Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.04.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ  DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra hefur hafnað beiðni formanna stjórnarandstöðuflokkanna þriggja um að fá aðgang að minnisblaði til starfsnefndar ríkisstjórnarinnar í öryrkjamálinu. Fram kemur í svari forsætisráð- herra að minnisblaðið var undirbúið fyrir ríkisstjórnina og sérstaklega tekið saman fyrir fund hennar um málið. Alþingi hafi bæði með stjórn- sýslulögum og upplýsingalögum tal- ið ástæðu til að verja gögn sem sér- staklega eru tekin saman fyrir slíka fundi aðgangi annarra. Auk þess hafi forsætisráðuneytið þegar synj- að beiðni sem borin var fram á grundvelli upplýsingalaga um að- gang að umræddu minnisblaði á grundvelli heimildar til að und- anþiggja aðgangi gögn sem tekin hafa verið saman fyrir fund rík- isstjórnarinnar. Sú ákvörðun hafi verið kærð til sjálfstæðrar og óháðr- ar úrskurðarnefndar um upplýs- ingamál og hún staðfest hana.  STJÓRNARANDSTAÐAN hefur gagnrýnt þetta svar forsætisráð- herra harðlega og sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, m.a. að synjun svars á efnislegri og skýrri fyrir- spurn frá þingmönnum um tiltekið opinbert málefni væri mjög alvar- legur atburður. Réttur þingmanna til að krefjast upplýsinga sé, eða hið minnsta eigi, að vera mjög sterkur og skylda ráðherra til að svara fyr- irspurn, sem hefur á annað borð verið leyfð á Alþingi, sé ótvíræð. „Láti menn sér detta í hug eitt andartak að slíkri beiðni væri hafn- að í þjóðþingunum í kringum okkur þar sem alsiða er að þingnefndir hlutist til um rannsókn mála og hafa algjörlega ótakmarkaðan rétt til þess að draga fram allar þær upp- lýsingar sem þær vilja. Séu þær svo hernaðarlega mikilvægar að þær gætu skaðað hagsmuni ríkisins út á við geta ráðherrar gert aðvart um og óskað eftir því að farið verði leynt með upplýsingarnar. En þing- menn eiga eftir sem áður rétt á því að fá þær í sínar hendur,“ sagði Steingrímur m.a.  DRÍFA Hjartardóttir, Sjálfstæð- isflokki, hefur í félagi við þrettán samflokksmenn sína og einn þing- mann Framsóknarflokksins, lagt fram frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um tekjuskatt og eign- arskatt að heimilaður verði frá- dráttur á mótteknum arði frá veiðifélögum. Fram kemur í greinargerð að í framkvæmd hafi verið mismunur á skattlagningu eftir því hvort jarð- areigandi telst stunda atvinnurekst- ur á þeirri jörð er veiðihlunnindi fylgja. Einstaklingar í rekstri hafi þannig greitt tekjuskatt af slíkum tekjum, en aðrir jarðareigendur, sem talist hafa utan rekstrar, hafi greitt 10% fjármagnstekjuskatt. Með frumvarpinu sé leitast við að jafnan þennan mismun.  GUÐMUNDUR Hallvarðsson, Sjálfstæðisflokki, er fyrsti flutnings- maður tillögu til þingsályktunar um nýja námsbraut við Sjómannaskóla Íslands. Í tillögunni felst að mögu- leikar verði kannaðir á að stofna til viðbótarnáms (námskeiðs) sem lýtur að störfum skipstjórnarmanna á skemmtiferðaskipum. Námið verði með alþjóðlegu sniði, kennsla fari fram á ensku en tímalengd og um- fang námsins ráðist af þeim kröfum sem gerðar eru í dag til öryggis og rekstrar skemmtiferðaskipa.  