Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 4
SAMKVÆMT nýrri og umfangsmik- illi rannsókn á vegum líftæknifyrir- tækisins Urðar Verðandi Skuldar (UVS) og samstarfslækna þess er áhætta á magakrabbameini mark- tækt aukin hjá fyrsta stigs ættingj- um þeirra sem greinst hafa með magakrabbamein. Með fyrsta stigs ættingjum er átt við systkini, for- eldra og börn. Rannsóknin, sem fór fram sl. ár, beindist að tæplega 50 þúsund manns. Könnuð var ættlægni krabbameins á Íslandi og metin áhætta ættingja þeirra sem greinst hafa með sjúkdóminn. Einn þeirra er stóð að rannsókn- inni, Albert Kjartansson Imsland, forstöðumaður tölfræðideildar UVS, segir í samtali við Morgunblaðið að niðurstöður rannsóknarinnar hafi mikið gildi fyrir leit að magakrabba- meini. Nú þegar þær liggi fyrir sé hægt að hefja leit að áhættugenum magakrabbameins í ættum með áhættuaukningu. Þá sé þessi rann- sókn aðeins fyrsta skrefið af mörgum í að kanna fleiri tegundir krabba- meins meðal sjúklinga hér á landi. Forspárgildið mikilvægt Samkvæmt rannsókninni eru 120% meiri líkur á því að karlar úr hópi fyrsta stigs ættingja fái maga- krabbamein en aðrir og 60% meiri líkur á því að konur úr þessum hópi fái sjúkdóminn. Skoðaðir voru þeir sem greinst höfðu yngri en sextugir með magakrabbamein. Áhætta ann- arra ættingja en fyrsta stigs ættingja reyndist ekki hærri en í viðmiðunar- hópi. „Forspárgildi rannsóknarinnar er afar mikilvægt að okkar mati. Krabbamein er það algengur sjúk- dómur á Íslandi í dag að flestar fjöl- skyldur hafa kynnst honum með ein- um eða öðrum hætti. Ef að maga- krabbamein kemur upp þá veit viðkomandi náinn ættingi að hann er í áhættuhópi. Með þá vitneskju að leiðarljósi er hægt að beita forvörn- um og reyna að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn greinist síðar meir. Ef magakrabbamein greinist á forstigi eru batahorfurnar yfirleitt góðar en þær eru mun verri ef greiningin kem- ur á síðari stigum sjúkdómsins. Rannsóknin hefur líka mikið að segja fyrir lækna sem geta þá varað sína sjúklinga við og beðið þá til dæmis að forðast ákveðinn mat ef vitað er um magakrabbamein í ættinni,“ segir Al- bert. Við gerð rannsóknarinnar var unn- ið úr upplýsingum sem fengust úr krabbameinsskrá Krabbameins- félags Íslands. Fjölskyldutré allra sjúklinga yngri en sextugra sem greindust með krabbamein á árunum 1955 til 1999 voru könnuð. Við rann- sóknina fundust 455 karlkyns og 161 kvenkyns einstaklingur. Fjölskyldur voru raktar til þriðja stigs ættingja beggja kynja og reiknað áhættuhlut- fall fyrir öll ættstig. Í rannsókninni greindust 58 fjölskyldur með tvo eða fleiri einstaklinga með magakrabba- mein og í 26 fjölskyldum voru þrír eða fleiri einstaklingar með maga- krabbamein. Ekki fannst fylgni á milli áhættu á magakrabbameini og aukinnar áhættu á öðrum algengum krabba- meinum, til dæmis ristilkrabbameini, endaþarmskrabbameini eða brjósta- krabbameini. Gæti vakið heimsathygli Magakrabbamein var algengasta krabbamein hjá íslenskum körlum en nýgengi þess hefur lækkað síðustu áratugi og er það þakkað breyttu mataræði. Nú greinast um 17 karlar á hverja 100.000 karla á ári. Fylgni milli magakrabbameins og umhverf- isþátta, svo sem mataræðis og sýk- inga, er vel þekkt. Ættgengi maga- krabbameins á Íslandi hefur hinsvegar lítið verið rannsakað og ekki var vitað um hvort fylgni er á milli magakrabbameins og annarra krabbameina innan sömu fjölskyldu. Að sögn Alberts má reikna með að rannsóknin muni vekja mikla athygli erlendis þar sem ekki sé vitað um við- líka niðurstöðu áður. Búið er að kynna rannsóknina á læknaþingi í byrjun ársins og kynning fer einnig fram á skurðlæknaþingi í næstu viku. Þá verður rannsóknin kynnt á næst- unni með erindi á heimsþingi maga- krabbameinslækna í New York. „Það er óvíða hægt að gera svona rannsóknir. Efniviðurinn er til staðar hér á Íslandi þar sem upplýsingum hefur verið safnað um krabbamein síðastliðin 50 ár. Þetta eru ákveðin forréttindi fyrir vísindamenn,“ segir Albert. Auk hans stóðu að rannsókninni frá UVS þau Bjarki Jónsson Eldon, Sturla Arinbjarnarson, Steinunn