Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Arina Artica og Selfoss koma og fara í dag. Goðafoss og Puente Sabaris fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Geysir og Hvannaberg fóru í gær. Selfoss fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofan er opin alla miðvikud. kl. 14–17, s. 551 4349. Fata- úthlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða miðvikud. í mánuði kl. 14–17, s. 552 5277. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjaf- arinnar, 800 4040, kl. 15–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–16.30 klippimyndir, harð- angur, kl. 13 smíða- stofan opin, trésmíði/ útskurður og spilað, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Aflagrandi 40. Í dag verður farin versl- unarferð í Hagkaup, Skeifunni, kl. 10. Kaffi í boði Hagkaups. Síðasta verslunarferð fyrir páska. Skráning í Afla- granda í síma 562-2572. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur og vefnaður. Í dag verður farið í Listasafn Íslands að sjá sýninguna frá Petit Palais-safninu í París, „Náttúrusýnir“. Lagt af stað kl. 13.30. Ferð á Þingvelli þriðjudaginn 10. apríl, komið við í Eden, Hveragerði, á heimleið. Lagt af stað kl. 13. Tilk. þátttöku fyr- ir 9. apríl. Skráning í síma 568-5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Sundtímar á Reykja- lundi kl. 16 á miðvikud. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060, kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan og handa- vinnustofan opnar, kl. 13 opin handavinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Fótaað- gerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmer, 565 6775. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Línudans kl. 11, byrj- endur velkomnir, mynd- mennt kl. 13 og píla kl. 13.30. Á morgun, fimmtudag, er púttæf- ing í Bæjarútgerð kl. 10–11.30 og bingó kl. 13.30. Sigurbjörn Krist- insson verður með mál- verkasýningu í Hraun- seli fram í maí. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga kl. 10– 13. Matur í hádeginu. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Söng- félag FEB, kóræfing kl. 17. Línudanskennsla Sigvalda kl. 19.15. Dag- ana 27.–29. apríl verður 3ja daga ferð á Snæfells- nes. Gististaður: Snjó- fell á Arnarstapa. Áætl- að að fara á Snæfellsjökul. Komið í Ólafsvík, á Hellissand og Djúpalónssand. Einnig verður litið á slóðir Guðríðar Þor- bjarnardóttur. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, 27. apríl kl. 9. Skráning hafin. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10–12. Ath. skrifstofa FEB er opin kl. 10–16. Uppl. í s. 588 2111. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9 opin vinnustofa, postu- línsmálun og fótaaðgerð, kl. 13 böðun, kl. 13.30 samverustund. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–17.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá há- degi spilasalur opinn, kl. 13.30 tónhornið, kl. 15.30 kóræfing. Veit- ingar í kaffihúsi Gerðu- bergs. Laugardaginn 7. apríl kl. 15 verða tón- leikar þriggja kóra í Breiðholtskirkju, Gerðubergskórsins, M.R.60 og Þing- eyingakórsins. Stjórn- andi: Kári Friðriksson. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Söngfugl- arnir taka lagið kl. 15.15, Guðrún Guð- mundsdóttir mætir með gítarinn. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.10 og 10.10 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 keramikmálun, kl. 13.30 enska. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 9– 12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, keramik, tau- og silkimálun og jóga, kl. 11 sund í Grens- áslaug, kl. 14 dans hjá Sigvalda, kl. 15 frjáls dans, kl. 15 teiknun og málun. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, ætla að hittast á morg- un, fimmtudag 5. apríl, kl. 10 í keilu í Mjódd. Spiluð verður keila, spjallað og heitt á könn- unni. Allir velkomnir. Upplýsingar veitir Þrá- inn Hafsteinsson í síma 5454-500. Norðurbrún 1. Fótaað- gerðastofan opin kl. 9– 14, kl. 9–12.30 út- skurður, kl. 9–16.45 handavinnustofurnar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 aðstoð við böðun, mynd- listarkennsla og postu- línsmálun, kl. 13–16 myndlistarkennsla, glerskurður og postu- línsmálun, kl. 13–14 spurt og spjallað. Fimm- tud. 5. apríl kl. 10.30 verður helgistund í um- sjón sr. Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dóm- kirkjuprests. Kór félags aldraðra í Reykjavík syngur undir stjórn Sig- urbjargar Hólmgríms- dóttur. Föstudaginn 6. apríl kl. 14 verður sýnd- ur dömufatnaður frá Sissu á Hverfisgötu, kynnir Arnþrúður Karlsdóttir. Dansað undir stjórn Sigvalda. Veislukaffi. Allir vel- komnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund og fótaað- gerðir, bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Bústaðakirkja, starf aldraðra, miðvikudaga kl. 13–16.30, spilað, föndrað og bænastund. Boðið upp á kaffi. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Félagsvist í kvöld kl. 19.30. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund í safnaðarheimilinu mánudaginn 9. apríl kl. 20. Upplestur. Félagsvist. Kvennadeild Reykja- víkurdeildar Rauða kross Íslands. Aðal- fundur deildarinnar verður á morgun, fimm- tud. 5. apríl, kl. 18 í Vík- ingasal Hótels Loftleiða. Skráið ykkur í s. 568- 8188. Hvítabandsfélagar, af- mælisfundur félagsins verður haldinn í kvöld kl. 19 í Hvammi, Grand Hótel, Reykjavík. Þór Kolbeinsson og Auður Jónsdóttir, barnabörn Halldórs Laxness, lesa úr bókinni „Nærmynd af skáldi“. Djúsí-systur syngja. Í dag er miðvikudagur 4. apríl, 94. dagur ársins 2001. Ambrósíumessa. Orð dagsins: Réttið því úr máttvana höndum og magnþrota knjám. (Hebr. 12, 12.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 landræmur, 4 létu af hendi, 7 karl, 8 fim, 9 lík- amshlutum, 11 siga, 13 aular, 14 tanginn, 15 bráðum, 17 slæmt, 20 augnalok, 22 skræfa, 23 læsir, 24 illa, 25 manns- nafn. LÓÐRÉTT: 1 staga, 2 konu, 3 magurt, 4 vers, 5 látin, 6 ótti, 10 bjargbúar, 12 elska, 13 hvíldi, 15 mergð, 16 er ólatur, 18 höndin, 19 hreinar, 20 drepa, 21 haka. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gemlingur, 8 galli, 9 rígur, 10 tel, 11 syrgi, 13 aurar, 15 hafts, 18 fagur, 21 Týr, 22 skera, 23 ertan, 24 skapanorn. Lóðrétt: 2 eflir, 3 leiti, 4 nurla, 5 ungur, 6 agns, 7 grár, 12 gat, 14 uxa, 15 hása, 16 flesk, 17 staup, 18 fregn, 19 getur, 20 röng. