Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 42

Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 42
UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ V issulega er dapurlegra hlutskipti til í jarðlíf- inu en því verður seint haldið fram að sérstök reisn fylgi því að teljast til íslenskra neytenda. Hlutskipti þessa fyrirbrigðis er um flest jafnlögmálsbundið og ópersónulegt og hugtakið gefur til kynna. Neytandinn er ofurseldur framandi öflum; dæmdur til að geta ekki breyst. Á Íslandi er hann aukinheldur dæmdur til að þrífast í umhverfi, sem ógerlegt er að breyta. Tæpast verður sagt um neyt- andann að hann einkenni hetju- bragur. Í raun er hann persónu- laust fyrirbrigði í náttúrunni, sem ekki fær flúið eigin örlög. Honum er skapað að meðtaka næringu og skila henni til umhverfisins. Á ís- lensku eru mörg orð og sum hver hugvitsamleg til um það ferli- líffræðin nefn- ir þetta óum- breytanlega lögmál þveiti. Á Íslandi tilheyrir neyt- andinn ekki afmörkuðum hagsmunahópi og því á hann sér formælendur fáa. Þar eð allir eru neytendur er hlut- skipti þeirra eitt og hið sama. Og þegar hlutskipti allra er eitt og hið sama mælir viðtekin speki fyrir um að ástæðulaust sé að breyta því. Ef allir væru fyllibyttur hefði brennivínið næstum því ábyggi- lega aldrei hækkað. Djúpstæð andstaða við breyt- ingar hefur enda löngum verið ráðandi afstaða þess fólks, sem landsmenn afreka að kjósa yfir sig í kosningum á fjögurra ára fresti. Að vísu eru til talsmenn neyt- enda og innan stjórnmálastétt- arinnar er að finna fólk, sem telur sig sérlega málsvara þessa dap- urlega fyrirbrigðis. Á þá er vit- anlega ekki hlustað. Þetta ágæta fólk kemur reglulega fram fyrir alþjóð og lýsir yfir því að neyt- endur muni „ekki sætta sig lengur við okur og fákeppni“ eða að „þol- inmæði neytenda gagnvart of- urtollum“ sé á þrotum. Þessi málflutningur breytir að sjálfsögðu engu enda er litið svo á að hann þjóni fyrst og fremst þeim tilgangi að gera lífið í lýð- veldinu enn spaugilegra. Öðru hverju vakna hjá neytand- anum, þessum smágerða, ramm- íslenska „aðila“, vonir um að áskapað hlutskipti hans kunni að batna. Yfirleitt tengjast slík bjart- sýnisköst upplýsingum, sem ber- ast með reglubundnu millibili til Íslands þess efnis að þetta gæfu- litla fyrirbrigði, neytandinn sjálf- ur, sé dæmdur til að greiða mun hærra verð fyrir þann varning, sem heldur í honum líftórunni en þeir, sem sætt hafa sömu örlögum annars staðar á Vesturlöndum. Oftar en ekki verður íslenski neytandinn reiður og hann tekur að hugleiða í fullri alvöru að refsa umhverfinu. Fyrir kemur að þess- um uppburðarlausa „einstaklingi“ er svo gróflega misboðið að hann skrifar grein í blað eða hringir í útvarpsstöð. Hann krefst mót- mæla, hann heimtar breytingar. Hann íhugar jafnvel að sniðganga tiltekinn varning og þá jafnan þann, sem í þetta skiptið hefur verið upplýst að seldur sé við ok- urverði á Íslandi. Neytandinn tek- ur í fullri alvöru að hugleiða hvort hann fái með einhverju móti flúið hlutskipti sitt en kemst jafnan að sömu niðurstöðu; lögmál næring- arinntöku og skila verður ekki sniðgengið. Lífið er þveiti. Íslenski neytandinn hefur enda sérstaka nautn af því að komast í umhverfi þar sem hann er ekki of- urseldur verðlagi á nauðsynjum, sem einungis verður jafnað við þaulskipulagða brjálsemi. Það gerir hann með því að fara til ann- arra landa. Þar býr fólk, sem komist hefur að þeirri niðurstöðu, eftir heldur litla umhugsun, að óverjandi sé að hin ýmsu form næringar, sem nauðsynleg eru til að tryggja sjálfan framgang lífs- ins, teljist