Morgunblaðið - 05.04.2001, Page 30

Morgunblaðið - 05.04.2001, Page 30
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT TANNLÍMBetra hald - Aukin vellíðan Fæst í flestum apótekum Innflytjandi: Pharmaco hf. Bragðlaust og ofnæmisprófað A U K IN VE LLÍÐAN BETRA H A L D K O R T E R ATVINNUHÚSNÆÐI.  Hafnarbraut - verktakar og athafnamenn ath. Vorum að fá í einkasölu gott iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði við Hafnarbraut sem skiptist í stóran 308 fm iðnaðar- og verkstæðissal með góðri lofthæð og innkeyrslu- dyrum. Til hliðar við þetta pláss er gott og nýlega innréttað skrifstofu- og þjónustu- rými með snyrtingum, kaffistofu og starfsmannaaðstöðu sem fylgir og er það pláss á 1. og 2. hæð og er samtals u.þ.b. 265 fm og er tvískipt. Gott fm-verð á plássi sem er laust. V. 29,0 m. 1378 Tunguháls 7 - heil húseign Til sölu um 1251 fm mjög vandað stál- grindarhús á sérlóð með þrennum inn- keyrsludyrum, góðu athafnasvæði og byggingarrétti. Góð lofthæð og góð að- koma. Í kjallara er lagerpláss með innkeyrsludyrum og steyptum rampi. Hentar sér- lega vel undir ýmiss konar lagerpláss, verkstæðisrekstur o.fl. V. 72,0 millj. m. 1326 Trönuhraun - 200 fm götuhæð Vorum að fá til sölu gott atvinnuhúsnæði á götuhæð u.þ.b. 200 fm. Plássið er með einni nýrri innkeyrsludyr og skilast strax til- búið til innréttinga. Einn vinnusalur, skrif- stofa, snyrting og kaffistofa. Hentar vel undir ýmiss konar atvinnustarfsemi, iðnað, lager, verkstæði, vinnustofur og jafnvel með íbúðaraðstöðu. Áhv. ca 10 millj. Lítil út- borgun. V. 13,9 m. 9751 Smiðjuvegur - laust Til sölu um 280 fm rými á einni hæð með innkeyrsludyr- um, verslunargluggum og góðu athafnasvæði. Húsnæðið er laust nú þegar. Plássið er mjög vel staðsett í grónu þjónustuhverfi og með gott auglýsingargildi. Góð að- koma. V. 18,4 m. 9911 Síðumúli - lager- og þjónustupláss í sérfl. - 400 fm eining Glæsilegt atvinnuhúsnæði á götuhæð, lager, skrifstofur, iðnaður (bakhús) við Síðu- múla. Plássið er u.þ.b. 400 fm, steinsteypt og byggt árið 1987. Húsið er flísalagt að utan og með nokkrum innkeyrsludyrum og góðri lofthæð, gönguhurðum og glerf- ronti að hluta til. Afstúkaðar skrifstofur, kaffistofur o.fl. Malbikuð lóð. Nánari uppl. veitir Stefán Hrafn. Verð tilboð. 9752 UM ER að ræða þriggja tónleika röð með fjölbreyttri efnisskrá þar sem leikin verða lög og kaflar úr vinsæl- um Broadway-söngleikjum. Fjórir erlendir söngvarar flytja lögin við undirleik Sinfóníuhljómsveitarinnar, en allir eru þeir reyndir Broadway- skemmtikraftar. Það eru þau Debbie Gravitte, Liz Callaway, Cregg Edelman og Stephen Bogardus. Stjórnandinn Martin Yates hefur unnið með flytjendunum síðastliðin 4–5 ár í tengslum við fyrirtækið West End International. Yates hef- ur á vegum fyrirtækisins sett saman og stjórnað hinum vinsælu West End- og Broadwaytónleikum, og gefst Íslendingum nú færi á að heyra síðarnefndu dagskrána á tón- leikum. Sitt lítið af hverju Þegar blaðamaður kemur til fund- ar við Yates er æfingu dagsins um það bil að ljúka, en segja má að stjórnandanum, söngvurunum og Sinfóníuhljómsveitinni hafi tekist að galdra fram sannkallaða Broadway- stemmningu í Háskólabíói. Tónleik- arnir hefjast á nokkurs konar Broadway-syrpu sem Yates hefur sjálfur útsett og í kjölfarið skiptast söngvararnir á að syngja einsöngva, dúetta og kvartetta í lögum á borð við All that Jazz úr söngleiknum Chicago, Fascinatin’ Rhythm úr Lady be Good og I Got You Under