Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERKFRÆÐISTOFAN Línuhönnun hf hefur lagt fram skýrslu um umferðar- skipulag við Vatnsendahvarf en verkefnið var unnið fyrir Kópavogsbæ, Reykjavíkur- borg og Vegagerðina. Markmið vinnunnar var að gera tillögur að skipulagi stofn- og tengibrauta á svæðinu óháð sveitarfélaga- mörkum. Ólafur Bjarnason, yfirverkfræðingur hjá Borg- arverkfræðingi, segir að Arnarnesvegur hafi lengi verið á korti án þess að vera sérstaklega felldur að landi. Vinnan hafi miðast við að horfa ekki aðeins á landa- merki Reykjavíkur og Kópa- vogs, sem vegurinn hafi áð- ur verið dreginn eftir, heldur aðlaga hann að Vatnsendahvarfi. Í fram- haldi er reiknað með því að landamerki Reykjavíkur og Kópavogs hliðrist örlítið til og verði aðlöguð að veglínu Arnarnesvegar, en það var forsenda vinnunnar. Að sögn Ólafs voru teng- ingar milli hverfa í Reykja- vík og Kópavogi einnig skoðaðar. Gerð er tillaga um vegtengingu milli Sala- og Seljahverfis en komi sú tenging til framkvæmda yrði það ekki fyrr en Arn- arnesvegur hefur verið lagð- ur. Nokkrar hugmyndir eru sýndar um tengingu Vatns- endahverfis og Norðlinga- holts sem taka þarf afstöðu til við skipulag Norðlinga- holts. Ólafur segir að verið sé að fara yfir umferðar- skipulag og þá meira Kópa- vogsmegin til að festa það með tilliti til þeirrar upp- byggingar sem þar sé fyr- irhuguð. Í greinargerðinni er fjallað um hönnunarforsend- ur gatna og umferðarfor- sendur. Sýndar eru út- færslur á mismunandi umferðarskipulagi og farið yfir kosti og galla þeirra. Sýndar eru fyrrnefndar til- lögur um tengingar, fjallað um gatnamót stofnvega í þeim kosti sem vænlegstur þykir og gerð lausleg kostn- aðargreining. Í skýrslunni er sýndur möguleiki á mis- lægum gatnamótum við Breiðholtsbraut en núver- andi tenging, sem er á móts við Fák, svonefnd Flótta- mannaleið, verður lögð af samkvæmt tillögunni. Framkvæmdir ekki á tímasettri áætlun Ekki er um tímasetta framkvæmdaáætlun að ræða heldur er fyrst og fremst verið að festa niður vega- kerfið svo uppbygging í Kópavogi geti haldið áfram en gert er ráð fyrir að skipulagið verði samþykkt fljótlega. Að sögn Ólafs er tilgang- urinn sá að skipulag við Vatnsenda geti aðlagað sig þessu vegakerfi. Vegakerfi skipulagt óháð bæjarmörkum Vatnsendahvarf                           NÍTJÁN hressir nemendur 6. bekkjar S í Laugarnesskóla voru ánægðir með lífið og til- veruna er þeir komu til hafn- ar í Suðurbugt í Reykjavík- urhöfn eftir vel heppnaða ferð út undir Engey. Þar gerðu þeir m.a. vísindalegar rannsóknir á veðurfari, ástandi sjávar og lífríki hafs- ins. Tildrög ferðarinnar má rekja til samvinnu Reykjavík- urhafnar, Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og sjávarútvegs- deildar Háskóla Íslands um að bjóða öllum 6. bekkingum í grunnskólum í Reykjavík lif- andi fræðslu um höfnina og sjávarlífið á Sundunum. Sigldu börnin með einni af Viðeyjarferjunum gömlu, Skúlaskeið, ásamt kennara sínum Loga Jónssyni, sjáv- arlíffræðingi og dósent við Háskóla Íslands. Farið var út undir Engey og tók ferðin 1½ klukkustund. Tilurð verkefnisins má rekja til þess að Einar Eg- ilsson, starfsmaður Reykja- víkurhafnar, hefur í 10 ár frætt grunnskólanemendur um hafnarsvæðið og lífríkið við Sundin. Verkefnið nú er framhald af því starfi og greiðir Reykjavíkurhöfn kostnað við það. „Það er orðið fátíðara að