Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ GAZPROM, fyrirtækið sem einokar gasmarkaðinn í Rússlandi og er enn að mestu í ríkiseigu, rak í gær yf- irmenn NTV, einu óháðu sjónvarps- stöðvarinnar hvers útsendingar nást um allt Rússland. Starfsmenn stöðvarinnar sögðust hins vegar ekki myndu taka mark á brott- rekstrarákvörðuninni sem tekin var á hluthafafundi sem yfirmenn Gazprom boðuðu til í krafti þess að þeir réðu í raun yfir meirihluta hluthafaatkvæða. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum Gazprom í Moskvu í gær, þrátt fyrir að daginn áður hafi svo virzt sem sett hefði verið lögbann á hann. Talsmenn Gazprom gáfu út fréttatilkynningu eftir fundinn, þar sem því var lýst yfir að skipt hefði verið um stjórn NTV. Nýr stjórnarformaður yrði Alfred Kokh sem fyrir er yfirmaður Gazprom-Media, fjölmiðlaarms fyr- irtækjasamsteypu Gazprom. Við stöðu forstjóra NTV tæki banda- ríski bankamaðurinn Boris Jordan og Vladimír Kúlistíkov, yfirmaður ríkisreknu fréttastofunnar RIA, yrði yfirfréttastjóri. Í fréttaútsendingu NTV í gær var sagt að óeirðalögreglubílum hefði verið lagt upp við Ostankino- háhýsið í miðborg Moskvu, þar sem NTV er til húsa ásamt fleiri sjón- varpsstöðvum. Engar skýringar voru fáanlegar á því hvert erindi þeirra þar væri. Þessir atburðir marka hápunkt í togstreitunni um yfirráð yfir NTV, sem staðið hafa í rúmt ár, en stöðin er langáhrifamestur þeirra fjölmiðla í Rússlandi sem ekki lúta beinni eða óbeinni stýringu af hálfu valdhafa í Kreml. Málið er almennt álitið próf- steinn á umburðarlyndi Vladimírs Pútíns forseta gagnvart opinni gagnrýni á stjórnarhætti sína. Pút- ín lét einskis getið um fjölmiðla- frelsi í árlegri stefnuræðu sinni sem hann flutti í rússneska þinginu í gær. Meðal manna sem var bolað úr stjórn NTV voru Vladimír Gúsinskí, stofnandi stöðvarinnar, og forstjór- inn Jevgení Kíseljov en hann er þekktasti stjórnmálarýnir NTV og stýrir virtum vikulegum stjórn- málaskýringaþætti. Lýsa Pútín ábyrgan Fréttamenn á NTV lásu upp yf- irlýsingu í útsendingu í gær, þar sem þeir kenndu Pútín forseta um að standa á bak við herferð sem hefði það að markmiði að þagga niður í þeim. Hétu þeir því að standa við bakið á Kíseljov. „Hlut- hafafundurinn, sem Gazprom-Media boðaði til í dag, er ólöglegur. Við skiljum málið þannig, að takmarkið með fundinum, sem og með öðrum þrýstiaðgerðum af hálfu stjórnvalda gegn NTV, sé að koma okkur alfar- ið undir pólitíska stjórn [Kreml],“ segir í yfirlýsingunni. „Við erum ekki í nokkrum vafa um, að Vladim- ír Pútín, sem fyrr, viti fullkomlega hvað er á seyði og er þar með ábyrgur fyrir afleiðingunum.“ Kíseljov kom bálreiður fram fyrir fjölmiðla fyrir utan höfuðstöðvar Gazprom eftir hinn umdeilda hlut- hafafund og sagðist ekkert mark myndu taka á niðurstöðum fund- arins. Sagði hann stjórnvöld hafa knúið dómstóla til að lýsa á síðustu stundu tvo lögbannsdóma ógilda sem settir höfðu verið á hluthafa- fundinn. Gazprom komst yfir stóran eign- arhlut í NTV eftir að hafa gengið í ábyrgð fyrir hundruð milljóna doll- ara skuldum stöðvarstofnandans Gúsinskís en hann er á Spáni og berst gegn kröfu