Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 37 KÆRI Davíð: Ofeldi þjóðarinnar hefur ekki farið leynt, enda varla hægt þar sem við horf- um á þjóðina þenjast út og er þar ekki farið í manngreinarálit. Það hefur ekki farið fram hjá þjóðinni að forsætisráðherrann okkar telur sig eiga við ofeldisvandamál að stríða, a.m.k. hefur hann oftar en einu sinni tjáð sig um sína ,,megr- unarkúra“ í fjölmiðl- um. Nýjasti kúr forsætis- ráðherranns er Atkins- kúrinn. Sá ,,vinsæli“ kúr sem farið hefur sem stormsveipur um landið inniheldur mikla neyslu fitu og pró- teina en engin kolvetni. Manneldisráð Íslands hefur sett fram manneldismarkmið í þeim til- gangi að stuðla að æskilegri þróun í mataræði þjóðarinnar og efla heil- brigði. Hlutverk manneldisráðs er að fylgja manneldis- og neyslustefnu stjórnvalda eftir í samvinnu við heil- brigðisráðuneyti og vera ráðgjafi stjórnvalda, skóla og annarra opin- berra stofnana í mann- eldismálum. Manneld- ismarkmið Íslendinga ráðgerir að 10% ork- unnar komi úr prótein- um, 25-35% úr fitu og 50-60% úr kolvetnum. Það er hægt að setja saman ótrúlegustu megrunarkúra og margir af þeim ,,svín- virka“, en það sem ger- ist í Atkins-kúrnum, eins og í svo mörgum öðrum kúrum, er að lík- aminn losar sig við mjög mikinn vökva og þar af leiðandi mörg kíló. Það hefur margsýnt sýnt sig og sannað að megrunarkúrar viðhalda offitu. Íslenska þjóðin hefur verið í margs konar megrunarkúrum und- anfarin ár og má þar til dæmis nefna rangt samsett mataræði, skyndikúr- ar af ýmsum toga svo ekki sé talað um alla draumana í dósunum. Þrátt fyrr alla þessa fyrirhöfn sem íbúar þessa lands hafa lagt á sig hefur holdafar þjóðarinnar aldrei verið verra en nú. Forsætisráðherra þjóðarinnar á að vera okkur til fyrirmyndar í þessu sem og öðru og þar sem ekki er hægt að búast við að hann hafi mikla þekk- ingu í næringarfræði né neyslu er sjálfsagt að hann leiti sér hjálpar fagaðila á því sviði sem og öðru. Við vitum hvað margir taka sér Davíð til fyrirmyndar enda hefur hann ,,ráð undir rifi hverju“, þess vegna langar mig til að segja við okk- ar kæra forsætisráðherra ,,leitaðu ráða hjá næringarlærðu fólki svo þú þurfir ekki að vera í þessu jó-jó- ástandi eins og stór hluti þjóðarinn- ar“. Ofeldi Guðrún Þóra Hjaltadóttir Höfundur er næringarráðgjafi. Megrun Leitaðu ráða hjá nær- ingarlærðu fólki svo að þú þurfir ekki að vera í þessu jó-jó-ástandi eins og stór hluti þjóð- arinnar, segir Guðrún Þóra Hjaltadóttir. EFTIRFARANDI er svar mitt við grein Gísla Baldurssonar 24. febrúar síðastliðinn, Örvandi lyf og hinn þröngi vegur dyggðar- innar, og Gylfa Gylfa- sonar hinn 1. mars, Rí- talín – blessun eða bölvaldur. Þegar grein er skrif- uð sem fer á móti al- mennt viðurkenndum kenningum getur hún verið túlkuð á marga vegu. Gísli valdi að túlka hana sem ónær- gætni. Umræðan um ofvirkni á Íslandi hefur hingað til verið mjög einhliða og það er kominn tími til að víkka sjóndeildarhringinn. Gísli er sérfræðingur í geðlækning- um, hans atvinna felst í því að gefa lyf við sjúkdómum, og