Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FYRIRTÆKIN þrjú semsamkeppnisráð hefursektað fyrir ólöglegt sam-ráð um verð og markaðs- skiptingu eru Sölufélag garðyrkju- manna og tengd fyrirtæki, ásamt Ágæti og Mata. Sölufélaginu er gert að greiða 40 milljóna króna sekt í ríkissjóð, Ágæti er gert að greiða 35 milljónir og Mata 30 milljónir. Ber fyrirtækjunum að greiða sektina fyrir júnílok en þau hafa fjórar vikur til að áfrýja ákvörðun samkeppnis- ráðs til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. Samkeppnisráð segir í ákvörðun sinni að samkomulag milli fyrir- tækja um verð og skiptingu mark- aða sé með alvarlegustu samkeppn- ishömlum fyrirtækja. „Að mati samkeppnisráðs felur slík hegðun í raun í sér samsæri gegn neytend- um, sem veldur þeim tjóni, þar sem þeir þurfa að greiða hærra verð en ella fyrir viðkomandi vörur,“ eins og segir í ákvörðuninni. Einokunarhringur til að hækka verð Samkeppnisstofnun hóf hinn 24. september 1999 rannsókn á mark- aðnum fyrir framleiðslu, innflutning og dreifingu á grænmeti og ávöxtum til Íslands. Rannsókn Samkeppnis- stofnunar hefur aðallega beinst að því hvort framleiðendur og dreifing- araðilar hafi með samningum eða samstilltum aðgerðum brotið gegn ákvæðum í 10., 11. og 12. greinum samkeppnislaga. Í því skyni að afla upplýsinga um mál þetta fram- kvæmdi Samkeppnisstofnun á grundvelli dómsúrskurðar húsleit hjá Bananasölunni hf., ( nú Fengur hf.), Banönum ehf., Sölufélagi garð- yrkjumanna svf., Ágæti hf. og Mata hf. Lagði stofnunin hald á ýmis gögn og fór jafnframt fram á ýmis fleiri gögn síðar frá umræddum fyrir- tækjum og öðrum. Ákvörðun samkeppnisráðs grein- ist í þrennt í tæplega 140 blaðsíðna skýrslu, í fyrsta lagi varðandi meint ólögmætt samráð Ágætis, Mata og Sölufélags garðyrkjumanna, í öðru lagi ólögmætt samráð og samkeppn- ishömlur innan Sölufélagsins og í þriðja lagi um ólögmætt samráð og samkeppnishömlur innan Ágætis. Samkeppnisráð kemst að þeirri niðurstöðu að rannsókn Samkeppn- isstofnunar hafi leitt í ljós að á árinu 1995 hafi Sölufélag garðyrkju- manna, ásamt Ágæti og Mata, náð samkomulagi sín á milli um víðtækt ólögmætt verðsamráð og markaðs- skiptingu í viðskiptum með græn- meti, kartöflur og ávexti. Sam- keppnisráð segir að fyrirtækin hafi myndað með sér nokkurs konar ein- okunarhring með það að markmiði að draga úr samkeppni sín á milli og hækka verð á þessum vörum. „Í brotum fyrirtækjanna felst meðal annars að þau sömdu um að hafa áhrif á og jafnvel stjórna heildsölu- verði hvers annars á tilteknum teg- undum grænmetis og ávaxta og miða við svokölluð „rauð strik“ sem verðið mátti ekki fara undir. Með þeim hætti var verðsamkeppni á milli fyrirtækjanna í umræddum tegundum í raun útrýmt. Auk þess hefur t.d. verið sýnt fram á að fyr- irtækin hafi skuldbundið sig til þess að keppa ekki hvert við annað á til- teknum sviðum og var meðal annars samið um sérstakar greiðslur milli fyrirtækjanna ef staðið var við þær skuldbindingar.