Morgunblaðið - 27.04.2001, Síða 51

Morgunblaðið - 27.04.2001, Síða 51
ast á ný. Elsku Hans, Sigrid, Há- kon, Torfi og Sirrý, ég bið guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Guð geymi ykkur. Þín uppáhaldsfrænka, Eva K. Þórólfsdóttir og fjölsk. Elsku frænka. Það er erfitt að kveðja þig, síð- ustu daga hef ég verið að rifja upp minningar um þig. Vorið 1993 komstu í heimsókn til landsins með litlu dömu þína, Sigrid, og ég ný- komin af fæðingardeild með mína dömu, Evu Kristínu. Það var frá- bær tími og við töluðum mikið sam- an um börnin og hvernig var að eiga sitt fyrsta barn. Svo komstu aftur þegar þú varst komin með þitt annað barn, Hákon, og ég var ólétt að öðru barni. Þið gistuð hjá mömmu og pabba og þau slógu upp grillveislu og buðu skyldfólki að koma að gleðjast með okkur, það var mikið hlegið, veðrið var frábært, og börnin okkar léku sér saman og fóru í heita pott- inn og höfðu gaman af. Eftir það vorum við í meira sambandi í gegn- um Netið og það var frábært að kynnast þér betur. Ég mun alltaf eiga góða minningu um okkar tíma saman. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna, hjá ömmu og afa. Elsku Hans, Sigrid, Hákon, Torfi og Sirrý, guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Ó, þín ég mun sakna því þú ert mín frænka og hvað sárt það er að þú ert ekki okkur hjá. Þú munt ekki njóta þinna litlu snóta. En þú munt vaka með þitt ljós. Þín er sárt saknað í okkar hjarta. Við minnumst þín, elsku frænka mín. (asg.) Þín frænka, Alma Sigríður Guðmunds- dóttir og fjölsk. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 51 ✝ Stefán Þorgeirs-son, fæddist á Akureyri 10. ágúst 1931. Hann lést á heimili sínu í Grinda- vík 18. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Þorgeir Ágústsson iðnverka- maður, f. 15.7. 1909 í Saurbæ, Saurbæjar- hreppi, d. 30.7. 1953, og Guðrún Einars- dóttir, húsfreyja, f. 26.2. 1899 á Hær- ingsstöðum í Svarf- aðardal, Eyjafirði, d. 4.12. 1985. Þau bjuggu á Akureyri, þar sem Stefán ólst upp ásamt systkinum sínum, Stellu, f. 8.10. 1923, Pétri Ágústi, f. 2.1. 1928, og Einari Grétari, f. 9.1. 1930. Stefán 1984, Katrín Emma, f. 21.7. 1996, og Sunneva Sif, f. 3.12. 1996. 3) El- ísabet, f. 26.10. 1970, maki Finnur Sveinbjörnsson, f. 12.6. 1967. 4) Ír- is Ragna, f. 13.11. 1972, maki Kon- ráð Viðar Konráðsson, f. 11.11. 1972. Stefán og Alda slitu samvist- um. Sambýliskona Stefáns er Bylgja Ágústsdóttir, f. 4.8. 1952, börn hennar eru Brynleifur Heið- ar Jónsson, f. 24.11. 1969, og Ágúst Hilmar Jónsson, f. 15.7. 1976. Stefán stundaði sjómennsku ungur að árum frá Akureyri og Hafnarfirði þegar hann og Alda bjuggu þar á árunum 1960–1974. Þá fluttu þau aftur til Akureyrar og vann hann þar bæði til sjós og í landi þar til hann hætti sjó- mennsku 55 ára gamall. Stefán flutti til Grindavíkur 1986 þar sem hann bjó ásamt Bylgju, sambýlis- konu sinni, og vann þar í landi þangað til hann lét af störfum. Útför Stefáns verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. kvæntist 17.10. 1958 Öldu Aradóttur, f. 17.10. 1939. Foreldrar hennar eru Ari Þórð- arson, f. 21.2. 1961, d. 1.12. 1989, og Sólveig Jónsdóttir, 25.9. 1917. Kjörfaðir Öldu er Óli A. Guðlaugsson, f. 17.7. 1916. Stefán og Alda áttu fjórar dæt- ur. Þær eru: 1) Sól- veig, f. 14.2. 1956, maki Ægir Þorláks- son, f. 25.9. 1954, börn þeirra eru Arnar, f. 2.8. 1976, maki Bára Hildur Jóhannesdóttir, f. 22.8. 