Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMÚRÆJAR koma fram á 10. öld og þá þegar er þeirra getið í skráð- um heimildum. Þetta voru verðirnir í keisarahöllinni í Kyoto. Samúræjar voru sérstök tegund hermanna og í upphafi töldust þeir allir til að- alsmanna. Staðan gekk í erfðir og það var afar erfitt fyrir utanaðkom- andi að komast inn í raðir þeirra og fá þennan virðingartitil, hvort held- ur var með mægðum eða öðrum tengslum. Samúræjarnir voru málaliðar, launaðir hermenn, og börðust fyrir ríkisstjórnina við að bæla niður upp- reisnir. Með tímanum varð þó breyt- ing á þessari tilhögun. Samúræj- arnir hurfu smám saman úr þjónustu við ríkisstjórnina og herinn og gengu á mála hjá landeigendum, sem yfirleitt voru af aðalsættum. Landareignir þeirra voru langt frá höfuðborginni Kyoto og þeir voru lausir við afskipti keisarans og hans manna. Landeigendur þessir áttu í höggi við aðra landeigendur, frumbyggja og alls kyns glæpagengi. Það er svo á 12. öld sem samúræjarnir gera sér grein fyrir hernaðarlegu afli sínu og þá fara þeir að skipta sér æ meira af stjórnmálum. Á þessum tíma voru tvær afar ríkar og voldugar ættir í landinu, annars vegar Taira- ættin, sem bjó í Kyoto og naut stuðnings stjórn- arinnar, og hins vegar Minamoto-ættin, sem bjó utan borgarinnar. Árið 1160 braust út stríð milli þeirra, sem stóð í 20 ár. Það fór svo, að Minamoto- ættin bar sigur af hólmi. Herstyrkur ættarinnar kom henni til valda og með herstyrknum hélt hún um stjórnvölinn. Keisarinn var nú nánast valdalaus, þótt hann sæti áfram, og varð að beygja sig undir vald „shogunsins“ Minamoto Yoritomo, sem valdi sér bústað langt frá Kyoto, á Edo-sléttunni, þar sem Tokyo stendur nú. Árið 1333 varð Kyoto aftur mið- stöð stjórnmálanna þegar Ashikaga- ættin komst til valda og flutti sig yfir til borgarinnar og ríkti þar allt fram á 15. öld. Þá þótti hinum samúræja- ættunum nóg komið af þeirra stjórn- artíð, ættunum laust saman og bar- ist var til síðasta manns. Meðan þessu fór fram sáu minni höfðingjar úti á landsbyggðinni sér leik á borði og hófust til valda, því að stjórn- arherrarnir voru uppteknir í eigin valdabaráttu og stríði. Þetta varð til þess að Japan skiptist niður í mörg smáríki, sem áttu í sífelldum erjum og stríði hvert við annað. Þetta tímabil frá 1467 til 1615 er þó mikilvægt í sögu samúræjanna, því á þessum tíma náði hernaðarlist þeirra hátindi sínum. Samúræja- herinn skiptist niður í deildir, þá sem voru á hestum og fótgönguliðið, og voru þeir ýmist vopnaðir bogum, spjótum eða skotvopnum. Þar voru fánaberar og svo hershöfðinginn sjálfur með sína eigin lífvarðasveit. Eftir 1615 var allt með kyrrum kjörum í Japan og þar voru frið- artímar. Smám saman breyttist þjóðfélagið og samúræjarnir fóru að sinna öðru en stríði og stríðsrekstri. Veldi þeirra leið undir lok, skólar þeirra lögðust af einn af öðrum. Það var svo árið 1877 að samúræjanum Saigo Takamori ofbauð þetta ástand, neitaði að sætta sig við það og gerði uppreisn gegn stjórn- arhernum. Uppreisn hans var bæld niður og „hinn síðasti samúræi“ svipti sig lífi. Herklæði og vopn Á 12. öld voru herklæði samúræja fullmótuð og voru þau í líkum stíl og hjá öðrum Asíuþjóðum. Það var þó mikill munur á