Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 1
80. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 5. APRÍL 2001 BANDARÍKJASTJÓRN harmaði í gær lát kínverska flugmannsins, sem fórst í árekstri við bandaríska njósnavél yfir Suður-Kínahafi á sunnudag, en varð ekki við kröfu Kínverja um að leggja fram form- lega afsökunarbeiðni. „Við hörmum að kínverska vélin hafi ekki lent heil á húfi og við hörm- um dauða kínverska flugmannsins,“ sagði Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í yfirlýsingu sem hann flutti fréttamönnum í Washington í gær. Powell sagði at- vikið „sorglegt slys“ og Ari Fleisch- er, talsmaður Hvíta hússins, tók í sama streng en lagði áherslu á að af- sökunarbeiðni væri ekki að vænta. „Bandaríkjastjórn sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar. Bandaríska flugvélin var í alþjóðlegri lofthelgi og gerði ekkert rangt,“ sagði Fleischer. Ekki var ljóst í gærkvöld hvernig kínversk stjórnvöld myndu bregðast við yfirlýsingu Powells en fjölmiðla- fulltrúi kínverska sendiráðsins í Washington sagði hana „afar mikil- væga“. Kínverjar segja bandarísku njósnavélina, sem nú er kyrrsett á Hainan-eyju, hafa átt alla sök á árekstrinum og höfðu krafist af- dráttarlausrar afsökunarbeiðni af hálfu Bandaríkjamanna. Stjórn- málaskýrendur töldu þó í gær að yfirlýsing Powells ætti að gera Pek- ingstjórninni kleift að ganga til samninga um afhendingu vélarinnar og lausn áhafnarinnar, án þess að virðast hafa gefið eftir. Reiði á Bandaríkjaþingi Margir þingmenn lýstu reiði vegna framkomu Kínverja á Banda- ríkjaþingi í gær og repúblikaninn Duncan Hunter lagði fram frumvarp þess efnis að löggjöf frá því í fyrra, sem veitti Kínverjum eðlileg við- skiptakjör til langframa, yrði afnum- in. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sem ekki hafði áður tjáð sig um málið, gaf í gær út stutta yfirlýsingu þar sem hann fagnar fregnum af því að 24 manna áhöfn bandarísku vélarinnar sæti góðu atlæti þar sem hún er í haldi í Kína. „Ég vona að fólkið fái áfram góða meðferð,“ segir í yfirlýsing- unni. Bandaríkjastjórn harmar lát kínverska flugmannsins Ekki orðið við kröfu Kínverja um formlega afsökunarbeiðni Reuters Kínverskur öryggisvörður bandar fréttamönnum frá bandaríska sendi- ráðinu í Peking í gær. Klófesta/29 Washington. AFP, AP. RÚSSNESKI kafbáturinn Kúrsk var með kjarnorkuvopn um borð er hann sökk í Barentshafið í fyrra. Þetta sagði Grígorí Tomtsjín, þing- maður og meðlimur í rússnesku nefndinni sem fer með rannsókn slyssins, í samtali við norsku sjón- varpsstöðina TV2 í gær. Hingað til hafa Rússar ítrekað haldið því fram við norsk stjórnvöld og önnur ríki að ekki hafi verið kjarnorkuvopn um borð í kafbátn- um. Þegar fréttamaður TV2 beindi þeirri spurningu til Tomtsjíns hvort kjarnorkuvopn hefðu verið um borð sagði hann: „Já, það hefur lengi verið vitað.“ Tomtsjín vildi ekki greina nánar frá því hvers kyns vopn væri um að ræða en hann hélt því fram að af þeim stafaði nú lítil hætta. „Sjálft slysið hefði getað farið verr. Miklu verr,“ sagði hann. Harald Ramfjord, yfirmaður í norska fyrirtækinu Global Tool Management sem komið hefur að björgunaraðgerðunum, segir að hann hafi fyrir tilviljun séð leynileg skjöl sem sýni að tvær stýriflaugar með kjarnaoddum hafi verið um borð. Ramfjord segir það skoðun sína að norsk yfirvöld eigi að krefjast nánari upplýsinga um málið áður en kafbát- urinn verður dreginn af hafsbotni. Hvorki hann né aðrir vilji taka þátt í björgun bátsins ef kjarnorkuvopn eru um borð. Talsmaður norska utanríkisráðu- neytisins sagði í gærkvöld að því hefðu ekki borist upplýsingar um að kjarnorkuvopn hefðu verið um borð í Kúrsk. „Við höfum hvorki fengið þessar nýju upplýsingar staðfestar né véfengdar.