1976, og Elvar, f. 28.03.1983. 2) Guðrún Ósk, f. 8.2. 1965, maki Jón Ragnar Kristjánsson, f. 1.4. 1959, börn þeirra eru Leó Dan, f. 19.7. Elsku pabbi. Ég trúi því varla enn að þú sért farinn. Ég er enn að vonast til þess að þú svarir í símann þegar ég hringi heim til þín og að síðustu dagar hafi bara verið mjög slæm martröð sem ég muni vakna upp af. Við áttum eftir að gera svo margt saman sem ég hlakkaði svo til. Þú áttir að sjá mig út- skrifast. Þú áttir að leiða mig inn kirkjugólfið þegar ég og Konni giftum okkur. Þú áttir eftir að halda á börn- unum okkar í fanginu og sprellast með þau og kitla þangað til þau grétu af hlátri. Þú áttir að sjá þau vaxa úr grasi og verða stoltur yfir hverju skrefi sem þau stigu í átt til fullorðins- ára. Allt þetta og svo miklu meira hélt ég að þú mundir vera til staðar að gera. En á síðustu dögum hefur mér orðið ljóst að þú munt alltaf vera hjá mér, í hjarta mínu og huga. Þú ert bara kominn á betri stað með betra útsýni til að fylgjast með mér. Ég heyri ekki rödd þína né sé andlit þitt en ég veit að þú munt alltaf vera hjá mér, fylgja mér og leiðbeina í gegnum lífið. Þú situr á fremsta bekk þegar ég útskrifast, stendur upp og klappar, al- veg að springa úr stolti. Þú munt leiða mig inn kirkjugólfið og þú munt leika við börnin okkar, fylgjast með þeim og halda yfir þeim verndarhendi í gegnum lífið. Þú munt alltaf vera hjá mér. Í þínum huga varstu ríkasti maður í heimi, ekki að veraldlegum gæðum, því ef þér áskotnaðist meira en þú nauðsynlega þurftir, gafstu alltaf með þér. Ríkdæmi þitt fólst í okkur dætr- unum fjórum, tengdasonum þínum sem þú elskaðir skilyrðislaust frá fyrsta degi er þú hittir þá og barna- börnum þínum, hverju og einu sem þú varst svo stoltur af. Þú hefur alltaf verið til staðar þegar ég hef þurft á þér að halda, það eina sem ég þurfti að gera var að taka upp tólið. Það var svo gott að tala við þig ef mér vantaði huggun eða hvatningu, þú gast alltaf bent á það jákvæða og góða við alla menn og hluti. Þú varst alltaf sá fyrsti sem ég hringdi í þegar ég fékk ein- kunnirnar mínar, þótt þær hafi ekki endilega alltaf verið góðar að mínu mati. Það skipti þig engu máli því þú varst svo stoltur af mér, hvernig sem mér gekk og hvað sem ég tók mér fyr- ir hendur. Þú varst besti pabbi í heimi í mínum huga. Þótt svo að þú hafir mikið verið á sjónum þegar ég var krakki, í minningunni varstu alltaf heima, því að þegar þú varst í landi varstu alltaf svo mikið með okkur. Þú hafðir mikla frásagnargáfu og gast spunnið upp hin ótrúlegustu ævintýri við rúmstokkinn okkar. Endalausir bíltúrar út úr bænum voru farnir, hvenær sem viðraði til þess. Aldrei neinn fyrirfram ákveðinn ákvörðun- arstaður, heldur bara keyrt eitthvað út í buskann með nesti og teppi. Einu sinni enduðum við á Húsavík að spila Svarta-Pétur heima hjá Sirru frænku. Sunnudagsheimsóknirnar með þér til Ömmu Rúnu, sem átti allt- af til kandís og gaukaði að okkur aur- um til að fara niður í Brynju og fá okkur ís. Ég gleymi aldrei veiðiferð- unum sem við fórum niður á bryggju í Krossnesi, þar sem við veiddum að- allega marhnúta, en það skipti engu máli því að við vorum saman. Ég á ekkert nema endalausar góðar minn- ingar um þig, minningar sem munu aldrei dofna. Þú varst kannski harður og veðurbarinn sjóari, en þú elskaðir teiknimyndir. Það var ekki mikið um þær í sjónvarpinu þegar ég var