Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 22

Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 22
VIÐSKIPTI 22 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ TEKIÐ var á móti nýju skipi Eim- skipafélagsins, Brúarfossi, í Brem- erhaven í fyrradag, og mun skipið sigla á svokallaðri Suðurleið, þ.e. Reykjavík, Straumsvík, Vestmanna- eyjar, Immingham og Rotterdam á móti systurskipi sínu Selfossi, sem félagið tók í rekstur 1999. Brúarfoss kemur í stað Lagarfoss sem fer í siglingar á Ameríkuleið og verður fimmti Brúarfossinn í rekstri Eim- skips. Jón Ólafsson verður skipstjóri og Valdimar Jóhannsson yfirvél- stjóri. Brúarfoss er smíðaður í Örskovs- værft í Fredrikshavn í Danmörku árið 1992. Brúarfoss hefur 8.675 tonna burðargetu, er 126 metra langur og lestar 724 gámaeiningar (TEÚs) þar af 140 frystigáma. Á skipinu eru tveir 40 tonna kranar. Eimskip hefur á undanförnum mánuðum endurnýjað fjögur skip í áætlunarsiglingum til Evrópu. Tekin hafa verið í notkun fullkomin og hraðskreið skip, sem uppfylla vel flutningaþarfir fyrir viðskiptavini félagsins. Þessi fjögur skip eru af tveimur stærðum. Goðafoss og Dettifoss sem sigla á Norðurleið eru með 1.450 gáma burðargetu. Brúar- foss og Selfoss sem sigla á Suðurleið eru með liðlega 700 gáma burðar- getu. Meðalaldur skipastóls félags- ins í áætlunarsiglingum er nú 10 ár, en var fyrir rúmu ári síðan 15 ár. Nýr Brúar- foss í Evrópu- siglingar NÝJAR áherslur hafa verið teknar upp í skipulagi og starfsemi sam- gönguráðuneytisins. Markmið þeirra er að gera starfsemi ráðu- neytisins og verkefni í umsjón þess markvissari, skilvirkari og hag- kvæmari og jafnframt að bæta þjón- ustu við almenning. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segist hafa lagt ríka áherslu á að innleiða rafræna stjórnsýslu og að nýta tölvutæknina í ráðuneytinu og þeim stofnunum sem undir það heyra. Jafnframt sé mikilvægt og af hinu góða að stjórnsýslan, og þar með talið ráðuneytið, nýti þá reynslu við stjórnun sem atvinnu- lífið hafi verið að byggja upp. Vinnuaðferðir verkefnastjórnunar teknar upp í ráðuneytinu Sturla segir að þótt fjöldi starfs- manna samgönguráðuneytisins sé ekki mikill þá heyri mjög stórar stofnanir undir það; Ferðamálaráð, Flugmálastjórn, Póst- og fjarskipta- stofnun, Siglingastofnun, Vegagerð- in og rannsóknarnefndir sjóslysa og flugslysa. Allar þessar stofnanir séu að vinna að úrlausn fjölþættra verk- efna ásamt því að vera í stjórnsýsl- unni og óbeint í stefnumörkun með ráðherra hverju sinni. „Þess vegna er afar mikilvægt að fylgja vel eftir ákvörðunum og ekki síður að bregð- ast fljótt og vel við og afgreiða er- indi sem berast,“ segir Sturla. „Jafnframt er mikilvægt að vinna við stefnumótun sé unnin skipulega og eftirfylgnin sé traust. Vegna þessa er unnið að því að taka upp vinnuaðferðir verkefnastjórnunar í samgönguráðuneytinu.