Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI 20 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ IP-FJARSKIPTI ehf., félag íeigu Símans, Opinna kerfaog Talentu-Hátækni sem áum 20% hlut í fjarskiptafyr- irtækinu Cascadent, hefur samið um yfirtöku á öllum fjarskiptabún- aði Cascadent auk aðstöðu fyrir- tækisins í London, að því er fram kemur í tilkynningu frá eigendum IP-fjarskipta. Cascadent, áður IP Bell, hefur á undanförnum mánuðum átt í rekstrarerfiðleikum og fór sú starf- semi sem IP-fjarskipti yfirtaka nú í greiðslustöðvun þar sem sam- staða náðist ekki um framtíð fyr- irtækisins meðal hluthafa og stjórnenda. IP-fjarskipti koma til með að reka eininguna án þátttöku annarra aðila en stefnt er að því að félagið bjóði upp á fjarskiptaþjón- ustu í London á allra næstu vikum. Félögin þrjú sem standa að IP- fjarskiptum hafa í kjölfar erfiðleika í rekstri Cascadent fært niður verðmæti hlutafjár í félaginu um 35% á sl. ári en gert er ráð fyrir að reksturinn skili hagnaði á næsta ári. Tæknibúnaðurinn bregst Tilkynningin frá Símanum, Opn- um kerfum og Talentu-Hátækni er svohljóðandi: „Í upphafi árs 2000 stofnuðu Landssími Íslands hf., Opin kerfi og FBA, félagið IP-fjarskipti og var félaginu ætlað að fjárfesta í IP- símtækni með kaupum á 20% hlut í félaginu IP Bell, sem síðar hlaut heitið Cascadent og standa að ann- arri hliðstæðri starfsemi. Breskt fjárfestingafélag, Skye Capital stóð að jöfnu að fjárfestingu í félaginu. Fjárfesting IP-fjarskipta í félaginu var samtals um 350 milljónir króna og var stefnt að umfangsmikilli uppbyggingu á IP-neti, með afar öflugum skiptistöðvum í London, New York og Los Angeles og minni stöðum víða um heim, m.a. í Tókýó og Reykjavík. Starfsemi IP Bell fór vel af stað og var sýnilegt að mikill áhugi væri á þessari nýju þjónustu sem byggðist á IP-staðlinum og miðaði að því að flytja tal og gögn sam- tímis yfir samskiptanet. Samið var um tengingar og viðskiptalega uppbyggingu í nokkrum löndum og hafði m.a. verið komið á sambandi milli Íslands og London. Félagið rataði hins vegar í tæknilega örð- ugleika sem að mestu voru raktir til þess að búnaður frá bandaríska fyrirtækinu Science Dynamic Corporation stóð ekki undir vænt- ingum. Trú á framkvæmdastjórnina dvínar Í desember sl. var ljóst að félag- ið væri að rata í verulega örð- ugleika vegna þessa og sökum þess að trú helstu samstarfsaðila á frammistöðu framkvæmdastjórnar félagsins fór hratt dvínandi. Ekki náðist samstaða um að skipta út búnaði eða gera aðrar nauðsyn- legar ráðstafanir í uppbyggingu netsins, sem ekki hafði mætt þeim kröfum sem fjarskiptafyrirtæki gerða til öryggis og gæða. Við þessar aðstæður voru hvorki IP- fjarskipti né Skye Capital reiðubú- in að fjármagna félagið frekar án gagngerra breytinga á áherslum, eignahlutdeild og helstu stjórnend- um en um það náðist ekki sam- staða. Fór svo í byrjun janúar að hið enska dótturfélag Cascadent, Cascadent Ldt., var sett í greiðslu- stöðvun en samtímis var leitað leiða til að halda starfseminni áfram undir öðrum formerkjum. IP-fjarskipti ásamt Skye Capital gerðu um það áætlun að taka yfir starfsemi félagsins og nýta þekk- ingu nokkurra lykilstarfsmanna. Var leitað eftir samkomulagi um kaup á búnaði félagins og aðstöðu með það að markmiði að einfalda starfsemina, nýta annan búnað en frá Science Dynamics og þrengja markaðssvæði félagsins frá því sem áður var stefnt að. Þessar við- ræður hafa gengið mun hægar en vænst var og auk heldur hafa að- stæður á fjármálamörkuðum, þá ekki síst í fjarskiptaþjónustunni, breyst til hins verra. Við þær að- stæður hafa aðstandendur IP-fjar- skipta ákveðið