“ Samráð haft í öllum verð- ákvörðunum og ýmsu öðru Samkeppnisráð segir að í gögnum sem samkeppnisyfirvöld hafi aflað í málinu, og innihaldi m.a. fundar- gerðir fyrirtækjanna, minnisblöð af fundum þeirra, bókanir og ýmis samningsdrög, komi tilgangurinn með samráði fyrirtækjanna skýrt fram og í hverju það hafi falist. Þar komi m.a. fram að rétt fyrir upphaf samstarfsins hafi framkvæmda- stjóri Ágætis talið „einu færu leiðina til verðhækkana að ná samningum“. Þá hafi verið bókað í fundargerð Sölufélags garðyrkjumanna að „beita yrði öllum ráðum til að hysja verðin upp“. Á stjórnarfundi Ágætis í janúar 1995 hafi verið bókað að aðalmarkmið með samstarfi við Sölufélagið „yrði að vera að ná hærri verðum og minnka spennuna á markaðnum vonandi til hagsbóta fyrir fyrirtækin og ekki síður fram- leiðendur“. Samkeppnisráð segir að á grundvelli þessa hafi fyrirtækin gengið til samstarfs samkvæmt þeim sönnunargögnum sem liggi fyrir í málinu. Stjórnarformaður Sölufélags garðyrkjumanna hafi út- skýrt inntak samstarfsins við Ágæti á þann hátt á aðalfundi í mars 1995 „að samstarfið fælist í því að samráð yrði haft í öllum verðum og ýmsu öðru“. Þá hafi verið bókað að Sölu- félag garðyrkjumanna og Ágæti hefðu „bundist trúnaðarböndum“. Samkeppnisráð segir að í málinu liggi einnig fyrir að framkvæmda- stjórar keppinautanna Sölufélags- ins og Mata hafi náð samkomulagi um að „Mata drægi sig út af Suð- urnesjum með banana“. Einnig hafi komið fram að Mata hafi þegið greiðslur af Sölufélaginu gegn því að Mata byði ekki banana í tilteknar verslanir í samkeppni við Sölufélag- ið. Sölufélagið hafi einnig greitt Ágæti fé fyrir að hefja ekki sam- keppni í innflutningi og þroskun á banönum. Verðhækkanir langt umfram áætlanir Í niðurstöðum samkeppnisráðs kemur fram að þannig hafi fyrirtæk- in með ýmiss konar samráði sam- stillt aðgerðir sínar á markaði fyrir heildsölu og dreifingu á grænmeti, kartöflum og ávöxtum og skaðað þannig alvarlega hagsmuni neyt- enda og þjóðfélagsins alls. Ráðið segir að hvort sem samkomulagi fyrirtækjanna þriggja hafi verið fylgt í smáatriðum eða ekki, sé ljóst að skortur á samkeppni milli þeirra og samráð þeirra á milli um verð á afurðum hafi gert þeim kleift að hækka verð á vörum sínum umtals- vert á þessum tíma og séu forsvars- menn þeirra afar ánægðir með þá verðhækkun og tekjuaukningu sem fylgir í kjölfar þess. Þá segir að framkvæmdastjóri Sölufélags garð- yrkjumanna hafi gert grein fyrir miklum verðhækkunum á stjórnar- fundi á árinu 1995. Bókað er eftir framvæmdastjóranum „að mikil söluaukning í peningum hefði orðið frá því í fyrra og væri það aðallega vegna hærra verðs. Tekjuaukning í tómötum er 35,2%, aukning í gúrk- um er 41%, paprika græn 36%, paprika rauð 113%. Í gögnum máls- ins komi einnig fram að forsvars- menn Ágætis hafi litið svo á að geysimikil verðhækkun á kartöflum hafi náðst árið 1995, jafnvel langt umfram markmið fyrirtækisins. Af gögnunum virðist ljóst að forsvars- menn Ágætis hafi stefnt á allt að 30% hækkun á kartöfluverði á árinu 1995 en á síðari hluta árs 1995 hafi fyrirtækið hins vegar náð að hækka verð á kartöflum langt umfram þá áætlun, eða um 85%. Samkomulag um banana Samkeppnisráð