sjónarmið hans er því skiljanlegt. Ég vinn með börnum sem eru búin að vera árang- urslaust á lyfjum árum saman og for- eldrar eru orðnir ráðalausir, og það- an kemur mitt sjónarmið. Gísli skrifar að „rangfærslur og jafnvel samsæriskenningar eins og fram koma í umræddri grein Karenar eru ekki til þess fallnar að bæta stöðu of- virkra barna og fjölskyldna þeirra“. Þetta er rangtúlkun og persónuleg skoðun Gísla. Það er engin að ásaka foreldra um neitt. Auk þess talar Gylfi í sinni grein um „óvandaðan málflutning“. Óvandaður málflutn- ingur kemur til af umræðum sem eru einhliða. Þannig að ég er ánægð að ég get veitt þær upplýsingar sem hingað til hefur vantað, og þar með bætt umræðuna. Markmiðið var að koma af stað faglegum umræðum um þessi mál og ég vona að það sé hægt að halda þeim á því stigi. Upplýsingarnar sem ég gaf í greininni komu beint frá virtu fagfólki og stofnunum í Banda- ríkjunum. Þessi mál hafa verið rannsökuð ítarlega í mörg ár, vegna þess að öryggi og ástæður lyfjanotkunar á börnum hafa vakið grunsemdir. Þetta eru ekki skoðanir, heldur upplýsingar sem koma frá rannsóknum. Gísli segist ekki vita hvað mér „gangi til“ að vera með „fullyrð- ingar“ um að NIH og American Aca- demy of Pediatrics hafi staðfest að ofvirkni hafi enga líffræðilega skýr- ingu. Báðar þessar stofnanir skýra frá því að ekkert sjálfstætt próf get- ur greint ofvirkni sem líffræðilegt vandamál. Samt sem áður tekur Gísli fram í grein sinni, „að ekki hefur ver- ið hægt að sýna fram á neina eina líf- fræðilega orsök“. Semsagt, ofvirkni er ekki sjálfstæður líffræðilegur sjúkdómur. Það er ekkert sem bend- ir á líffræðilega orsök, þrátt fyrir að ótrúlegt fjármagn og mörg ár hafi farið í rannsóknir til að finna ein- hvern sjúkdóm. Báðar þessar stofn- anir hafa haldið þessu fram en segja ennfremur að „grunur“ leiki á tilvist sjúkdóms. Þannig að spurningin er, hvernig er hægt að greina sjúkdóm sem einungis leikur grunur um? Og við hverju erum við að gefa lyf? Þrátt fyrir að þetta eigi við um flesta geð- sjúkdóma eru börn varnarlaus. Full- orðnir hafa vald til að taka ákvörðun og því er reynsla follorðinna og barna ekki sambærileg. Í grein Gísla greinir frá því að „sjúkdómsgreining á ofvirkniröskun byggist á nákvæmri sjúkrasögu, en hegðunarmatskvarðar og taugasál- fræðileg próf gegna einnig mikil- vægu hlutverki“. Þessi próf eru framkvæmd af fólki sem ekki fær tækifæri til að líta á barnið í sam- hengi við umhverfi sitt. Þessi próf eru þess vegna óhóflega einföld og byggð á smættarkenningum sem halda því fram að einstaklingar séu óháðir umhverfi sínu. Þar af leiðandi er viss hegðun dregin fram og dómur felldur samkvæmt henni. Þessi próf hafa verið marggagnrýnd af fagfólki hér í Bandaríkjunum fyrir einhæfni og huglægni. Það er afleitt að gefa börnum þá hugmynd að þau séu með sjúkdóm sem einungis leikur grunur á. Það sviptir þau allri virðingu og mótar framtíðina fyrir þau. Þessi börn þurfa umhverfi og skilning á þeim eiginleikum sem þau hafa, ekki pillur til að berja þau niður. Þó að það hafi ekki verið