Morgunblaðið - 27.04.2001, Síða 47

Morgunblaðið - 27.04.2001, Síða 47
félagsstrauma í Bandaríkjunum. Svar Davids við einni spurningu minni fyllti mig óhug, enda vorum við Maya nýbúin að komast af eigin raun um sannleiksgildi þeirra orða. Ég spurði hann að því hvað hann teldi stærsta samfélagsvandamál Bandaríkjanna í dag. David hugsaði sig um eitt andartak og sagði svo: „Hatur svartra í garð hvítra.“ Safn umburðarlyndisins Skömmu síðar heimsóttum við Maya Safn umburðarlyndisins (Mus- eum of Tolerance). Markmið safns- ins er að vekja fólk til umhugsunar um tilhneigingu mannsins til þröng- sýni og sýna hvernig lítil fræ for- dóma geta vaxið og orðið að hatri. Safnið beitir gagnvirkri tækni til þess að safngestir upplifi sig sem gerendur og bendir á ábyrgð ein- staklingsins gagnvart mannréttinda- brotum og hatursfullri orðræðu. Gestum er sýnt hvernig mannrétt- indabrot og ofsóknir byrja, oft með því að leika sér að eldinum og búa til hóp úr einstaklingum sem eiga eitt- hvað sameiginlegt. Þvínæst er gefin stöðnuð mynd af hópnum með alhæf- ingar um hann. Svo stigmagnast of- sóknirnar, sérstaklega ef þær eru látnar óátaldar. Hópurinn er gerður að andstæðingum göfugra markmiða með því að brigsla honum um sam- særi og kenna honum um allt það sem miður fer. Þegar búið er að gera þennan hóp að óvini er byrjað að líkja honum við ógöfug dýr sem eru réttdræp o.s.frv. Safnið leitast við að fræða gesti um helförina og sýna hliðstæður hennar í nútímanum. Það fyrsta sem gestum er kennt er hve allar alhæfingar um fólk séu hættu- legar, því með því að gefa staðnaða mynd af fólki verði ranghugmynd- irnar til, en þær eru upphaf allra mannréttindabrota. Þegar við Maya vorum í strætis- vagnaferðalaginu vorum við ekki metin sem einstaklingar heldur flokkuð sem hluti af breiðum hópi fólks. Við mættum fjandsamlegu við- móti vegna kynþáttar okkar og ef til vill þjóðfélagsstöðu. Allir þekkja dæmi um kynþátta- fordóma sumra hvítra í garð svartra og það misrétti sem hörundsdökkir hafa þurft að þola, ekki síst í Banda- ríkjunum. En það er jafnframt óhugnanlegt til þess að vita að í Bandaríkjunum bera sumir hör- undsdökkir djúpstætt hatur í brjósti í garð allra hvítra, sem fer vaxandi. Misréttið sem hörundsdökkir hafa þurft að þola lengi frá sumu fólki með ljósan hörundslit hefur kallað fram hatur á öllum hvítum. Þessu hatri kynntumst við í Los Angeles. Kynþættir Misréttið sem hörunds- dökkir hafa þurft að þola lengi frá sumu fólki með ljósan hörundslit, segir Ragnar Halldórsson, hefur kallað fram hatur á öllum hvítum. Höfundur er kvikmynda- gerðarmaður. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 47 Á MORGUN, laugardaginn 28.apríl, verður farið í hina ár- legu barnamessuferð Grafarvogs- safnaða. Lagt verður af stað kl. 10:00 frá Grafarvogskirkju. Farið verður til Keflavíkurflug- vallar þar sem prestar banda- rísku safnaðanna taka á móti hópnum. Að venju verður boðið upp á pylsur og gos. Komið verð- ur til baka kl. 13:30-14:00. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja. Safnaðarstarf Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Hrundar Þórarins- dóttur, djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Unglingakvöld Laugarneskirkju, Þróttheima og Blómavals kl. 20 fyrir 9. og 10. bekk. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeg- inu. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11- 12.30. Lofgjörð, barnasaga, pré- dikun og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglinga- deildir á laugardögum. Súpa og brauð eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21 Styrkur unga fólksins. Dans, drama, rapp, pré- dikun og mikið fjör. Sjöundadags aðventistar á Ís- landi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíu- fræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafs- son. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíufræðsla kl. 12. Ræðumaður Sigríður Kristjánsdóttir. Súpa og brauð að lokinni Biblíufræðslu. Barnamessu- ferð Grafar- vogssafnaðar KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.