Thorlacius, Súsanna Jónsdóttir og Þórgunnur Hjaltadóttir. Frá hand- lækningadeild Landspítalans – há- skólasjúkrahúss komu Valgarður Egilsson, Hjörtur Gíslason, Margrét Oddsdóttir og Jónas Magnússon, sem stjórnaði rannsókninni. Einnig tóku þátt Shree Datye frá handlækn- ingadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Reynir Arngrímsson frá erfðalæknisfræði Háskóla Íslands. Rannsókn UVS og samstarfslækna á ættlægni magakrabbameins Marktækt meiri áhætta hjá nánustu ættingjum FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFÖR Björgvins Schram, fyrrver- andi stórkaupmanns og eins fremsta knattspyrnumanns landsins á sinni tíð, fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Björgvin var jarð- settur í Fossvogskirkjugarði og báru kistu hans þeir Einar Sæmundsson og Sveinn Jónsson, fyrrverandi for- menn KR, Kristinn Jónsson, formað- ur KR, fyrrverandi knattspyrnu- landsliðsmennirnir Gunnar Guð- mannsson, Hörður Felixson og Guðmundur Pétursson, Örn Stein- sen, framkvæmdastjóri KR-hússins, og Hörður Sófusson. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónaði fyrir alt- ari en einsöng annaðist Sigurður Skagfjörð Steingrímsson. Morgunblaðið/Jim Smart Útför Björgvins Schram ÞAÐ var mikið um að vera hjá 1. bekk í Hafralækjarskóla þegar nemendur komu úr helgarfríinu, en mikið af hænungum hafði kom- ið í heiminn úr útungunarvélinni í kennslustofunni. Það var Hulda Svanbergsdóttir kennari sem fékk lánaða litla vél sem ungar út eggjum og síðustu þrjár vikurnar hafa krakkarnir fylgst með eggjunum og unnið verkefni sem tengjast hænsfuglum. Í þessari síðustu kennsluviku fyrir páskafrí fá ungarnir að vera í kassa í stofunni og munu fyrstu- bekkingar vinna verkefni sín við ungatíst. Nú þegar hafa allir ungarnir verið nefndir með nöfnum og vin- sælasta stofan í skólanum er auð- vitað ungastofan. Allir bekkir vilja koma í heimsókn til að sjá hnoðr- ana og litadýrðin spillir ekki fyrir en ungarnir eru af íslenska hænsnakyninu og því flestir mis- litir. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Allir vildu sjá ungana og halda á þeim. Páskaungar í Hafra- lækjarskóla Laxamýri. Morgunblaðið. FINNBOGI Jónsson, stjórnarfor- maður Samherja hf., fram- kvæmdaaðila fyrirhugaðs sjókvía- eldis á laxi í Reyðarfirði, segir úrskurð Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra, þess efnis að lax- eldið skuli sæta mati vegna um- hverfisáhrifa, koma sér á óvart. Hann segir að Samherji hf. muni engu að síður hlíta úrskurðinum en hann muni fresta framkvæmd- um um eitt ár. „Þessi úrskurður kemur okkur á óvart í ljósi fyrri úrskurða vegna áforma um laxeldi á Austfjörðum,“ segir Finnbogi. „Reyðarfjörður er í meiri fjarlægð frá laxveiðiám en t.a.m. Berufjörður og Mjóifjörður auk þess sem aðstæður í Reyð- arfirði eru með þeim hætti að þar er sjávardýpi mikið og sjávar- straumar sterkari. Þá er Reyð- arfjörður breiðari en aðrir laxeld- isfirðir og þar af leiðandi minni hætta á mengun. Við munum samt hlíta þessum úrskurði og hefja undirbúning að því að gangast undir umhverfismatið, en það er fyrirsjáanlegt að það muni tefja framkvæmdir um a.m.k. eitt ár.“ Úrskurður um umhverf- ismat kemur á óvart ÖKUMAÐUR missti stjórn á bifreið sinni við leikskólann Ægisborg við Ægissíðu á mánudagsmorgun með þeim afleiðingum að hann keyrði ut- an í húsvegg leikskólabyggingarinn- ar og olli skemmdum á klæðningu hússins. Ekki hlutust af nein meiðsli við óhappið en starfsfólki og leik- skólabörnum innan dyra brá talsvert við höggið þegar bifreiðin rakst á húsið. „Fólk hélt jafnvel að það væri kominn annar Suðurlandsskjálfti,“ sagði Kristjana Thorarensen, leik- skólastjóri Ægisborgar, og gat þess að starfsfólki hefði jafnvel brugðið meira en börnunum. Ökumaður bif- reiðarinnar var að koma með barn sitt á leikskólann þegar óhappið varð. „Svona óhöpp geta alltaf orðið við umferðargötur og byggingarnefnd Reykjavíkurborgar mun útbúa sterkbyggða girðingu við húsið til að fyrirbyggja óhapp sem þetta,“ segir Kristjana. Héldu að kominn væri jarðskjálfti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.