Morgunblaðið - 05.04.2001, Side 54

Morgunblaðið - 05.04.2001, Side 54
FRÉTTIR 58 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sonne Rammstein Butterfly Crazy Town Man Overboard Blink 182 Last Resort Papa Roach Road Trippin Red Hot Chili Peppers Miss Jackson Outkast Survivor Destiny´s Child Dagbókin mín 3 G ´S Shiver Coldplay Út á lífið Lydía Grétarsdóttir Gravel Pit Wu Tang Clan I´m Like A Bird Nelly Furtado Cant Fight The Moonlight LeAnn Rimes It Wasn’t Me Shaggy Stuck In A Moment U2 The Call Backstreet Boys Nobody Wants To Be LonelyChristina Aguilera & Ricky Martin Things I Have Seen Spooks Stan Eminem & Dido Lítill fugl 200.000 Naglbítar Vikan 04.04. - 11.04 http://www.danol.is/stimorol NORDJOBB er samnorrænt verk- efni sem miðlar sumarvinnu og húsnæði á Norðurlöndum. Á hverju ári fer hátt á annað hundr- að íslenskra ungmenna á aldrinum 18-25 ára utan á vegum NORD- JOBB. Til að eiga kost á að fara utan á vegum NORDJOBB þarf aðeins að senda inn umsókn og starfsfólk NORDJOBB á Norðurlöndum leit- ast við að útvega umsækjendum bæði vinnu og húsnæði. Auk þess er þátttakendum boðið upp á viða- mikla tómstundar- og menningar- dagskrá. Ekkert skráningargjald. Þátttakendur fá laun fyrir vinnu sína sem eru eðlileg laun í því landi sem þeir vinna en borga sjálfir ferðir, húsaleigu og uppihald. Enginn umsóknarfrestur er fyr- ir NORDJOBB í ár, en áhuga- samir eru hvattir til að leggja inn umsókn fyrir 20. apríl. Eftir það er erfiðara að útvega störf. Umsókn- areyðublöð og upplýsingar fást á vefsvæðinu www.nordjobb.net, og einnig hjá Norræna félaginu, Bröttugötu 3B, 101 Reykjavík, Norrænu upplýsingaskrifstofunni á Akureyri, í framhaldsskólum og víðar. Sumarvinna á Norðurlönd- um í boði STURLU Böðvarssyni, samgöngu- ráðherra, var á fimmtudag afhent fyrsta eintak nýrrar öryggismyndar sem Hópbílar hf. hafa framleitt til sýninga í hópferðabílum sínum. Til- gangur með myndbandinu er að kynna farþegum þann öryggisbúnað sem er um borð í hópferðabílum fyr- irtækisins. Hópbílar voru fyrsta hóp- ferðafyrirtækið á Íslandi til að setja öryggisbelti í öll sæti. Myndbandstæki er í öllum hóp- ferðabílum Hópbíla og er öryggis- myndin sýnd við upphaf allra ferða á vegum fyrirtækisins. Myndin hefur þegar verið gefin út á íslensku og ensku en frönsk útgáfa er væntanleg. Öryggismynd fyrir hóp- ferðabíla ÓTTAR Guðmundsson geðlæknir heldur fyrirlestur á vegum Foreldra- félags Götusmiðjunnar um sjálfsvíg ungs fólks fimmtudaginn 5. apríl í húsi IOGT, Stangarhyl 4, 2. hæð. Fyr- irlesturinn hefst klukkan 20. Fundurinn er öllum opinn og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestur um sjálfsvíg ungs fólks HEKLA Sigmundsdóttir, Rann- sóknastofu Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í ónæmisfræði, flytur föstudaginn 6. apríl kl. 12.20 fyrir- lestur á vegum Líffræðistofnunar Háskólans í stofu G6 á Grensásvegi 12 með yfirskriftinni: Ónæmiskerfið og psoriasis. Hlutverk T-eitilfrumna. Psoriasis