Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR grænlenskir þingmenn hafa gert kröfu til danskra stjórnvalda um að þau staðfesti hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna svo að Grænland geti gert kröfu til hluta Norðurpóls- ins. Annar þingmannanna, Hans Pavia Rosing, segir ann- ars vera hættu á því að svæðið falli til Norðmanna og/eða Rússa en báðar þjóðirnar hafa gert kröfu til Norðurpólsins. Efnahagslögsaga Grænlend- inga er nú 200 sjómílur en und- irriti Danmörk hafréttarsátt- málann er hægt að gera kröfu um allt að 360 sjómílur. Segir Rosing að með því sé hægt að tryggja réttindi til olíu og gass sem finnast kunni á svæðinu, auk þess sem það gefi Græn- lendingum möguleika á aukn- um fiskveiðum austur af Græn- landi. Annars kunni Grænlendingar að missa af miklum verðmætum. „En þetta er einnig spurning um virðingu; að eiga hluta Norðurpólsins,“ segir Rosing. Í svari forsætisráðuneytisins frá því í gær segir að í undir- búningi sé að staðfesta hafrétt- arsáttmálann en það sé þó ekki hægt fyrr en leystur verði ágreiningur um skilin á haf- svæðinu milli Borgundarhólms og Póllands. Græn- lendingar vilja hluta Norður- pólsins Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. RÚSSAR hafa varað Dani og Græn- lendinga við því að leyfa að hluti eld- flaugavarnarkerfis Bandaríkja- stjórnar verði í Thule-herstöðinni á Grænlandi. Þá hafa Grænlendingar krafist þess að vera hafðir með í ráð- um þegar samið verður um málið en dönsk stjórnvöld fara með utanrík- ismál Grænlendinga. Hafa sumir þeirra raunar krafist þess að samn- ingurinn um Thule-stöðina frá 1951 verði breytt, íbúum svæðisins í hag, en þeir voru fluttir nauðungarflutn- ingum frá svæðinu á sjötta áratugn- um. Thule-herstöð Bandaríkjamanna verður að öllum líkindum mikilvægur hlekkur í fyrirhuguðu eldflaugavarn- arverkefni Bandaríkjanna þótt danskur fræðimaður hafi raunar full- yrt fyrr í vikunni að mögulegt væri að setja slíkt kerfi upp án þess að vera með búnað á Grænlandi. Rússar hafa sett sig upp á móti eldflaugaáætluninni og hafa m.a. mótmælt harðlega fyrirhuguðum varnarkerfum í Thule. Hafa þeir látið að því liggja að með því kunni stöðin að verða skotmark langdrægra eld- flauga Rússa. Thulestöðin var rædd í þaula á þingfundi í danska þinginu á þriðjudag og þar ítrekuðu Rússar að- varanir sínar. Júrí Kapralov, hátt- settur embættismaður í rússneska utanríkisráðuneytinu, sagði þar að „ef ekki yrði tekið tillit til Thule-her- stöðvarinnar yrði um líf og dauða að tefla“, að því er segir í frétt Ritzau. Umræður um hið áformaða eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna Rússar ítreka viðvaranirnar vegna Thule Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. BANDARÍSK áhöfn eftirlitsflugvél- ar heyrði samtal flugmanns vélar bandarískra trúboða, sem var skotin niður í Perú fyrir viku, við flugturn nálægs flugvallar og reyndi að vara flugmann orrustuþotu flughers Perú við áður en hann skaut á vél trúboð- anna, að sögn bandarískra embætt- ismanna sem hafa hlýtt á hljóðritanir á samtölum flugmannanna. Einn embættismannanna sagði að flugmaður herþotunnar hefði gert árásina nánast um leið og áhöfn eft- irlitsvélarinnar reyndi að vara hann við. Flugmaður vélar trúboðanna heyrðist síðan hrópa: „Þeir eru að drepa okkur!