“ Að sögn Sturlu verður áhersla lögð á að fela starfsmönnum ábyrgð á tilgreindum verkefnum og að fela verkefnahópum úrlausn mála, með stöðluðum vinnuaðferðum. Stefnt sé að því að ná góðum árangri með betri aðferðum þannig að stuðlað verði að bættri þjónustu við almenn- ing og öruggari stjórnsýslu. Nýtt skipurit Nýtt skipurit samgönguráðuneyt- isins tók gildi um síðustu áramót og er ráðuneytinu nú skipt upp í fjögur meginsvið eða skrifstofur. Þær eru skrifstofa ráðherra og ferðamála, skrifstofa fjarskipta, siglingamála og öryggisþátta samgöngumála, skrifstofa fjármála, starfsmanna- mála, almennrar afgreiðslu og póst- mála og skrifstofa flutninga og sam- gönguáætlana. Skrifstofustjóri fer fyrir hverri skrifstofu. Í fréttabréfi samgönguráðuneytisins segir að breytt skipulag sé í takt við aukin umsvif ráðuneytisins og nýja tækni í samskiptum. Upplýsingatækni hafi fleygt fram, áherslan á öflugt sam- göngunet vaxi sífellt sem og þáttur ferðaþjónustunnar og fjarskipta. Sveigjanlegri vinnubrögð með tilkomu verkefnastjórnunar Þórður Víkingur Friðgeirsson og Bjarni Snæbjörn Jónsson hjá ráð- gjafarfyrirtækinu Corporate Lyfe- cycles International unnu með sam- gönguráðuneytinu að þeim breyt- ingum sem gerðar hafa verið á skipulagi ráðuneytisins og þeim nýju áherslum sem verið er að taka upp í starfsemi þess. Þórður segir að með auknum hraða, aukinni sam- keppni og alþjóðavæðingu og auknu vægi upplýsingatækninnar, því sveigjanlegri þurfi öll stjórnun fyr- irtækja og stofnana að vera. Í stað þess að byggja upp umfangsmiklar deildir í fyrirtækjum og stofnunum sé æ algengara að stofna verkefni sem hafi upphaf og endi. Margt ann- að þurfi jafnframt að koma til. Starfsfólk verði til að mynda að vera mjög agað í vinnubrögðum. Með til- komu verkefnastjórnunar verði vinnubrögð samgönguráðuneytisins sveigjanlegri og líkari því sem ger- ist hjá atvinnulífinu almennt. Þórður segir engan vafa á því að verkefnastjórnun og það að fram- selja stjórnun til millistjórnenda sé það sem atvinnulífið hafi verið að taka upp í auknum mæli. Því sé mjög til eftirbreytni að Samgöngu- ráðuneytið skuli taka þessi vinnu- brögð upp. Þeir Þórður og Bjarni hafa séð um þjálfun og fræðslu fyrir starfs- fólk samgönguráðuneytisins til að það geti nýtt til fulls þá möguleika sem í verkefnastjórnuninni felast. Að sögn Þórðar lýkur því verkefni á morgun. Nýjar áherslur í skipulagi og starfsemi samgönguráðuneytisins Mikilvægt að nýta reynslu atvinnulífsins                                                                                      !"#   HAGNAÐUR Össurar hf. eftir fyrsta ársfjórðung er 56 milljónir króna eftir skatta. Rekstrartekjur félagsins eru 1.421 milljón króna og rekstrargjöld 1.275 milljónir króna. Hagnaður fyrir vexti er 146 milljónir og hagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) er 193 milljónir króna. Fjármagnsliðir eru neikvæðir um 31 milljón króna og er hagnaður fyrir skatta 115 milljónir króna. Veltufé frá rekstri er 148 milljónir króna á tímabilinu. Ársfjórðungurinn endurspeglar rekstur allra dótturfélaga sem keypt voru á síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Það gerir kennitölusamanburð við rekstrarniðurstöður í lok síðasta árs erfiðan, en í rekstrarniðurstöðum síðasta árs var Flex-Foot inni í sam- stæðutölum félagsins í 9 mánuði, Century XXII Innovations 1 mánuð og Karlsson & Bergström og Pi Medical í 2 mánuði. Á fyrsta árs- fjórðungi hefur markvisst verið unn- ið að sameiningu félaganna