Morgunblaðið - 27.04.2001, Page 46

Morgunblaðið - 27.04.2001, Page 46
UMRÆÐAN 46 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR nokkru var ég á ferðalagi í Banda- ríkjunum ásamt sviss- nesk-bandarískri vin- konu minni, Mayu Ramati, en hún er gyð- ingur. Fjölskylda hennar hefur verið búsett í Montreux í Sviss í 18 ár, en þar áður áttu þau heima í Ísrael og enn fyrr í Bandaríkjunum, en hún fæddist í Los Angeles. Maya á mörg skyldmenni bæði í Los Angeles og annars staðar í Bandaríkjun- um, gyðinga, sem leituðu þar hælis bæði fyrir og eftir heimsstyrjöldina síðari. Alexander Ramati Þess má geta að faðir Mayu, Alex- ander Ramati (hann breytti nafni sínu úr hinu gyðinglega Greenberg í Ramati) ólst upp í pólska bænum Brest, sem nú tilheyrir Rússlandi. Í Brest voru um það bil fjörutíu þús- und gyðingar þegar stríðið braust út. Af þessum fjörutíu þúsundum voru það aðeins fimmtán sem komust lífs af svo vitað sé. Meðal þessara fimm- tán voru Alexander sjálfur, foreldrar hans og yngri bræður hans tveir. Það gerðist þannig að auðmaður sem var vinur fjölskyldunnar og í metum hjá SS sótti þau bókstaflega í ghettóið, þar sem gyðingunum hafði verið safnað saman, rétt áður en SS lagði að því eld. Foreldrar Alexanders leit- uðu þvínæst á náðir bændafjölskyldu sem þau höfðu reynst vel og fengu að búa í hlöðunni á býli þeirra í felum, ásamt yngsta syni sínum það sem eft- ir lifði stríðsins. Allir aðrir ættingjar hans voru myrtir. Alexander og mið- bróðirinn flúðu um Rússland, Ung- verjaland og Júgóslavíu til Ítalíu og komust báðir lífs af. Alexander gerð- ist síðar stríðsfréttaritari og mennt- aði sig í lögum við Rómarháskóla og lauk þaðan doktorsprófi. Hann gerð- ist svo rithöfundur, kvikmyndaleik- stjóri og kvikmyndaframleiðandi og skrifaði fjölda bóka um reynslu sína og annarra gyðinga í heimsstyrjöld- inni síðari og framleiddi jafnframt kvikmyndir, byggðar á bókum sínum, sem hann leikstýrði sjálfur. Þekktasta mynd hans heitir And- spyrnuhreyfingin í Assissi (The Ass- issi Underground) og fjallar um björgun kaþólsku kirkjunnar á hundruðum gyðinga í Assissi á Ítalíu. En áfram með sög- una. Við Maya dvöldum í tíu daga í Los Angeles og ákváðum að prófa að taka strætisvagna frá norðri til suðurs, þvert í gegnum borgina, þótt við vissum að þetta yrði síður en svo skemmti- leg lífsreynsla. Þess má geta að slík samgöngutæki nota að- eins þeir sem eiga ekki bíl í bílaborginni og þeir eru nær eingöngu úr hópi hörunds- dökkra. Það er skemmst frá því að segja að ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, fundið jafn magnþrungið and- rúmsloft og í strætisvögnunum í Los Angeles. Allir farþegarnir voru hör- undsdökkir og bílstjórarnir einnig. Við urðum óþægilega vör við sterka andúð bæði vagnstjóra og farþega í okkar garð; við áttum alls ekki að vera þarna að því er virtist eingöngu vegna þess að við vorum hvít. Stéttarlegur munur endurskins- merkjanna og hinna farþeganna hef- ur vafalaust haft sitt að segja um við- horf fólksins í okkar garð, en það fór ekki á milli mála að eldurinn í augum flestra var ekki kærleiksríkur ástríðueldur. David Stern Eins og fyrr segir búa margir ætt- ingja Mayu í Bandaríkjunum og hafa flestir þeirra komið ár sinni vel fyrir borð. Yngsti föðurbróðir hennar, Jack Greenberg, sem við heimsótt- um, á til dæmis og rekur eitt stærsta olíufyrirtækið í Denver, Colorado. Þegar við dvöldum í Los Angeles heimsóttum við annan frænda henn- ar, David