til munaðarvöru. Íslenski neytandinn fær að vísu samviskubit þegar hann kemst að því að útlend matvara er ekki það sorp, sem honum hefur verið talin trú um. Hann fyllist að auki undr- un þegar hann uppgötvar að drykkjarhæft vatn er til annars staðar en á Íslandi og sektar- kenndin verður nánast óþolandi þegar hann gerir sér ljóst að í út- löndum er ekki sérhver fisktutla geislavirkur óþverri. Samviskubitið, sem svikin við þjóð og menningu framkallar, dofnar að vísu yfir glasi af rauð- víni og íslenski neytandinn skráir hjá sér verðið á flöskunni til að geta hlegið að því með vinnufélög- unum þegar heim er komið. „Þetta er nú eitthvað annað en okrið hérna, maður.“ Einhver rifjar upp að í Dan- mörku hafi ráðherra nýlega lagt til að verð á áfengi verði lækkað. Spurt er hvers vegna slíka stjórn- málamenn sé ekki að finna á Ís- landi og er niðurstaða strákanna í vinnunni sú að andleysi rétthugs- unar á Íslandi sé slíkt að óhæfa þyki að vekja máls á trylltu áfengisverði. Enda eru þau sannindi viðtekin á Íslandi að við hverja hækkun nálgist áfengið sannvirði. Neytandinn hefur af athygli fylgst með „stóra grænmetismál- inu“, sem þeir er gleggsta hafa sýn yfir íslenska stóratburði telja að komi jafnvel til með að skyggja á „meðalstóra vasahnífamálið“. Grænmetismálið mikla er víst komið í nefnd, sem sýnir að efn- istök íslenskra stjórnmálamanna eru í einu og öllu jafnlögmáls- bundin og hlutskipti neytandans. Þar er enda meginhugsunin sú að ástæðulaust sé með öllu að breyta; lokaniðurstaðan liggur fyrir áður en efnisleg meðferð hefst. Framrás íslenskra stjórnmála er óumbreytanleg, einna líkust þveiti. Fyrir kemur að íslenski neytandinn hugleiði hvers vegna önnur lögmál en þekkjast erlendis gildi um verð á nauðsynjum í lýð- veldinu. Sá grunur læðist að hon- um að eitthvað kunni að vera óeðlilegt við að hann neyðist til að fara með fjölskyldu sína í sumar- frí til annarra landa sökum þess að það er ódýrara en að njóta frí- daga, hreint yfirtak léttur í skapi, á grundum fósturjarðar. Þessar hugrenningar eru á hinn bóginn sjaldnast langlífar og þeg- ar lúðurinn gellur gengur íslenski neytandinn á kjörfund, hlýðinn og agaður sem skáti væri og stað- festir óbreytt ástand. Lífríki neytanda Um hlutskipti neytandans og lögmálsbundið þveiti í mannlífi og stjórnmálum. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is NÝAFSTAÐNIR páskar á Akureyri tók- ust einstaklega vel í alla staði. Bæinn sóttu heim þúsundir gesta sem nutu þeirrar fjöl- breyttu þjónustu og af- þreyingar sem Akur- eyri hefur upp á að bjóða. Svo virðist sem páskar á Akureyri séu að öðlast ákveðinn sess í huga fólks því alltaf stækkar sá hópur sem kýs að verja þessum frídögum í skjóli ey- firskra fjalla. Sem bor- inn og barnfæddur Ak- ureyringur er ég ákaflega stoltur af þessari þróun. Ég er upp með mér af því að við getum tekið á móti öllu þessu fólki og með þeim myndarbrag sem raun ber vitni. Metaðsókn Um nýliðna páska voru ýmis met slegin. Þannig var metaðsókn í Sundlaug Akureyrar þar sem 10–12 þúsund gestir komu í heimsókn. Þá var einnig metsala á lyftumiðum í Hlíðarfjalli og þar stefnir raunar í al- gert metár. Af menningarsviðinu má nefna frumsýningu á nýju leikriti hjá Leikfélagi Akureyrar og 40 málverk seldust á sýningu tveggja akur- eyrskra listamanna sem lauk í Lista- safninu á Akureyri um páskana. Í Íþróttahöllinni var haldið Íslands- mót í fitness og þannig má áfram telja. Ánægjulegustu tíðindin eru síðan þau hvað allt gekk vel og slysa- lítið fyrir sig og í fjölmiðlum var haft eftir lögreglunni að hún hefði