Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 52

Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 52
MINNINGAR 52 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristín GerðurGuðmundsdóttir fæddist í Keflavík 13. mars 1970. Hún lést 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Eygló Kristjánsdótt- ir, f. 10. ágúst 1946, og Guðm. Óskar Em- ilsson, f. 5. ágúst 1946. Foreldrar Ey- glóar eru Kristján Guðmundsson, f. 18. september 1918, d. 28. mars 1988, og Árelía Jóhannesdótt- ir, f. 20. nóvember 1923. Foreldrar Guðm. Óskars eru Emil Eðvarð Guðmundsson, f. 11. mars 1918, d. 5. september 1978, og Kristín Guð- mundsdóttir, f. 24. apríl 1920. Fóstur- faðir Guðm. Óskars er Hjálmtýr Jónsson, f. 18. janúar 1923. Börn, barnabarn og tengdadóttir Eygló- ar og Guðm. Óskars eru þau Árelía Eydís, f. 16. október 1966, dóttir Álfrún Perla og faðir Baldur Þór- hallsson, Berglind Ósk, f. 7. október 1976, Kristján, f. 5. ágúst 1979, og Helen Garðarsdóttir, f. 7. febrúar 1979. Jarðarför Kristínar Gerðar fer fram í dag frá Keflavíkurkirkju og hefst athöfnin klukkan 14. Þú ert ljúfasta ljóðið og lagið, sem yfir töfrunum býr. Þú setur brunann í blóðið, boðar frelsi og ævintýr, kveikir gneistann, glóðina magnar, og gefur hjartanu ljós og yl. Þú fagnar – fagnar því öll að vera til. Á liminu laufið titrar og lofsyngur hvern þinn andardrátt. Steinninn starir og glitrar, stráin fá nýjan mátt. Návist þína þrá naktir sandar, nábleikar heiðar og akurrein. Hvert sem þú ferð, til fjalls eða strandar – þú andar – andar lífi í mold og stein. Þú hlærð, svo himnarnir ljóma. Á heillandi dans minna öll þín spor. Orð þitt er ilmur blóma, ást þín gróandi vor, sál þín ljósið, sem ljóma vefur löndin og bræðir hjarnið kalt. Í hvílunni engin jafn-sólhvít sefur. Þú gefur – og gefur – allt. (Davíð Stefánsson.) Far þú í friði, hjartans engillinn okkar, og megi algóður Guð vera með þér um alla eilífð. Mamma og pabbi. Þú ófæddi engill sem brosir við mér. Svo fagur og hreinn, sem ég engan hef séð. Ég hlakka svo til að faðma þig og sjá, að kynnast þér verður mín sæla og mín þrá. Ég ætla að búa þér öruggt rjóður, að elska þig verður minn lífsins óður. Þú verður mitt ljóð og fallega yndi. Allt sem þú þráir ég gefa þér vildi. Lofaðu mér nú ljósið mitt bjarta að segja mér alltaf hvað býr í þínu hjarta. Ég þín meiddi vil laga og þína gleði vil heyra, ég manna þig vil ég get ei beðið um meira. Ég faðminn út breiði og bíð eftir þér. Ástin er ómæld er hef ég í mér. Allt það fallegast’ og besta þú færð úr mínu hjarta. Þú ert sólin sem skín, þú ert óskin mín bjarta. (K. Gerður, feb. ’99.) Kristín systir var engin venjuleg systir. Í dag minnumst við hennar með djúpum söknuði en fyrst og fremst með þakklæti í hjarta. Gjaf- irnar hennar voru alltaf sérstakastar. Hún hafði greinilega gert sér far um að velja handa okkur akkúrat réttu gjöfina, þá gjöf sem lýsti okkur best af öllum gjöfum. Það mátti alltaf þekkja pakkana hennar úr af því að hún hafði skreytt þá á svo skapandi máta, með appelsínum, eplum, grein- um, myndum eða þeim efnivið sem henni datt helst í hug. Á meðfylgjandi korti stóð yfirleitt eitthvað um hvað henni þætti vænt um okkur – hún lá ekki á því. Stærsta gjöfin var að eiga systur sem gaf okkur svo mikið af lærdómstrénu. Reynslusjóður henn- ar var ótrúlega digur: Leikkona, verðlaunahafi, hljómsveitarmeðlim- ur, ræðukeppnissnillingur, sund- drottning, interrailferðalangur, skiptinemi, dópisti, háskólanemi, kennari, kleppari, fyrirlesari, ljós- myndari, listinn