smá- stelpa, en þú lést mig og Betu alltaf vakta auglýsingatímann ef ske kynni að Tommi og Jenni, Línan eða Bleiki pardusinn skyldu koma, þá áttum við að kalla á þig. Þú elskaðir líka Viggó viðutan. Ég gleymi aldrei jólunum þegar ég var ellefu ára og þú gafst mér smá auka jólagjöf. Ég var varla búin að taka utan af nýju Viggó við- utan bókinni minni þegar þú baðst um að fá að kíkja í hana, ég held að þú hafir aldrei komist lengra en að fyrstu blaðsíðunni það kvöldið, þú grést svo mikið af hlátri af svipnum á einhverj- um í bakgrunni einnar myndarinnar. Þannig mun ég alltaf muna þig, hlæj- andi með tárin rennandi niður kinn- arnar. Að horfa á góðar gamanmynd- ir með þér var eitt það skemmti- legasta og lífsreynsla fyrir hvern þann sem hefur upplifað það. Þú varst kannski ennþá að hlæja að einhverju sem gerðist í upphafi myndarinnar þegar myndin var hálfnuð og oft þurftirðu jafnvel að fara frá sjónvarp- inu til að geta jafnað þig, þú hlóst svo mikið. Þú varst sú ástríkasta og hlýj- asta manneskja sem nokkrum getur hlotnast að þekkja. Þú varst sú besta fyrirmynd að manneskju sem ég hefði getað átt. Þú laðaðir bæði menn og dýr að þér með hjartahlýju þinni og gleði. Þú leyndir aldrei tilfinningum þínum, þú elskaðir heitt ef þú elsk- aðir, þú grést ef þig langaði til að gráta og þegar þú hlóst, sem var ekki sjaldan, þá gréstu af hlátri. Þú varst glaður þegar þú varst glaður og sorg- mæddur þegar þú varst sorgmæddur. Þú faðmaðir alla og kysstir beint á munninn. Þú varst svo mikill Ítali í þér, ekki aðeins í karakter heldur einnig í sjón. Með fallega svarta hárið þitt, sem þú gast réttilega verið mjög stoltur af, var aðeins rétt byrjað að grána nú á sjötugasta árinu þínu og brúnu augun þín sem voru með bláan hring utan um brúna litinn voru ein- staklega falleg. Að skoða myndir af þér þegar þú varst ungur er eins og að skoða myndir af Holly- woodstjörnu, svo myndarlegur og sjarmerandi varstu. Þú ferðaðist ekki mikið um heim- inn, en þú þekktir hann engu að síður vel. Þú saugst í þig þekkingu um framandi lönd, menn og dýr úr fræðslu- og heimildarmyndum og í huganum hefur þú örugglega ferðast um allan heim. Þú varst svo ánægður þegar þú keyptir þér nýja stóra Atl- asinn, þú réðst þér varla fyrir kæti. Þá gastu kannað hvern blett á jörð- inni. Þú varst alltaf með sjónaukann á lofti. Á Akureyri geymdirðu hann í baðherbergisglugganum því þaðan gastu séð út á fjörðinn og fylgst með togurunum þegar þeir komu í land. Þú vissir hvernig túrinn hafði gengið hjá þeim með því að sjá hversu djúpt bátarnir ristu sjóinn, giskaðir meira að segja á tonnin um borð. Ég veit, pabbi, að þig var farið að lengja eftir ættarmóti í fjölskyldunni þinni. Hug- myndin er búin að vera á borðinu í mörg ár en hefur aldrei verið fram- kvæmd. Þig langaði svo til að allir í fjölskyldunni hittust, þig langaði til að kynna og stæra þig af okkur stelp- unum, tengdasonunum og barna- börnunum. Þetta ættarmót mun verða og þú verður þar hjá okkur. En nú ertu kominn til mömmu þinnar og pabba þíns sem þú misstir svo ungur. Bilaða mjöðmin og hnén eru ekki að angra þig lengur, líkami þinn heldur ekki lengur aftur af þér, þú ert frjáls ferða þinna til að ferðast um heima og geima. Elska þig alltaf. Íris. Elsku pabbi. Þú varst hjartahlýj- asta manneskja sem ég hef á ævi minni kynnst, þú umvafðir mig ást og umhyggju, þú varst svo stoltur af mér og þú studdir mig skilyrðislaust í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Ég vil kveðja þig með texta sem ég skrifaði niður og gaf þér á unglingsár- unum mínum, þessi sami texti kom alltaf upp í huga mér, þegar ég talaði við þig í síma, þá horfði ég út um stofugluggann minn, út á Reykjanes- ið í átt til Grindavíkur, í átt til þín. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar Er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei hvern hjartað kallar á? Heyrirðu ei storminn kveðju mína ber’? Þú fagra minning eftir skildir eina sem aldrei gleymist meðan lífs ég er. (Höf. ók.) Elísabet. Elsku afi, þú hefur nú kvatt í hinsta sinn. Ég man fyrst eftir mér í fanginu á þér, þú varst að kitla mig, stríða mér og leika við mig eins og þú ævinlega gerðir þegar þú varst í landi. Minn- ingarnar úr Helgamagrastrætinu hjá ykkur ömmu eru ómetanlegar. Ég var ykkar fyrsta barnabarn og allt snérist um mig, litla prinsinn. Þarna ólst ég upp og byggi ég nú á þeirri ást- úð og væntumþykju sem þið ávallt sýnduð mér. Ég var hjá ykkur dag- lega og yngstu dætur þínar urðu eins og stóru systur mínar. Þetta voru yndislegir tímar og varðveiti ég þá um ókomna tíð. Eftir að við fluttum suður voru heimsóknir til ykkar norður allt- af skemmtilegar og fastur punktur í lífi okkar bræðra. Þegar þú fluttir til Grindavíkur hittumst við oftar og minnisstæðar eru stundirnar sem við áttum saman. Alltaf varstu jafn áhugasamur, yndislegur og góður við okkur bræðurna. Við minnumst þess að í hvert skipti er við hittumst eða töluðumst við í síma spurðir þú okkur spjörunum úr um íþróttirnar, skólann og stelpurnar. Við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér og munum við geyma minninguna um þig í hjarta okkar. Guð varðveiti sál þína, elsku afi okkar. Arnar og Elvar. Því hamingja þín mælist við það, sem þér er tapað, og þá er lífið fagurt og eftirsóknarvert, ef aldrei hafa fegurri himinstjörnur hrapað en himinstjörnur þær, er þú sjálfur hefur gert. (Tómas Guðmundsson.) Sofðu rótt, elsku afi. Leó Dan, Katrín Emma og Sunneva Sif. STEFÁN ÞORGEIRSSON æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera og forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. (Páll Jónsson.) Steinunn og Jens Þórðarbörn. Góð kona er gengin. Í hugann koma minningar, ég kallaði hana aldrei annað en Nöfnu. Hún var fjar- skyld móður minni og fóstra hennar er hún ung fór að heiman, til að gæta tveggja ungra dætra hennar. Nafna var mömmu góð og hjálpaði henni til náms. Þær urðu vinkonur ævilangt. Hún var okkur systkinunum eins og besta amma og það var alltaf jafn gott að koma á Grundarstíginn, þar var okkur vel tekið. Hún mundi alltaf eftir afmælunum okkar og sendi okk- ur stórkostlegar jólagjafir þrátt fyrir að hún hafi ábyggilega ekki haft úr miklu að spila. Yngri systkini mín af báðum kynjum kölluðu hana Nöfnu líka. Nafna var einstaklega barngóð og aldrei heyrði ég hana kvarta eða hallmæla nokkrum manni. Seinna kynntist ég henni betur og bjó hjá henni um skeið ásamt systur minni og naut góðmennsku hennar. Ég þakka henni góð ráð sem ég bý enn að og veit að ef fólk nýtur verka sinna í þessum heimi er elskulegri Nöfnu minni vel borgið. Sólrúnu, Snæu og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Stella og fjölskylda. Yndislega amman okkar hefur nú kvatt þennan heim og er hann fátæk- ari fyrir vikið en himnaríki fegurra. Amma var svo