Stern, sem er gyðingur af þýskum uppruna, en faðir hans flúði með fjölskylduna frá Þýskalandi til Bandaríkjanna og byggði upp risa- vaxna verslunarkeðju. David seldi verslunarkeðjuna fyrir meira en 20 árum og líf hans einkennist af ferða- lögum milli ólíkra dvalarstaða víðs- vegar um heim. Svo sorglega vildi til að hann var nýbúinn að missa eig- inkonu sína úr krabbameini þegar við hittum hann. David hefur brennandi áhuga á menningu, þjóðfélagsþróun og fólki með ólíkan uppruna og hefur öðlast djúpan skilning á þessum málum. Við Maya heimsóttum hann á heimili hans í Bel Air. Þar ræddum við með- al annars um menningu og þjóð- Safn umburð- arlyndisins Ragnar Halldórsson ÉG TEL rétt að svara bréfi mér til- einkuðu í Mbl. 20. mars sl. frá Sigmari B. Haukssyni, for- manni Skotveiðifélags Íslands. Í því kemur ýmislegt fram sem er umhugsunarefni fyrir skotveiðimenn, skóg- ræktarfólk og aðra náttúruunnendur. „Rugl“ og „dylgj- um“ í okkar skoðana- skiptum sem Sigmar vænir mig um vísa ég alfarið til föðurhús- anna, þar sem ég hef aðeins vitnað til hans eigin orða í þremur blaðaviðtölum og þess sem alþjóð veit um hann sem opinbera persónu, framámann sem ætti að mega taka mark á. Villimenn Í Degi 11. jan. s.l. segir Sigmar orðrétt: „Ég er því miður afar áhyggjufullur út af öllum þessum skógræktarframkvæmdum.“ Í þessu viðtali var af hans hálfu öll skógaraukning lögð að jöfnu sem framtíðarvá fyrir vöxt og viðgang rjúpnastofnsins, hvergi minnst á barrskóga sérstaklega. Nú 20. mars er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn hjá skot- veiðifélagsformanninum, enda ábyrgðarhluti hjá slíkum framá- manni að verða sannur að sök um að hafa haft umhverfisráðherra að ginningarfífli þegar hún svaraði fyrirspurn um margnefndan fugl á Alþingi. Hitt blasir við hverjum sjáandi manni að þegar komnir eru vítt um landið í framtíðinni afgirtir skóg- arreitir, sem rjúpan leitar skjóls í og ekki verða heimilir fyrir tor- færutækjaumferð eða drápsmenn þá harðnar á dalnum hjá Sigmari og kumpánum hans. Eflaust er stærstur hluti sport- veiðimanna vandur að virðingu sinni í þessum efnum, en við hér í Djúpi höfum hins vegar reynslu af veiðiþjófum sem skjóta m.a. dilka í hlaðvarpanum, heimilishundana í túnfætinum, ófleyga álftarunga svo og æðarfugl, auk aksturs á fjór- hjólum, torfærujeppum og vélsleð- um á eftir rjúpunum. Sjálfur hef ég þurft að „taka til“ eftir gesti að sunnan, særðar og lemstraðar rjúpur m.a. væng- brotnar, blindar, fóta- lausar og frostnar nið- ur lifandi í eigin blóðpolli. Það er á slíkum stundum sem maður skilur hugarástand frumbyggjanna í villta vestrinu forðum, sem hengdu illþýðið án dóms og laga í næsta tré. Drápsfýsn Það er tilgangslaust fyrir Sigmar að bera af sér löngun til að murka lífið úr hrossagauk- um. Í Mbl. 20. ágúst sl. segir í upp- hafi fréttar á baksíðu: „Sigmar B. Hauksson formaður Skotvíss félags skotveiðimanna vill að leyfð- ar verði veiðar á hrossagauk.“ „Líf hrossagauka er ekkert mik- ilvægara eða verðmætara en t.d. rjúpu eða lambsins þess vegna,“ segir Sigmar. Í Mbl. 31. ágúst sl. hnykkir Sig- mar enn á aðspurður um nýjar áhugaverðar fuglategundir til að veiða: „Það má segja að önnur sú tegund sem kemur til greina, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, sé hrossagaukur.“ Í Mbl. 20. mars barmar Sigmar sér yfir ástæðulausum múgæsing- um út af þessari ómerkilegu hug- mynd skotvís-forustunnar. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir eða er sama um, að hrossagauk- urinn er hluti af þjóðarsálinni, gildur tónn í sjálfri vorsinfóníunni. Forherðingin virðist slík að næstu skref Skotvís gætu allt eins orðið að fara fram á veiði á þröstum, ló- um, spóum og stelkum sem allt eru ólíkt matmeiri og girnilegri bráð en gaukagreyin. Er þá nokkurt vit eða sanngirni í því á þessum yndislegu frelsistím- um, lesendur góðir, að Sigmar og garpar hans með allar þessar fok- dýru og glæsilegu marghlæður, flottu felubúninga og stríðöldu veiðihunda þurfi að sitja auðum höndum allan guðslangan vetur- inn? Staðfuglastofnar eru víst sumir býsna stórir. Því ekki að fara fram á að fá að leggja til atlögu við þessa kjána sem eru að þreyja með okkur þorrann og góuna, svo sem auðnutittlinga, músarrindla og sól- skríkjur. Hún Sif myndi eflaust skoða það með velvilja og skilningi um leið og hún setur hrafn og svartbak á vá- lista. Ný veiðimannasamtök Við það verður ekki lengur unað að Sigmar og klúbbfélagar hans í Reykjavík dragi alla skotveiði- menn niður í svað skógræktarand- úðar og smáfugladrápsfýsnar. Áður hefur Sigmar marglýst yfir andúð sinni á atvinnuskyttum, sem fæstir munu þó stunda „brottkast“ á rjúpu og gæs eins og þeir skot- óðu. Í hver skipti sem lögfræðinga- mafía þéttbýlisins sýknar veiði- þjófa fagnar Skotvís og fyrir hver jól reynir formaðurinn að halda niðri rjúpnaverði með ýkjusögum af veiði. Í undirbúningi er því að stofna landssamtök atvinnuveiðimanna sem komi fram sem málsvari þess stóra hóps gagnvart ríkisvaldi og sveitarfélögum. Siðleg veiði- mennska, friðun hálendisins fyrir skotveiðum – nema á refi og minki, hófleg sókn í nytjafuglastofna, eðlileg, sjálfsögð og stóraukin sókn um land allt gegn minki og refi, hrafni, svartbaki og kjóa og síðast en ekki síst; endurreisn veiði- stjóraembættisins virðast nærtæk- ust markmið slíkra samtaka. Að lokum þakka ég Sigmari fyrir upplýsandi skrif. Hann kallar mig „ágætan hagyrðing“ og er það von mín að hann misvirði það þá ekki þótt ég endi þessa grein með vísu frá í haust. Ekki bregst hann okkar vonum, æfir vel og snjall að hitta. Lands með fremstu sómasonum Sigmar hrossagaukaskytta. Skotvís í skammar- króknum Indriði Aðalsteinsson Skotveiði Við það verður ekki lengur unað, segir Indr- iði Aðalsteinsson, að Sigmar og klúbbfélagar hans í Reykjavík dragi alla skotveiðimenn nið- ur í svað skógræktar- andúðar og smáfugla- drápsfýsnar. Höfundur býr á Skjaldfönn v/Djúp. FYRIR nokkru kom grein í DV með þessari fyrirsögn. Í greininni segir ,,Í dag verða stofnuð ný umhverfis- samtök, Náttúruvernd- arsamtök Mývatns. Mývetningar standa að félagsskapnum, og eitt helsta baráttumálið, að skoða þörf þess að dýpka Mývatn á ákveðnum svæðum. Ef niðurstaðan verður sú að dæla þurfi úr vatn- inu til þess að vernda hið hefðbundna lífríki, verði leitað samstarfs við Kísiliðjuna um að tækjum fyrir- tækisins verði beitt til þess að dæla úr vatninu“. Þá segir einnig ,,Enn fremur verði lagt hart að mývetnsk- um veiðibændum að hætta veiðum í ágúst, til þess að vernda þann mikla fjölda andarunga, sem alla jafna svamla á sumrin á Mývatni. Hundr- uð fugla fara árlega í net og drepast“. Þetta finnst manni skynsamlega mælt og þarna sé vel að verki staðið. Ásmundur Geirsson hefur gert at- hugasemdir við ýmis- legt af því sem ég hef verið að skrifa hér í blaðið. Í síðari grein sinni segir hann að tjónið sem Kísiliðjan veldur á lífríki Mývatns blasi við hverjum