að endurskoða áætl- anir félagsins enn frekar, þrengja enn áherslusvið starfseminnar og byggja í meira mæli á tækniþekk- ingu og vinnu frá aðstandendum félagsins. Gengið til samninga við skiptaráðanda Hefur nú verið gengið til samn- inga við skiptaráðanda um yfirtöku á öllum fjarskiptabúnaði félagsins og aðstöðu í London og mun IP- fjarskipti ehf. reka þá starfsemi, fyrst um sinn án þátttöku annarra aðila, en ekki koma að öðrum þátt- um í neti Cascadent. Er ætlunin að hefja fjarskiptaþjónustu í London á allra næstu vikum. Verður þá unnt að afgreiða IP-umferð, m.a. frá Íslandi og veita þjónustu á nokkrum fleiri sviðum. Þrír lyk- ilstarfsmenn Cascadent munu starfa með IP-fjarskiptum að frek- ar þróun þessarar þjónustu og verður þannig látið á það reyna að auka þjónustuna á næstu mánuð- um og nýta þau viðskiptasambönd sem stofnað var til í rekstri Cascadent í Englandi. Sú viðskiptahugmynd sem starf- semi Cascadent byggðist á er að mati aðstandenda IP-fjarskipta enn mjög álitleg og áhugavert að þróa þessa starfsemi áfram með skarpari fókus og minni tilkostn- aði. Félögin sem standa að IP-fjar- skiptum færðu niður verðmæti hlutafjár um 35% á sl. ári. Þess er vænst að rekstur þess geti orðið í jafnvægi á árinu og skilað hagnaði þegar á næsta ári. Framkvæmda- stjóri IP-fjarskipta er Hermann Ársælsson, forstöðumaður lausna- sviðs Landssíma Íslands.“ IP-fjarskipti ehf. hefja fjarskiptaþjónustu og opna starfsstöð í London Yfirtaka bún- að og aðstöðu Cascadent Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa. Fyrirtækið stendur að IP-fjarskiptum ásamt Landssíma Íslands og Talentu-Hátækni. Eigendurnir færðu niður verðmæti hlutafjár í fyrirtækinu um 35% á sl. ári. OLIVER Adler, yfirmaður fjár- festingarstefnu Union Bank of Switzerland, sagði á morgun- fundi Verslunarráðs að útlit væri fyrir mun hægari hagvöxt á heimsvísu á þessu ári eða í kringum 2,5% og þetta yrði auð- vitað nokkuð fall þar sem hag- vöxturinn í fyrra hefði verið 4,5%. Að mati Olivers hefur átt sér stað að mörgu leyti eðlileg leiðrétting á verði hlutabréfa og hann sagðist telja að verðið væri nú það sem kalla mætti eðlilegt þótt hann treysti sér ekki til þess að ganga lengra en að segja að það sé 15% yfir eða undir „eðlilegu“ verði. Þeir sem ynnu í fjármála- og fjárfestingargeiran- um yrðu auðvitað að gera sér góða grein fyrir því að mjög erf- itt sé að spá um gang mála langt fram í tímann þó menn freist- uðust auðvitað til þess að spá fyrir almennar horfur. Ofmat á framleiðni- aukningu „Við hjá Union Bank of Switz- erland bjuggumst við lækkunum á markaðinum í fyrra enda töld- um við að hlutabréf í ákveðnum geirum væru ofmetin en ég verð þó að segja að fallið var hraðara, meira og almennara en við höfðum gert ráð fyrir. Á næstu misserum held ég að við hljótum að sjá að verð á hlutabréfum verði meira í takt við raunveru- lega aukningu í verðmætasköp- un.“ Adler sagði að væntingar manna um framleiðniaukningu í sambandi við Netið, fjarskipti og nýja tækni hafi verið of miklar á sínum tíma og benti á gögn frá Bandaríkjunum því til staðfest- ingar. Við sundurliðun þeirra komi í ljós að mikil framleiðniaukning átti sér að stórum hluta rætur í aukinni framleiðninni í fram- leiðslu á tölvum en að sú fram- leiðniauking hafi alls ekki að sama skapi skilað sér til ann- arrar framleiðslu. „Okkur er það nú ljóst að of miklum fjármunum var varið til tölvu-, hugbúnaðar og fjarskiptafyrirtækja og mark- aðurinn hefur verið að leiðrétta þetta með því að færa verðið nið- ur. En þótt framleiðnivæntingar hafi verið allt of miklar tel ég þó að það sé ljóst að Netið og fram- farir í tækni séu smám saman að skila sér inn í framleiðslu hefð- bundinna fyrirtækja og þetta birtist meðal annars í stöðugum vexti og fjárfestingum í fyrir- tækjum sem falla undir það sem menn kalla gamla hagkerfið. Það má segja að stöðnun sé í Banda- ríkjunum núna en aðstæður í Evrópu eru betri, meðal annars vegna lágs gengis evrunnar, en ég tel þó að þróunin þar hljóti að ráðast að verulegum hluta af því sem gerist í Bandaríkjunum.