Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 53
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 53 Laugavegi 101 við Hlemm. Opið mán.-fös. frá kl. 11-18, lau. frá 11-16 ANTIK- ÚTSALA Skápar, skenkar, borð og stólar, málverk. Mikið af fáséðum smáhlutum, matar- og kaffistell 10—30% afsláttur REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR hefur mikið verið til umræðu að und- anförnu og Reykvíkingum gefinn kostur á því að kjósa um það hvort flugvöllurinn eigi að vera í Reykjavík í framtíðinni eða ekki. Það sem vant- aði inn í þetta tilboð var að búið væri að ákveða á hvaða stað ætti að flytja flugvöllinn. Flugvöllurinn er sam- göngutenging milli Reykjavíkur og landsbyggðar og jafnsjálfsagður tengiliður umferðar að og frá Reykjavík eins og þjóðvegakerfið og skipaumferð, því skiptir það miklu máli hvar hann er. Hvern langar t.d. til þess að fara fyrst til Keflavíkur, Akraness eða austur á Hellu til þess að komast með flugvél frá Reykjavík til Akureyrar? Svæðið sem flugvöll- urinn er á er ekkert verr nýtt undir flugbrautir en undir hús. Það er aft- ur á móti erfiðara að finna heppilega lóð undir flugvöll, en hús. Það var sérstök áhersla lögð á það að kosningarnar væru til þess að fullnægja lýðræðinu, varðandi ákvörðunina hvort flugvöllurinn ætti að fara eða vera. Það er oft hægt að setja spurningamerki við lýðræðið. Lýðræðisleg pólitísk kosning hefur þann tilgang að meirihlutinn fái ein- ræðisvald yfir minnihlutanum. Síðan getur bæst við að reglur sem settar voru fyrir kosningar séu felldar nið- ur eftir kosningar, telji meirihlutinn þær rýra valdið. Í framtíðinni verður flugvallarsvæðið í úthverfi Reykja- víkur og að miklum líkindum Mos- fellsbær miðbær Reykjavíkur. Þess vegna er háhýsahverfi ekkert verr sett uppi á Kjalarnesi en á flugvall- arsvæðinu. Það sem skiptir aftur á móti máli fyrir fólk er að atvinnufyr- irtæki dreifist um byggðina. Umræðan um Reykjavíkurflug- völl hefur verið í gangi síðan hann var byggður en aldrei orðið neitt úr því að færa hann annað, vegna þess að menn hafa ekki fundið svæði sem hentar undir flugvöll, þess vegna er umræða um flutning flugvallarins ekki tímabær fyrr en nýtt flugvall- arsvæði er fundið. Reyndar er þessi uppákoma núna ekkert annað en pólitískur vindgangur. Þar að auki bendir ekkert til þess að við lendum í neinum vandræðum með lóðir undir hús á þessari öld. Það er líka spurning hvort þessi tími sé heppilegur til ákvörðunar um staðsetningu flugvallarins, þar sem margt bendir til þess að miklar breytingar geti orðið á gerð flugvéla á styttri flugleiðum, sem þyrfti að taka tillit til við gerð flugvalla og einnig gætu orðið í náinni framtíð töluverð breyting á gerð áætlunar- bíla og rekstri þeirra. Breytingar á þessum farartækjum gætu kallað á allt aðrar áherslur í samgöngum en nú eru, áður en langt líður. Þegar ég var ungur þótti Vatns- mýrin ekki fýsilegur kostur til hús- bygginga vegna þess hvað djúpt væri niður á fast. Nú virðist það ekki skipta neinu máli þó grunnurinn kosti jafnmikið og sjálft húsið. Það mun líka vera hagkvæmt fyrir fast- eignasala, lánastofnanir og jafnvel lögfræðinga að íbúðaverð sé hátt. Síðari árin hefur verið kvartað undan slæmu loftslagi í gamla mið- bænum vegna mengunar frá bílum og fleiri þáttum. Ekki býst ég við að loftslagið batni við það að fylla Vatnsmýrina af háhýsum. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5. Lýðræði, móðir einræðis Frá Guðvarði Jónssyni: Á UNDANFÖRNUM mánuðum hefur þjóðin fengið að heyra í sóða- legum en jafnframt spaugilegum málflutningi Ís- lenskra þjóðern- issinna. Þeir hafa líkt ættleiðingum við hundahald og telja sig og hinn íslenska kynstofn í mikilli hættu vegna hörunds- dökkra innflytj- enda hér á landi. Hæstvirtur félagi númer átta í hinum íslenska þjóðrembuflokki kom fram á Skjá einum og reyndi þar að útskýra fyr- ir almenningi ókosti erlends vinnu- afls á Íslandi. Hann var nú reyndar fremur illskiljanlegur þar sem hann reyndi í sífellu að krydda málfar sitt með latínuslettum í misheppn- aðari tilraun til þess að virðast gáfulegur. En af því litla sem skilja mátti virtust rökin gegn austur- lensku vinnuafli aðallega felast í ógnarháum kostnaði við tungu- málakennslu og hitastigi í Pakistan. En jafnvel þótt sá sem þetta ritar hafi haft gaman að trúðslátum þessara frummanna má vel skilja að þau fari fyrir brjóstið á mörgum hér á landi. Af þeim sökum hafa heyrst þær raddir að banna beri slíkt hjal með öllu. Þeir sem telja sig verndara ís- lenskrar alþýðu vilja setja lög gegn þessum „röngu“ skoðunum. En slíkar hugmyndir eru illa ígrund- aðar og jafnframt hættulegar. Því það að leyfa sér að skerða málfrelsi manna, einungis vegna þess að þeir séu illa upplýstir og fáfróðir, er mun hættulegra en að leyfa þeim að gaspra og hjala eins og þá lystir. Slík höft myndu einungis efla fas- ista á Íslandi en ekki draga úr þeim. Það sem er bannað er nefni- lega yfirleitt mun áhugaverðara heldur en það sem er leyfilegt. Ekki má gleyma að málfrelsi trygg- ir fólki rétt til þess að hafa fornald- arlegar skoðanir á hlutunum. Al- menningur hefur einnig rétt á því að heyra hvað íslenskir þjóðrembu- sinnar hafa að segja vegna þess að án þess getum við ekki vitað hvers- lags afglapar eru þar á ferð. Því skulu forsjárhyggjuöflin hugsa sig tvisvar um áður en þau setja lög gegn tjáningarfrelsi. Þessi öfl telja að Íslendingar séu ekki nægilega viti bornir til að sjá þenn- an kjánaskap í réttu ljósi. Slíkur hroki er óþolandi, almenn- ingur á Íslandi þarf ekki vernd gegn fíflagangi fasistaflóna. Leyf- um því rasistaröflið, jafnvel þótt það sé ógeðfellt. Því í frjálsu landi er einnig frelsi til þess að vera með vitleysu. HEIMIR HELGASON, frjálshyggjumaður, Gyðufelli 4, Reykjavík. Leyfum rasistum að röfla Frá Heimi Helgasyni: Heimir Helgason SAMGÖNGURÁÐHERRA og for- maður samgöngunefndar virðast hafa trénaðar hugsanir varðandi hjól- reiðar og Reykjanesbraut. Báðir eru þessir menn tilbúnir í eyðslu umtals- verðra fjármuna í nýja braut til Rosmhvalaness og nefna það breikk- un. Ausa skal í það einhverjum millj- örðum króna, svo hið stórhættulega morðtól, bíllinn, njóti einn greiðrar leiðar þar í milli og Reykjavíkur. Lög lands vors gera þó ráð fyrir að sam- göngur séu milli byggðakjarna og er þar hvergi, mér vitanlega, gert ráð fyrir að samgöngur séu einvörðungu með bifreiðum. Heilbrigður lífsmáti sem hjólreiðar eru góður samgöngumáti auk þess sem vaxandi fjöldi ferðamanna kýs þennan ferðamáta. Þá má og minna á að elsti ferðamáti Íslendinga, gang- an, á sér engan stað við Reykjanes- braut né aðra þjóðvegi landsins. Þessir sömu herrar samgöngumála vinna leynt og ljóst að því að þjónn yf- irstéttarinnar mest alla Íslandssög- una, hesturinn, fái sem víðast sínar götur. Áður riðu fyrirmenn fullir um héruð og varð mörgum að aldurtila. Nú aka þeir á stóru og miklu fjalla- jeppunum og skyldu ekki einhverjir vera