Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. SAMKEPPNISRÁÐ hefur sektað Sölufélag garðyrkjumanna, Ágæti og Mata, sem hafa annast heildsöludreif- ingu á grænmeti og ávöxtum, um samtals 105 milljónir króna, fyrir að hafa með alvarlegum hætti brotið bann samkeppnislaga við verðsam- ráði og markaðsskiptingu. Er þetta í fyrsta sinn sem samkeppnisráð beitir sektarheimildum samkeppnislaga en samkeppnisráð segir að samkomulag um verð og skiptingu markaða sé með alvarlegustu samkeppnishömlum fyr- irtækja. Að mati samkeppnisráðs fel- ur slík hegðun í raun í sér samsæri gegn neytendum sem veldur þeim tjóni, þar sem þeir þurfa að greiða hærra verð en ella fyrir viðkomandi vöru. Miðað við alvarleika málsins ákvað samkeppnisráð að gera fyrirtækjun- um að greiða samtals 105 milljóna króna sekt í ríkissjóð. Sölufélagi garð- yrkjumanna er gert að greiða 40 milljónir króna, Ágæti 35 milljónir og Mata 30 milljónir. Einokunarhringur til að draga úr samkeppni Samkeppnisstofnun hóf hinn 24. september 1999 rannsókn á markaðn- um fyrir framleiðslu, innflutning og dreifingu á grænmeti og ávöxtum til Íslands. Samkeppnisstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að rannsóknin hafi leitt í ljós að á árinu 1995 hafi Sölufélag garðyrkjumanna, Ágæti og Mata náð samkomulagi sín á milli um víðtækt ólögmætt verðsamráð og markaðsskiptingu í viðskiptum með grænmeti, kartöflur og ávexti. Fyrirtækin hafi myndað með sér nokkurs konar einokunarhring með það að markmiði að draga úr sam- keppni sín á milli og hækka verð á þessum vörum. Í brotum fyrirtækj- anna hafi falist meðal annars að þau hafi samið um að hafa áhrif á og jafn- vel stjórna heildsöluverði hvers ann- ars á tilteknum tegundum grænmetis og ávaxta. Samkeppni milli fyrirtækj- anna í umræddum tegundum hafi í raun verið útrýmt. Þau hafi jafnframt samið um sérstakar greiðslur ef stað- ið hafi verið við skuldbindingar sam- komulagsins milli þeirra. Samkeppnisráð segir að í gögnum sem samkeppnisyfirvöld hafi aflað og innihaldi m.a. fundargerðir fyrirtækj- anna, minnisblöð af fundum, bókanir og ýmis samningsdrög, komi tilgang- ur með samráði fyrirtækjanna skýrt fram. Í kjölfar samkomulags fyrir- tækjanna hafi skapast ástand á um- ræddum markaði sem hafi einkennst af lítilli samkeppni milli fyrirtækj- anna og frá og með árinu 1996 hafi fyrirtækjunum verið tíðrætt í bókun- um sínum um „jafnvægi“ og „stöðug- leika“. Fyrirmæli og fundur í Öskjuhlíð Samkeppnisráð segir m.a. frá því að á árinu 1997 hafi nýr framleiðandi bæst við hjá Mata. Fyrirtækið hafi aukið sölu á íslensku grænmeti í kjöl- farið. Starfsmaður Sölufélagsins hafði samband við starfsmann Mata í apríl 1998 til að „segja honum að hætta að selja gúrkur í Nettó“. Þá kemur fram í skýrslu sam- keppnisráðs að fundir forsvarsmanna fyrirtækjanna hafi ekki alltaf verið haldnir með formlegum hætti. Til að mynda liggi fyrir minnisblað eftir óformlegan fund framkvæmdastjóra Mata og Sölufélagsins í Öskjuhlíð í júni 1999. Í upphafi minnisblaðsins segir: „Hitti Pálma á labbi í Öskjuhlíð. Hann lagði mikla áherslu á að enginn frétti þetta sem hann sagði við mig. Ekki einu sinni aðrir í fjölskyldunni en EÁG.