Morgunblaðið - 27.04.2001, Síða 50

Morgunblaðið - 27.04.2001, Síða 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GuðbjörgSveinsdóttir fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1967. Hún lést á Héraðs- sjúkrahúsinu í Þrándheimi, Nor- egi, hinn 17. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Sveinn Torfi Þór- ólfsson, verkfræð- ingur og dósent við Háskólann í Þránd- heimi (NTNU), f. 5. sept. 1945 í Reykja- vík, og Sigríður Erla Gunnarsdóttir félagsráð- gjafi, f. 10. nóv. 1945 á Eyri við Ingólfsfjörð í Strandasýslu. Guð- björg var einkabarn foreldra sinna. Hún giftist 13. ágúst 1994 eftirlifandi eiginmanni sínum, Hans Jakob Jakobsen, f. 28. maí 1964, líffræðingi og rekstrar- fræðingi, sölustjóra hjá Ferring legemidler As. Foreldrar hans eru Ellen Jakobsen f. 10. feb. 1926, d. 24.09.99 og Johan Emil Jakobsen f. 5. janúar 1917. Guðbjörg og Hans Jakob eignuðust tvö börn, Sigrid f. 7. mars 1993 og Håkon f. 17. jan- úar1996. Guðbjörg fluttist tveggja ára gömul með foreldrum sín- um til Þrándheims í Noregi og ólst þar upp. Hún útskrifað- ist sem rekstrar- fræðingur frá Distriktshøgskolen i Steinkjer 1993 og stundaði síðan framhaldsnám í tölvufræði við Háskólann í Þrándheimi (NTNU). Hún varð síðar skrif- stofustjóri við Háskólann í Þrándheimi (NTNU). Guðbjörg og Hans Jakob hófu búskap í Þrándheimi en fluttu síðan í eig- ið hús að Dalsvingen 16, N-7560 Vikhamar á æskuslóðir Hans Jakobs í Malvík í Þrændalögum. Útför Guðbjargar fer fram í Malvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Við misstum þig hægt og hægt. þú brostir svo ljúft þrátt fyrir kvalir og þrautir. Við minnumst þín með gleði og þakk- læti. Fyrir minningarrík ár full af ástúð. Þú barðist svo hetjulega og vildir svo gjarnan, en ferðin var á enda og kraftarnir þrotnir. Í trega og þakklæti geta tárin komið, en góðar minningar verða hjá okkur alla okkar daga. Mín hjartkæra frænka, Guð- björg, er dáin, eftir að hafa háð harða baráttu við krabbamein. Eft- ir sitjum við hnípin og döpur og spyrjum hvers vegna hún svona ung, ung kona í blóma lífsins með ung börn, hún sem átti svo miklu ólokið. Minningarnar um hana koma ein af annarri. Guðbjörg var aðeins tveggja ára er hún fluttist með for- eldrum sínum til Þrándheims, sem þangað fóru til náms. Þar ólst hún upp við ástríki foreldra sinna. Þar kynntist hún sínum góða eigin- manni, Hans Jakob. Guðbjörg kom nokkuð reglulega til Íslands með foreldrum sínum. Hún var mikill Íslendingur í sér, hér var hún skírð og síðar fermd. Síðast kom Guð- björg til Íslands árið 1997 með fjöl- skyldu sína, eiginmann sinn, Hans Jakob, og börnin sín tvö, Sigrid og Håkon, til að heimsækja ættingja sína. Þau komu vestur í Stykk- ishólm og dvöldu nokkra ánægju- ríka daga hjá okkur og síðan lá leið okkar með þeim norður á Strandir á ættaróðalið þar sem rætur okkar liggja. Náttúrubörnin Guðbjörg og Hans Jakob nutu sín vel á Strönd- um og börnin fengu að sulla í ánni og sjónum á Eyri líkt og amma þeirra forðum. Håkon og Sigrid undu sér vel, voru nokkuð ánægð með gömlu „tönturnar“ sínar allt í kringum sig. Við matborðið í litla eldhúsinu á Eyri valdi Sigrid