo afhent- ur ömmu Benadikts þar sem fjöl- skyldan var í Reykjavík að búa sig undir utanferðina. Haukur Már segist einnig vita til þess að margir hafi lagt beint inn á söfnunarreikning Benadikts auk þess sem allir þeir sem komu að ljóðakvöldinu á einhvern hátt gáfu vinnu sína. Númerið á söfn- unarreikningnum er 1118-05- 101000 og er kennitala eiganda 160566-5669. „Meiriháttar stund“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.