Morgunblaðið - 04.04.2001, Síða 64

Morgunblaðið - 04.04.2001, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. SAMKEPPNISRÁÐ hefur sektað Sölufélag garðyrkjumanna, Ágæti og Mata, sem hafa annast heildsöludreif- ingu á grænmeti og ávöxtum, um samtals 105 milljónir króna, fyrir að hafa með alvarlegum hætti brotið bann samkeppnislaga við verðsam- ráði og markaðsskiptingu. Er þetta í fyrsta sinn sem samkeppnisráð beitir sektarheimildum samkeppnislaga en samkeppnisráð segir að samkomulag um verð og skiptingu markaða sé með alvarlegustu samkeppnishömlum fyr- irtækja. Að mati samkeppnisráðs fel- ur slík hegðun í raun í sér samsæri gegn neytendum sem veldur þeim tjóni, þar sem þeir þurfa að greiða hærra verð en ella fyrir viðkomandi vöru. Miðað við alvarleika málsins ákvað samkeppnisráð að gera fyrirtækjun- um að greiða samtals 105 milljóna króna sekt í ríkissjóð. Sölufélagi garð- yrkjumanna er gert að greiða 40 milljónir króna, Ágæti 35 milljónir og Mata 30 milljónir. Einokunarhringur til að draga úr samkeppni Samkeppnisstofnun hóf hinn 24. september 1999 rannsókn á markaðn- um fyrir framleiðslu, innflutning og dreifingu á grænmeti og ávöxtum til Íslands. Samkeppnisstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að rannsóknin hafi leitt í ljós að á árinu 1995 hafi Sölufélag garðyrkjumanna, Ágæti og Mata náð samkomulagi sín á milli um víðtækt ólögmætt verðsamráð og markaðsskiptingu í viðskiptum með grænmeti, kartöflur og ávexti. Fyrirtækin hafi myndað með sér nokkurs konar einokunarhring með það að markmiði að draga úr sam- keppni sín á milli og hækka verð á þessum vörum. Í brotum fyrirtækj- anna hafi falist meðal annars að þau hafi samið um að hafa áhrif á og jafn- vel stjórna heildsöluverði hvers ann- ars á tilteknum tegundum grænmetis og ávaxta. Samkeppni milli fyrirtækj- anna í umræddum tegundum hafi í raun verið útrýmt. Þau hafi jafnframt samið um sérstakar greiðslur ef stað- ið hafi verið við skuldbindingar sam- komulagsins milli þeirra. Samkeppnisráð segir að í gögnum sem samkeppnisyfirvöld hafi aflað og innihaldi m.a. fundargerðir fyrirtækj- anna, minnisblöð af fundum, bókanir og ýmis samningsdrög, komi tilgang- ur með samráði fyrirtækjanna skýrt fram. Í kjölfar samkomulags fyrir- tækjanna hafi skapast ástand á um- ræddum markaði sem hafi einkennst af lítilli samkeppni milli fyrirtækj- anna og frá og með árinu 1996 hafi fyrirtækjunum verið tíðrætt í bókun- um sínum um „jafnvægi“ og „stöðug- leika“. Fyrirmæli og fundur í Öskjuhlíð Samkeppnisráð segir m.a. frá því að á árinu 1997 hafi nýr framleiðandi bæst við hjá Mata. Fyrirtækið hafi aukið sölu á íslensku grænmeti í kjöl- farið. Starfsmaður Sölufélagsins hafði samband við starfsmann Mata í apríl 1998 til að „segja honum að hætta að selja gúrkur í Nettó“. Þá kemur fram í skýrslu sam- keppnisráðs að fundir forsvarsmanna fyrirtækjanna hafi ekki alltaf verið haldnir með formlegum hætti. Til að mynda liggi fyrir minnisblað eftir óformlegan fund framkvæmdastjóra Mata og Sölufélagsins í Öskjuhlíð í júni 1999. Í upphafi minnisblaðsins segir: „Hitti Pálma á labbi í Öskjuhlíð. Hann lagði mikla áherslu á að enginn frétti þetta sem hann sagði við mig. Ekki einu sinni aðrir í fjölskyldunni en EÁG.