greinir í áliti sínu frá samkomulagi Ágætis og Sölu- félagsins um viðskipti með banana. Í samkomulaginu hafi falist að Ágæti kaupi þá banana, sem fyrirtækið þarfnist, af Sölufélaginu og fari þar af leiðandi ekki sjálft út í innflutning og þroskun á banönum. Í staðinn hafi Sölufélagið lofað að halda sig frá kartöflumarkaðinum og Ágæti fengið verulegan afslátt af banana- viðskiptum sínum við Sölufélagið, jafnvel fyrirframgreiddan afslátt án tengingar við umfang viðskipta milli fyrirtækjanna. Við húsleit hafi fund- ist samningur um afslátt vegna bananaviðskipta, undirritaður af framkvæmdastjórum fyrirtækj- anna. Það segir meðal annars að af- slátturinn greiðist með fjórum mán- aðarlegum kreditnótum í fyrsta sinn 15. febrúar 1997. Fram kemur í niðurstöðum sam- keppnisráðs að Samkeppnisstofnun hafi fundið skjal á skrifstofu Mata með fyrirsögninni „Bananahækk- un“. Í því skjali kemur m.a. fram að Sölufélagið og Mata geti sameinast um hækkun bananaverðs auk fleiri atriða sem „hver fyrir sig hækka sölu og heildarframlegð hjá okkur“. Þá hafi fundist hjá Sölufélaginu skjal þar sem fram kemur að Mata dragi sig úr af Suðurnes banana og „Lágmarksverð aði verði 100“. Umboðslaun fyrir að við að flytja inn ban Samkeppnisráð segir frá árinu 1997 hafi nýr fram bæst við hjá Mata og að vi framboð fyrirtækisins í t tegundum grænmetis, m.a aukist. Þegar Mata hafi a sína á íslensku grænmeti þessa virðist Sölufélagið svo á að með því væri því ógnað sem stefnt hafi veri samkomulagi fyrirtækjan keppnisráð segir ljóst að Sö hafi reynt að stöðva aukið Mata á íslensku grænmet aðnum á þessum tíma. Með megi benda á að starfsma félagsins hefði haft sam stafsmann Mata í apríl 19 „segja honum að hætta gúrkur og sveppi í Nett megi sjá af tölvupósti sta Sölufélagsins til framkvæm félagsins í aprí 1998. Þá segir að Mata hafi á á gert samning við Nóatún u öllum ávöxtum þangað, m. um. Einhvern tímann á 1996/1997 hafi Nóatún g um að fá Chiquita-banana sínum verslunum. „Mata f vegar ekki inn umrædda heldur var með annað vör segir í niðurstöðum sam ráðs. „Bananar ehf. fl Chiquita-banana og gera e kvæmt skýrslu framkvæm Mata töldu forsvarsmenn isins sig eiga þrjá kosti stöðu: Í fyrsta lagi að f Chiquita-banana í samke Banana og selja í Nóatú taldi þennan kost ekki óm þó að sú leið kynni að mati isins að vera nokkrum vand háð. Í öðru lagi var mög kaupa þroskaða banana félaginu (Banönum) og se túni og í þriðja lagi að gefa in frá sér. Í stað þess einhverja þessara leiða ge og Sölufélagið með sér sam um að Sölufélagið mynd Mata þóknun fyrir að M ekki inn Chiquita-banan tækin ákváðu að Söluféla anar) myndi sjá um sölu á banönum í Nóatún, en myn Mata ákveðna þóknun af skiptum.