My Skin úr Anything Goes. Alls verða flutt brot úr tugum söngleikja. Yates segist hafa gengið út frá þó- nokkrum þáttum við val á efnis- skránni. Smekkur hans sjálfs ráði e.t.v. þar nokkru um, en fyrst og fremst hafi hann leitast við að velja tónlist sem lýsi ákveðnum stílum og tímabilum í söngleikjaflórunni, sem hann telur að tónleikagestir muni hafa gaman af því að heyra. „Sem dæmi má nefna hinn dæmigerða djass-skotna Broadway-hljóm sem heyra má í söngleikjum á borð við Gypsy og Hello Dolly, rómantískan stíl söngleikjanna eftir Rodgers og Hammerstein og Hollywood- Broadway glæsileika í söngleikjum á borð við Gigi,“ segir Yates. „Þessi tónleikadagskrá er til dæmis mun léttari en West End-dagskráin. Hún er uppfull af húmor og lífsgleði, enda er það einkenni Broadway-söng- leikja að í þeim eru allar tilfinningar svo stórar og miklar. Það sem er e.t.v. einna skemmtilegast við þessa dagskrá er að hverju atriði fylgir heill heimur tilfinninga og hæfileika. Og flest lögin þekkja áhorfendur um leið og þau byrja,“ segir Yates og bætir því við að efnisskráin feli í raun í sér sitt lítið af hverju í sögu Broadway-söngleikjanna. Allir njóta góðra laglína Við samsetningu efnisskrárinnar gekk Yates auk þess að miklu leyti út frá reynslu og hæfileikum flytj- endanna. „Söngvararnir eru mjög færir og eru í fremstu röð á sínu sviði,“ segir hann. „Sinfóníuhljóm- sveitin er einnig frábær, þetta er dásamlegt fólk,“ heldur Yates áfram en þess má geta að hann hefur unnið með Sinfóníunni á sviðsettum tón- leikum á Jesus Christ Superstar, sem fluttir voru fyrir fullri Laugar- dalshöll árið 1999, og West End-tón- leikum árið 1998. „Ég held að Sin- fóníuhljómsveit Íslands sé eitt best geymda leyndarmálið í sígildri tón- list í heiminum. Það er ekki sjálf- gefið að í svo litlu samfélagi sé starf- andi sinfóníuhljómsveit á svo háu gæðastigi. Íslendingar eru mjög heppnir að hafa hana,“ segir hann. Að lokum segist Yates búast við að tónleikarnir muni höfða jafnt til harðsoðinna söngleikjaaðdáenda og annarra. „Hver sá sem hefur gaman af tónlist yfirhöfuð mun skemmta sér á þessum tónleikum. Því málið með Broadway-söngleikina er að þeir eru uppfullir af frábærum lag- línum, og allir hafa innbyggða hæfi- leika til þess að njóta þeirra. Tón- leikarnir eiga að vera fólki upp- lyfting, líkt og ein stór veisla.“ Fyrstu Broadway-tónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinnar verða haldn- ir í kvöld kl. 19.30. Þá verða tón- leikar á sama tíma á morgun, föstudag, en síðustu tónleikarnir í röðinni verða haldnir laugardaginn 7. apríl kl. 17. Tónleikarnir eru haldnir í Háskólabíói og fylla græna áskriftarröð. Broadway-stemmn- ing í Háskólabíói Broadway-tónlist eins og hún gerist best verður á dagskrá á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld og um helgina. Heiða Jóhannsdóttir spjallaði við hljómsveitarstjórann Martin Yates, sem kom- inn er hingað til lands að stjórna tónleikunum. Morgunblaðið/RAX Martin Yates á æfingu fyrir Broadway-tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar. heida@mbl.is OLÍUMYNDIR eftir Jón Arnar eru nú til sýnis á Cafe Milanó og verða þar í apríl og maí. Tiltölulega stutt er síðan Jón hóf að nota liti í verkum sínum en áður hafði hann eingöngu notast við penna eða blýanta. Cafe Milanó er opið virka daga frá kl. 9–23.30, kl. 9–13 laugardaga og 13–18 á sunnudögum. Myndlist á Cafe Milanó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.