og 30. mars var söluskrifstofu og vöruhúsi Century XXII Innovations í Michig- an lokað og hvort tveggja sameinað Bandaríkjaskrifstofu félagsins í Al- iso Viejo, Kaliforníu. Jafnframt var tekin ákvörðun um að leggja niður sölu- og markaðsskrifstofu félagsins í Stóra-Bretlandi, en sölufólk og tæknilegir ráðgjafar á þeim markaði vinna frá sameiginlegri Evrópuskrif- stofu í Eindhoven, Hollandi. Unnið hefur verið að uppsetningu á hinu nýja rekstrarformi félagsins og hef- ur henni miðað vel að því er fram kemur í tilkynningunni. Í sambandi við þá vinnu stendur nú yfir innleið- ing á nýju greiningar- og upplýs- ingakerfi sem auðvelda mun alla yf- irsýn yfir einstakar rekstrareiningar félagsins. Ekki talin ástæða til að endurskoða áætlanir félagsins Stjórnendur Össurar hf. hafa bent á að óvissu gætir í áætlunargerð fyr- ir árið 2001 vegna umfangsmikilla breytinga sem félagið stendur fyrir á dreifikerfi þess í Bandaríkjunum og Evrópu, en breytingin miðar að því að félagið taki sjálft yfir alla sölu á þessum mörkuðum sem áður hafa farið í gegnum dreifiaðila. Áætlanir félagsins hljóða upp á 6.100 milljónir íslenskra króna og að hagnaður yrði um 700 milljónir. Í áætlunum félagsins sem birtar voru fyrr á árinu var gert ráð fyrir betri niðurstöðum á síðari helmingi ársins vegna verulegrar veltu- og hagnað- araukningar þegar hið nýja sölufyr- irkomulag hefur fest sig í sessi. „Niðurstöður ársfjórðungsupp- gjörs eru heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir en ekki er talin ástæða til að endurskoða áætlanir félagsins vegna óvissu á mörkuðum og breytinga í starfsemi félagsins,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Öss- urar hf. Fjárfestum og öðrum sem áhuga hafa á rekstri fyrirtækisins, gefst kostur á að taka þátt í opnum síma- fundi í dag kl. 11. Á fundinum munu Jón Sigurðsson forstjóri og Árni Al- var Arason fjármálastjóri fara yfir niðurstöður árshlutauppgjörsins. Til að taka þátt í símafundinum þarf að hringja í síma 595 2030. Einnig er unnt að fylgjast með fundinum á www.fundur.is/ossur Þriggja mánaða samstæðuuppgjör Össurar hf. Niðurstaðan nokkuð umfram áætlanir Í GÆR var tilkynnt á Verðbréfa- þingi Íslands að skipt hefði verið á yfirmönnum verðbréfasviðs Búnað- arbanka Íslands og Búnaðarbankans í Lúxemborg. Í tilkynningunni segir að á stjórnarfundi Bunadarbanki International S.A. í Luxemburg 25. apríl 2001 hafi verið samþykkt í sam- ráði við bankastjórn Búnaðarbanka Íslands hf. að Þorsteinn Þorsteins- son framkvæmdastjóri verðbréfa- sviðs Búnaðarbanka Íslands hf. yrði skipaður bankastjóri B.I. Internatio- nal S.A. Þá hafi verið ákveðið að Alf Muhlig fyrrverandi framkvæmda- stjóri hjá B.I. International yrði skipaður aðstoðarbankastjóri hjá bankanum og um leið að Yngvi Örn Kristinsson tæki við starfi fram- kvæmdastjóra verðbréfasviðs Bún- aðarbanka Íslands hf. Breytingarn- ar taki gildi frá og með 1. maí 2001 og séu gerðar til að skýra verksvið og samræma stjórnskipulag bankans vægi íslensku starfseminnar. Árni Tómasson bankastjóri Bún- aðarbankans segir að með þessum breytingum sé verið að færa til menn sem séu í sambærilegum stöðum innan bankans og bankanum hafi þótt