BREYTING verður gerð á kirkjuskipan ríkisins samkvæmt frumvarpi til laga frá þeim Guðjóni A. Kristjánssyni, Árna Steinari Jó- hannssyni og Sverri Hermannssyni, samþykkt á Alþingi. Frumvarp þeirra felur í sér að öllum trú- félögum skuli gert jafnhátt undir höfði og í samræmi við það skuli stefnt að aðskilnaði ríkis og hinnar evangelísku lútersku kirkju. Í greinargerð með frumvarpinu er fullyrt að tengsl þjóðkirkjunnar við fólkið í landinu hafi slævst. Til marks um það hafi verið kristnihá- tíð á Þingvöllum síðastliðið sumar sem almenningur hafi sýnt mikið tómlæti. 105. fundur hefst í Alþingi í dag, miðvikudag, 4. apríl kl. 13:30. Á dagskrá fundarins er at- kvæðagreiðsla um alls tuttugu og tvö mál. 106. fundur hefst strax á eftir atkvæðagreiðslunni, en þá verða á dagskrá fyrir- spurnir til ráðherra. STEINGRÍMUR J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson, Vinstri hreyf- ingunni – grænu framboði, hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á starfsemi og stöðu Þjóðhagsstofnunar. Í nefndinni skulu sitja fulltrúar allra þingflokka, einn fulltrúi til- nefndur af starfsmönnum Þjóðhags- stofnunar og einn fulltrúi forsæt- isráðuneytis og skal hann jafnframt vera formaður. Verkefni nefndar- innar verði, auk almennrar úttekt- ar, að skoða verkaskiptingu milli Þjóðhagsstofnunar og annarra aðila sem vinna að einhverju leyti að svipuðum verkefnum og meta kosti þess að Þjóðhagsstofnun verði færð undir Alþingi. Nefndin skili niður- stöðum sínum í skýrslu til Alþingis og kostnaður við störf hennar greið- ist úr ríkissjóði. Í greinargerð með tillögunni seg- ir að sú hugsun sé ekki ný af nálinni að hin opinbera stofnun, sem hafi það meginhlutverk að annast mat á þjóðhagshorfum, safna, vinna með og birta upplýsingar um ýmis þjóð- hagsmál efni sem liggja utan ramma hinnar sígildu skráningar hagskýrslna, þurfi að geta starfað óháð framkvæmdavaldinu, hags- munaaðilum, fyrirtækjum og öðrum stofnunum á sama sviði. Þannig hafi Kristinn H. Gunnarsson og fleiri lagt fram frumvarp fyrir fjórum ár- um um að flytja Þjóðhagsstofnun til Alþingis og oft og iðulega hafi verið rætt um að efla óháða starfsemi á vegum Alþingis á þessu sviði. Gæti orðið Alþingi til styrktar „Breyting á stjórnsýslulegri stöðu Þjóðhagsstofnunar af því tagi sem gert er ráð fyrir samkvæmt til- lögunni að verði skoðuð mundi styrkja stofnunina sem óháða fag- stofnun, sjálfstæða gagnvart fram- kvæmdavaldinu. Mikilvægt er að stofnun, sem hefur það með hönd- um að meta stöðu og horfur í þjóð- arbúskapnum, hafi svigrúm til að miðla hlutlægum upplýsingum í hví- vetna og njóti sem slík almenns trausts í þjóðfélaginu. Ljóst er að slík stofnun gæti jafnframt orðið Alþingi til styrktar við að rækja eft- irlitshlutverk sitt og komið að gagni við gerð fjárlaga,“ segir þar enn- fremur. Þá kemur einnig fram að eitt meginhlutverk Þjóðhagsstofnunar sé að fylgjast með framvindu efna- hagsmála, meta árangurinn af efna- hagsstjórn ríkisstjórnar á hverjum tíma og líklegar afleiðingar ráðstaf- ana í efnahagsmálum. Því geti tæp- ast talist heppilegt að stofnunin heyri beint undir forsætisráðuneyt- ið sem fer með yfirstjórn efnahags- mála og hefur þar á ofan nýlega tekið við forsvari fyrir Seðlabank- ann. „Í tilefni af