því hve vönduð og íburðarmikil herklæðin voru. Her- klæði hinna hærra settu voru mun vandaðri en t.d. fótgönguliðanna. Í bókinni er ríkulega myndskreyttur kafli þar sem ítarlega er fjallað um herklæði og búnað samúræja. Að því er lýtur að vopnum þeirra, þá tóku þau nokkrum breytingum í aldanna rás. Hér skal fyrst nefna bogann, sem lengi vel hafði verið eitt helsta bardagavopn Japana. Leikni í að skjóta af boga á hestbaki hafði löngum verið talin mikilvæg í Japan og þegar samúræjarnir hófu orr- ustur sínar sendu þeir riddaraliðið, vopnað bogum, fyrst í slaginn, en fótgönguliðarnir komu í kjölfar þess. „Sverð samúræjans er sál hans“ hefur verið sagt, og eru það orð að sönnu, því samúræjar áttu mikið undir góðu sverði. Þeir notuðu ekki skildi og því var sverðið notað bæði sem vopn og verja. Það var svo árið 1274 sem Japanar komust fyrst í kynni við púðurvopn Kín- verja, þegar Mong- ólar réðust inn í Japan og hrelldu þá með sprengjum. Á fyrri hluta 16. aldar fengu Japanar byssur frá Portúgölum, sigl- ingaþjóðinni miklu, og um 1560 hafði byssan náð útbreiðslu um allt Japan og með tilkomu hennar urðu miklar breyt- ingar á bardögum og bardagatækni. Gunnfánar og skjaldarmerki Ýmsar heimildir eru til um gunn- fána og skjaldarmerki í Japan. Árið 1650 kom út afar merkileg bók þar í landi, en í henni eru skjald- armerkjum allra þálifandi sam- úræja-fjölskyldna gerð ítarleg skil. Munkur að nafni Kyuan gerði bók- ina og teiknaði hann upp öll þau skjaldarmerki, sem þá voru til. Einnig hafa varðveist margir munir frá fyrri öldum. Þeir munir eru geymdir á þjóðminjasöfnum víða um landið. Má þar sjá herklæði, vopn og fleira tengt hernaði. En það er ekki aðeins í bókum og söfnum, sem þess- ar heimildir er að finna, því í mynd- list Japana má finna ómetanlegar upplýsingar um klæða- og vopna- burð og margt, margt fleira úr þjóð- ar- og menningarsögu þeirra. Þegar tvær stríð- andi fylkingar mættust þurfti á einhvern hátt að gefa til kynna hvorri fylking- unni menn til- heyrðu. Það var gert með ýmsu móti. Her- mennirnir báru gunnfána, eins og gert var hér á Vest- urlöndum áð- ur fyrr. Fán- arnir báru einkenn- ismerki fjölskyldu höfðingj- ans, sem leiddi her- inn. Þessir fánar voru bæði litlir og stórir. Smærri fánarnir voru bornir af hermönnunum sjálf- um og sagnir eru um að herforingjar hafi látið menn sína bera fleiri fána en einn til þess að villa um fyrir and- stæðingnum. Þeim mun fleiri gunn- fánar, þeim mun fleiri hermenn. Að auki bundu menn litla fána með merki herfylkisins við hertygi sín, því nauðsynlegt var að greina and- stæðinginn frá samherjunum, svo menn færu nú ekki að höggva skörð í eigin her. Ýmiss konar tákn voru notuð í skjaldarmerkin og gunnfán- ana og má nefna lótusblóm, fiðrildi og lauf bambusins. Ein fjölskyldan hafði hakakrossinn sem tákn í skjaldarmerki sínu. Hakakrossinn er reyndar ævagamalt tákn, sem rekur uppruna sinn til búddisma og merkir heppni eða velgengni. Bardaginn við Mimigawa, 1578 Í bókinni er sagt frá nokkrum bar- dögum, sem áttu sér stað í Japan. Í bardaganum við Mimigawa hafði herkænska samúræja mikil áhrif á úrslitin. Þar áttust við tvö herlið, annað hafði 50.000 mönnum á að skipa en hitt hafði 20.000 færri her- menn