mikilvægt að nýta þá alþjóðlegu reynslu sem Þorsteinn hefði til að styrkja starfsemi bankans ytra. Yngvi hafi mjög mikla reynslu hér á landi þannig að betur færi á að þeir skiptu um störf. Spurður um reynslu Þorsteins er- lendis segir Árni að hann hafi, auk þess að hafa stundað nám ytra, starf- að hjá Norræna fjárfestingarbank- anum og í gegnum það hafi hann mjög víðtæka reynslu á þessu sviði. Aðspurður segir Árni að þetta tengist alls ekki neikvæðum um- ræðum sem verið hafi um verðbréfa- svið bankans hér. Áður voru Yngvi Örn og Alf Muhlig báðir framkvæmdastjórar bankans í Lúxemborg, en Árni segir að með því að nú sé gerð sú breyting að Þorsteinn verði bankastjóri og Alf Muhlig aðstoðarbankastjóri sé verið að leggja áherslu á að bankinn sé ís- lenskur og að mest viðskipti komi í gegnum Ísland, að minnsta kosti til að byrja með. Í lok september í fyrra tilkynnti Búnaðarbankinn um fyrirhugaða stofnun banka í Lúxemborg og um leið að ráðnir hefðu verið tveir fram- kvæmdastjórar, þeir Yngvi Örn Kristinsson og Alf Muhlig. Yngvi Örn hafði verið framkvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabanka Ís- lands og Muhlig aðstoðarbankastjóri Union Bank of Norway Internation- al í Lúxemborg. Í tilkynningunni kom fram að Muhlig hefði starfað í bankakerfi Lúxemborgar í tólf ár og hefði mikla reynslu af bankarekstri þar og góð tengsl bæði þar og á Norðurlöndunum. Morgunblaðið/Ásdís Síðastliðið haust var tilkynnt um stofnun banka í Lúxemborg. Frá vinstri: Þorsteinn, sem tekur við Búnaðarbankanum í Lúxemborg, Sólon R. Sig- urðsson bankastjóri og Yngvi Örn, sem tekur við verðbréfasviði bankans. Yfirmenn í BÍ víxla sætum VERSLUNARRÁÐ Íslands hefur gengið til samstarfs við Modernus ehf. um framkvæmd á reglubundinni mælingu á notkun vefmiðla, en Versl- unarráð hefur í áratugi veitt útgef- endum dagblaða og tímarita þjónustu upplagseftirlits. Í fréttatilkynningu frá Verslunar- ráði segir að með sívaxandi netnotk- un almennings hafi áhugi vaknað á því að koma einnig upp nokkurs kon- ar upplagseftirliti með vefmiðlum og á undanförnum árum hafa óskir um slíka þjónustu borist Verslunar- ráðinu. „Eftir miklar tæknilegar vanga- veltur og víðtækt samráð við aðila á þessum markaði hefur nú verið geng- ið til ofangreinds samstarfs og stend- ur aðstandendum vefmiðla til boða að taka þátt í Samræmdri vefmælingu. Hefur þetta upplagseftirlit fengið nafnið Samræmd vefmæling. Upp- lagseftirlit Verslunarráðs verður áfram heiti yfir könnun á upplagi dag- blaða og tímarita,“ segir í fréttatil- kynningunni. Modernus er hugbún- aðarhús sem sérhæfir sig í þróun og rekstri á gagnagrunnstengdum hug- búnaði, sem mælir og flokkar notkun á vefsetrum. Með hugbúnaðinum Virkri vefmælingu mun Modernus stöðugt mæla ýmsa þætti sem snerta notkun þátttakenda. Einu sinni í viku, á þriðjudögum, verður birtur listi yfir þrjár helstu stærðirnar; gesti, innlit og flettingar. Listinn verður birtur undir eftirliti Verslunarráðs og á heimasíðu þess, www.chamber.is. Fyrsta birting Samræmdrar vefmæl- ingar verður 1. maí nk. og mun sýna mælingar vikuna áður. Samræmd mæling á notkun vefmiðla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.