átt nokkuð rólega daga þrátt fyrir þann mikla mannfjölda sem var á svæðinu. Spurning um hugarfar Það er ekki vandalaust fyrir Ak- ureyringa að taka á móti svo mörg- um gestum yfir eina helgi og alls ekki sjálfgefið að það gangi svo vel sem dæmin sanna. Að mínu viti hjálpast hér margt að en sýnu mikilvægast er hið jákvæða viðhorf sem ríkir í bænum gagnvart því að fá sem flesta gesti um páskana. Akureyringar eru með réttu stoltir af öllu því sem þeir hafa upp á að bjóða. Hér skiptir einnig miklu máli sú hugarfars- breyting sem orðið hef- ur gagnvart því að fólk hafi aðgang að allri þjónustu yfir hátíðis- dagana. Fólk kemur ekki bara til þess að fara á skíði og í sund. Það vill geta notið þeirrar fjölbreyttu flóru veit- inga- og skemmtistaða sem blómstr- ar á Akureyri. Nú er af sem áður var að allt sé meira og minna lokað þessa daga og er það vel. Ég fæ ekki séð að þetta rýri á neinn hátt þann hátíð- leika sem fylgir páskunum. Sem dæmi um það sem vel er gert má nefna tvo viðburði sem fram fóru í miðbæ Akureyrar á dögunum. Ann- ars vegar var efnt til sprettgöngu á skíðum í göngugötunni, í tengslum við landsmótið á skíðum, og hins veg- ar keppni í samhliðasvigi í Gilinu. Í báðum tilfellum voru brautir útbún- ar með því að aka snjó á staðinn, sem vinnulega hafði í för með sér fyrir- höfn og kostnað en skilaði sér marg- falt til baka. Þeir sem að þessu stóðu eiga heiður skilinn því þarna fjöl- menntu bæjarbúar til að horfa á og frábær stemmning myndaðist. Við- tökurnar sýna að full ástæða er til að halda áfram á sömu braut. T.d. væri tilvalið að efna til snjóbrettakeppni í Skátagilinu, útivistarperlu miðbæj- arins. Sprettgangan og samhliða- svigið sýna að það er ýmislegt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Sannkölluð fjölskylduhátíð Eins og fram hefur komið í frétt- um hafa nú á þriðja tug fyrirtækja á Akureyri sameinast um átak sem miðar að því að fá sem flest fólk til bæjarins. Í þessum hópi, sem tekið hefur sér það hógværa nafn Veður- guðirnir, er m.a. það fyrirtæki sem ég tek þátt í að stjórna, Kristjáns- bakarí. Fyrir okkur sem tökum þátt í þessu verkefni var afar ánægjulegt að sjá hversu margir höfðu áhuga á að koma til Akureyrar um páskana. Við trúum því og treystum að þessir gestir hafi ekki farið erindisleysu, þeir hafi fundið það sem þeir leituðu að og hafi hug á að koma aftur að ári liðnu. Ljóst er að nýafstaðin páskahátíð á Akureyri var sannkölluð fjöl- skylduhátíð þar sem bæjarbúar jafnt sem gestir áttu ánægjulegar stundir. Eins og flestir vita hefur nokkuð ver- ið reynt að byggja upp fjölskylduhá- tíð á Akureyri um verslunarmanna- helgi en fólk ekki verið á eitt sátt um hvernig til hefur tekist. Óskandi væri að við Akureyringar gætum með sama jákvæða hugarfarinu og við höfum byggt upp fjölskylduhátíð um páskana byggt upp fjölskylduhá- tíð um verslunarmannahelgina eða einhverja aðra helgi ársins. Þar er verkefni sem vert er að vinna að. Frábærir páskar á Akureyri Kjartan Snorrason Fjölskylduhátíð Ljóst er að nýafstaðin páskahátíð á Akureyri var sannkölluð fjöl- skylduhátíð, segir Kjartan Snorrason, þar sem bæjarbúar jafnt sem gestir áttu ánægju- legar stundir. Höfundur er atvinnurekandi á Akureyri. ÞAÐ skal fram tekið í upphafi þessa greinar- stúfs, að höfundur hans var á sinni tíð mikill áhugamaður um fisk- eldi á Íslandi. Það kom því vel á vondan, þegar hann þurfti að hafa með höndum, sem banka- starfsmaður, að ganga milli bols og höfuðs á þeim fiskeldisfyrirtækj- um sem enn hjörðu þeg- ar sláturstörfin hófust. Það hefir löngum ver- ið mikil árátta