sér sæti framan við borðið svo hún kæmist fljótt út en Håkon sat alltaf fyrir innan hjá langafa sem talaði við hann á sinni gömlu síldarára- norsku. Á síðasta ári var haldið ættarmót í Danmörku í tilefni áttatíu ára af- mælis ömmu Guðbjargar og nöfnu. Guðbjörg sá um alla skipulagningu þess, þar mætti fjölskyldan frá þrem löndum, börn, barnabörn, barnabarnabörn og makar. Þetta var yndislegur tími en þó trega- blandinn, því Guðbjörg hafði greinst með krabbamein nokkrum mánuðum fyrr. Síðastliðið haust fórum við móð- ursystur hennar til Þrándheims í heimsókn. Þá var frænka mín mikið veik og var í erfiðri meðferð á líkn- ardeild Héraðssjúkrahússins í Þrándheimi. Meðferðin tók enda, hún hresstist og þá héldu henni engin bönd. Guðbjörg, þessi dug- mikla og kjarkaða kona, varð að komast út í góða veðrið. Það var búið um hana í hjólastól og hún fór með okkur í gönguferðir um ná- grennið. Hún sýndi okkur staði þar sem mikilvægir atburðir höfðu orð- ið í lífi hennar. Þarna fæddust börnin mín, þarna byrjuðum við Hans Jakob okkar búskap og þarna er kirkjan okkar, sagði hún. Á þessum erfiða tíma hafa Hans Jak- ob, mamma og pabbi hennar staðið eins og klettar við hlið Guðbjargar, umvafið hana hlýju, ástúð og um- hyggju. Vakin og sofin yfir velferð hennar. Elsku Hans Jakob, Sigrid, Håkon, Sirrý og Torfi. Við tökum þátt í sorg ykkar. Guð styrki ykkur og styðji. Guðrún og fjölskylda. Nú er ég að kveðja þig í síðasta skipti í þessu lífi, en þó með full- vissu um að við eigum eftir að hitt- ast aftur. Ég hef svo margt að segja um þig en ég kem ekki orð- um að því öllu. Guðbjörg, þakka þér fyrir þær stundir sem við átt- um saman. Ég vildi óska að þær hefðu verið fleiri. Ég veit að þú ert á stað þar sem þér líður betur þótt mikið af vinum þínum og ættingj- um bíði enn hér. Ég veit að ég er ein af þeim heppnu sem fengu að kynnast þér og það er mér ómet- anlegt. Ég veit að hvað sem ég geri og hvert sem ég fer þá verður þú alltaf með mér. Þó að kali heitur hver hylji dali jökull ber steinar tali og allt hvað er. Aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa.) Ásdís. Komið er að kveðjustund. Okkar kæra Guðbjörg hefur kvatt okkur og nú kveðjum við hana. Að hittast og heilsast er gleði sönn og hrein. Að kveðjast án vonar um endur- fund er erfitt og stundum nánast óbærilegt. Það er svo andstætt vor- komunni þegar allur gróður er að lifna við að þá skuli þessi stund komin. En dauðinn sem hluti af líf- inu er okkur alltaf andstæður. Guð- björg sem bjó lengst af í Noregi lagði alltaf mikla rækt við Ísland og ættingja sína. Ættingjar hennar og tengdafólk voru henni alltaf of- arlega í huga hvar í landi sem þeir bjuggu og vissan um það var þeim mikils virði. Þegar við lítum til baka birtast minningarnar hver af annarri. – Guðbjörg 12 ára ein á ferð að vitja ættingjanna á Íslandi – fermingin hennar í Kópavogskirkju – Guð- björg hjá okkur á Höfn í Hornafirði að vinna í humri – Guðbjörg á heimleið úr heimsreisu og notaði tækifærið til að stoppa á Íslandi og koma í stutta heimsókn að Eiðum – stutt heimsókn með eiginmanni og nýfæddri dóttur – síðasta heimsókn til Íslands þá með bæði börnin