“ Gerir ekki ráð fyrir styrkingu evrunnar í bráð Spurður um sterka stöðu Bandaríkjadals sagðist Adler gjarna svara því svo til að vanda- málið væri ekki sterkur dalur heldur veik evra. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir að evran myndi styrkjast gagnvart daln- um til skamms tíma litið. Fjár- festingar Bandaríkjamanna í vaxtafyrirtækjum í Evrópu hafi verið verulegar á sínum tíma en flæði dalsins frá Bandaríkjunum til Evrópu hafi minnkað og því sé ekki ástæða til þess að ætla að evran styrkist mikið gagnvart dalnum í bili. Aðspurður um hættu á að upp kæmi verðbólguvandi sagðist Adler ekki telja að forsendur væru fyrir vaxandi verðbólgu og kæmu þar til margar ástæður. Sögulega séð ætti verðbólgan sér oftast rætur í átökum, hvort heldur þjóða í millum eða innan þjóða, stundum vegna átaka um skiptingu þóðarframleiðslunnar. Engin slík undirliggjandi átök væru fyrir hendi nú í helstu hag- kerfum heimsins nú. Hlutabréfaverð er að ná jafnvægi Yfirmaður fjárfestingarstefnu Union Bank of Switzerland Ericsson hefur ekki gert eins marga samninga um uppbyggingu þriðju kynslóðar farsímakerfisins og Nokia hefur gert víða um heim undanfarna daga og vikur, að því er m.a. kemur fram í Dagens Nær- ingsliv. Forsvarsmenn Nokia hafa þegar lýst því yfir að markmið fyrirtæk- isins sé að fá 35% hlutdeild á mark- aði fyrir 3G-tækjabúnað. Nokia hefur m.a. gert samning við Orange, sem er í eigu France Telecom, um tæknilega uppbygg- ingu 3G-kerfisins í Frakklandi og Englandi. Samningurinn er virði sem samsvarar um 120 milljarða króna. Jafnframt fékk Nokia samn- ing við Mobilcom sem er í eigu Or- ange um að leggja til búnað í kerfið í Þýskalandi ásamt Ericsson. Upp- haflega átti Ericsson að sjá um allt Mobilcom-kerfið en forsvarsmenn Mobilcom skiptu um skoðun um áramótin og hafa nú gert samninga við Nokia og fleiri aðila einnig. Nokia hefur einnig verið orðað við samning við Cable&Wireless um 3G-net í Ástralíu. Þar að auki fór Nokia með sigur af hólmi í sam- keppninni við Ericsson um hvort fyrirtækið hreppti samning um uppbyggingu 3G-kerfis í Bretlandi við Hutchison. Sá samningur er tal- inn um 45 milljarða íslenskra króna virði. Nokia með fleiri samninga en Ericsson Ósló. Morgunblaðið. Á STJÓRNARFUNDI Norræna fjárfestingarbankans, NIB, í gær var samþykkt nýtt lán til íslenskra aðila að fjárhæð 40 milljónir evra, eða sem nemur 3,2 milljörðum ís- lenskra króna. Samþykkt eða út- borguð lán NIB til íslenskra aðila frá stofnun bankans eru nú orðin einn milljarður evra, tæplega 81 milljarður íslenskra króna, saman- lagt. Í fréttatilkynningu kemur fram að fyrsta lán sem NIB veitti eftir að bankinn var stofnaður var til Ís- lenska járnblendifélagsins. Lán NIB til Íslands nema um 8% af heildar- lánum bankans á Norðurlöndum. NIB er stærsti einstaki erlendi lán- veitandinn á Íslandi. Lántakar NIB á Íslandi eru alls 42. Stærstu lántak- ar eru ríkissjóður, Landsvirkjun, Reykjavíkurborg, Byggðastofnun, Íslandsbanki-FBA, Landsbanki Ís- lands, Búnaðarbanki Íslands, Lána- sjóður sveitarfélaga, Rafmagnsveit- ur ríkisins og Flugleiðir. Norræni fjárfestingarbankinn 1 milljarður evra lánaður til Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.