og vann samt sigur. Árið 1577 bjuggu tvær voldugar fjölskyldur í Kyushu, Otomo-ættin og Shimazu-ættin. Shimazu-ættin hafði hægt og bítandi á und- anförnum árum sölsað undir sig lönd og eignir og var orðin veruleg ógnun við Otomo-menn og brugðust þeir við árið 1578. Þeir réðust að kastala bandamanns Shimazu og náðu hon- um á sitt vald. Sá sem fyrir hernum fór, Otomo Sorin, vildi ekki láta stað- ar numið og hélt áfram að ögra Shi- mazu-mönnum, þrátt fyrir að ráð- gjafar hans teldu það óráð. Otomo Sorin hafði látið turnast til krist- innar trúar og á leið sinni til Shim- azu-manna braut hann niður hof og hvert það trúartákn, sem ekki var kristið tákn, og reisti kross í staðinn. Þessar aðgerðir Otomos Sorins vöktu mikla óánægju meðal almúg- ans og margra af hans eigin málaliðum. Otomo beindi för sinni að Takajo-kastalanum, þar sem einn af herforingjum Shimazu bjó ásamt 500 manna herliði. Þeir komu sér fyrir á hæð andspænis kast- alanum, settu þar upp fall- byssu og hófu umsátrið. Otomo-menn voru miklu fleiri en hinir, eða fimmtíu þúsund, og bjuggust því við því að kastalinn félli fljótt í hendur þeirra. Þeim, sem í virkinu voru, barst þó brátt liðsauki, því fréttin barst fljótt út og nú dró til tíð- inda. Her Shimazu skipti sér niður í fjóra hópa sem skipuðu sér þannig niður að einn hópurinn hélt inn í kastalann, tveir hópar leyndust sinn hvorum megin við umsátursliðið og sá síðasti lagði til at- lögu við Otomo-her. Eft- ir mikinn bardaga héldu Shimazu-menn í skipu- lagt undanhald. Otomo- her áttaði sig ekki á herkænsku þeirra og fylgdi þeim eftir, en þá réðust hliðarhóparnir, sem verið höfðu í felum, til atlögu og hermenn- irnir í kastalanum komu svo og réð- ust aftan að þeim. Otomo-menn voru stráfelldir og ættarveldið brotið á bak aftur. Hara-kiri-saga samúræj- anna er saga hefða. Menning þeirra þróaðist á löngum tíma og þeir héldu fast í hefðir sínar og forna siði. Sam- úræi, sem dó í stríði, sýndi trú- mennsku sína með því að láta lífið. Líklega hafa flestir heyrt talað um hara-kiri og vita hvað það þýðir. Hara-kiri er þó ekki hægt að af- greiða á svo einfaldan hátt. Hara- kiri var eingöngu framið af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna mis- taka og hins vegar í mótmælaskyni. Það var talið sjálfsagt að yrðu sam- úræja á mistök svipti hann sig lífi, og um leið fengi hann fyrirgefningu og uppreisn æru. Samúræjar trúðu því að sálin ætti bústað sinn í kviðarhol- inu og þegar þeir ristu sig á kvið hleyptu þeir sálinni út. Saga samúræjanna er stór og mikil bók. Höfundur fer gaumgæfi- lega yfir sögu þeirra og allt er varð- ar þá menningu, sem skapaðist í kringum þessa stríðsmenn Japana. Mikið af heimildum er til um þá, enda hafa Japanar verið duglegir skrásetjarar og varðveitt heimildir sínar vel. Bókinni er skipt niður í sex kafla, einn er um skjaldarmerkin, annar um vopn og verjur, sagt er frá hernaðarlist þeirra og helstu bar- dögunum, kastölunum, ásamt ýmsu öðru er við kemur menningu sam- úræjanna. Það auðveldar mjög lest- urinn að bókin er ríkulega mynd- skreytt og því mun auðveldara að átta sig á því, sem um er fjallað. Þeir sem hafa gaman af að lesa um framandi menningu og hafa heillast af kvikmyndum Akira