hefði orðið miklu lengri ef hún hefði gefið sér meiri tíma. Hún gat alltaf hlustað og sagt réttu hlutina eða bara brosað og verið til þegar við þurftum á því að halda. Viska hennar var viska öldungsins en um leið viska barnsins. Hún þarnaðist oft mikillar huggunar en var ávallt reiðubúin að hugga okkur og svo átti hún líka oftast kók og nammi. Svo var hún líka svo mikil pæja. Hún var búin að vera hippi, pönkari, dissari og dama. Hún var sú sem við vildum taka með í búðir til að við myndum örugglega velja rétt. Á dramatískustu stundum gat Kristín séð fyndnu hlið- ina á aðstæðunum. Við jólaborðið gát- um við oft ekkihaldið áfram vegna hláturskrampanna. Við erum svo stolt af því að hafa átt systur eins og hana. Ef hún hefði ekki verið í lífi okk- ar þá værum við svo miklu snauðari, fordómafyllri og þröngsýnni. Ef hún hafði ekki upplifað eitthvað þá var það ekki til undir sólinni. Kristín syst- ir var engin venjuleg systir. Hún var fuglinn sem aldrei varð fleygur. Árelía Eydís, Berglind Ósk og Kristján. Ástin mín. Þótt ég trúi því vart sit ég samt ein og skrifa þér síðasta bréfið. Ég er í skjólinu okkar á Óðinsgöt- unni, komin í hlýju peysuna þína og Venus er trítlandi hjá okkur. Ég ætla að gista hérna í nótt og veit þú vakir yfir okkur og passar. Ég trúi því ekki enn að ég sjái þig aldrei aftur, fyrir þremur dögum lá ég í fanginu þínu og það var síðasta nótt- in okkar saman. Við bökuðum pönns- ur, töluðum, hlógum og grétum og vöktum allt þar til ég þurfti að kveðja. Og þú kvaddir mig með kossum, ást og hlýju faðmlagi. Þú baðst mig að halda áfram að brosa og leita að sólar- geislum í lífinu. Ég horfði í augun þín sem ég kallaði alltaf sólblóm og sagð- ist vilja heyra í kvikasilfursröddinni þinni aftur. Síðustu skilaboð þín sögðu: Guð gat ekki verið alls staðar, svo hann skap- aði þig fyrir mig og mig fyrir þig. En lífið á bágt. Og þú fórst ekki varhluta af því, ástin mín. Hversu grimmur og ljótur þessi heimur getur verið var mér svo hulið þar til ég kynntist þér. Þú opnaðir augu mín fyrir svo óskaplega mörgu og kenndir mér þá hluti sem skipta máli. Fyrir það þakka ég þér. Þú fannst þína sál- arró fyrir löngu í hörðum heimi fíkni- efna og sá skuggi elti þig með köldum krumlum og öllum þeim ósögðu hörmungum sem þú barðist um í. Með óendanlegum viljastyrk tókst þér samt að komast úr því hyldýpi og enn á ný áttirðu von. En það var ekki nóg, þrátt fyrir hugrekkið, viljastyrk- inn og vonina. Miskunnarlaus aðför veruleikans og fortíðar elti þig stöðugt, myrkv- aðar myndirnar og vængjaðar raddir skildu eftir sig óm tómsins svo þú gast ekki haldið áfram. Meira var ekki leggjandi á þig og þú eygðir hvergi von lengur. Þú valdir þann eina kost sem þér var mögulegur og ég skil það svo vel. Áralöng barátta þín við fíknina, andleg veikindi og veruleikann varð þér ofviða og hvíldin orðin langþráð. Þú hafðir alla hæfi- leika til lífsins en enga möguleika til að nýta þá. Ég á aldrei eftir að kynnast jafn merkilegri og sterkri manneskju einsog þú varst. Hér eru svo mörg líf en svo fáar sálir. Og þessar fáu sálir ganga misbrotnar um í leit að félaga. Við fundum hvora aðra og þráðurinn á milli okkar verður aldrei slitinn né veikari þó að þú sért farin á annan stað. Við fengum alltof stuttan tíma saman en við nýttum hann vel. Þú varst ástin mín, sálufélagi og besti vinur. Það verða