“ Samkeppnisráð segir ljóst að á þessum fundi hafi framkvæmda- stjóri SFG m.a. rætt fyrirhuguð kaup félagsins á Ágæti við framkvæmda- stjóra Mata, greint keppinautnum frá fyrirhuguðu kaupverði og að „það verði ekki Sölufélagið sem kaupi Ágæti á pappírnum vegna samkeppn- issjónarmiða“. Að mati samkeppnisráðs er hér um að ræða mjög alvarlegt brot á sam- keppnislögum sem fyrirtækin hafi framið af ásetningi. Þá sé ekki hægt að líta framhjá því að íslensk stjórn- völd veiti innlendum grænmetisfram- leiðendum umtalsverða vernd gagn- vart erlendri samkeppni í formi tolla. Sölufélag garðyrkjumanna og Ágæti, sem hafi verið í eigu grænmetisfram- leiðenda, brjóti samkeppnislög í því skyni að halda uppi verði á grænmeti. Georg Ottósson, stjórnarformaður Sölufélags garðyrkjumanna, og Gunnar Þór Gíslason, framkvæmda- stjóri Mata, segja báðir að ákvörðun samkeppnisráðs komi á óvart og að henni verði áfrýjað til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Fyrstu sektarákvörðun samkeppnisráðs beitt gegn þremur helstu fyrirtækjunum á grænmetis- og ávaxtamarkaði Sektuð um 105 millj. fyrir víðtækt ólöglegt samráð  Samsæri/32–33 Leiðari/32 LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA segir að til greina komi að lækka tolla á grænmeti og það sé ein af þeim leiðum sem ráðuneytið sé nú að skoða til að bæta ástandið á grænmetismarkaði. Samkeppnis- ráð telur nauðsynlegt að endur- skoða þau ákvæði tolla- og búvöru- laga sem hindra innflutning á grænmeti og draga úr samkeppni á grænmetismarkaði. Samkvæmt því hefur samkeppnisráð beint því til landbúnaðarráðherra að hann hafi frumkvæði að endurskoðun lagaákvæða sem varða innflutning á grænmeti, í því skyni að efla samkeppni og lækka verð til ís- lenskra neytenda. Í áliti samkeppnisráðs um sam- keppnishamlandi ákvæði í lögum og reglum um innflutning á græn- meti segir m.a. að einhliða tillit til hagsmuna innlendra grænmetis- framleiðenda hafi ráðið því að toll- ar á innflutt grænmeti hafi ekki verið lækkaðir. Samkeppnisráð telur að markmið GATT-samn- ingsins frá 1995 um að draga úr viðskiptahömlum til að örva milli- ríkjaviðskipti og auka valfrelsi neytenda hafi ekki verið haft að leiðarljósi við framkvæmd land- búnaðarráðuneytisins á ákvæðum um álagningu tolla á innflutt grænmeti. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að undanfarið hafi verið unnið að því í landbúnaðar- ráðuneytinu að leita leiða til að bæta þetta ástand, þannig að stríð- ið á milli bænda og kaupmanna og gagnvart neytendum heyri sög- unni til. „Mín skoðun er sú að það verði settur mikill hraði í það núna að reyna að finna leiðir þar sem bæði kemur til aukinnar samkeppni og lægra verðs á þessum vörum. Lækkun á tollum er ein af þessum leiðum sem koma til greina,“ sagði landbúnaðarráðherra. Samkeppnisráð beinir til ráðherra að efla samkeppni á grænmetismarkaði Ráðherra segir tolla- lækkun koma til greina  Samkeppnisstofnun/6 RIMASKÓLI bar sigur úr býtum í harðri keppni við Réttarholtsskóla í Mælsku- og rökræðukeppni Íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur en úrslitakeppnin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöldi. Alls voru gefin 5.249 stig í keppninni og hlaut Rimaskóli 2.696 stig en Réttarholtsskóli 2.553. Atli Bollason úr liði Rétt- arholtsskóla hlaut 976 stig og var valinn ræðumaður kvöldsins og ræðumaður ÍTR annað árið í röð en Réttarholtsskóli sigraði í fyrra. Þetta var í fjórða skipti á sex ár- um sem Rimaskóli kemst í úrslit. Liðin rökræddu hvort peningar skapi hamingju eður ei og voru Rétthyltingar því fylgjandi en keppendur Rimaskóla héldu fram öndverðri skoðun. Fagnað í Rimaskóla Morgunblaðið/Jón Svavarsson LIÐ Tindastóls frá Sauðár- króki tryggði sér í gærkvöld réttinn til að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfu- knattleik karla í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tindastóll bar sigurorð af Keflvíkingum í æsi- spennandi leik á Sauðárkróki í gærkvöld, 70:65. Liðið mætir Njarðvíkingum í úrslitum um meistaratitilinn. Tindastóll í úrslit  Sigurdans/C2–3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.