Kuro- sawa, þar sem hann fjallar um sam- úræjana, ættu ekki að láta þessa bók fram hjá sér fara. The Samurai sourcebook, eftir Stephen Turnbull. Gefin út árið 1998 af Arms and Armour Press í Lond- on. Fæst í bókabúð Máls og menn- ingar og kostar á útsölu 2.995 krón- ur. Leyndar- dómar samúræjanna Heimur japönsku samúræjanna hefur löngum verið sveipaður tignarlegri dulúð. Ingveldur Róbertsdóttir las bókina The Samurai Sourcebook eftir Stephen Turn- bull sem fer gaumgæfilega ofan í sögu og menningu þessara japönsku stríðsmanna. Þessi teikning er hluti ítarlegrar lýsingar á því hvernig samúræja ber að vígbúast. ÞEIR sem sáu hina ágætu kvik- mynd Deuce Bigalow, Male Gigolo ættu að kannast við orðið „Mang- ina“, sem pútnapabbinn hans Deuce notaði óspart til að lýsa kynfærum karlfylgdarsveina. En það sem færri vita er að þetta orð er upprunnið í greinum þeim sem Jonathan Ames skrifaði fyrir New York Press, sem teknar eru saman hérna. Það vill nefnilega svo til að Ames eignaðist bæklaðan listmálara fyrir vin sem þjáðist af ótal úrkynjuðum öfug- uggavenjum, hékk á fatafellubúllum og málaði nakið kvenfólk. Eins og máltækið segir: „Allir hafa sinn Toulouse Lautrec að draga.“ Að sjálfsögðu finnur höfundurinn til mikillar samkenndar með listmálar- anum þar sem hann er sjálfur óður í kynskiptinga og er ansi reyndur á öfuguggasviðinu. Einn daginn ákveður málarinn því að sýna Ames nýjustu uppfinninguna sína; áfestan- leg gervisköp sem listamaðurinn fellur fyrir því þau eru ekki bara bylting fyrir klæðskiptinga heldur fær hann einnig með þessu gullið tækifæri til að sýna gripinn og þar með fá útrás fyrir strípihneigð sína. Og hvað ætli þeir ákveði að kalla gripinn? Jú, „Mangina“. Eftir að greinin um þetta birtist í New York Press braust út hálfgert æði fyrir þessu í borginni og Ames fékk engan frið fyrir spurningum um gripinn. Síðan þá hefur listamað- urinn stigið á svið og stikað borg- inmannlega um á mannsköpunum einum saman þegar höfundurinn treður upp á næturklúbbum og skemmtir fólki með upplestri úr bókum sínum. Þetta er bara eitt dæmi um vit- leysuna sem er að finna í What’s not to love. Maður fær líka að heyra allt um þegar höfundurinn fór í ristil- skolun og gerði á sig í miðri New York og hvernig það er að verða kynþroska 16 ára. En þrátt fyrir all- ar hryllingssögurnar og nöldrið virð- ist mér líf hans ekki alslæmt; góð fjölskylda, stuttur en farsæll fyrir- sætuferill á yngri árum, menntaður í Princeton, gengur vel með hitt kyn- ið, ágætur íþróttamaður, hefur feng- ið þrjár bækur útgefnar o.s.frv. Einlægni Ames þegar kemur að „hamförum“ í einkalífinu virðist vera hluti af nýrri stefnu sem maður hef- ur orðið var við undanfarið í mynd- um eins og Happiness og bókum á borð við Öreindirnar þar sem hæðst er að fáránlegri stöðu karlmanna í dag og nóg er af opinskáum lýsing- um og aumkunarverðum persónum. Það sem What’s not to love hefur umfram þær er að hún er margfalt fyndnari og 100% sannsöguleg. Forvitnilegar bækur Ragnar Egilsson Vafasamt athæfi í Nýju Jórvík What’s not to love eftir Jonathan Ames. Litlar 272 síður. Scribner- útgáfan gaf út árið 2000. Kostar tvöþúsundkall í Máli og menningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.