Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 56
MINNINGAR 56 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorsteinn Jó-hannesson fædd- ist á Ytri-Tungu á Tjörnesi hinn 24. mars 1898. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli þriðju- daginn 17. apríl síð- astliðinn. Sex ára gamall fluttist hann með foreldrum sín- um að Ytra-Lóni á Langanesi, þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans voru Jóhannes Jó- hannesson, bóndi og sýsluskrifari, f. 27. apríl 1863, og kona hans, Þuríður Þorsteinsdótt- ir, f. 4. sept. 1862. Bróðir Þor- steins var Ari Jóhannesson, f. 5. des. 1888, d. 20. júní 1938. Kvænt- ist, 23. júní 1923, Laufeyju Tryggvadóttur, kaupmanns á Seyðisfirði, f. 16. des. 1900, d. 30. des. 1990. Börn: I. Tryggvi, læknir í Reykjavík, f. 30.12. 1923. K. Hjör- dís Björnsdóttir, f. 5.2. 1934. Börn þeirra: 1) Laufey faraldsfræðing- ur, f. 18.2. 1954. M. Þorgeir Helga- son, f. 13.10. 1953. Börn þeirra: Hjördís Þórey, f. 1.3. 1976, Tryggvi, f. 15.9. 1979, og María Þóra, f. 14.10. 1985. 2) Hildur, f. 11.6. 1958. M. Árni Jónsson bóndi, f. 18.5. 1953. Börn þeirra: Hildi- gunnur, f. 12.2. 1978. Valgerður, f. 15.9. 1980. Sonur hennar, Alex- ander Steingrímsson, f. 15.7. 1998. Laufey, f. 15.9. 1987. Sonur Tryggva og Aðalheiðar Steinu Scheving, f. 19.2. 1927: Guðjón Óli Scheving verkfræðingur, f. 7.10. 1951. K. Sigrún Stefánsdóttir meinatæknir, f. 4.5. 1951. Börn þeirra: Hildur, f. 23.1. 1976. Stef- án, f. 18.12. 1980. Steinar, f. 31.7. 1986. II. Þuríður Þorsteinsdóttir, f. 22.6. 1925. M. Barði Friðriksson, hrl., f. 28.3. 1922. Börn þeirra: 1) Laufey, f. 2.10. 1946. M. Ævar Guðmundsson framkvæmdastjóri, f. 5.3. 1941. Þeirra börn: Þuríður Ævarsdóttir, f. 29.10. 1965. M. Ei- ríkur Eiríksson, f. 7.3. 1965. Þeirra barn Eiríkur, f. 11.12. 1996. Ragnheiður Margrét Ævarsdóttir, f. 2.6. 1967. M. Gísli Rúnar Bald- vinsson, f. 25.4. 1965. Þeirra börn: Birta María, f. 10.8. 1993, Laufey Helena, f. 1.10. 1996. Þórdís Lilja Halldóra, f. 19.8. 1982. Unnur Kristín, f. 3.8. 1992. 4) Helga rit- ari, f. 1.6. 1964. M. Sigurður Einar Einarsson rennismiður, f. 12.10. 1962. Börn þeirra: Tryggvi Sig- urður, f. 10.6. 1986. Einar, f. 18.3. 1991. Guðmundur, f. 7.2. 1994. V. Haukur Þorsteinsson tannlæknir, f. 26.2. 1938. K. Guðrún Blöndal Axelsdóttir meinatæknir, f. 18.9. 1939. Börn þeirra: 1) Axel Blöndal Hauksson, f. 11.2. 1964. 2) Laufey hárgreiðsludama, f. 31.5. 1966. M. Baldvin Valdemarsson fram- kvæmdastjóri, f. 3.7. 1966. Börn þeirra: Haukur, f. 5.6. 1990. Hall- dóra, f. 22.10. 1993. 3) Sigrún hús- móðir, f. 12.1. 1968. M. Baldur Þór Gunnarsson rafvirki, f. 17.9. 1966. Börn þeirra: Guðrún Ósk, f. 27.12. 1993. Gunnar Geir, f. 29.9. 1998. Elín Bjarney Jónsdóttir, f. 26.10. 1922, fósturdóttir. M. Þórir Tryggvason forstjóri, f. 26.3. 1903, d. 6.7. 1954. Barn þeirra: Tryggvi skrifstofumaður, f. 29.9. 1951. Sigurlína Helgadóttir, fóst- urdóttir, f. 4.12. 