á Íslend- ingum að ryðjast á garðann, ef þeim sýnd- ist að gjöfin væri girni- leg, af mikilli áfergju og oft á tíðum að fullkomlega óathuguðu máli. Beitan fyrir landann í laxeldismál- um um árið voru fréttir af Norðmönn- um, sem mikilvirkir voru í eldinu. Og fyrst þeim var þetta fært hlaut eft- irleikurinn að vera öðrum auðveldur og gullæði greip um sig. Reynslan, sem af ævintýrinu hlauzt, er ólygin og ætti að vera mönnum í fersku minni. Mæðuveiki og minkafár fyrri tíðar varð þjóðinni kannski þyngra í skauti, en milljarða- tugir fóru í súginn samt á örskömm- um tíma í fiskeldistilrauninni miklu. En það er eins og þessi áföll séu öll- um týnd og tröllum sýnd. Nú búast menn um rammlega í nýju tilhlaupi til stórframkvæmda í laxeldi við Íslands- strendur; og öll aðgát virðist látin lönd og leið. Má leikmaður allra mildilegast leyfa sér að spyrja: Hvað hefir ger- breyzt frá því sem stóráföllin riðu yfir okkur í greininni á 9. og 10. áratugn- um? Aðstæður í landinu og við sjóinn eru auðvitað allar hinar sömu. Fjarlægðin frá mörkuðum hin sama, sem ein út af fyrir sig getur dæmt okkur úr leik. Sjúkdómar herja á fiskinn sízt vægilegar en áður. Verðlag á af- urðunum hefir hækkað, segja menn. Má í allri auðmýkt minna á að hið háa verðlag var á sínum tíma aðalforsenda fisk- eldisframkvæmdanna? Og hvernig fór? Verðið hrapaði. Halda menn kannski að stór-fram- leiðendurnir í Noregi, sem búnir eru að af- skrifa fyrirtæki sín, muni halda að sér höndum, þegar stóraukið framboð verður á mörkuðum á fiski frá Ís- landi? Þá þekkja menn frændur vora illa. Að sjálfsögðu munu þeir undir- bjóða í tvö, þrjú ár sem það tæki að drepa íslenzku fyrirtækin. Að því ógleymdu að víða á jarðarkringlunni búa menn sig undir fiskeldi við miklu betri aðstæður en hér, norður undir heimskautsbaug. Austfirðir eru nú undirlagðir æv- intýrið, þar sem tunga úr Norður-Ís- hafsstraumnum teygir sig suður með öllu landi. Það gat samt ekki hindrað þörungablóma að drepa á einni nóttu laxeldi Strandarsíldar á Seyðisfirði um árið. Í þeim firði leggja menn nú mikið undir. Aðeins að einu leyti eru aðstæður nú breyttar frá því sem vitað var við fyrri tilraunina: Nú sýnist fræði- mönnum sem fullkomin hætta kunni að vera á að hinn nýi eldisstofn útrými frægasta laxfiskastofni veraldar: Norður-Atlantshafslaxinum. Þótt litið yrði fram hjá öllu öðru er sú ástæða ein og sér nægjanleg til að dæma mál- ið af. Ella myndi íslenzk þjóð endan- lega dæma sig úr leik í umverfismál- um. Raunar sýnast stjórnvöld afar treg til að átta sig á hinum nýju og breyttu viðhorfum í þeim málum. Nægir í því sambandi að minna á áformaða aðför að Eyjabökkum. Og nú síðast í dag, þegar þetta er ritað, þriðjudaginn 24. apríl, telur einn auraapinn það gulls ígildi ef takast mætti að sökkva Þjórsárverum til að fóðra erlenda álbraskara á gjafara- orku. Það er svo sem auðvitað, að þeir sem mest ætla að leggja undir í nýju fiskeldisævintýri, eru þeir sem mest hafa fengið gefins af þjóðarauðlind sjávarins. Þeir hætta þessvegna til annarra manna fé aðallega, auk þess að koma sér upp skattaafslætti um langa hríð ef illa fer. Og er fátt svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott fyrir hið nýja auðvald á Íslandi, eins og nú standa sakir um stjórn landsins. Nýtt eldisævintýri? Sverrir Hermannsson Fiskeldi Það er svo sem auðvitað, segir Sverrir Her- mannsson, að þeir sem mest ætla að leggja und- ir í nýju fiskeldisævin- týri, eru þeir sem mest hafa fengið gefins af þjóðarauðlind sjávarins. Höfundur er alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.