börn og unglingar séu í ná- inni snertingu við sjóinn, eins og var áður, og þess vegna erum við að reyna að gera þeim með þessum hætti grein fyrir vistkerfi hafsins, til að mynda þessi tengsl aftur,“ sagði Logi í samtali við Morg- unblaðið. „Sæktu ömmu þína“ Kristín Helga Magn- úsdóttir og Máni Kjartansson voru í þessum fyrsta hópi sem lagði úr höfn um morguninn. Þau kváðust bæði hafa farið á sjó áður, hann nokkrum sinn- um með ferju og hún að veiða. En hvað skyldi þeim hafa fundist skemmtilegast í ferðinni út undir Engey? „Að veiða og skoða sjáv- ardýrin, krabbana og það,“ sögðu þau bæði, án þess að hika. „Dýrin komu í gildrur sem eru þarna úti. Þetta voru dálítið stórir krabbar; við skoðuðum þá og hentum þeim svo í sjóinn aftur.“ Kristín sagðist einu sinni áður hafa séð krabba, en það var í sjó- búri. Í gildrunni voru bæði kuðungakrabbi og trjónu- krabbi. „Svo veiddum við einn mar- hnút,“ sagði Kristín. „Hann kom í krabbagildruna,“ bætti Máni við. „Það var látinn dauður fiskur í hana til að laða dýrin að gildrunni. Við spýttum upp í marhnútinn, köstuðu honum fyrir borð og sögðum: „Sæktu ömmu þína.“ Þá á maður að fá kola næst.“ „Og svo tókum við líka botnsköfu, og þar náðum við í dýr sem eru í þaranum, s.s. ígulker, samlokur og kross- fiska,“ sagði Kristín. Hún hafði aldrei smakkað á ígul- keri, en Máni einu sinni; það var í Danmörku, sagði hann, og honum fannst það ekki gott, dálítið saltbragð af því, að hann minnti. Einnig sáust í ferðinni þrjár fuglategundir, sílamáf- ur, æðarfugl og fýll. En hvernig skyldi hafa gengið með mælingar á lofts- lagi og ástandi sjávar? Fannst þeim tækin flókin og erfitt að lesa af þeim? „Neeei, þetta voru bara svona net og eins og hitamæl- ar eða þannig,“ sögðu þau. Allt var skráð á blað og síðan verður unnið með upplýsing- arnar í skólanum. Hverjar voru helstu nið- urstöður? „Það var alskýjað, engin úrkoma, suðvestanátt, vind- hraði 0, lofthiti 8° C, hitastig sjávar 3,5° C, sem er óvenju- lega heitt miðað við árstíma, seltan 3,5 promill og sjóndýpi 6,5 metrar,“ lásu þau af blöð- unum. „Við mældum sjón- dýpið til að athuga hvað væri mikið af gróðri,“ sagði Krist- ín. „Ef það er mikill sjáv- argróður verður allt dálítið gruggað og maður sér lítið niður.“ „Og svo mældum við líka bátinn sjálfan,“ sagði Máni. „Hann risti 1 metra og lengd hans var 10 metrar.“ Og þeim fannst dálítið merkilegt, að það væri dýpra í hafn- armynninu, eða 10–11 metr- ar, en úti, þar sem dýpið var 3 metrar. Bæði voru þau sammála um að svona ferð vekti áhuga á lífríki sjávarins. „Það væri allavega mjög gaman að vinna á náttúrufræðisafni og hugsa um dýrin þar,“ sagði Kristín. Og Máni kvaðst alveg geta hugsað sér að verða arkitekt og teikna skip. Ljósmynd/Sigurður Ægisson Það voru 19 nemendur úr 6. bekk S í Laugarnesskóla í þessari fyrstu sjóferð vorsins. Morgunblaðið/Ásdís Kristín Helga Magnúsdóttir og Máni Kjartansson voru sæl og ánægð eftir lærdómsríka ferð út undir Engey. Í snertingu við lífríki hafsins Á Sundunum STARFSMÖNNUM í sér- deild fyrir einhverfa í Lang- holtsskóla verður fækkað um einn á þessu ári samkvæmt ákvörðun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur en í haust fækk- aði stöðugildum um hálfan starfsmann. Deildarstjóri deildarinnar segir ómögulegt að halda úti því faglega starfi sem verið hefur verði skerð- ingin að veruleika. Sérdeildin í