“ Samkeppnisráð segir ljóst að á þessum fundi hafi framkvæmda- stjóri SFG m.a. rætt fyrirhuguð kaup félagsins á Ágæti við framkvæmda- stjóra Mata, greint keppinautnum frá fyrirhuguðu kaupverði og að „það verði ekki Sölufélagið sem kaupi Ágæti á pappírnum vegna samkeppn- issjónarmiða“. Að mati samkeppnisráðs er hér um að ræða mjög alvarlegt brot á sam- keppnislögum sem fyrirtækin hafi framið af ásetningi. Þá sé ekki hægt að líta framhjá því að íslensk stjórn- völd veiti innlendum grænmetisfram- leiðendum umtalsverða vernd gagn- vart erlendri samkeppni í formi tolla. Sölufélag garðyrkjumanna og Ágæti, sem hafi verið í eigu grænmetisfram- leiðenda, brjóti samkeppnislög í því skyni að halda uppi verði á grænmeti. Georg Ottósson, stjórnarformaður Sölufélags garðyrkjumanna, og Gunnar Þór Gíslason, framkvæmda- stjóri Mata, segja báðir að ákvörðun samkeppnisráðs komi á óvart og að henni verði áfrýjað til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Fyrstu sektarákvörðun samkeppnisráðs beitt gegn þremur helstu fyrirtækjunum á grænmetis- og ávaxtamarkaði Sektuð um 105 millj. fyrir víðtækt ólöglegt samráð  Samsæri/32–33 Leiðari/32 LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA segir að til greina komi að lækka tolla á grænmeti og það sé ein af þeim leiðum sem ráðuneytið sé nú að skoða til að bæta ástandið á grænmetismarkaði. Samkeppnis- ráð telur nauðsynlegt að endur- skoða þau ákvæði tolla- og búvöru- laga sem hindra innflutning á grænmeti og draga úr samkeppni á grænmetismarkaði. Samkvæmt því hefur samkeppnisráð beint því til landbúnaðarráðherra að hann hafi frumkvæði að endurskoðun lagaákvæða sem varða innflutning á grænmeti, í því skyni að efla samkeppni og lækka verð til ís- lenskra neytenda. Í áliti samkeppnisráðs um sam- keppnishamlandi ákvæði í lögum og reglum um innflutning á græn- meti segir m.a. að einhliða tillit til hagsmuna innlendra grænmetis- framleiðenda hafi ráðið því að toll- ar á innflutt grænmeti hafi ekki verið lækkaðir. Samkeppnisráð telur að markmið GATT-samn- ingsins frá 1995 um að draga úr viðskiptahömlum til að örva milli- ríkjaviðskipti og auka valfrelsi neytenda hafi ekki verið haft að leiðarljósi við framkvæmd land- búnaðarráðuneytisins á ákvæðum um álagningu tolla á innflutt grænmeti. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að undanfarið hafi verið unnið að því í landbúnaðar- ráðuneytinu að leita leiða til að bæta þetta ástand, þannig að stríð- ið á milli bænda og kaupmanna og gagnvart neytendum heyri sög- unni til. „Mín skoðun er sú að það verði settur mikill hraði í það núna að reyna að finna leiðir þar sem bæði kemur til aukinnar samkeppni og lægra verðs á þessum vörum. Lækkun á tollum er ein af þessum leiðum sem koma til greina,“ sagði landbúnaðarráðherra. Samkeppnisráð beinir til ráðherra að efla samkeppni á grænmetismarkaði Ráðherra segir tolla- lækkun koma til greina  Samkeppnisstofnun/6 RIMASKÓLI bar sigur úr býtum í harðri keppni við Réttarholtsskóla í Mælsku- og rökræðukeppni Íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur en úrslitakeppnin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöldi. Alls voru gefin 5.249 stig í keppninni og hlaut Rimaskóli 2.696 stig en Réttarholtsskóli 2.553. Atli Bollason úr liði Rétt- arholtsskóla hlaut 976 stig og var valinn ræðumaður kvöldsins og ræðumaður ÍTR annað árið í röð en Réttarholtsskóli sigraði í fyrra. Þetta var í fjórða skipti á sex ár- um sem Rimaskóli kemst í úrslit. Liðin rökræddu hvort peningar skapi hamingju eður ei og voru Rétthyltingar því fylgjandi en keppendur Rimaskóla héldu fram öndverðri skoðun. Fagnað í Rimaskóla Morgunblaðið/Jón Svavarsson LIÐ Tindastóls frá Sauðár- króki tryggði sér í gærkvöld réttinn til að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfu- knattleik karla í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tindastóll bar sigurorð af Keflvíkingum í æsi- spennandi leik á Sauðárkróki í gærkvöld, 70:65. Liðið mætir Njarðvíkingum í úrslitum um meistaratitilinn. Tindastóll í úrslit  Sigurdans/C2–3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.