breytingum sem lík- lega eru í aðsigi, m.a. á stöðu Seðla- bankans, á gjaldeyris- og peninga- markaði og fleiri sviðum, er eðlilegt að farið sé yfir stöðu og hlutverk stofnana og embætta sem hlutverki gegna á þessu sviði. Tillagan hefur sem grundvallarforsendu að allar breytingar sem gerðar kunna að verða á starfsemi og stöðu stofnana á þessu sviði séu yfirvegaðar og vandlega undirbúnar, í góðu sam- starfi við starfsmenn og samtök þeirra,“ segir ennfremur í grein- argerð með tillögunni. Lögð til endurskoðun á starfsemi og stöðu Þjóðhagsstofnunar Kannaðir verði kostir þess að færa stofnunina undir Alþingi ÞEGAR þingfundi var slitið laust fyrir kl. 20 á Alþingi í gærkvöld var lokið tveggja daga stífri lotu þar sem nálega 50 þingmál, flest sk. „þingmannamál“ komu til umræðu og voru síðan afgreidd til nefnda. Til að ná svo miklum afköstum, komust formenn allra þingflokka að samkomulagi um forgangsröðun og styttan ræðutíma. Þetta er ný- breytni í starfi löggjafarsamkund- unnar, en á undanförnum árum hafa mörg mál þingmanna, frum- vörp eða tillögur, ekki komist einu sinni til fyrstu umræðu og þar með aldrei hlotið meðferð þingnefndar. Mörður Árnason, sem nú situr á þingi fyrir Samfylkinguna í Reykjavík í fjarveru Jóhönnu Sig- urðardóttur, var einn þeirra sem fylgdist með hinni hröðu af- greiðslu, en í baksýn eru Ögmund- ur Jónasson og Sigríður Anna Þórðardóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tveggja daga lota MÁNAÐARGRUNNLAUN lög- reglumanna, sem hafa lokið prófi frá Lögregluskólanum, eru 108.364 kr. eftir eins til fimm ára starf. Í Dan- mörku eru mánaðargrunnlaun lög- reglumanna sem lokið hafa prófi frá lögregluskóla 196.712 krónur eftir eitt ár og 216.536 eftir fimm ár, en 122.304 hérlendis eftir fimm til tíu ár. Þetta kemur fram í svari dóms- málaráðherra við fyrirspurn Mar- grétar Frímannsdóttur alþingis- manns en Margrét lagði fram fyrirspurn á Alþingi um hver væru mánaðargrunnlaun almennra lög- reglumanna sem lokið hafa lögreglu- námi hér á landi og til samanburðar hver væru mánaðargrunnlaun lög- reglumanna með lögreglumenntun í Danmörku. Í svarinu kemur einnig fram að meðalmánaðartekjur karlkyns lög- reglumanna eftir Lögregluskóla eru 221.643 krónur. Meðallaun kvenkyns lögreglumanna eftir Lögregluskóla eru 207.748 krónur. Meðalmánaðar- tekjur karlkyns lögreglumanna í flokksstjórastöðu eftir 15 ár í lög- reglustarfi eru 265.142 krónur en kvenna 241.830 krónur. Í svarinu er tekið fram að örðugt sé að bera saman launakerfi ís- lenskra og danskra lögregluþjóna þar sem þau séu ólík að uppbygg- ingu. Íslenska kerfið byggist á grunnlaunum sem síðan bætast við margvíslegar álögur. Launatekjur séu því í mörgum tilvikum í ósam- ræmi við þá heildarmynd sem grunnlaun lögreglumanna gefi. Laun lög- reglumanna Grunnlaun eru mun hærri í Danmörku VERJA á sex milljörðum til verk- efna í landgræðslu árin 2002 til 2013 samkvæmt tillögu til þingsályktunar sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Áætlað er að verja 1.852 milljónum í landgræðsluátakið árin 2002 til 2005, rúmum tveimur milljörðum árin 2006 til 2009 og rúmlega 2,1 milljarði á síðasta fjögurra ára tímabilinu. Þá er gert ráð fyrir að áætlunin verði endurskoðuð fyrir