ekki fleiri stundir á Óð- insgötunni með þér, pönnsurnar bragðast aldrei eins aftur, bíltúrarnir um sveitina, andvökunæturnar, malið í Venusi liggjandi á milli okkar í rúm- inu, tónlistin og þögnin sem við eydd- um heilu stundunum í. Þú kenndir mér að elska á óeig- ingjarnan og skilyrðislausan hátt sem ég hafði aldrei kynnst fyrr. Þú sýndir mér lífið með björtum og dimmum hliðum þess. Þú gerðir tilveru mína fallegri og ríkari á allan hátt og ég á þér svo mikið að þakka, ástin mín. Ég vona að Hannes, Úlfur og afi þinn hafi tekið á móti þér og hjálpi þér að aðlagast á nýjum stað, pabbi minn vill eflaust fá að hitta þig líka þótt ný- kominn sé. Ég veit að þú verður alltaf hjá mér og passar mig ásamt hinum englunum. Söknuðurinn nístir mig og ég get þetta ekki án ykkar hjálpar. Öll mín tár inn í nóttina eru fyrir þig, engillinn minn. Ég hlakka til að hitta þig aftur. Takk fyrir mig og takk fyrir þig. Ég elska þig svo mikið. Sól, stattu kyrr. Þó kalli þig sær til hvílu ég elska þig heitar. Þú blindar mín augu en ert mér svo kær. Og eins hvort þú skín eða bæn minni neitar. Ég sæki þig nær þótt þú færir þig fjær. Þó þú fallir í djúpið mitt hjarta til geislanna leitar. (S.S.) Þín Inga Hrönn. „Af hverju brosa ekki allir til mín?“ spurði Kristín Gerður, systurdóttir mín, þegar við vorum samferða í Keflavíkurrútunni. Hún var þá fimm ára. Við sátum framarlega og hún sneri sér við í sætinu, hélt utan um sætisbakið og horfði aftur í rútuna á hina farþegana. Og brosti til þeirra. Og auðvitað var það mismunandi hvort farþegarnir endurguldu bros barnsins. Ekkert benti til annars á uppvaxt- arárum en að heimurinn mundi brosa við hinni ungu stúlku. Henni gekk vel í skóla, var í fremstu röð í íþróttum og var virkur og eftirsóttur þátttakandi í félagslífi. Þegar hin unga kona nálgaðist tví- tugt fór bros heimsins að fölna. Skuggar fíkniefnaneyslu lögðust yfir. Smám saman og án þess að við sem stóðum henni næst áttuðum okkur fyllilega á hvað væri að gerast. Hún vann meira og meira til að fjármagna neyslu sína og að lokum náðu endar ekki saman af venjulegum tekjum. Undir lok neyslutímabilsins varð ákveðinn vendipunktur í lífi hennar sem nú er lokið. Þar varð hún fyrir ör- lagaríku sálrænu og líkamlegu ofbeldi af hendi þeirra sem fyrir því stóðu. Bros heimsins hafði breyst í myrkur. Fyrir sex árum sneri Kristín Gerð- ur blaðinu við og sagði skilið við þetta tímabil ævi sinnar. Og þá virtist heim- urinn brosa við henni á ný en á sein- ustu árum fóru sár sálarinnar og sársaukafullrar reynslu að koma fram í geðklofa og ofskynjunum. Síð- ustu misserin barðist hún síðan við geðveikina af miklum dugnaði þótt sú orrusta tapaðist að lokum. Fyrir páska fann Kristín að geð- veikilota var í nánd. Þrátt fyrir til- raunir hennar sjálfrar og nánustu að- standenda reyndist innlögn á spítala ófáanleg. Í upphafi sumars tók þessi unga kona eigið líf. Pokinn sem hún þurfti að bera varð þyngri en hún gæti við ráðið. Heimurinn brosti ei meir. Bréf sem hún skildi eftir sig hófst með þessum orðum: „Mig tekur það sárar en þið eigið nokkurntíma eftir að vita að þurfa að valda ykkur svo miklum sálarkvölum með því að fara á þennan hátt burtu úr þessum heimi.“ Síðar í bréfinu skýrir hún ákvörðun sína: „Ég get ekki meira af þeirri kvöl sem inní mér býr og hefur smám sam- an nagað úr mér lífið… Ég er búin að reyna allt sem ég get til þess að lifa með geðveiki minni… Mér er þetta alveg um megn, ég get ekki lifað leng- ur fyrir aðra, ég get ekki lengur dreg- ið andann af sársauka.