um að vera fram- seldur til Rússlands til að svara til saka fyrir meint svik. Segir Gús- inskí málaferlin gegn sér ekkert nema lið í herferð Kremlarvaldsins til að skrúfa fyrir fjölmiðlana sem fyrirtæki hans, Media-Most, rekur. Gazprom rekur yfirmenn NTV Reuters Mikhaíl Osokin, fréttaþulur NTV, les yfirlýsingu frá starfsmönnum stöðvarinnar í gær. Í horninu niðri til vinstri á skjánum er orðið „mót- mæli“ skrifað yfir merki sjónvarpsstöðvarinnar. Mosvku. Reuters. HÆGT væri að fækka ótímabær- um dauðsföllum af völdum krabbameins í ristli um allt að 400 á ári í Svíþjóð ef tekin yrði upp reglubundin skoðun á öllum sem náð hafa sextugsaldri, að sögn Dagens Nyheter. Um 5.000 Svíar greinast með krabbamein af þessu tagi árlega. Krabbamein í ristli og skeifu- görn er álíka algengt og krabba- mein í blöðruhálskirtli og brjóst- um. Oft eru fyrstu ummerkin lítill sepi innan í ristlinum eða görninni en sé æxlið ekki búið að brjóta sér leið í gegnum þarma- vegginn er nær alltaf hægt að bjarga lífi sjúklingsins. Um allar þessar gerðir krabbameins á það við að sé sjúkdómurinn uppgötv- aður fljótt aukast lífslíkurnar en einkum skiptir það máli varðandi krabbamein í ristli. Á fundi sérfræðinga hjá sænska krabbameinsfélaginu á mánudag kom fram að stjórnvöld ættu að hefja undirbúning að því að allir Svíar sem náð hafa 60 ára aldri færu í skoðun. Ristilkrabbamein er sjaldgæft hjá fólki undir sextugu en vegna þess hve fólk lifir miklu lengur að jafnaði en áður er búist við að tíðnin hækki mjög á næstu árum. Ristilkrabbamein Karlar reglulega í skoðun? VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, sagði í gær, að tekist hefði að koma í veg fyrir pólitíska upp- lausn í landinu en meginverkefnið nú væri að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Kom þetta fram í ár- legu ávarpi Rússlandsforseta til þjóðarinnar en hann sagði einnig, að þótt meginmarkmiðunum hefði verið náð, væri ekki búið að ná fullum tökum á ástandinu í Tsjetsjníu. „Tekist hefur að koma í veg fyr- ir þá pólitísku upplausn, sem ég gerði að umtalsefni fyrir ári,“ sagði Pútín í rúmlega klukku- stundarlöngu ávarpi þar sem hann hvatti meðal annars til aukins samstarfs með Evrópuríkjunum og gagnrýndi Atlantshafsbandalagið, NATO. Hann nefndi hins vegar ekki ýmis mikilvæg atriði eins og samskiptin við Bandaríkin, um- bætur í hernum og frelsi fjölmiðla. Pútín varði miklum hluta ávarpsins til að fjalla um umbætur í efnahags- og félagsmálum og á því lagalega umhverfi, sem nú rík- ir í Rússlandi. Sagði, að ýmislegt benti til, að efnahagslífið væri að hægja á sér enda mjög háð þeim sveiflum, sem yrðu á heimsmark- aði, ekki síst hvað varðaði hráefni. „Berið saman þessar stærðir“ Ræðu Pútíns var almennt vel tekið í fjármálalífinu og gengi rússneskra ríkisskuldabréfa hækk- aði nokkuð. Hann lofaði líka að beita sér fyrir umbótum í skatta- málum og draga úr hömlum á við- skiptum með erlendan gjaldeyri í því skyni að örva efnahagslífið. Benti hann á, að allt fjármagn á rússneska hlutafjármarkaðnum væri aðeins fimmtungur af verð- gildi stærstu fyrirtækjanna í ná- grannaríkinu, hinu litla Finnlandi. „Berið