er langvinnur bólgusjúk- dómur í húð sem hrjáir um 2% lands- manna. Vitað er að sjúkdómurinn getur byrjað eða versnað eftir sýk- ingar af völdum beta-hemolýtískra streptókokka. Einnig er talið að ónæmiskerfið gegni lykilhlutverki í myndun útbrotanna. Fyrirlestur um ónæmiskerf- ið og psoriasis FÉLAGSSKAPUR eldri borgara í Grafarvogi, Korpúlfarnir, er stöðugt að efla starfsemi sína. Á fjölmennum fundi sem haldinn var í Miðgarði 15. mars sl. var fyrsta stjórn Korpúlf- anna kosin til að leiða starfið næsta árið. Stjórnina skipa: Ingvi Hjör- leifsson, Ingibjörg Árnadóttir og Ei- ríkur Jónsson. Á fundinum í Miðgarði voru mál- efni aldraðra í hverfinu rædd og margar hugmyndir komu um eflingu félagsstarfs aldraðra í hverfinu. Þrá- inn Hafsteinsson íþrótta- og tóm- stundaráðgjafi var á sama fundi kynntur sem nýr tengiliður Mið- garðs við Korpúlfana. Ætlunin er að Korpúlfar hittist síðasta miðvikudag í hverjum mán- uði í Miðgarði til loka vetrarstarfs- ins. Tilgangurinn er að ræða málin, spila eða hlýða á áhugaverð erindi. Fyrsti fundur af þessu tagi var hald- inn miðvikudaginn 28. mars sl., sá næsti verður haldinn 25. apríl og sá síðasti fyrir sumarfrí 30. maí. Með aukinni og fjölbreyttari starf- semi vonast Korpúlfarnir eftir að fleiri eldri borgarar í hverfinu finni eitthvað við sitt hæfi og hefji þátt- töku í þessum jákvæða og skemmti- lega félagsskap, segir í fréttatil- kynningu. Allir eru velkomnir. Kraftur í starfi eldri borgara í Grafarvogi Korpúlfarnir ásamt Þráni Hafsteinssyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa.  GENGIÐ var frá stofnun stjórn- málasambands milli Íslands og Kirg- isíu sl. þriðjudag í New York. Und- irrituðu Þorsteinn Ingólfsson og Elmira S. Ibraimova, fastafulltrúar Íslands og Kirgisíu hjá Sameinuðu þjóðunum, samkomulag þar að lút- andi. Tekur samkomulagið gildi frá undirritunardegi. BÍLALEIGA Flugleiða-Hertz fagnaði þrjátíu ára afmæli 1. apr- íl. Af því tilefni voru auglýstir bílar á leigu fyrir 30 krónur. Það var raunar ekki tekið út með sældinni að eiga afmæli þennan dag því margir trúðu hreinlega ekki auglýsingunni um afmæl- istilboðið. Flestir hringdu en fáir þorðu að koma – og hlaupa hugs- anlega apríl. Einn viðskiptavinur, Sóley Hall- dórsdóttir, trúði hins vegar til- boði Hertz og lét reyna á það. Hún trúði þó ekki sínum eigin augum þegar hún komst að því að hún fengi leigðan Toyota Land Cruiser-jeppa á þrjátíu krónur. Á myndinni tekur Sóley við lyklum að jeppanum úr hendi Inga Berg- þórssonar, starfsmanns Bílaleigu Flugleiða-Hertz. Í tilefni af afmælinu býður Bíla- leiga Flugleiða-Hertz bíla á kostakjörum í afmælisviku Hertz, dagana 1.–8. apríl nk. Í upphafi starfsemi fyrirtæk- isins voru til leigu 45 gular Volks- wagen-bjöllur – í sumar verða 600 Toyotur í bílaflotanum. Er það þrettánföld aukning á þrjátíu árum. Bílaleiga Flugleiða-Hertz 30 ára Leigði Land Cruiser á 30-kall yfir daginn ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.