og Hans Jakob, landið skoðað og m.a. farið norður á Strandir. Aðrar minningar eru frá Noregi. Margir samfundir af ýmsum til- efnum og ógleymanlegar samveru- stundir sumarið 1995 þegar for- eldrar hennar héldu upp á 50 ára afmælin sín. Það er margs að minn- ast og hvergi ber skugga á. Minn- ingin um þá góðu stúlku sem Guð- björg var verður alltaf í huga okkar. Missirinn er mikill hjá okk- ur sem þekktum hana og fengum að umgangast hana um allt of skamma stund. Mannkostir Guðbjargar komu vel í ljós síðastliðið sumar þegar ákveðið var að hafa fjölskyldumót í Danmörku í tilefni 80 ára afmælis ömmu Guðbjargar og nöfnu. Guð- björg, sem þá var orðin mjög veik og barðist við sjúkdóm sinn af dæmafáum styrk og æðruleysi, sá um skipulag þeirrar ferðar að lang- mestu leyti og fórst það eins vel úr hendi og allt annað sem hún gerði. En þrátt fyrir æðruleysi og áræðni í baráttu hennar og fjölskyldu hennar við óvininn fór svo að lokum að hann hafði sigur. Við í fjarlægð full hryggðar og aðdáunar, fylgd- umst með hvernig þau öll í samein- ingu háðu það stríð sem nú er lok- ið. Það er mikil óhamingja að svona skyldi fara. En á móti kemur að okkar hamingja er mikil sem vor- um svo heppin að þekkja og vera samtíða svo góðri manneskju. Megi sá sem þess er megnugur hugga og létta hug þeirra sem misstu mest og sárastan harminn bera. Kveðja, Helga og Sigtryggur. Elsku frænka. Nú er komið að kveðjustund, og margs er að minn- ast. Þær ferðir sem þú komst til okkar man ég þegar þú varst lítil og komst til ömmu og afa í Grinda- vík, þá voru stundirnar góðar að hitta þig. Síðan varstu unglingur og komst alltaf til mín þegar þú varst send til Íslands að læra þitt móðurmál. Enn leið langur tími og þú áttir þitt barn, þá komstu heim til mín og hittir þitt föðurfólk og þá var glatt á hjalla og það var síðasta sinn sem þú sást afa þinn. Síðast þegar þú komst með Hans og börnin þín tvö var slegið upp grilli og haft gaman, þú hittir allt þitt skyldfólk og höfðu allir gaman af. Stundirnar sem við hittumst síðustu ár voru fáar en mér dýrmætar. Ég kveð þig, elsku frænka, og veit að við munum hitt- GUÐBJÖRG SVEINSDÓTTIR ✝ Guðríður StellaGuðmundsdóttir fæddist á Vallanesi á Fljótsdalshéraði 23. október 1913. Hún lést á Droplaugar- stöðum 10. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Aðalbjörg Stefáns- dóttir, Péturssonar prests á Hjaltastað, f. 1866, d. 1981, og Guðmundur Þor- björnsson múrara- meistari, f. 1878, d. 1955. Eftirlifandi bræður hennar eru: Þorvarður, f. 1917, og Þorbjörn, f. 1922, en látin eru systkinin: Magnús, f. 1912, d. 1990, Ingibjörg, f. 1916, d. 1968 og Ragnar, f. 1920, d.1999. Guðríður f.22.1. 1944, gift Sæmundi Sigurðs- syni bakarameistara, f. 18.5. 1943. Börn þeirra eru Stella verslunar- stjóri, f. 8.6. 1970, sambýlismaður hennar er Sveinn S. Kjartansson; Marsibil Jóna framkvæmdastjóri, f. 3.7. 1974, gift Guðmundi Tý Þór- arinssyni; og Sigurður Jens menntaskólanemi, f. 27.6. 