saman þessar stærðir,“ sagði hann háðslega. Hagvöxtur í Rússlandi var 7,7% á síðasta ári en Alexei Kúdrín fjár- málaráðherra sagði í gær, að óvíst væri, að hagvöxturinn næði 4% eins og spáð hefði verið á þessu ári. Þá taldi hann, að verðbólgan yrði aðeins meiri en þau 12 til 14%, sem að væri stefnt. Pútín sagði, að verið væri að fækka í rússneska hernum í Tsje- tsjníu þar sem búið væri að ná meginmarkmiðunum þar. Það þýddi ekki, að búið væri að ná full- um tökum á ástandinu. Vladímír Pútín í árlegu ávarpi Rússlandsforseta til þjóðarinnar Stöðugleiki í stjórnmálum en efnahagsmálin erfið Pútín í ræðustól í gær. Moskvu. AFP, Reuters. AP GRÍSKA ríkisflugfélagið Olympic hefur fækkað ferðum sínum vegna vandamála sem upp hafa komið á nýja alþjóðaflugvellinum í Aþenu, sem tekinn var í notkun í síðustu viku, að því er fram kemur á frétta- vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Gömlu flugvellirnir tveir, suður af borginni, eru nú lokaðir og allt flug fer um nýja Venizelos-flugvöllinn, sem kostaði sem svarar 180 millj- örðum króna að byggja. Hann er um 30 km austur af borginni. En miklar tafir hafa orðið og fjölda ferða aflýst. Olympic greindi frá því á mánudag að einni áætl- unarferð daglega til Rómar væri af- lýst og átta innanlandsferðum til 19. apríl. Fregnir hafa borist af hávær- um deilum á nýja vellinum, þar sem mörg þúsund farþegar hafa mátt bíða klukkustundum saman eftir ferðum sem síðan hefur á endanum verið aflýst. Flest vandkvæðin komu upp hjá Olympic, sem varð að aflýsa 30 ferð- um einn daginn þegar verst lét. Ennfremur voru farþegar sendir fram og til baka frá einu rangt tilgreindu brottfararhliði til annars og milli farangursbelta. Svo fór, að reiðir farþegar veittust að inn- ritunarfólki Olympic og létu hendur skipta, að því er grískir fréttamenn, sem urðu vitni að átökunum, greindu frá. Christos Verelis, samgönguráð- herra Grikklands, sagði að vand- kvæðin mætti rekja til þess, að tölvukerfi Olympic væri ekki sam- hæft kerfinu á nýja flugvellinum, en þetta vandamál yrði leyst án tafar. En önnur flugfélög hafa einnig orð- ið fyrir barðinu á ringulreiðinni og hætt er við að ástandið verði Grikkjum alvarlega til skammar á alþjóðavettvangi. Stjórnendur flugvallarins, sem er nefndur eftir einum frægasta stjórnmálamanni Grikkja á 20. öld, segja að starfsfólk vallarins hafi unnið 16 tíma á dag undanfarið, og ástandið sé að batna. En jafnvel þótt vélar fari að taka á loft á réttum tíma er vegurinn sem liggur frá Aþenu til flugvallarins ekki tilbúinn enn og ekki er áætlað að framkvæmdum við hann ljúki fyrr en rétt áður en Ólympíuleik- arnir hefjast í Grikklandi 2004. Fyrsta brottför farþegaflugvélar frá vellinum átti að vera brottför vélar Olympic, en fregnir herma að sú vél hafi tafist og þess vegna hafi það fallið í skaut vélar frá hollenska félaginu KLM að verða fyrsta far- þegavélin sem fór í loftið frá nýja vellinum. AP Gestir á nýjum alþjóðaflugvelli í Aþenu fylgjast með er fyrsta flugvélin sem lenti á vellinum er tengd við flugstöðvarranann. Ringulreið á nýjum Aþenuflugvelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.