Langholtsskóla er önnur tveggja slíkra á Reykjavíkursvæðinu og sækja sex einhverfir nemendur nám sitt þangað. Fyrir skerð- inguna í haust hafði deildin 6,5 stöðugildi en stefnt er að því að þau verði rúmlega 5 á þessu ári. Bjarnveig Bjarnadóttir deildarstjóri deildarinnar seg- ir útlit fyrir að skerða verði þjónustuna verulega komi til fækkunar stöðugilda eins og áætlað er. „Við höfum rökstuðning fyr- ir því að við þurfum þetta margar stöður því það er í rauninni ekki hægt að halda úti starfinu öðruvísi. Nemend- ur eru hérna til klukkan þrjú á daginn en við kennarar erum stundum komnir í undirbún- ing á hádegi. Það þurfa að vera fjórar manneskjur inni með þessa sex nemendur því stundum eru þeir að fara út í bekki og sérgreinatíma eftir hádegi þannig að það kemur fyrir að það er bara ein mann- eskja með fjóra nemendur á meðan tvær aðrar eru með tvo úti í bekkjum. Þannig að við getum ekki séð hvernig við getum haldið úti því faglega starfi sem við gerum í dag þegar svona mikil skerðing er,“ segir hún. Nýjar viðmiðunarreglur Hún segir að í ofanálag standi til að skipta út einni stöðunni þannig að í staðinn fyrir þroskaþjálfa komi stuðn- ingsfulltrúi sem einnig komi niður á þjónustunni. Þessa dagana eru foreldrar barnanna og kennarar við deildina að funda með fræðslu- yfirvöldum til að reyna að fá þessu hnikað því Bjarnveig segir að starfsmenn séu ekki vissir um að treysta sér til að starfa við deildina vegna auk- ins vinnuálags sem fylgja muni skerðingunni. Arthúr Morthens, forstöðu- maður á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, segir að ein- hverfum nemendum í grunn- skólum Reykjavíkur hafi fjölg- að mjög á síðustu fimm árum eða um 14 og séu núna 20 tals- ins en rúmlega helmingur þessara einhverfu barna er ut- an sérdeilda í almenna skólan- um með stuðning. Því hafi ver- ið ákveðið árið 1999 að setja ákveðnar viðmiðunarreglur um stuðning við einhverf börn sem kæmu í grunnskóla Reykjavíkur. Viðmiðin sögðu til um að hvert einhverft barn fengi 0,67 hlutfall úr stöðu með sér inn í skólann, sem að sögn Arthúrs þýðir að barnið hafi stuðning um 30 klukkustundir á viku. „Í þessum sérdeildum var stöðuhlutfallið allmiklu hærra en þetta og því var ákveðið að gefa sérdeildunum aðlögunar- tíma og breyta síðan stöðu- hlutfallinu til jafns við það sem er annars staðar. Það var gert núna við fjárhagsáætlun 2001 en þó var ákveðið að milda til- færsluna og því mun þessi sér- deild hafa eina stöðu umfram viðmiðunarmörkin,“ segir hann. Þannig ætti sérdeildin í Langholtsskóla að hafa rétt rúmar fjórar stöður sam- kvæmt viðmiðunarmörkunum. Ólíkt getustig nemenda Bjarnveig segist eiga erfitt með að trúa að einhverfir sem eru í almennum bekkjum fái aðeins 0,67 stöðugildi á móti sér. „Þó að fjórar stöður á móti sex nemendum geti litið vel út á pappírnum þá eru þetta mjög ólíkir nemendur á mjög ólíku getustigi. Það er í raun- inni ekki hægt að kenna þeim saman nema að mjög litlu leyti og í stuttan tíma í senn. Sumir þeirra þurfa alveg mann með sér þar sem þeir þurfa mikið eftirlit og mikla örvun en aðrir þurfa sitt skipulag og til dæm- is þarf að mestu leyti að búa til allt námsefni. Þannig að það er talsverð vinna sem fylgir hverjum nemanda,“ segir hún. Stöðugildum við deild einhverfra fækkað Skerðingin bitnar á faglegu starfi Langholtsskóli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.