“ Nú er bros barnsins horfið og Kristín Gerður farin til guðs síns. Guðrún J. Kristjánsdóttir. Hvernig á að kveðja einhvern eins og þig, svo ótrúlega mögnuð sem þú ert. Ég hef verið að rifja upp allar þær minningar sem ég á um þig, og þrátt fyrir allar þær þjáningar sem þú gekkst í gegnum eru svo margar af minningunum fallegar, góðar og skemmtilegar. Við í sveitinni, þegar við fórum í ævintýraleiðangra með matarkex og djús í brúsa frá ömmu í farteskinu. Göngutúrarnir með afa. Kaffiboð í Búinu með drullukökur skreyttar sól- eyjum. Þegar við plönuðum framtíðina í rólunum í fjárhúsinu. Hverjum hefði dottið í hug að lífið yrði þér svona erf- itt, elsku stelpan mín? Ég gat ávallt leitað til þín og þú varst alltaf tilbúin að hlusta, hugga og hughreysta. Þú sýndir mér ótæmandi visku og skiln- ing. Núna ætla ég að gera það sama fyrir þig. Eftir áralanga þrautargöngu ert þú komin á leiðarenda. Ég virði þessa ákvörðun þína, svo ótrúlega sár sem hún er. Það er einlæg ósk mín að þú hafir fundið frið. Þín frænka, Kolbrún. Kær frænka mín og vinkona, Krist- ín Gerður hefur kvatt þetta tilveru- stig. Mikið var hún falleg þessi stelpa. Dálítið eins og regnboginn, allir þess- ir litir, og fangar mann alltaf. Ein- stakur og afgerandi. Það var svo mik- ið í hana spunnið og svo skemmtilegt að vera með henni. Ég á svo mörg minningarbrot tengd Kristínu, úr sveitinni þegar við Kristín og Kol- brún vorum litlar stelpur, frá sumrinu sem við vorum á Kirkjubóli, þá 15, 14 og 16 ára og svo frá Ísafirði. Það er Kristínu Gerði að þakka að við Óli kynntumst fyrir rúmum átta árum, því hún bauð okkur báðum í rauðvín og osta og við höfum verið saman síðan. Við ætlum að gifta okkur í sumar og eitt af því fyrsta sem við ákváðum varðandi brúðkaupið var að Óli myndi standa upp í veislunni, ganga til Kristínar og færa henni rauðar rósir sem þakklætisvott frá okkur. Svo átti að skála fyrir henni. Og það verður skálað fyrir henni og rósunum reyn- um við að koma áleiðis með einum eða öðrum hætti. Mínar minningar um okkur Krist- ínu saman eru skemmtilegar en líf hennar var samt sem áður oft ákaf- lega dapurlegt. Dapurlegra en maður getur eflaust nokkurn tíma gert sér í hugarlund. Í mínum huga var hún mikil hetja að standa af sér allt það sem þessi tilvera úthlutaði henni, og það þarf sterk bein til þess. Kristín var með geðsjúkdóm sem lék hana ákaflega alvarlega og á endanum valdi hún að hvíla sig og leita að ljósi og friði annars staðar en hér. Ég vona af öllu hjarta að hún finni það sem hún leitar að því hún á það svo inni- lega skilið. Það eru margir ríkir af því að hafa þekkt hana því hún var svo mikil persóna, og ég er afskaplega þakklát fyrir að vera ein af þeim. En mikið er ég samt fátæk í hjartanu núna þegar hún er farin. Kristínar Gerðar er sárt saknað og sorgin er þungbærari en orð fá lýst en ég skil og virði ákvörðun hennar og óska henni góðrar ferðar. Íris Ósk Oddbjörnsdóttir. Öll berum við þrá í brjósti um bjartan framtíðardraum. En glæstustu vonir vilja velkjast í tímans straum. Þessi byrjun ljóðsins „Barnið sem gladdi mig“ eftir Sigurð Anton Frið- þjófsson, kom upp í huga minn þegar ég frétti af andláti Kristínar Gerðar. Einnig minnist ég lítillar brosandi stúlku með augu leiftrandi af gleði og eftirvæntingu, svipur lítils saklauss barns. Ég hafði tök á að fylgjast vel með Kristínu Gerði í nokkur