Morgunblaðið - 26.04.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 26.04.2001, Síða 24
LANDIÐ 24 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands 2001 verður haldinn á Hótel Flúðum 3. og 4. maí 2001 Dagskrá fundarins Fimmtudagur 3. maí: Kl. 13.00 Afhending gagna. Kl. 13.30 Setning - Pétur Rafnsson, formaður FSÍ. Kl. 13.40 Aðalfundarstörf skv. lögum. Kl. 15.00 Kaffihlé. Kl. 15.30 Aðalfundi framhaldið. Kl. 17.30 Skoðunarferð á Flúðum. Kl. 20.00 Kvöldverður. Föstudagur 4. maí: Kl. 9.30 Þáttur sýninga í markaðssetningu. Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM. Kl. 10.50 Verkefni Upplýsingamiðstöðvar og markaðssetning svæða. Davíð Samúelsson, forstöðumaður Uppl.miðstöðvar Suðurlands. Kl. 11.00 Menntun í ferðaþjónustu. Hildur Jónsdóttir, landfræðingur Kl. 12.00 Fundarslit. Skráning á fundinn og bókun herbergja er á Hótel Flúðum í síma 486 6630 eða á netfang: fludir@icehotel.is Framkvæmdastjórn FSÍ. Selfossi - Vel sótt námskeið fyrir al- menning í bíltækjaísetningum var haldið á Selfossi fyrir skömmu. Námskeiðið var mjög vel sótt og sýndi fólk verkefninu mikinn áhuga en alls mættu 30 manns. Starfs- menn Árvirkjans á Selfossi héldu námskeiðið í samstarfi við Aukaraf. Að sögn Þóris Tryggvasonar hjá Árvirkjanum og Ásgeirs Arnar Rúnarssonar hjá Aukarafi, sem stýrðu námskeiðinu, voru tveir sýn- ingarbílar notaðir til að kynna fólki verklega þáttinn og var greinilegt að margir þurftu á leiðbeiningum fagmannanna að halda. Þeir sögðu einnig að fyrirhugað væri að halda slíkt námskeið á næstunni í Reykja- vík og á Akureyri. Áhugi fyrir bíltækja- ísetningum Morgunblaðið/Sig. Jóns. Námskeiðsfólk sýndi sýningarbílunum mikinn áhuga. Akranesi - Símenntunarstöðin á Vesturlandi útskrifaði á dögunum 31 nemanda í grunnnámi fyrir stuðnings- og meðferðarfulltrúa sem vinna með fötluðum. Símenntunarmiðstöðin á Vestur- landi hafði umsjón með náminu í samstarfi við Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra á Vesturlandi, Starfs- mannafélag ríkisstofnana og Starfsmannafélag Snæfells- og Dalasýslu í samstarfi við Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra á Vest- urlandi Námið hófst í september sl. og var 160 stunda kennsla. Þátt- takendur voru frá Akranesi, Borg- arnesi, Hellisandi, Grundarfirði og Patreksfirði og var kennt ýmist á Akranesi eða Borgarnesi og voru fyrirlestrarnir sendir út um fjar- menntabúnað til Grundarfjarðar og Patreksfjarðar. Í lokin kom allur hópurinn saman á Akranesi og fékk þjálfun í markvissu tóm- stundastarfi áður en útskrift fór fram. Alls kenndu 15 kennarar ýmsar námsgreinar og má þar nefna: sjálfsstyrkingu, stjórnsýslu- fræði, siðfræði, heilbrigðisfræði, erfðafræði og sálfræði. Framkvæmdastjóri Símenntun- arstöðvar Vesturlands er Inga Sig- urðardóttir á Akranesi. Allur hópurinn samankominn í lok útskriftar ásamt Magnúsi Þorgrímssyni og Ingu Sigurðardóttur. Útskrift úr grunnnámi stuðnings- fulltrúa Jóhanna Þórdórsdóttir frá Starfsmannafélagi ríkisstofnana, Magnús Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi, og Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Símenntunar- miðstöðvarinnar, afhenda skírteini og blóm. NÆSTU tvær helgar standa Garðyrkjuskólinn og Skógrækt ríkisins fyrir námskeiðnu „Að lesa í skóg- inn og tálga í tré“. Fyrra námskeiðið verður haldið í Vestmannaeyjum, 27.–29. apríl og það síðara á Laug- arvatni 4.– 6. maí. Námskeiðin hefjast kl. 17:00 á föstudeginum og lýkur kl. 15:00 á sunnudeginum, alls 20 klukkustundir. Leiðbeinendur verða Guð- mundur Magnússon, smíðakennari á Flúðum, og Ólafur Oddsson, starfsmaður Skógræktar ríkisins. Unnið verður með ferskan við beint úr skógi, kenndar gamlar handverksaðferðir þar sem exi og hnífar eru notuð, lesið í eiginleika viðarins og fjöl- breytt notagildi hans og fjallað um geymslu og þurrkun, svo eitthvað sé nefnt. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans eða í gegnum netfangið mhh@reykir.is Að lesa í skóginn og tálga í tré Menningarmið- stöð Hornafjarðar tekur til starfa Á OPNUM fundi um menningarmál sem menningarmálanefnd Horna- fjarðar hélt í Pakkhúsinu á Höfn sl. laugardag var tilkynnt að Menning- armiðstöð Hornafjarðar hefði tekið til starfa. Aðdraganda þessa atburðar má rekja til þess að árið 1990 var öll menningarstarfsemi sveitarfélag- anna í Austur-Skaftafellssýslu sam- einuð í nýja stofnun; Sýslusafn Aust- ur-Skaftafellssýslu. Frá þeim tíma hefur stofnunin verið að eflast og dafna og rekur nú viðamikla menn- ingarstarfsemi á fjölmörgum sviðum í Sveitarfélaginu Hornafirði. Á grundvelli stefnumótunar í menningar- og safnamálum Horna- fjarðar sem var samþykkt í bæjar- stjórn Hornafjarðar 1. mars 2001 var heiti stofnunarinnar breytt í Menn- ingarmiðstöð Hornafjarðar. Tók nafnbreytingin formlega gildi 21. apríl sl. eins og áður sagði. Lestur passíusálmanna Búðardal - Á föstudaginn langa var lestur Passíusálma Hallgríms Pét- urssonar í Hjarðarholtskirkju. Voru allir sálmarnir lesnir og var byrjað klukkan hálftvö og stóð lesturinn til rúmlega fimm. Les- arar voru nokkrir, þau Víví Krist- óberts, Melkorka Benediktsdóttir, Þrúður Kristjánsdóttir, sr. Óskar Ingi Ingason og flest þau börn sem eiga að fermast í vor, þ.e. Anna Rósa Guðmundsdóttir, Birgitta Ýr Sævarsdóttir, Eggrún Thorlacius, Gyða Lind Gunnólfsdóttir, Heiðrún Harpa Bæringsdóttir, Ingibjörg Jónasdóttir og Sólveig Rós Jó- hannsdóttir. Gestir komu og fóru, eins og þeim hentaði, en nokkrir sátu allan tímann og hlýddu á lest- urinn. Lilja Sveinsdóttir lék á org- el á milli lestra. Þetta er í þriðja sinn sem Passíusálmarnir eru lesn- ir hér í heild sinni og hefur það mælst vel fyrir. Hjarðarholtskirkja Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.