“ Tveir bandarískir flugmenn eftir- litsvélarinnar hrópuðu til fulltrúa flughers Perú, sem var í vélinni og í fjarskiptasambandi við flugmann herþotunnar, og báðu hann að gefa fyrirmæli um að árásinni yrði hætt. „Ekki meira, ekki meira,“ sagði þá fulltrúi flughers Perú við flugmann herþotunnar. Bandarískir embættismenn eru enn að rannsaka hljóðritanir og myndbandsupptöku af atburðinum. Bandarísk kona og sjö mánaða dóttir hennar biðu bana í árásinni og flug- maðurinn særðist. Honum tókst þó að lenda vélinni og eiginmaður kon- unnar og sonur þeirra komust lífs af. Eftirlitsflugi hætt í Kólumbíu Orrustuþotan og bandaríska eft- irlitsvélin tóku þátt í sameiginlegum aðgerðum Bandaríkjanna og Perú til að stöðva eiturlyfjasmygl með flug- vélum á svæðinu. Slíku eftirlitsflugi bandarískra flugvéla yfir Perú og Kólumbíu hefur nú verið hætt. Flugmenn bandarísku vélarinnar tóku fyrst eftir vél trúboðanna og ákváðu að benda herþotunni á hana þótt þeir teldu ólíklegt að hún tengd- ist eiturlyfjasmygli, að sögn banda- rísku embættismannanna. Flug- mennirnir drógu þá ályktun vegna þess meðal annars að vélin fór ekki sömu leið og vélar eiturlyfjasmygl- ara eru vanar að fara og reyndi ekki að komast undan. Að sögn heimildarmannanna varð bandarísk áhöfn eftirlitsvélarinnar mjög hissa þegar flugmaður herþot- unnar gerði árásina án þess að ganga úr skugga um hvort um eiturlyfja- smyglara væri að ræða, m.a. með því að kanna skráningarnúmerið. Ekki var ljóst í gær hvort fulltrúi Perúhers í eftirlitsvélinni vissi af vís- bendingunum um að litla vélin tengdist ekki eiturlyfjasmygli. Reuters Flak trúboðavélarinnar maraði enn í hálfu kafi í Amazon-fljóti í norðurhluta Perú á miðvikudag. Farþegaflugvélin sem var skotin niður í Perú Reyndu að hindra árás- ina á síðustu stundu Washington. AP. JUNICHIRO Koizumi, nýkjörinn forsætisráð- herra Japans, tilnefndi í gær ráðherra í stjórn sína, þeirra á meðal fyrstu konuna í embætti utanrík- isráðherra. Þykir val hans staðfesta að hann vilji knýja fram efnahagsumbætur og breytingar á flokki sínum, Frjálslynda lýðræðisflokknum. Koizumi komst til valda með miklum stuðningi grasrótarinnar í stjórnarflokknum sem óttast að flokkurinn bíði ósigur í kosningum til efri deildar þingsins í júlí. Koizumi tekur við af Yoshiro Mori, einum óvinsælasta forsætisráðherra í sögu lands- ins. Stjórn Moris sagði af sér í gærmorgun og Koiz- umi var kjörinn ellefti forsætisráðherra landsins á 13 árum í atkvæðagreiðslu á þinginu. Konur í þriðjungi ráðherraembættanna „Ég vil tilnefna þá sem leggja kapp á umbætur,“ sagði nýi forsætisráðherrann eftir atkvæðagreiðsl- una og tilkynnti skömmu síðar að fimm konur fengju sæti í stjórninni, fleiri en nokkru sinni fyrr. Konur eiga að gegna þriðjungi ráðherraembætt- anna og teljast það mikil tíðindi í Japan þar sem konur eru aðeins 10% þingmannanna. Konurnar fá allar áhrifamikil embætti og eiga að fara með utan- ríkis-, dóms-, samgöngu-, heilbrigðis- og mennta- mál. „Þetta er byltingarkennd stjórn,“ sagði Makiko Tanaka, sem var tilnefnd í utanríkisráðuneytið. Hún er dóttir Kakuei heitins Tanaka, sem var for- sætisráðherra og einn áhrifamesti stjórnmálamað- ur Japans eftir síðari heimsstyrjöld, kom m.a. sam- skiptum landsins við Kína í eðlilegt horf. Skoðanakannanir hafa hvað eftir annað bent til þess að hún sé vinsælasti stjórnmálamaður Japans en nokkrir stjórnmálaskýrendur sögðust efins um að hún hefði næga pólitíska reynslu til að takast á