Morgunblaðið - 26.04.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.04.2001, Qupperneq 24
LANDIÐ 24 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands 2001 verður haldinn á Hótel Flúðum 3. og 4. maí 2001 Dagskrá fundarins Fimmtudagur 3. maí: Kl. 13.00 Afhending gagna. Kl. 13.30 Setning - Pétur Rafnsson, formaður FSÍ. Kl. 13.40 Aðalfundarstörf skv. lögum. Kl. 15.00 Kaffihlé. Kl. 15.30 Aðalfundi framhaldið. Kl. 17.30 Skoðunarferð á Flúðum. Kl. 20.00 Kvöldverður. Föstudagur 4. maí: Kl. 9.30 Þáttur sýninga í markaðssetningu. Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM. Kl. 10.50 Verkefni Upplýsingamiðstöðvar og markaðssetning svæða. Davíð Samúelsson, forstöðumaður Uppl.miðstöðvar Suðurlands. Kl. 11.00 Menntun í ferðaþjónustu. Hildur Jónsdóttir, landfræðingur Kl. 12.00 Fundarslit. Skráning á fundinn og bókun herbergja er á Hótel Flúðum í síma 486 6630 eða á netfang: fludir@icehotel.is Framkvæmdastjórn FSÍ. Selfossi - Vel sótt námskeið fyrir al- menning í bíltækjaísetningum var haldið á Selfossi fyrir skömmu. Námskeiðið var mjög vel sótt og sýndi fólk verkefninu mikinn áhuga en alls mættu 30 manns. Starfs- menn Árvirkjans á Selfossi héldu námskeiðið í samstarfi við Aukaraf. Að sögn Þóris Tryggvasonar hjá Árvirkjanum og Ásgeirs Arnar Rúnarssonar hjá Aukarafi, sem stýrðu námskeiðinu, voru tveir sýn- ingarbílar notaðir til að kynna fólki verklega þáttinn og var greinilegt að margir þurftu á leiðbeiningum fagmannanna að halda. Þeir sögðu einnig að fyrirhugað væri að halda slíkt námskeið á næstunni í Reykja- vík og á Akureyri. Áhugi fyrir bíltækja- ísetningum Morgunblaðið/Sig. Jóns. Námskeiðsfólk sýndi sýningarbílunum mikinn áhuga. Akranesi - Símenntunarstöðin á Vesturlandi útskrifaði á dögunum 31 nemanda í grunnnámi fyrir stuðnings- og meðferðarfulltrúa sem vinna með fötluðum. Símenntunarmiðstöðin á Vestur- landi hafði umsjón með náminu í samstarfi við Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra á Vesturlandi, Starfs- mannafélag ríkisstofnana og Starfsmannafélag Snæfells- og Dalasýslu í samstarfi við Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra á Vest- urlandi Námið hófst í september sl. og var 160 stunda kennsla. Þátt- takendur voru frá Akranesi, Borg- arnesi, Hellisandi, Grundarfirði og Patreksfirði og var kennt ýmist á Akranesi eða Borgarnesi og voru fyrirlestrarnir sendir út um fjar- menntabúnað til Grundarfjarðar og Patreksfjarðar. Í lokin kom allur hópurinn saman á Akranesi og fékk þjálfun í markvissu tóm- stundastarfi áður en útskrift fór fram. Alls kenndu 15 kennarar ýmsar námsgreinar og má þar nefna: sjálfsstyrkingu, stjórnsýslu- fræði, siðfræði, heilbrigðisfræði, erfðafræði og sálfræði. Framkvæmdastjóri Símenntun- arstöðvar Vesturlands er Inga Sig- urðardóttir á Akranesi. Allur hópurinn samankominn í lok útskriftar ásamt Magnúsi Þorgrímssyni og Ingu Sigurðardóttur. Útskrift úr grunnnámi stuðnings- fulltrúa Jóhanna Þórdórsdóttir frá Starfsmannafélagi ríkisstofnana, Magnús Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi, og Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Símenntunar- miðstöðvarinnar, afhenda skírteini og blóm. NÆSTU tvær helgar standa Garðyrkjuskólinn og Skógrækt ríkisins fyrir námskeiðnu „Að lesa í skóg- inn og tálga í tré“. Fyrra námskeiðið verður haldið í Vestmannaeyjum, 27.–29. apríl og það síðara á Laug- arvatni 4.– 6. maí. Námskeiðin hefjast kl. 17:00 á föstudeginum og lýkur kl. 15:00 á sunnudeginum, alls 20 klukkustundir. Leiðbeinendur verða Guð- mundur Magnússon, smíðakennari á Flúðum, og Ólafur Oddsson, starfsmaður Skógræktar ríkisins. Unnið verður með ferskan við beint úr skógi, kenndar gamlar handverksaðferðir þar sem exi og hnífar eru notuð, lesið í eiginleika viðarins og fjöl- breytt notagildi hans og fjallað um geymslu og þurrkun, svo eitthvað sé nefnt. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans eða í gegnum netfangið mhh@reykir.is Að lesa í skóginn og tálga í tré Menningarmið- stöð Hornafjarðar tekur til starfa Á OPNUM fundi um menningarmál sem menningarmálanefnd Horna- fjarðar hélt í Pakkhúsinu á Höfn sl. laugardag var tilkynnt að Menning- armiðstöð Hornafjarðar hefði tekið til starfa. Aðdraganda þessa atburðar má rekja til þess að árið 1990 var öll menningarstarfsemi sveitarfélag- anna í Austur-Skaftafellssýslu sam- einuð í nýja stofnun; Sýslusafn Aust- ur-Skaftafellssýslu. Frá þeim tíma hefur stofnunin verið að eflast og dafna og rekur nú viðamikla menn- ingarstarfsemi á fjölmörgum sviðum í Sveitarfélaginu Hornafirði. Á grundvelli stefnumótunar í menningar- og safnamálum Horna- fjarðar sem var samþykkt í bæjar- stjórn Hornafjarðar 1. mars 2001 var heiti stofnunarinnar breytt í Menn- ingarmiðstöð Hornafjarðar. Tók nafnbreytingin formlega gildi 21. apríl sl. eins og áður sagði. Lestur passíusálmanna Búðardal - Á föstudaginn langa var lestur Passíusálma Hallgríms Pét- urssonar í Hjarðarholtskirkju. Voru allir sálmarnir lesnir og var byrjað klukkan hálftvö og stóð lesturinn til rúmlega fimm. Les- arar voru nokkrir, þau Víví Krist- óberts, Melkorka Benediktsdóttir, Þrúður Kristjánsdóttir, sr. Óskar Ingi Ingason og flest þau börn sem eiga að fermast í vor, þ.e. Anna Rósa Guðmundsdóttir, Birgitta Ýr Sævarsdóttir, Eggrún Thorlacius, Gyða Lind Gunnólfsdóttir, Heiðrún Harpa Bæringsdóttir, Ingibjörg Jónasdóttir og Sólveig Rós Jó- hannsdóttir. Gestir komu og fóru, eins og þeim hentaði, en nokkrir sátu allan tímann og hlýddu á lest- urinn. Lilja Sveinsdóttir lék á org- el á milli lestra. Þetta er í þriðja sinn sem Passíusálmarnir eru lesn- ir hér í heild sinni og hefur það mælst vel fyrir. Hjarðarholtskirkja Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.