ár þegar við bjuggum bæði í Keflavík og það var afar ánægjulegt þegar hún kom á heimili okkar Guðnýjar móðursystur sinnar þar sem við spölluðum saman um heima og geima. Hún var stolt á svip þegar talið barst að skólanum, enda gekk henni ljómandi vel við námið og ekki síður í íþróttum en sundið var henni mikið áhugamál. Þegar við fluttum frá Keflavík var ekki annað að sjá en lífið brosti við þessari ungu stúlku með alla þessa góðu kosti í veganesti. Svo líða árin og við hittum hana frekar sjaldan en fáum fréttir um að henni gangi þokkalega að feta lífs- brautina. Einhver skuggi fannst mér þó vera kominn í slóð hennar og svartir kólgubakkar hrönnuðust upp út við sjóndeildarhring sem ógnuðu sólríkri tilveru hennar. Þetta voru einkenni sjúkdóms sem er svo vægð- arlaus, þegar hann nær tökum á lík- ama og sál, að hann eyrir engu. Ég þekki hann af eigin raun, en var svo heppinn að ná að spyrna við fótum áð- ur en hann náði að brjóta niður and- lega heilsu og sálarlíf mitt og það er ekki mér að þakka, ég er bara hepp- inn. Kristín Gerður var afar viðkvæm sál og þegar við ræddum saman um sjúkdóminn þá kom berlega í ljós hve hún tók nærri sér að sjúkdómurinn var að brjóta niður vonir hennar og framtíðaráform. Þó var hún ótrúlega dugleg að drífa sig áfram þrátt fyrir undangengna erfiðleika, aftur og aft- ur. Á síðasta ári greindist hún með annan sjúkdóm sem gæti hafa verið undirliggjandi í langan tíma og eng- inn ræður við með viljastyrknum ein- um, frekar en hinn. Ég hef búið í Mexíkó undanfarna mánuði og frétti því lítið af henni, þó veit ég að dökku kólgubakkarnir, sem fyrir mörgum árum hrönnuðust upp út við sjóndeildarhring, voru að þekja himininn og ekkert náði að feykja þeim burt og vonin eftir sólinni sem skein svo björt í æsku, hvarf í dökku skýin. Ég trúi því að Kristín Gerður hafi nú fengið að líta sólskinið á ný. Í mínum huga er hún alltaf litla stúlkan með fallega brosið. Foreldrum, Guðmundi og Eygló og systkinum, Árelíu Eydísi, Berglindi Ósk og Kristjáni sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sigurður B. Ringsted. Elsku Kristín! Með þessum orðum langar mig að kveðja þig og þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum i gegnum árin. Það fyrsta sem kemur upp í koll- inum þegar ég hugsa til þín er hve fal- leg, skemmtileg og ánægð þú varst alltaf þegar ég hitti þig. Þó að við hitt- umst ekki mikið þessi síðustu ár þá var ég alltaf rosalega ánægður þegar ég sá þig. Okkar síðustu fundir voru á aðfangadagskvöldi hjá ömmu og Hjálmtý þar sem við fjölskyldan vor- um vön að koma saman og hittast og drekka heitt kakó og borða kökur. Þegar ég kom til ömmu og sá þig þá trúði ég varla eigin augum. Þrátt fyrir veikindi þín og erfiða tíma þá leistu svo rosalega vel út, hárið, fötin, gler- augun sem gerðu þig rosalega sér- staka og þetta fallega bros. Það var alveg yndislegt að sjá hve ánægð þú virtist vera á þessu kvöldi, allir að gera grín og hlæja og það var stund- um alveg ferlega gaman að fylgjast með ykkur Eydísi, eldri systrunum, fannst þið alltaf ná svo vel saman. Hitti ykkur ekki eins oft og Beggu og Kristján. Þið systurnar voru vanar að passa okkur bræðurna, Beggu og Kristján en þú varst samt aldrei eins ströng og Eydís, maður tók þig svona léttar. Það sem mér fannst alveg frábært var þegar við byrjuðum að vinna i frí- höfninni saman sumarið ’98. Þar hitti KRISTÍN GERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.