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... VÍKVERJI fjallaði fyrirskemmstu um þau óþægindi, sem stundum fylgja því að ekki hafa öll fyrirtæki og þjónustustofnanir tileinkað sér rafræna greiðslumiðl- un nútímans. Stundum grípur Vík- verji til þess ráðs, þegar hann vantar t.d. mynt til að borga Bílastæðasjóði fyrir stæði, að vinda sér inn í verzl- un, kaupa einhvern smáhlut, borga með debetkortinu sínu og fá til baka í gamaldags hundraðköllum. Þetta gerði hann fyrir stuttu; fór inn í hljómplötuverzlun á Laugaveginum og keypti geisladisk, sem hann vissi að dóttur hans langaði í. Þegar hann bað um að fá til baka af þrjú þúsund krónum til að eiga mynt í stöðumæl- inn fékk hann þau svör að slíkt væri ekki heimilt samkvæmt reglum fyr- irtækisins. Hins vegar væri sjálfsagt að gefa honum til baka ef hann færi í hraðbankann við hlið verzlunarinnar og borgaði með pappírspeningum. Þetta fannst Víkverja skrýtið, því að hann vissi ekki að rafrænir peningar væru verri en pappírspeningar. Þvert á móti hélt hann að þeir væru eftirsóknarverðari fyrir verzlunina af því að það væri erfiðara að falsa þá, þeir tækju minna geymslupláss og væru ekki eins subbulegir og seðlarnir vilja verða eftir að hafa verið lengi í umferð. x x x HVAÐA stefnu eru nafngiftir lög-fræðifyrirtækja að taka? Hér eru nokkur dæmi úr símaskránni: Legalis, Lex, Intrum Justitia, Log- os, Taxis og Juris. Víkverji vissi að það flýtur dálítið af latínu með í laganáminu en af hverju skýtur lat- ínulærdómur lögfræðinga allt í einu upp kollinum núna í nöfnum lög- mannsstofa, sem eru tekin úr latínu eða hljóma a.m.k. þannig? Er latína að komast í tízku aftur? Er þetta kannski til merkis um vaxandi al- þjóðleg umsvif lögmanna – þykir ekki nógu fínt lengur að heita Lög- menn Séstvallagötu, Lögmannsstof- an Leynimel eða eitthvað af því tag- inu? Spyr sá, sem ekki veit. x x x MIKIÐ er ánægjulegt að sjá aðtil hatrammrar samkeppni skuli nú efnt á skrifstofuvörumark- aðnum. Víkverji fylgist kátur með verðstríði Griffils og Office 1, sem að sumu leyti minnir á átök raftækja- sala fyrir nokkrum árum, þegar ELKO og fleiri fyrirtæki lækkuðu verðið á markaði, sem hafði greini- lega verið alltof þægilegur fyrir fyr- irtækin sem áður sátu að honum. „Verðverndin“, að geta fengið vör- una endurgreidda ef í ljós kemur að hún er ódýrari annars staðar, er snjallt markaðsbragð. Það verður örugglega til þess að fólk verzlar frekar við þau fyrirtæki, sem bjóða hana, jafnvel þótt ólíklegt sé að það leggi á sig þá fyrirhöfn að skila vör- unni þótt það sjái hana einhverjum krónum ódýrari annars staðar. x x x ENGU er líkara en að vor sé í loftiþessa dagana. Reykjavík kem- ur ekki mjög vel undan vetri, finnst Víkverja. Það er merkilegt hvernig flestar umferðareyjar eru t.d. út- spólaðar, líklega eftir jeppaeigendur sem hafa ætlað að stytta sér leið í vetur en setið fastir á tryllitækjun- um sínum. Þá er alls staðar sandur og rusl á götum og gangstéttum. Víkverji veltir því fyrir sér af hverju borgarstarfsmenn byrji ekki fyrr en raun ber vitni að sópa götur og gangstéttir. Það hlýtur að vera hægt að nota peningana sem spöruðust í vetur vegna lítils snjómoksturs til að byrja að gera borgina snyrtilega. ÉG er að velta því fyrir mér hvort Umferðarráð geti beitt sér fyrir því að búa til stuttar sjónvarpsmyndir sem birtar yrðu t.d. í aug- lýsingatíma sjónvarps- stöðvanna um atriði sem betur mega fara í umferð- inni. Þá er ég m.a. að tala um hvernig gatnamótin á Bústaðarvegsbrú virka þegar beygt er niður á