Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 58
62 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 ÉG VINN á leikskóla og er búin að vera þar frá því um miðjan janúar. Þar starfa ég sem leiðbeinandi. Þeg- ar ég fékk fyrsta launaseðilinn minn var ég ekki viss um hvort ég ætti að hlæja eða gráta; svo fáránlegur var hann. Eftir að hafa unnið við ansi margt og misjafnt um ævina eru þetta þær allra lægstu útborganir sem ég hef haft fyrir fulla vinnu. Er þetta nú mönnum bjóðandi? En hvers vegna eru launin svona lág? Er það vegna þess að margir leikskóla- starfsmenn eiga maka sem sjá fyrir þeim? Eða hafa starfsmennirnir ein- faldlega ekki efni á því að fara í al- mennilegt verkfall? Látum við konur kannski bara alltaf vaða yfir okkur í launamálunum eins og margar kann- anir sýna? Hvað sem því líður þá eru launin til háborinnar skammar mið- að við hvað þetta er mikilvægur stað- ur í þjóðfélaginu. Leikskólinn er eins og þið sjálf vitið manna best eitt það allra mikilvægasta í þjóðfélaginu og getur skipt sköpum fyrir marga ein- staklinga. Þar er einnig nauðsynlegt að hafa gott og áreiðanlegt fólk í vinnu, bæði konur og karlmenn. Til þess að rétta fólkið komi til þess að vera, og auðvitað umbuna þeim sem haldast í starfinu, þarf líka að borga þeim almennileg laun. Nú er þetta þannig vinna að ekki eru þeir mögu- leikar fyrir hendi að fá að vinna mikla yfirvinnu og því er það aug- ljóst að launin þurfa að vera hærri en ella. Að láta fólki í té laun sem ekki er hægt að eiga í sig og á fyrir, hvað þá fjárfesta í þaki yfir höfuðið, hlýtur að vera mannréttindabrot. Ef fólk getur t.d. ekki fengið húsnæðislán sökum þess hversu LÁG laun það hefur, þá sér það hver maður að eitt- hvað er rangt. Fólk þarf að vinna á fleiri stöðum til þess að geta lifað af, sem aftur þýðir að það kemur fram sem minni orka og framlag í störfum þess í leikskólanum. Það hefur löngum þótt „ágætur siður“ að hækka laun lægst launuðu einstak- linganna í þjóðfélaginu dálítið og svo hækka allar nauðsynjavörur svipað. En er það ekki augljóst að við erum ennþá að hjakka í sama farinu? Hvernig væri þá heldur að hækka launin almennilega? Í þessu tilfelli myndi það hafa ekkert nema jákvætt að segja. Það myndu fleiri sækja í að vinna á leikskóla, hægt væri að velja á milli starfsfólks, það væru ekki eins tíð mannaskipti sem er auðvitað slæmt fyrir börnin að upplifa og starfsfólk væri fullt af orku og vilja til þess að ala upp börnin sem síðar eiga eftir að taka við þjóðfélaginu. Fyrir utan það að það myndu alveg örugglega fleiri karlmenn sækja í að vinna á leikskóla sem væri mjög já- kvætt að öllu leyti. En eins og málin standa í dag er skömm að þessu. Hefur einhver samvisku í að vaða endalaust yfir alla þessa velviljuðu, færu starfsmenn sem vinna allt að því sjálfboðaliðastörf á leikskólum landsins? Þeir sem berjast við það hverja stund, hvern dag, hverja viku að ala upp börnin og leggja grunn (ásamt foreldrum) að þjóðfélags- vænum einstaklingum. Við vitum það öll að foreldrar vilja ekkert frek- ar en að vita af börnunum sínum í öruggum höndum traustra, góðvilj- aðra starfsmanna, sem eru oft börn- unum ein mikilvægasta fyrirmyndin. Ég vona innilega það sé einhver þarna úti sem á eftir að íhuga þessi orð mín alvarlega og gera eitthvað róttækt í málunum. Því eins og stendur réttilega á einni síðunni í leikskólakladdanum er það ekki ill- gresið sem kæfir jurtina heldur hirðuleysi garðyrkjumannsins. HALLA KJARTANSDÓTTIR, Skipholti 3, Reykjavík. Í leikskóla er gam- an – eða hvað? Frá Höllu Kjartansdóttur: MIG langar í fáum orðum að hrósa Flugleiðum fyrir frábæra og ólýs- anlega frammistöðu á flugferðum sínum um heiminn. Félagið á hrós skilið fyrir þjónustu sína við far- þega á flugi sem og fyrir og eftir flug. Ég veit fátt betra en að setjast upp í eina af Boeing 757-dísum félagsins eða, eins og í síðustu ferð minni, upp í sjálfan Leif Eiríksson. Þó að oft sé talað um að fótapláss- ið í vélunum sé ekki beint til að rétta úr fótunum er allt gert til að farþeg- um líði sem allra best á meðan á flugi stendur. Allt frá því að hlýlegt bros tekur á móti manni þegar mað- ur gengur um borð og þar til þetta sama bros kveður mann í lok ferð- arinnar. Sama hversu langt og erfitt flugið hefur verið er ekki að sjá að brosið hafi nokkuð breyst. Fargjöld Flugleiða hafa oft verið umdeild en þau eru nú ekki hærri en svo að ég, sem er rétt undir tvítugu, hef ferðast þrisvar sinnum með félaginu á síðastliðnum sex mánuð- um. Ég er starfsmaður á leikskóla og nemandi í flugskóla. Í sumar bilaði vél Flugleiða, sem ég átti að fara með heim frá Lond- on, með þeim afleiðingum að við festumst úti heila helgi. Það var ekki að spyrja að því hverjir urðu fyrstir að bregðast sómasamlega við; jú, Flugleiðir. Þeir borguðu undir okkur gistingu á fimm stjörnu hóteli í tvær nætur, mat og drykki. Reyndar er þetta skylda þeirra, en fyrr mega nú vera flottheitin. Tækifærissinnaðir Íslendingar drukku af barnum sem aldrei fyrr og voru margir slappir á heimleið- inni. Allt borgað fyrir okkur. Fólk má svo deila um hvað sé rétt og rangt í sambandi við barinn. Ég vil nota tækifærið og þakka Eddu K. Bogadóttur, stöðvarstjóra á Heathrow, fyrir frábæra viðleitni, hlýju og almennilegheit sem áttu sér engin takmörk. Einnig vil ég þakka áhöfninni fyr- ir flugið heim. Að lokum vil ég svo þakka starfsfólki Flugleiða fyrir frábæra þjónustu í alla staði og ég hlakka til að fá far með einhverri DÍS háloftanna í framtíðinni. BIRKIR EGILSSON Arnarsmára 12, Kópavogi. Dísir háloftanna Frá Birki Egilssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.