1981. Guðríður Stella ólst upp hjá for- eldrum sínum á Seyðisfirði, nánar tiltekið á Vestdalseyri. Eftir að hún fór úr foreldrahúsum stundaði hún ýmis störf, en hóf síðan nám í klæðskeraiðn, sem hún lauk í Kaupmannahöfn 1939. Guðríður Stella og Jens bjuggu í Reykjavík þar sem hún starfaði við iðn sína um árabil. Hún skipti um starfs- vettvang þegar hún réðst til starfa hjá gosdrykkjaverksmiðjunni Sanítas, en þar var hún verkstjóri þar til hún lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Guðríður Stella tók virk- an þátt í starfi Iðju, félags verk- smiðjufólks. Útför Guðríðar Stellu hefur far- ið fram í kyrrþey að hennar ósk. Stella giftist 1940 Jens St. Benediktssyni, presti og blaðamanni, f. 13. ágúst 1910 á Spákonufelli á Skaga- strönd, d. 1. desember 1946. Foreldrar hans voru hjónin Jensína Jensdóttir og Bene- dikt Fr. Magnússon. Dætur Guðríðar Stellu og Jens eru: 1) Sólrún, skrifstofustjóri, f. 22.7. 1940, gift Þórði Harðarsyni prófessor, f. 14.3. 1940. Börn þeirra eru Hörður veðurfræðingur, f. 23.10. 1965, kvæntur Tomoko Gamo, Steinunn læknanemi, f. 6.7. 1977, og Jens, menntaskólanemi, f. 14.2. 1982. 2) Snæfríður framkvæmdastjóri, Elsku amma mín. Ég minnist allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Ég minnist líka gæsku þinn- ar, umhyggjusemi og styrks. Þú varst alltaf svo einstaklega góð og þú hugsaðir svo vel um barnabörnin þín. Þegar þú vannst í Sanitas kom ég stundum að hitta þig þegar þú varst verkstjóri í sultugerðinni. Þá skildi ég fyrst hversu sterk þú ert. Þú stjórnaðir stórum kötlum fullum af sultu í ærandi hávaða frá vélunum. Ég var bara barn en ég skynjaði að þú bjóst yfir miklum krafti og dugn- aði. Líf þitt einkenndist af þessu ásamt umhyggju þinni og ást á þín- um nánustu. Þar sem þú ert núna ríkir meiri friður en ég veit að þinn mikli styrkur og gæska njóta sín. Við hliðina á Sanitas var fiski- bræðsla og yfir henni gnæfði gríð- arhár reykháfur sem var til langs tíma mikilvægt kennileiti í Reykja- vík. Ég kallaði hann alltaf strompinn hennar ömmu og barnssálin ímynd- aði sér einhvern veginn að amma ætti þennan stromp. Nú er hann því miður horfinn. Ég þakka þér fyrir þitt fagra for- dæmi og þína ást. Margar minningar sækja að. Til dæmis þegar ég var einhverju sinni í heimsókn hjá þér á Kleppsveginum. Ég hafði gist hjá þér og þú gafst mér morgunmat, þar með talið te með mjólk og sykri. Ég hafði aldrei drukkið slíkt áður en ég man hvað mér fannst það einstak- lega gott og hversu mikið ég naut þess að vera með þér. Sólin skein inn um gluggann þinn á sama hátt og sól ástar þinnar skein inn í sálina mína. Þú varst alltaf svo einstaklega örlát á allt það góða sem þú áttir að gefa. Minningunni um hversu góð þú varst og hversu vel þú annaðist mig glata ég aldrei. Sumir segja þetta líf aðeins draum sem við vöknum einhvern tíma af og þá byrji hið raunverulega líf. Ég vona að þú sért sæl þar sem þú ert og eyðir fögrum stundum með afa. Ég hugsa til þín og ég veit að þú hugsar til okkar sem eftir erum og þú vakir yfir okkur. Guð blessi þig og geymi að eilífu. Hörður Þórðarson. Þegar lífsbók gamallar konu verð- ur ekki framar lokið upp, vaknar tregi hjá ættingjum og vinum. Gam- an hefði verið að eiga miklu fyllri vitneskju um æsku og uppvöxt henn- ar, manndómsár og lífsbaráttu. En svo er væntanlega um flesta, sem missa