Kringlumýrarbraut til suð- urs (í átt að Kópavogi), einnig hvernig bílar geta vikið yfir á vinstri akrein á tvíbreiðum vegi ef bíll er að koma inn á þá hægri, o.s.frv. Því miður eru alltof margir Íslendingar svo dofnir og tregir í umferð- inni að það þarf virkilega að sýna þeim hvernig er hægt að láta hlutina ganga betur, allavega finnst mér ekki veita af því. Reynir B. Egilsson. Nudd og nýbúar ÉG mætti aldraðri frænku minni í Kópavogi nýlega og fór hún strax að segja mér frá nuddstofunni „Kín- verskt nudd og nálarstung- ur“ í Hamraborg í Kópa- vogi og hve góðan bata hún hefði fengið þar eftir nokk- ur skipti. Þar sem ég er sjálf tekin að reskjast og komin með bólgur og verki í liðamót ákvað ég að reyna og pantaði mér tíma. Og ég sé ekki eftir því. Nú eftir fá- ein skipti er ég orðin kattl- iðug eins og unglingur. Ég hvet alla, unga sem aldna, til að reyna þessa frábæru þjónustu og taka opnum örmum þeim nýju land- nemum sem auðga menn- ingu okkar og heilsufar. Kærar þakkir, Vilborg Guðjónsdóttir. Einkennisfatnað fyrir konur á Alþingi ÉG var að horfa á útsend- ingu frá Alþingi og tók eftir því að allir karlmennirnir eru í svipuðum fatnaði, en konurnar eru í allavega föt- um. Er ekki hægt að hafa konurnar í einhvers konar einkennisfatnaði, þannig að þær séu í stíl við karlana? Áhorfandi. Fyrirspurn til Skák- sambandsins og for- ystumanna þess SVAVAR Guðna Svavars- son langar að beina þeirri fyrirspurn til Skáksam- bandsins og forystumanna þess hvers vegna ekki hafi verið haldið minningar- skákmót til heiðurs Jó- hanni Þóri Jónssyni, fyrr- verandi ritstjóra tíma- ritsins Skákar. Jóhann Þórir hélt utan um flestöll stórmót á sínum tíma fyrir Skáksambandið. Þakkir MIG langar að senda þakk- ir til Sigurjóns læknis, sem var á vakt á Læknastöðinni Smáratorgi laugardaginn 10. mars sl. Hann sendi konuna mína tafarlaust á bráðamóttöku slysadeildar Borgarspítalans. Þar tóku á móti henni Svanhvít hjúkrunarfræðingur og Ingi Þór læknir og sendi ég þeim einnig mínar bestu þakkir. Þau unnu starf sitt 100%. Einnig fær allt hjúkrunarfólkið á skurð- deild 6B og Guðjón Birgis- son læknir mínar bestu þakkir fyrir alla hjálpina. Yfirmenn og samstarfsfólk í útkeyrsludeild Íslands- pósts fá þakkir fyrir hlýhug í minn garð í veikindum konunnar minnar. Hafliði Helgason. Hvar eru konurnar? KONURNAR tvær úr Fossvoginum, sem fengu blóm hjá Ástu fyrir um það bil hálfum mánuði, eru vin- samlegast beðnar að hafa samband við hana í síma 223-8237. Tapað/fundið Silfurarmband tapaðist SILFURARMBAND með stórum steini tapaðist á Laugavegi mánudags- kvöldið 26. mars sl. Uppl. í s. 565-1752. Jólapakkar í Lyfju Lágmúla FYRIR jólin var skilinn eftir plastpoki með tveimur jólagjöfum o.fl. í Lyfju í Lágmúla. Á öðrum pakkan- um stendur til Jóhönnu Ýr- ar frá Dísu og fjölsk. og á hinum stendur til Harðar Más frá Dísu og fjölsk. Uppl. gefur Ragnheiður í Lyfju Lágmúla í s. 533- 2309. Dýrahald Seltirningar – Vesturbæingar ÉG heiti Brandur og rata ekki heim til mín. Ég er níu mánaða, grannvaxinn, gul- brúnbröndóttur með fjólubláa hálsól með rauðu merki. Ef einhver hefur séð mig er hannbeðinn að hafa samb. í s. 899-1218, 551- 8190 eða 899-2827. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn til Umferðarráðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.