“ Thomas Nilsen, talsmaður norsku umhverfisverndarsamtakanna Bell- ona, efaðist í gær um að upplýsingar TV2 væru réttar. Hann var eigi að síður uggandi um að þær myndu hafa skaðleg áhrif á norskan fiski- iðnað og hvatti þá sem hefðu upplýs- ingar um málið til að veita þær. Kafbáturinn Kúrsk sökk 12. ágúst sl. er hann var við æfingar í Barents- hafi. Áhöfn bátsins, 118 manns, fórst öll. Tólf líkum hefur verið bjargað en kafbáturinn liggur enn á hafsbotni. Kjarnorku- vopn sögð um borð í Kúrsk Ósló. Morgunblaðið. RITARI stríðsglæpadómstóls Sam- einuðu þjóðanna í Haag hélt í gær til Belgrað til að afhenda yfirvöldum í Júgóslavíu handtökuskipun á hend- ur Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta. Forsvarsmenn dómstólsins ítrekuðu þá kröfu að Milosevic yrði tafarlaust framseldur til Haag en Robin Cook, utanrík- isráðherra Bretlands, sagði að til greina kæmi að hann færi áður fyrir rétt í heimalandinu. Cook átti í gær fund með Vojislav Kostunica, forseta Júgóslavíu, og Göran Svilanovica, utanríkisráð- herra landsins, í Belgrað. Cook sagði að landar Milosevic gegndu mikilvægu hlutverki við að leiða glæpi hans í ljós. „Ég fagna því að júgóslavneska þjóðin fái nú tækifæri til að heyra sannleikann um þá glæpi sem Milosevic framdi gegn henni, hvernig hann auðgaðist á meðan þjóð hans varð fátækari,“ sagði Cook. Hann lagði þó áherslu á að forsetinn fyrrverandi kæmi einn- ig fyrir stríðsglæpadómstól SÞ til að svara til saka fyrir brot gegn öðrum þjóðum á Balkanskaga. „Það eru í gildi alþjóðleg lög og mikilvægt er að ljóst sé að Milosevic er ekki yfir þau hafin.“ Vojislav Kostunica sagði eftir fund sinn með Cook að Júgóslav- íustjórn væri reiðubúin til samstarfs við stríðsglæpadómstólinn en að Milosevic þyrfti fyrst og fremst að svara til saka gagnvart sinni eigin þjóð. Hugsanlega ákært fyrir morð á pólitískum andstæðingum Jean-Jacques Joris, ráðgjafi for- seta stríðsglæpadómstóls Samein- uðu þjóðanna, aftók hins vegar í gær að Milosevic kæmi fyrir rétt í Bel- grað áður en hann yrði framseldur til Haag. Joris sagði handtökuskip- unina vera „í samræmi við afar skýrar og ófrávíkjanlegar alþjóðleg- ar skuldbindingar“ og að henni ætti að framfylgja án tafar. Ritarinn, Hans Holthuis, mun í Belgrað greina dómsmálaráðherr- um Júgóslavíu og Serbíu frá afstöðu dómstólsins til málsins og afla upp- lýsinga um ákærurnar sem Milos- evic eru birtar þar. Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, sagði í gær að hugsanlegt væri að Milosevic yrði meðal annars ákærður fyrir að hafa gefið fyrir- skipanir um morð á pólitískum and- stæðingum sínum. Stríðsglæpadómstóllinn í Haag gefur út handtökuskipun á hendur Milosevic Cook styður réttarhöld í Júgóslavíu Reuters Mira Markovic, eiginkona Slob- odans Milosevic, yfirgefur fang- elsið í Belgrað í gær í fylgd lífvarðar, eftir heimsókn til bónda síns. Belgrað, Sameinuðu þjóðirnar. AFP, AP. FUNDIST hafa vísbendingar um að konur gefi frá sér tiltekna lykt sem segir til um þegar þær hafa egglos. Þetta og ýmislegt fleira stangast á við þá viðteknu trú að karlar geti ekki orðið varir við egglos. Uppgötvunin hefur leitt til um- fangsmikillar leitar að efninu sem gefur frá sér lyktina en það er ferómón er nefnist copulin og gæti orðið mikill búhnykkur fyrir ilm- vatnsframleiðendur. Vísindamenn við Háskólann í Austin í Texas unnu að rannsókn- inni er leiddi þetta í ljós. Voru fimmtíu karlar fengnir til að meta lyktina af stuttermabolum sem 17 konur um 22 ára aldur höfðu verið í. Voru mennirnir beðnir um að at- huga hvort þeir gætu ákveðið á grundvelli lyktarinnar einnar sam- an hversu aðlaðandi konan, sem verið hafði í bolnum, hafi verið. Mönnunum þótti lyktin af bol sem kona hafði verið í þegar hún hafði egglos vera meira aðlaðandi en af bol sem sama kona hafði verið í þegar hún hafði ekki egglos. Bend- ir þetta til þess að egglos kvenna fari ekki algerlega leynt. Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í nýjasta hefti Proceedings of Royal Society. Eggj- andi ilmur The Daily Telegraph.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.