“ Samkeppnisráð framkvæmdastjóri Mata þessu þannig að fyrirtæ verið boðin umboðslaun hætta við að flytja inn ban ir. Fundur í Öskjuhl Fram kemur í skýrslu sa isráðs að fyrir liggi gögn a forsvarsmanna fyrirtækja ekki hafi alltaf verið hal formlegum hætti. Þannig mynda komið fram minnisb að eftir fund sem fram stjórar Mata og Sölufélags Öskjuhlíð. Að sögn fram stjóra Mata var umræddu haldinn að beiðni Söluféla Samkeppnisráð sektar grænmetis- og áv Sa n Samkeppnisr sem annast ha króna, fyrir að ráði og mark keppnis BRJÓTUM UPP EINOKUNARHRINGINN Samkeppnisstofnun kemst aðþeirri niðurstöðu í forsendumákvörðunar sinnar um ólöglegt samráð og samkeppnishömlur á græn- metis- og ávaxtamarkaðnum, sem birt var í gær, að grænmetis- og ávaxta- dreifingarfyrirtæki, sem í sameiningu hafi yfir 90% af veltu á markaðnum, hafi gerzt sek um „samsæri þessara fyrirtækja gegn hagsmunum neyt- enda“. Þetta virðist sízt ofmælt í ljósi þeirra gagna, sem fyrir liggja í mál- inu; samþykkta, minnisblaða og fund- argerða, sem stjórnendur og starfs- menn þessara fyrirtækja hafa sjálfir skráð og þræta ekki fyrir að séu til. Þessi gögn hafa nú verið birt al- menningi í skýrslu samkeppnisráðs, sem m.a. má nálgast í heild í gegnum netútgáfu Morgunblaðsins. Þau veita neytendum, almenningi í landinu, ein- staka innsýn í starfshætti framleið- enda og dreifenda þeirra hollu og vin- sælu neyzluvara, sem um ræðir, en þær vega um 15% í matarreikningi ís- lenzks meðalheimilis. Það er því óhætt að hvetja fólk til að kynna sér þessar upplýsingar af eigin raun. Í gögnunum kemur skýrt fram ein- dreginn ásetningur grænmetisfram- leiðenda og dreifingarfyrirtækja á grænmetis- og ávaxtamarkaðnum til að hafa með sér samráð um verð, skipta með sér markaði, stýra fram- leiðslu til að hafa áhrif á framboð og hækka verð. Að mati fyrirtækjanna sjálfra skil- aði þetta því að verð hækkaði stórlega á afurðunum. Samkeppnisstofnun sýnir sömuleiðis fram á það hvernig verð á grænmeti til neytenda hefur hækkað verulega umfram almenna verðlagsþróun eftir að grænmetis- dreifingarfyrirtækin sömdu „frið“, tóku upp verðsamráð og leituðust við að skipta markaðnum bróðurlega á milli sín. Um leið stórjukust tekjur grænmetisframleiðenda og dreifing- arfyrirtækja og hagnaður þeirra síð- arnefndu hækkaði verulega, sam- kvæmt skýrslu Samkeppnisstofnunar. Grænmetisframleiðendur hafa stundum látið í það skína að markaðs- lögmálin ráði verðmyndun á grænmeti hér á landi, m.a. þegar þeir hafa svar- að gagnrýni Morgunblaðsins á hátt grænmetisverð hér á landi. Eftir lest- ur skýrslu Samkeppnisstofnunar, þar sem vitnað er orðrétt til samþykkta samtaka grænmetisframleiðenda sjálfra, ættu allir að geta dæmt um það hversu frjáls þessi markaður hef- ur verið. Samkeppnisráð hefur brugðizt hart við í þessu máli, enda telur það að ein- hver mikilvægustu ákvæði samkeppn- islöggjafarinnar hafi verið brotin, þ.e. þau sem banna samráð um verð, af- slátt eða álagningu og um skiptingu markaða. Mat löggjafans á alvarleika slíkra brota er líka skýrt; í athuga- semdum við frumvarp til samkeppn- islaga kom fram að vart væri „að finna alvarlegri samkeppnistakmarkanir en þegar fyrirtæki koma sér saman um verð, álagningu eða hvaða afslættir skulu veittir“. Í því ljósi er varla að furða að samkeppnisráð skuli grípa til þess að leggja hæstu leyfilegu sektir á eitt fyrirtækjanna, þ.e. SFG-sam- steypuna, og háar sektir á Ágæti hf. og Mata ehf. Auk þess grípur sam- keppnisráð