Morgunblaðið - 05.04.2001, Side 63

Morgunblaðið - 05.04.2001, Side 63
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 67 Jakkar frá 1.900 Buxur - 500 Peysur - 990 Bolir - 500 Gallabuxur - 1.900 Toppar - 500 Dragtir - 5.800 Jakkaföt - 9.500 Fermingaföt - 50% Skór - 500 Bretta skór - 2.400 o.fl. OUTLET 10 +++merki fyrir minna+++ Faxafeni 10, s. 533 1710 Opið mán.-fös. 12-18, lau. 11-16 OUTLET 10 +++merki fyrir minna+++ 50-80% lægra verð Ný sending af fatnaði frá GERÐU GÓÐ KAUP MERKJAVARA TÍSKUFATNAÐUR eva SMASH Bundið slitlag Vesturgötu 2, sími 551 8900 Bergþ ór (Blú smenn ) Georg Bjarna sonJó n IJón In driðas on Hljómsveitin Í kvöld ÞAÐ ER dálítið furðuleg en jafn- framt stórskemmtileg staðreynd að þegar ég loksins fékk þennan geisla- disk í hendurnar var ég þegar búinn að renna honum óteljandi oft í gegn. Svo er nefnilega mál með vexti að á sínum tíma var ég einn þeirra sem hefði hlaupið til og keypt hvað sem Pixies léti frá sér, jafnvel þótt Black Francis, höfuðpaur sveitarinnar, hefði tekið upp á því að lesa upp- áhaldsuppskriftir sínar úr mat- reiðslubók Elvis Presleys og gefa út á plasti við píanóundirleik Clay- dermans. Maður á þannig allar þess- ar smáskífur Pixies (sem eru reynd- ar ekki svo ýkja margar) auk haugs af óhlustanlegum og ólöglegum tón- leikaplötum. Það er mér því mikið gleðiefni að nú séu allir þessir földu fjársjóðir Pixies fáanlegir þeim sem hefur þótt eitthvað vanta í líf sitt frá því að þessi einstaka sveit leystist upp í eintóma vitleysu á sínum tíma. Nafn geislaplötunnar gefur hlust- andanum ágætis hugmynd um hvað er í vændum, Complete b sides heitir hún og hefur að geyma öll þau Pixi- es-lög sem voru að finna á smáskíf- um sveitarinnar en ekki á breiðskíf- unum. Allar plötur Pixies voru óvenju heil- steyptar. Þessi er það hins vegar ekki, af skiljanlegum ástæðum. Það er frekar nauðsynlegt að aðdá- endur sveitarinnar átti sig á því áður en þeir hlaupa út í búð, skjálfandi af tilhlökkun, að þetta eru þau lög sem þóttu ekki nægilega góð til þess að komast á plöturnar og bera þess vissulega merki. Það eru þó nokkur stórglæsileg lög þarna. Þau eru í rauninni merkilega mörg ef maður miðar þessa útgáfu við aðrar sam- bærilegar. Eftir fremur misheppnaða endur- upptöku af Surfer Rosa-laginu „River Euprathes“ koma tvær tón- leikaupptökur, þ.á m. er stór- skemmtileg útgáfa af David Lynch-laginu „Heaven (woman in the radiator song)“ sem var upp- haflega að finna í mynd hans Eras- erhead (sama lag og Bang Gang tók upp á sína arma á einu plötu þeirra). Aukalögin á þeim tveimur smáskíf- um sem komu út í kjölfar Doolittle- breiðskífunnar bera öll með sér vott um neistann sem var að finna á þeirri plötu. Einföld, stutt og fárán- lega smitandi lög sem ættu undir öll- um venjulegum kringumstæðum að framkalla einhver ögrandi viðbrögð frá hlustandanum, nema að sá hinn sami væri dauður, heyrnarlaus eða bæði. Þar standa lögin „Into the White“, „Dancing the Manta Ray“ og hin stórskemmtilega endurgerð af Doo- little-laginu „Wave of Mutilation“ sem rennur í gegn eins og kvikmynd af brimbrettakappa í öldugangi, sýnd hægt. Því lengra sem leið á feril hljóm- sveitarinnar varð alltaf minna og minna varið í aukalögin. Til að mynda er „Make Believe“, sem er ástaróður trommarans til barna- stjörnunnar horfnu Debbie Gibson, með því slappara sem þessi hljóm- sveit gerði á sínum ferli. Ég hef ákveðið að fyrirgefa hljómsveitinni þetta feilspor og vil bara helst ekki heyra það eða á það minnst oftar. Því eldri sem hljómsveitin varð því fleiri tökulög fór hún að bjóða upp á fyrir aukalög, með misjöfnum ár- angri. Helst er þar að nefna ynd- islega útgáfu á Neil Young-laginu, „Winterlong“ sem er að mínu mati eitt af þeim fáu skiptum sem ein- hverjum tekst betur til við flutning- inn en lagahöfundinum sjálfum. Annað tökulag sem stendur upp úr var upphaflega að finna í tölvu- leikjaspilakassanum Narc. Þau fara hins vegar ekki eins vel með Yard- birds-lagið „Evil Hearted You“ og annað Neil Young-lag „I’ve Been Waiting For You“. Ég get ómögulega ímyndað mér að nokkur Pixies-aðdáandi verði fyrir vonbrigðum með þessa plötu ef hann kemur rétt að henni. Aðrir geta þó andað áfram rólega þótt hún fari fram hjá þeim. Sem sagt, ekkert meistaraverk þótt þetta sé vissulega verk unnið af meisturum. ERLENDAR P L Ö T U R Birgir Örn Steinarsson, gítarleikari og söngvari Maus, fjallar um Complete ’b’ sides safn aukalaga hljómsveitarinnar Pixies.  Týndu smáálfalögin Fáar sveitir hafa haft eins mikil áhrif á rokktónlist samtímans og Pixies.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.