lok ársins 2003. Í athugasemdum við þingsálykt- unartillöguna kemur fram að þrátt fyrir árangursríkt starf Land- græðslunnar í áratugi eigi sér enn stað mikið jarðvegsrof. Ástand jarð- vegs og gróðurs sé víða í ósamræmi við möguleg gróðurskilyrði. Þá segir að áætlunin feli í sér aukna land- græðslu sem muni veita atvinnu og bæta landkosti víða um landið. Ár- angur byggist á samstarfi fjöl- margra aðila. Í landgræðsluáætlun- inni eru markaðar áherslur í stöðvun jarðvegseyðingar, uppgræðslu, eft- irliti með ástandi gróðurs og jarð- vegs, stjórn landnýtingar, fræðslu, ráðgjöf, rannsóknum og upplýsinga- miðlun. Sett er fram áætlun um helstu verkefni og aðgerðir árin 2002 til 2005. Meðal þeirra er að efla héraðs- setur Landgræðslunnar og koma á fót slíku setri á Austurlandi, að koma á vöktunarkerfi fyrir ástand og nýtingu beitilanda bæði á heima- löndum og afréttum, veita bændum og samtökum búfjáreigenda ráðgjöf og aðstoð við beitarskipulag, að byggja upp samræmdan gagna- grunn um vistkerfi, gera áætlanir um úrbætur og forvarnir, að rann- saka eiginleika, ræktunaraðferðir og notkunarmöguleika tegunda til land- græðslu, þróa uppgræðslutækni og koma á framfæri fræðsluefni um landgræðslustarfið og verndun vist- kerfa. Sex milljarða verkefni í 12 ár Tillaga um landgræðsluáætlun FJÓRAR þingkonur úr jafn- mörgum stjórnmálaflokkum, þær Katrín Fjeldsted, Sjálf- stæðisflokki, Jónína Bjartmarz, Framsóknarflokki, Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylking- unni, og Þuríður Backman, Vinstri grænum, hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsálykt- unar um aukið samstarf fag- stétta í heilsugæsluþjónustu. Heilsugæslan ein af grunnstoðunum Í tillögunni felst að heilbrigð- isráðherra verði falið að kanna gildi þess fyrir framgang heil- brigðisáætlunar og jafnframt hagkvæmni þess að koma á auknu samstarfi heilsugæslu við aðrar fagstéttir svo sem gert er ráð fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu og reglu- gerð fyrir heilsugæslustöðvar. Í greinargerð með tillögunni segir að mikilvægi heilsugæsl- unnar sem einnar af grunnstoð- um heilbrigðisþjónustunnar í landinu sé óumdeilt. Talið hafi verið að 80–85% af landsmönn- um ættu að geta fengið þjón- ustuþörf sinni fullnægt innan heilsugæslunnar. Jafnframt því sem áhersla sé lögð á að fjölga heimilislæknum þurfi að huga að aðkomu skjólstæðinga að stoðþjónustu og ráðgjöf ann- arra fagstétta og hafi löggjaf- inn gert ráð fyrir að á heilsu- gæslustöð eða í tengslum við hana skuli veitt þjónusta af ýmsu tagi. „Tillögunni er ætlað að stuðla að auknu og bættu þjónustustigi innan heilsugæsl- unnar þannig að hún sé betur fær um að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til hennar. Auk- ið samstarf við aðrar fagstéttir ætti jafnframt að létta nokkuð álagi af heimilislæknum og um leið auka afköst heilsugæslunn- ar í heild sinni. Þannig gæti heilsugæslan m.a. samið við félagsráðgjafa, fjölskylduráð- gjafa, sálfræðinga o.fl. um sam- starf til stuðnings þeim skjól- stæðingum sem heimilislæknar stöðvanna teldu að þyrftu á slíkri þjónustu að halda,“ segir í greinargerðinni. Aukið samstarf fagstétta Heilsugæslan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.