sannað að ofvirkni sé líffræðilegur sjúkdómur þýðir það ekki að það sé ekki eitthvað líffræðilegt sem útskýrir hegðun í sumum tilfellum. Ég hef sjálf unnið með börnum sem eru sjálfum sér og öðrum hættuleg vegna hegðunar. Það er þá augljóst að eitthvað þarf að gera. Rítalín er skammtímalausn en ég hef sjálf mælt með lyfinu í örfá skipti, með þeim skilningi að lyfið virkar vegna aukaáhrifanna, ekki vegna þess að það er að laga sjúk- dóm. Þetta réttlætir ekki þær öfgar sem hafa náð fótfestu í Bandaríkj- unum og markmiðið með greininni var að greina frá því. Börn eru dæmd erfið og eru sett á lyf í mörg ár undir því yfirskini að það sé verið að lækna sjúkdóm. Ég hef líka séð tveggja ára börn sem sett hafa verið á rítalín. Sjálfur framleiðandi rítalíns mælir á móti því að börn undir sex ára séu sett á lyfið. Gísli segir: „Í raun er þetta alveg ótrúleg fullyrðing. Það er eitt að hafa einhverja skoðun en annað að heim- færa hana upp á virtar stofnanir.“ Hvað er ótrúlegt? Að stór hópur virtra geðlækna, taugasérfræðinga, sálfræðinga, ráðgjafa og hjálpar- lausa foreldra vogaði sér að skoða þessi mál út frá víðari sjóndeildar- hring og hefur sýnt fram á misnotk- un og mistúlkanir á stórgölluðum rannsóknum? Eða að þessar virtu stofnanir virkilega taki mark á þess- um gölluðu rannsóknum? Yfirlýsing- ar vísindafólks og fagfólks um að of- virkni sé veikleiki, hvað þá sjúk- dómur, eru byggðar á einstrengings- legum forsendum fyrir því hvað er farsæld eða vöntun og á peninga- græðgi lyfjafyrirtækja. Ég tek það fram að ég er fjöl- skylduráðgjafi. Það ætti að vera aug- ljóst að ég ber fyrst og fremst velferð fjölskyldunnar fyrir brjósti og miðla reynslu og upplýsingum samkvæmt því. Ég trúi því að Gísli og Gylfi geri það sama með þá reynslu og upplýs- ingar sem þeir hafa. En fagfólk þarf að vera opið fyrir nýjum upplýsing- um. Foreldrar eru oft ráðalausir og treysta því að fagfólk geri það sem er best fyrir börnin. Í þessu tilfelli er augljóst að það sem er best fyrir börnin er vafamál. Foreldrar nota þær upplýsingar sem þeim eru gefn- ar og gera sitt besta. Þess vegna hafa foreldrar rétt á að sjá heildarmynd- ina. Það er fagfólkið sem á að bera ábyrgð á þróuninni í sínu fagi og sjá til þess að upplýsingum sé miðlað til almennings. Þeir sem hafa áhuga geta fundið upplýsingar sjálfir. Dr. John Breed- ing, dr. Armstrong, dr. William Car- ey, dr. Fred Baughman og dr. Peter Breggin eru aðeins nokkrir sérfræð- ingar sem hafa skrifað bækur og greinar um ofnotkun lyfja á börnum, áhrifaleysi foreldra í kerfinu og áhrif lyfja á börn. The Merrow Report gaf einnig út yfirlit fyrir bandaríska rík- issjónvarpið um þessi mál. Rítalín og velferð fjölskyldunnar Karen Kinchin Heilsa Ég ber fyrst og fremst velferð fjölskyldunnar fyrir brjósti, segir Karen Kinchin, og miðla reynslu og upplýs- ingum samkvæmt því. Höfundur er fjölskylduráðgjafi. Verð: Með statívi kr. 2.995 Án statívs kr. 2.300 fyrir cappucino Froðuþeytari Klapparstíg 44, sími 562 3614
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.