sannarlega merkis- kona og teljum við okkur svo heppin sem áttum hana að í uppvextinum að við hljótum hreinlega að hafa fæðst undir heillastjörnu. Amma var ein- stök að öllu leyti en henni tókst ein- hvern veginn að búa yfir mjög ólík- um eiginleikum sem hún svo tengdi saman á snilldarmáta. Hún var bæði ótrúlegur dugnaðarforkur, sjálfstæð og sterk og á sama tíma yfirmáta hógvær, lítillát og ósérhlífin. Hún var okkur öllum sem yngri vorum ein- staklega góð og mikilvæg fyrirmynd og megum við þakka fyrir ef okkur tekst á lífsleiðinni að öðlast brot af þroska hennar, reisn og tignarleika. Amma var mjög greind kona sem fylgdist alla tíð mjög vel með frétt- um, íþróttum og heimsmálum og má kannski segja að hún hafi að mörgu leyti verið óvenju nútímaleg í hugsun miðað við sína kynslóð. Hún hafði mjög skemmtilegan húmor og skildi alltaf inntakið í loðnum bröndurum okkar unga fólksins og hafði lúmskt gaman af. Amma var alla tíð mjög náin öllum í fjölskyldunni og var það ómetanlegt að eiga að konu sem var svo ótrúlega mörgum kostum búin. Minningin um einlægni hennar er hún gladdist yfir litlum hlut og smit- aði alla í kringum sig af gleði með geislandi brosi sínu á eftir að lifa lengi með okkur öllum. Það var alveg sama hvað við börnin hennar vorum að afreka, stórt eða smátt, merkilegt eða ómerkilegt, alltaf fengum við þetta einlæga bros og amman geisl- aði af stolti og ánægju. Aldrei mun- um við gleyma kærleiksríkum aug- unum sem ávallt opinberuðu fallega sál hennar. Hún var mikil barna- og dýragæla og algjör ofuramma í okk- ar huga vegna þess að hún tók þátt í öllu með okkur, fór með okkur í sund, í heimsóknir, í berjamó, spilaði, púsl- aði og skreið með okkur á gólfinu ef leikurinn krafðist þess. Hún var frá- bær leikfélagi sem einnig umvafði mann ást og hlýju svo ekki var furða hversu eftirsótt hún var. Hún var sem sólin í lífi okkar allra sem elsk- uðum hana. Sjaldan var sú ferð farin að amma færi ekki með. Það þótti hreint fáránleg tilhugsun að fara í sólarlandaferð eða upp í sumarbú- stað án okkar yndislegu ömmu sem jók ánægjuna við allar þessar ferðir margfalt. Aðdáun okkar á ömmu og það djúpa þakklæti sem við finnum fyrir að hafa átt þessa gullfallegu konu að í lífi okkar er ekki auðvelt að lýsa með orðum, engin orð virðast nógu áhrifarík. Oft er sagt að Guð taki fallegustu sálirnar fyrst og ef það er svo þá er Stella Guðmunds- dóttir í okkar huga undantekningin sem sannar regluna því hún er svo sannarlega í þeim hóp. Við fengum að hafa hana hjá okkur í tæp 88 ár og þökkum við af einlægni fyrir hvert ár sem var svo sannarlega mikil blessun fyrir alla okkar fjölskyldu. Hvað er það að deyja annað en standa nak- inn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er það að hætta að draga andann ann- að en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Spámaðurinn.) Elsku hjartans amma okkar, við kveðjum nú þinn jarðneska líkama en vitum að sál þín er í himnaríki og gleðst þar endurfundinn við Jens afa sem tekinn var frá þér alltof snemma. Að missa þig er ólýsanlega erfitt en allar yndislegu minningarn- ar um þig sem við geymum djúpt í hjarta okkar ylja okkur og hugga í sorginni og gera okkur kleift að brosa í gegnum tárin. Guð geymi þig, elsku amma, þar til við hittumst á ný. Stella og Sveinn, Marsibil Jóna og Guðmundur Týr, Sigurður Jens.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.