1932. Maki I. Sverrir Ólafur Georgsson læknir, f. 20.1. 1934. Barn þeirra: Georg Már Sverrisson húsasmiður, f. 9.11. 1956. K. Esther Helga Ólafs- dóttir, f. 31.3. 1964. Börn þeirra: Viktor Þór, f. 10.12. 1987. Sverrir Ólafur, f. 30.3. 1994. Maki II. Steinar Bendt Jakobsson verk- fræðingur, f. 16.12. 1935. Barn þeirra: Þorsteinn Helgi, f. 21.9. 1963. Þorsteinn varð stúdent frá MR í júní 1920 og lauk guðfræðinámi frá HÍ vorið 1924. Vígðist að Stað- arprestakalli í Steingrímsfirði haustið 1924. Sóknarprestur í Vatnsfjarðarprestakalli við Ísa- fjarðardjúp frá okt. 1928, og pró- fastur í N-Ísafjarðarsprófasts- dæmi frá jan. 1939. Lausn frá embætti haustið 1955, flutti þá til Reykjavíkur og tók við starfi sem fulltrúi í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu. Vann þar til hausts- ins 1969, en starfaði eftir það nokkur ár sem fulltrúi við Seðla- banka Íslands. Í hálft annað ár þurfti Þorsteinn að dvelja á sjúkrastofnunum, en heilsufar var þá orðið á undan- haldi. Var hann fyrstu mánuðina á Borgarspítalanum í Fossvogi, en síðustu 15 mánuðina hefur hann notið hjúkrunar, nærgætni og góðrar umönnunar á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli og þar andaðist hann. Útför Þorsteins verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ævarsdóttir, f. 28.3. 1974. M. Bjarki Stef- ánsson, f. 20.8. 1975. Ævar Gunnar Ævars- son, f. 23.1. 1985. 2) Margrét sérkennari, f. 9.5. 1952. M. Jóhann Ólafur Þorvaldsson, f. 7.8. 1953. Þau skildu. Barn þeirra Barði Jó- hannsson, f. 10.9. 1975. 3) Þorsteinn jarðfræðingur, f. 11.11. 1953. K. Jó- hanna Lovísa Viggós- dóttir, f. 22.10. 1954. Þeirra börn: Þuríður, f. 14.3. 1982. Kolbrún, f. 27.10. 1984. Barði Freyr, f. 31.10. 1990. III. Jóhannes Þorsteinsson vél- smiður, f. 25.9. 1926. K. Sjöfn Magnúsdóttir deildarstjóri, f. 3.12. 1929. Börn þeirra: 1) Magnús ráðuneytisstjóri, f. 23.3. 1949. K. Ragnheiður Hermannsdóttir, f. 15.5. 1949. Bergþóra Svava, f. 31.5. 1977. Jóhannes Páll, f. 30.9. 1978. 2) Þorsteinn læknir, f. 11.5. 1951. K. Friðný Jóhannesdóttir læknir, f. 5.8. 1953. Barn þeirra: Jóhannes, f. 20.10. 1978. 3) Þórir, tæknifræðingur, f. 18.1. 1956. K. Helga Gunnarsdóttir, f. 5.9. 1957. Börn þeirra: Gunnar Freyr, f. 13.6. 1985. Jóhannes Már, f. 9.11. 1990. 4) Hanna læknir, f. 31.5. 1959. M. Andrés Kristjánsson sjúkraþjálfari, f. 22.2. 1957. Börn þeirra: Sjöfn Eva, f. 16.6. 1982. Kristján, f. 14.1. 1987. Jóhanna, f. 3.5. 1991. Jóhannes Aron, f. 20.3. 1996. 5) Laufey bókasafnsfræð- ingur, f. 1.1. 1966. M. Þór Ludwig Stiefel, f. 5.3. 1967. Barn þeirra: Elías Stiefel. IV. Jónína Þórdís, f. 5.9. 1930. M. Guðmundur Ólafur Finnbjörnsson sölustjóri, f. 7.11. 1923. Börn þeirra: 1) Ragnhildur Guðrún hjúkrunarfræðingur, f. 28.8. 1951. M. Haukur Garðarsson, verkfræðingur, f. 9.8. 1954. Þeirra börn: Guðmundur, f. 4.2. 1980. Garðar, f. 9.12. 1982. Þorsteinn, f. 21.3. 