drukknir? Þó svo væri ekki þá hafa bílstjórar nútímans allskyns tæki og tól til að trufla við stjórn öku- tækjanna. Margur gleymir sér við þórdrunur tónlistarinnar sem þeytt er úr hljómtækjum bifreiðarinnar langt út fyrir bílskrokkinn. Aðrir spjalla í farsíma sína svo sem heima í stofu væru. Hvað varðar þá um aðra vegfarendur? Það sýna nú slysin. Hátt settir ráðamenn samgöngu- mála geta auðvitað ekki lengur hjól- að, hafi þeir á annað borð einhvern- tíma getað það, í þeirra ungdæmi var þó hjólið mikilvægt farartæki hins venjulega manns og margar ferðir farnar landshluta milli. Ekki virðast þeir vel upplýstir um samgöngur á reiðhjólum í Vestur-Evrópu og á Norðurlöndum. Tæplega verður við því búist að þeir þekki til nútíma reið- hjóls hvað varðar búnað né til fatn- aðar sem hentar í okkar veðráttu. Haldi þeir enn að reiðhjól séu ann- aðhvort leikföng eða æfingatæki í þreksölum er mál að opna glugga skynseminnar og skoða í kring. Reykjanesbrautin er varasöm, en oftast er um að kenna að bílstjórar fylgja ekki reglum um hraða, fram- úrakstur og aki miðað við þær að- stæður sem veður skapar. Þetta er nú ekki kappakstursbraut. Svo eru það umferðarspár fyrir framtíðina, menn segja að hún verði svo og svo mikil á næstu 20 árum. Til að svo megi verða þarf að fjölga þegnunum með miklum hraða eða flytja inn mikinn fjölda fólks frá öðr- um löndum, því í dag eru fleiri skráð- ir bílar en fólk með ökuréttindi. Hverjir eiga að aka öllum hinum bíl- unum sem spáð er að verði hér að fáum árum liðnum? Ekki er að sjá að ráðandi stjórnmálamenn hafa neina sýn til framtíðarferðamáta sem um þessar mundir er í örri þróun annars staðar. Mér sýnist að gamla fornhyggjan sé ríkjandi, bara það sem ríkjandi hefur verið og öllum er hættulegt og óhollt sé eina myndin sem kemst í trénaðan hugarheim ráðamanna. Bara það atriði vegalaga að ríkis- stofnun (vegagerð) skuli hafa umsjón með samgöngum um landið er túlkað svo þröngt að eingöngu eigi að hugsa um bílæðar. Það er von mín og margra annarra að til valda komi brátt menn með víðsýni framtíðar í samgöngum og heilbrigði þjóðarinn- ar. BJÖRN FINNSSON, Krummahólum 13. Reiðhjól og Reykjanesbraut Frá Birni Finnssyni: Ágæti ritstjóri Á forsíðu Morgunblaðsins í dag var frétt frá fréttastofu AFP þar sem fram kom að breski forsætisráð- herrann, Tony Blair, hefði frestað þingkosningunum í Bretlandi. Þessi frétt er ekki rétt. Þeim kosningum sem hefur verið frestað eru sveitar- stjórnarkosningar sem áttu að fara fram í maí. Þrátt fyrir miklar vanga- veltur fjölmiðla í Bretlandi þá hefur, forsætisráðherrann enn ekki til- kynnt hvenær þingkosningar verða haldnar. Ein af ástæðum þess að sveitar- stjórnarkosningum er frestað til júní, er auðvitað vegna þess að sum svæði á landsbyggðinni í Bretlandi glíma við gin- og klaufaveiki og hamlar það umferð um þau svæði. Takmörkunum á umferð er hins veg- ar einungis beitt á vissum svæðum landsins. Einungis 1% af býlum með búpen- ing hefur orðið fyrir beinum áhrif- um. Í borgum og bæjum Bretlands, og á stærri svæðum landsbyggðar- innar, sem eru ekki nálægt sýktum svæðum, eru hlutirnir í sömu skorð- um fyrir íbúa og ferðamenn. Lesend- ur þínir geta fundið upplýsingar, sem eru uppfærðar reglulega, á vef- síðunni www.openbritain.gov.uk. Kærar kveðjur, JOHN CULVER, breski sendiherrann. Athugasemd frá sendi- herra Breta á Íslandi Frá John Culver: alltaf á þriðjud.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.