m.a. til þess ráðs að lýsa ógild ýmis samkeppnishamlandi ákvæði í samþykktum Sölufélags garðyrkjumanna og innleggssamning- um framleiðenda hjá Ágæti hf. Dreifingarfyrirtækin munu áfrýja ákvörðun samkeppnisráðs. Hver svo sem niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála eða dómstóla verður; jafnvel þótt hinar háu fjársektir verði lagðar á dreifingarfyrirtækin og samningar og samþykktir framleið- enda ógilt, verður staða neytenda áfram vonlítil gagnvart einokunartil- burðum og ótrúlega ósvífnum við- skiptaháttum grænmetisframleiðenda og dreifingarfyrirtækjanna nema ann- að komi til. Þessi fyrirtæki ráða ein- faldlega öllum þorra grænmetis- og ávaxtamarkaðarins og hafa markvisst reynt að drepa af sér keppinautana. Hvert annað geta neytendur þá beint viðskiptum sínum? Eina leiðin er að stjórnvöld geri það, sem í þeirra valdi stendur til að brjóta upp þennan rétt- nefnda einokunarhring með því að af- leggja tollvernd á innlendu grænmeti og opna fyrir samkeppni frá útlönd- um. Álit samkeppnisráðs, sem beint er til landbúnaðarráðherra, um innflutn- ing á grænmeti er afar athyglisverð lesning. Ráðið telur landbúnaðarráðu- neytið hafa tekið einhliða tillit til hagsmuna innlendra grænmetisfram- leiðenda og því ekki lækkað tolla á grænmeti, eins og ráð hafi þó verið gert fyrir er GATT-samkomulagið tók gildi. Ráðuneytið hafi ekki haft að leiðarljósi það markmið GATT að draga úr viðskiptahömlum til að örva milliríkjaviðskipti og auka valfrelsi neytenda. Þetta er í stórum dráttum samhljóða þeirri gagnrýni, sem Morg- unblaðið hefur sett fram á fram- kvæmd GATT-samkomulagsins allt frá því skömmu eftir að það tók gildi. Samkeppnisráð bendir á hvernig grænmetisdreifingarfyrirtækin hafi með miðlun samræmdra upplýsinga til stjórnvalda getað haft áhrif á inn- flutningsverndina, sem stjórnvöld hafi ákveðið. Um leið hafi innflutnings- verndin stuðlað að því að fyrirtækin hafi náð að verða markaðsráðandi, ekki aðeins í dreifingu á íslenzkri vöru, heldur einnig í innflutningi á grænmeti. Allra augu beinast nú að Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra og viðbrögðum hans í málinu. Það er ánægjulegt, sem ráðherrann lýsir yfir í Morgunblaðinu í dag, að hann vilji með hraði grípa til aðgerða, sem auki samkeppni og lækki verð. Það á að vera liðin tíð að landbúnaðarráðherr- ann, hver svo sem gegnir því embætti, sé fyrst og fremst hagsmunagæzl- umaður framleiðenda í landbúnaði. Það er löngu orðið tímabært að horfa á hagsmuni neytenda og auka úrval og lækka verð með því að afnema toll- verndina og innleiða samkeppni á grænmetismarkaðnum. Samkeppnin er líka hollust fyrir innlenda framleið- endur og dreifingaraðila og í raun eina leiðin til að þeir geti unnið traust neyt- enda á ný. Þau fyrirtæki, sem hér eiga hlut að máli, hafa freklega misboðið trausti viðskiptavina sinna og almennings í landinu. Þau munu ekki eiga auðvelt með að endurheimta það traust og sízt af öllu með viðbrögðum af því tagi, sem fram til þessa hafa borizt frá for- ráðamönnum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.