1985. Hörður, f. 24.9. 1986. 2) Laufey bankaritari, f. 29.8. 1953. M. Gylfi Georgsson húsasmiður, f. 6.4. 1947. Börn þeirra: Díana, f. 2.4. 1981. Ólafur Georg, f. 2.9. 1983. 3) Sigríður ritari, f. 22.7. 1956. M. Brynjólfur Nikulás Jóns- son hagfræðingur, f. 6.4. 1952. Börn þeirra: Jónína, f. 22.7. 1979. Látinn er á hundraðasta og fjórða aldursári tengdafaðir minn, séra Þorsteinn Jóhannesson, fyrrum prófastur í Vatnsfirði við Ísafjarð- ardjúp. Faðir minn og faðir séra Þorsteins voru vinir og skrifuðust á áður en síminn kom. Pabbi leyfði okkur stundum að heyra kafla úr bréfum Jóhannesar, sem höfðu að geyma skemmtilegar athugasemdir um menn og málefni, og oftast krydduð bráðsnjöllum vísum. Jó- hannes kom oft í Efrihóla, þegar hann var í erindrekstri fyrir sýsluna og jarðamatið og var mikill aufúsu- gestur. Hann var einstaklega góður upplesari og las stundum á vökunni kvæði og sögur fyrir heimilisfólkið. Séra Þorsteini kynntist ég ekki fyrr en árið 1946 og hafði ég þá þegar að honum forspurðum fastnað mér dóttur hans. Ekki hreyfði hann neinum athugasemdum og tókst brátt með okkur vinátta, sem aldrei bar skugga á. Séra Þorsteinn var fæddur í Ytri-Tungu á Tjörnesi, en fluttist sex ára gamall með foreldr- um sínum og Ara Helga bróður sín- um að Ytra-Lóni á Langanesi. Faðir séra Þorsteins var Jóhannes Jó- hannesson bóndi og sýsluskrifari hjá Benedikt Sveinssyni á Héðins- höfða meðan Jóhannes bjó í Ytri- Tungu. Jóhannes var af Laxamýr- arætt. Móðir Þorsteins var Þuríður Þorsteinsdóttir prests á Þórodds- stað, Jónssonar prests Þorsteins- sonar, sem Reykjahlíðarætt er kom- in frá. Í tíð þeirra hjóna var Ytra-Lónsheimilið mikið menning- ar- og myndarheimili. Þar voru fag- urbókmenntir fornar og nýjar í há- vegum hafðar. Húsbóndinn síyrkjandi og húsfreyjan við hljóð- færið, þegar stund gafst. Frú Þur- íður kenndi sonum sínum Ara Helga og Þorsteini orgelleik á unga aldri, enda voru þeir bræður einstaklega músíkalskir. Einnig dvöldu á heim- ilinu nemendur í orgelleik. Séra Þorsteinn minntist æsku- heimilis síns á Ytra-Lóni af mikilli hlýju og væntumþykju. Þegar á unga aldri kom í ljós að Þorsteinn var námfús, bókhneigður og ein- staklega góður námsmaður. Var hann því sendur á gagnfræðaskól- ann á Akureyri og brautskráðist þaðan úr gagnfræðadeild vorið 1917. Settist hann síðan í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík og tók stúdentspróf þaðan vorið 1920 ásamt 23 öðrum. Að loknu stúdents- prófi hóf hann svo nám í guðfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan guðfræðiprófi vorið 1924. Séra Þorsteinn minntist kennara sinna frá skólaárum sínum með þakklæti og virðingu. Félagslíf MR sagði Þorsteinn að hefði verið gott, einkum í VI. bekk. Gluntar og Bell- mannssöngvar voru sungnir, spilað- ur lomber og farið í Gúttó og Báruna. Einnig skroppið á kaffihús og „rúntinn“ til að skoða yngismeyj- ar. Á háskólaárum sínum komst Þorsteinn í snertingu