við svo mikilvægt embætti. Sjö ráðherrar í fráfarandi stjórn halda embætt- um sínum, þeirra á meðal tveir ráðherrar tveggja samstarfsflokka Frjálslynda lýðræðisflokksins. Koizumi hefur lofað að breyta starfsháttum flokks síns, sem hafa einkennst af leynimakki for- ystumanna hinna ýmsu fylkinga flokksins. Athygli vakti að stærsta fylkingin fékk aðeins tvö ráðherra- embætti af 17 og þau eru bæði fremur valdalítil. Val Koizumis á fjármálaráðherra kom mörgum á óvart, en við því embætti tekur Masajuro Shiok- awa, 79 ára fyrrverandi samgöngu- og mennta- málaráðherra. Nokkrir stjórnmálaskýrendur sögðu hann eiga glæsilegan stjórnmálaferil að baki en aðrir efuðust um að hann væri rétti maðurinn í embættið. Heizo Takenaka, hagfræðiprófessor við Keio-há- skóla í Tókýó, var falið að fara með efnahagsmál í stjórninni og mæltist það vel fyrir á fjármálamörk- uðunum, enda hefur hann beitt sér fyrir erfiðum en nauðsynlegum efnahagsumbótum. Nobuteru Ishihara, 44 ára umbótasinnaður þing- maður, á að annast stjórnsýsluumbætur Óttast málamiðlanir Koizumi sagði í stefnuyfirlýsingu, sem birt var í gær, að hann stefndi að „sveigjanlegum og róttæk- um“ aðgerðum til að breyta stjórnarflokknum og blása lífi í efnahaginn. Margir telja að hann hyggist reyna að koma á umbótum án þess að valda miklum titringi í stjórnarflokknum. Efasemdamenn óttast að Koizumi standi ekki við loforð sín um efnahagslegar umbætur og semji um málamiðlanir til að halda stuðningi manna eins og Asos, sem eru hlynntir því að ríkisútgjöldin verði aukin frekar, í því skyni að koma í veg fyrir enn meiri efnahagssamdrátt. Margir fjármálasérfræð- ingar eru efins um að ráðherralið Koizumis búi yfir nægri reynslu, seiglu og kænsku til að breyta stjórnarflokknum og hafa betur í baráttunni við skriffinna og áhrifamikla stjórnmálamenn í flokkn- um. Nýr forsætisráðherra Japans velur umbótasinna í stjórn sína Fimm konur tilnefndar í valdamikil embætti Tókýó. Reuters, AP. AP Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans (t.h.), ásamt ráðherrum stjórnar sinnar. Við hlið hans er Chikage Ogi samgönguráðherra en í efri röðinni eru, f.v.: Hakuo Yanagisawa, ráðherra fjármálaþjónustu, Makiko Tanaka utanríkisráðherra og Toranosuke Katayama, sem fer m.a. með póst- og fjarskiptamál. SAS hyggst ekki innkalla 51 vél af gerðinni Boeing 737, þrátt fyrir að framleiðandinn hafi varað við því að galli kunni að vera í hæðarstýri vél- arinnar og hvatt til skoðunar. Vél- arnar, sem eru af undirgerðunum 600, 700 og 800 verða skoðaðar næstu tíu daga, segir Ulf Thorné, talsmaður SAS. Boeing verksmiðjurnar vöruðu á mánudag við því að bolti í hæðarstýri vélanna virkaði ekki sem skyldi í öll- um vélunum og því bæri flugfélögum að skoða hæðarstýri vélanna sérstak- lega með tilliti til þessa. Alls hafa um 800 vélar af þeirri gerð sem um ræðir verið framleiddar. Þrjú bandarísk flugfélög hafa lent í erfiðleikum vegna þessa en skrúfist boltinn í hæðarstýrinu ekki rétt á, hefur það áhrif er vélin hækkar og lækkar flug- ið. Hafa sænskir fjölmiðlar eftir tals- manni bandaríska loftferðaeftirlits- ins að slíkt geti orðið til þess að flugmaður missi stjórn á henni. Thorné segir SAS ekki hafa metið það svo að gallinn setti öryggi flug- farþega í hættu og því hefði verið ákveðið að kalla flugvélarnar ekki inn. Gallar í hæðarstýri? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.