aldurhniginn ástvin. Tímarnir breytast hratt og stórviðburðir í lífi manna gleymast fyrr en varir. Mörg minningin um Stellu tengdamóður mína er þó skráð í lífsbækur eftirlif- enda. Mér er hún minnistæðust sem hin öfluga og viljasterka kona, sem sá lausn á hverjum vanda og játaði sig aldrei sigraða. Þótt líkamlegu og andlegu þreki hnignaði mjög á síðustu árum, bar hún glögg merki skapfestu og göfgi. Hún bar að vísu aldrei neina tilfinn- ingasemi á torg, en engum duldist nærgætni hennar og hlýja, sérstak- lega ef á bjátaði. Hún tók jafnan málstað lítilmagn- ans. Lífsbók Stellu ömmu geymir án efa verðmætar minningar, sem tor- velt er að nálgast úr þessu: gleðileg unglings- og æskuár í góðum systk- inahópi , hjónabandið með ástfólgn- um eiginmanni, sem því miður reyndist alltof stutt, hörmulegt frá- fall Jens Benediktssonar, erfið lífs- barátta um miðjan aldur og efri ár, sem reyndust hamingjurík þar til heilsan bilaði. Ég hygg þó, að Stellu ömmu hefði þótt vænst um, ef afkomendur og vinir ættu sér kærleiksstað í sálu í minningunni um hana og væru kannski dálítið betra fólk en ella. Á þeim vettvangi var sigur hennar ótvíræður. Þórður Harðarson. Það var algjör paradís að fá að gista hjá ömmu Stellu á Kleppsveg- inum. Amma átti svo marga skemmtilega hluti, hálsfestar, krín- ólín og strápils, rólu til að skoppa í, bás til að sofa í, bækurnar um Kalla og Kötu og fínasta baðdót í heimi (hákarla og rottu). Síðan bjó hún stundum til frostpinna, fór með okk- ur í refskák og „fagur fiskur í sjó“ eða horfði með okkur á það sem okk- ur þótti skemmtilegast í sjónvarpinu, jafnvel þótt það væru auglýsingarn- ar eins og í sumum tilvikum. Amma var svo sannarlega amma eins og ömmur eiga að vera. Allt þetta fínirí Kleppsvegarins féll þó í skuggann af óendanlegri væntumþykju hennar gagnvart okk- ur barnabörnunum. Amma Stella veitti okkur fullkomið öryggi og hlýju svo hvergi var betra að vera en hjá henni. Þegar árin liðu kynntumst við ömmu betur og sáum að hún var ekki bara yndislega góð. Hún var hrein- lynd, staðföst, sterk, greind, þolin- móð og kraftmikil. Hún hafði ákveðnar og málefnalegar skoðanir á öllu, lét aldrei kveða sig í kútinn og heyrðist aldrei nokkurn tímann kvarta. Betri fyrirmynd er ekki hægt að hugsa sér. „Vandamálin eru til að takast á við þau,“ var hún vön að segja og öll þau vandamál sem lífið rétti henni leysti hún óaðfinnanlega. Það eru ótrúleg forréttindi að hafa átt svona góða ömmu, svo góða að aldrei bar nokkurn skugga á okkar vináttu. Þegar amma fór að missa heilsuna hélt hún sínum sterku per- sónueinkennum, kraftinum, staðfest- unni, gæskunni og hárfína skopskyn- inu. Við eigum eftir að sakna hennar ömmu Stellu sárt, en þó er huggun til þess að vita að nú líður henni vel. Loks hafa orðið langþráðir endur- fundir við afa sem hefur beðið henn- ar í rúm 50 ár. Elsku amma, innilegar þakkir fyr- ir allar góðu stundirnar. Þú munt lifa áfram í hjörtum okkar. Okkur langar til að kveðja þig með vísunni sem þú söngst fyrir okkur þegar við vorum lítil: Ó, Jesú, bróðir besti og barnavinur mesti, GUÐRÍÐUR STELLA GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.