manni sem sjá vill. Nú hafa vísindamenn verið að rannsaka áhrif Kís- iliðjunnar á lífríki Mý- vatns um áratuga skeið, og þeir hafa ekki fundið að hún hafi haft nein skaðleg áhrif á lífríkið. Að sömu niðurstöðu komust erlendir sérfræðingar sem líka rannsökuðu þetta. Hvernig má það þá vera að ,,hin slæmu áhrif“ séu hverjum manni sýnileg? Ég sagði í grein minni að Ytriflói væri mjög einangraður frá frá aðal- vatninu. Segir Ásmundur að það lýsi mjög lélegri staðþekkingu hjá mér. Fyrir nokkru var sett á laggirnar nefnd sérfræðinga um Mývatns- rannsóknir. Í skýrslu hennar kemur fram að Ytriflói sé tiltölulega ein- angraður frá syðri hluta vatnsins auk þess sem breytingar á setflutningum til Syðriflóa vegna kísilgúrnáms í Ytriflóa séu óverulegar. Mývatn sé í raun réttri tvö stöðuvötn. Flóarnir tveir, Syðriflói og Ytriflói, séu allein- angraðir hvor frá öðrum, tengdir saman með mjóu og grunnu sundi, Teigarsundi. Þessir vísindamenn virðast vera sammála mér um flóana. Varla getur Ásmunur haldið því fram að þessir menn hafi ekki stað- þekkingu. Þá telur Ásmunur lítið að marka það sem ég hef eftir oddvita Skútu- staðahrepps, en það eru fleiri á sama máli og oddvitinn. Tveir íbúar í sveit- inni skrifuðu um silungsveiði í Mý- vatni. Þar segir: ,,Ljóst er að margir töldu nauðsynlegt að dýpka Ytriflóa löngu áður en Kísiliðjan hóf dælingu þar. Nú er búið að dæla úr flóanum í 34 ár og fullyrðum við að dýpkun hans hafi haft mjög jákvæð áhrif. Án dýpkunar væru þar nú stór svæði þurrlendi og enginn fugl né fiskur syndandi þar. Nú í sumar hefur verið meiri fugl og fleiri ungar í Ytriflóa en áður hefur sést. Þá var veiði þar á síðastliðnu ári með besta móti. Og geysilegt rykmý kviknaði.“ Síðan segir: ,,Árin 1939–1941 var alls sleppt úr klakstöðvum 2.166.000 seiðum í Mývatn. Þessari silungs- ræktun var framhaldið óslitið til árs- ins 1945 en þá urðu þáttaskil. Síðan má segja að óveruleg silungsræktun hafi átt sér stað í Mývatni miðað við fyrri tíma. Ef rétt reynist að ofveiði hafi verið stunduð í Mývatni um tugi ára með nýrri veiðitækni, vélbátum, óhóflegri sókn, smárri möskvastærð og lítilli ræktun, þannig að stofninn hefur gengið til þurrðar, þá er sjálf- um veiðibændum um að kenna.“ Er ekki líklegt að þetta eigi heldur sök á minnkandi silungsveiði heldur en Kísiliðjan? Þá telur Ásmundur það ábyrgðarlausa glæframennsku, skammsýni og afglapahátt að halda áfram að dæla kísilgúr úr vatninu. Hvernig stendur á því að það koma fram svona gjörólík sjónarmið um kísilgúrverksmiðjuna? Ein megin- hugsun sumra náttúruverndar- manna er að náttúran eigi að þróast eftir eigin lögmálum og mannshönd- in eigi ekki að grípa þar inn í. Þetta virðist vera orðið slíkt trúaratriði hjá mörgum þeirra að rök og staðreynd- ir komast ekki að. Nú heyrist að í stað kísilgúrverk- smiðjunnar eigi að reisa kísilduft- verksmiðju og hún eigi ekki að vinna kísilgúr úr Mývatni heldur flytja hráefnið inn frá Noregi. En ætli að þá þyki heppilegt að sú verksmiðja verði starfrækt í Mývatnssveit? Við skulum nú vona að hin nýju samtök Mývetninga finni farsæla lausn á þessum málum. ,,Dælt úr Mývatni til þess að bjarga því“ Björn Loftsson Kísilduft Nú heyrist að í stað kís- ilgúrverksmiðjunnar eigi að reisa kísilduft- verksmiðju, segir Björn Loftsson, og hún eigi ekki að vinna kísilgúr úr Mývatni heldur flytja hráefnið inn frá Noregi. Höfundur er fyrrverandi kennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.