Morgunblaðið - 05.04.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.04.2001, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 33 KÓR Hjallakirkju, Loftur Erlings- son baríton, Tryggvi Valdimars- son drengjasópran og Lenka Mát- éová orgelleikari flytja Sálumessu Opus 48 eftir Gabriel Fauré í pass- íustund í Hjallakirkju í Kópavogi í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Stjórnandi er Jón Ólafur Sigurðs- son. „Fauré byrjaði að semja verkið árið 1887, þá 42 ára, og eftir því sem hann ritaði sjálfur í bréfi í mars 1910 samdi hann verkið ánægjunnar vegna. Þó er talið sennilegt að lát föður hans 1885 og móður hans tveim árum fyrr hafi gefið honum hugmyndina að tónsmíðinni,“ segir Jón Ólafur. „Á þessum tíma var Fauré kórstjóri og aðstoðarorganisti við Made- leine-kirkjuna í París. Hann lauk við fyrstu gerð verksins í árs- byrjun 1888 og var verkið frum- flutt undir stjórn höfundar við út- för í Madeleine 16. janúar sama ár. Verkið var síðan flutt við út- farir í kirkjunni fram undir lok aldarinnar og endurbætti hann verkið og við ýmis tilfelli jók það við stærri athafnir. Í janúar árið 1893 var verkið fyrst flutt þar sem bætt hafði verið við tveimur köfl- um, Offertorium (samið 1889) og Libera me, þessir kaflar kröfðust einsöngvara með barítonrödd. Talið er að lokakafli verksins hafi á þessum tíma verið fluttur við annað tækifæri í Madeleine- kirkjunni en síðar orðið fastur lið- ur í messunni. En þessi liður hinn- ar klassísku sálumessu er sunginn á meðan líkið er borið úr kirkju.“ Flutt við útfarir „Á þeim tíma sem verkið var reglulega flutt við útfarir í Made- leine-kirkjunni í París gerði Fauré ýmsar aðrar breytingar, og þá sérstaklega í hljóðfæranotkun, hann bætti inn í hljóðfærum og felldi einnig út hljóðfæri. Á heims- sýningunni í París árið 1900 var svokölluð þriðja gerð verksins frumflutt og eftir það var verkið gefið út í fyrsta sinn. Fauré notar ekki hinn klassíska texta sálu- messunnar, heldur velur úr og hagræðir, t.d. vantar alveg kafl- ann um Dag reiðinnar (Dies irae),“ segir Jón Ólafur. Auk sálumessunnar verður flutt föstutónlist eftir Edward Elgar og J.S. Bach. Sálumessa Faurés flutt í Hjallakirkju Morgunblaðið/Jim Smart Kór Hjallakirkju, Jón Ólafur Sigurðsson og Lenka Mátéova. Kammerkórinn Schola cantorum við Hallgrímskirkju í Reykjavík heldur kórtónleika í Akur- eyrarkirkju nk. laugardag kl. 17. Tónleikarnir eru til heiðurs Áskeli Jóns- syni í tilefni af 90 ára afmæli hans. Með kórnum koma fram einsöngvarar úr röðum kórfélaga, þau Kristín Erna Blöndal, sópran, Guðrún Finnbjarn- ardóttir, alt, og Guð- laugur Viktorsson, tenór, ásamt orgelleikaranum Kára Þormar. Stjórnandi Schola cantorum er Hörður Áskelsson. Tilefni tón- leikanna er að Áskell Jónsson, tónskáld og organisti, verður níu- tíu ára í dag, 5. apríl. Hann var um langt árabil einn af burðarásum í tón- listarlífi Akureyrar sem stjórnandi Karlakórs Akureyrar og Kórs Lögmanns- hlíðarkirkju, síðar Glerárkirkju, þar sem hann gegndi starfi organista í mörg ár. Áskell er höfundur margra sönglaga og sálma- laga. Tónverk flutt eftir feðgana Áskel og Jón Hlöðver Á tónleikunum verða fluttir þrír sálmar eftir Áskel, við texta eftir Sverri Pálsson og Kristján frá Djúpalæk. Schola cantorum flytur tónverkið Dagsöngvar um frið, sem Jón Hlöðver Áskelsson samdi við texta eftir Böðvar Guð- mundsson, en ljóð og tónlist voru pöntuð af Tónmenntasjóði Þjóð- kirkjunnar í tilefni kristnihátíðar- haldanna á síðasta ári. Verkið er samið fyrir einsöngvara, kór og orgel og var frumflutt í Hall- grímskirkju í janúar sl. Á fyrri hluta efnisskrárinnar eru kórverk við latneska texta tengda föstunni eftir norsku 20. aldar tónskáldin Karlssen og Nystedt. Knut Ny- stedt er eitt viðurkenndasta tón- skáld á sviði kirkjutónlistar á Norðurlöndunum og eru kórverk- in Miserere og O crux á meðal áhrifamestu tónverka sinnar gerðar, það fyrrnefnda er skrifað fyrir 16 raddir, og munu kórfélag- ar dreifa sér um kirkjuna til að magna áhrifin af tónlistinni. Þetta er í annað skipti sem verðlauna- kórinn Schola cantorum frá Hall- grímskirkju heldur tónleika í Ak- ureyrarkirkju. Miðasala er við innganginn. Áskell Jónsson Tónleikar til heiðurs Áskeli Jónssyni níræðum Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Vor- og sumarvörunar komnar Jakkar frá kr. 3.900 Buxur frá kr. 1.690 Pils frá kr. 1.900 Mikið úrval af kjólum BRJÁLUÐ RÝMINGARSA LA... Allar vörur með 50-80% afslætti Komdu... Nýjar vörur Kókó Kringlunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.