við listagyðj- una Þalíu og lék ásamt Thor Thors, Margréti Thors, Sigurði Einarssyni o.fl. í leikritinu Andbýlingarnir eftir C. Hostrup undir leikstjórn Guð- mundar Thorsteinssonar eða Muggs, sem hann sagði að hefði blátt áfram töfrað menn með ljúf- mennsku sinni og listrænum frum- leik. Hann sagði að Muggur hefði verið yndislegur maður. Ylhlýtt bros færðist ætíð yfir varir séra Þorsteins, þegar hann minntist á skólabræður sína og Thyre Lange, sem var eina bekkjarsystir hans. Meðal þeirra sem honum virtust hugstæðastir voru Þórður Eyjólfs- son hæstaréttardómari, Tómas Jónsson borgarlögmaður og Her- mann Jónasson, en Hermann og Þorsteinn voru nánir vinir, fylgdust að alla skólagöngu sína og ræktu vináttu sína meðan báðir lifðu. Eina bók um lögfræðileg efni átti tengda- faðir minn frá Þórði Eyjólfssyni með þessari áletrun: „Það mun hressa huga þinn að hyggja að lögspekinni, þegar þú verður Þorsteinn minn, þreyttur á guðfræðinni.“ Meðan séra Þorsteinn var enn í Háskólanum nánar tiltekið 23. júlí 1923 kvæntist hann Laufeyju Tryggvadóttur kaupmanns á Seyð- isfirði. „Og mín mesta gæfa í lífinu var að eignast þessa góðu konu,“ sagði hann, enda varð hjónaband þeirra dásamlega fallegt og farsælt. Tengdamóðir mín var glæsileg myndarkona, og reyndist besta bú- kona, þótt hún hefði ekki dvalið í sveit á æskuárum sínum. Þess þurfti líka sannarlega við, eftir að þau hjón fluttu í Vatnsfjörð þar sem heim- ilisfólk var oft um og yfir tuttugu og ákaflega gestkvæmt. Ungu hjónin hófu heimilishald hér í Reykjavík, en 1924 bauðst séra Þorsteini Stað- ur í Steingrímsfirði í Strandasýslu og vígðist hann þangað 1924. Staður þótti gott brauð, en prestssetrið var illa hýst. Dvöldu prestshjónin því fyrsta árið á Hólmavík, en fluttust þá að Stað, þar sem reistur hafði verið myndar prestsbústaður úr steini. Séra Þorsteinn kom fljótlega upp góðu fjárbúi og þau hjón kunnu vel við sig á Stað. Sóknarbörnin tóku ungu prestshjónunum einstak- lega alúðlega og reyndust þeim í alla staði vel. 1928 losnaði eitt besta brauð landsins, Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp. Var það eitt af þeim fimm prestaköllum, sem konungs- veiting var á. Séra Þorsteinn sótti um prestakallið og var kjörinn lög- mætri kosningu. Fluttist hann til Vatnsfjarðar með allt sitt vorið og sumarið 1929. Vatnsfjörður er fornt og frægt höfðingjasetur og gott undir bú. Jörðinni fylgja mikil hlunnindi s.s. Borgarey, þar sem er mikið æðarvarp og lundatekja. Einnig er í Vatnsfirði bæði selveiði og silungsveiði. Fljótlega kom Þor- steinn líka upp góðu og gagnsömu fjárbúi. Ráðsmaður Þorsteins flest hans búskaparár var dugnaðar- og sómamaðurinn Þorkell Guðmunds- son. Voru störf hans og drengskap- ur heimilinu ómetanleg stoð. Í Vatnsfirði leið fjölskyldunni vel. Þar ólu prestshjónin upp fimm mann- vænleg börn sín og tvær fósturdæt- ur. Traust og hlý vinátta myndaðist milli fjölskyldunnar í Vatnsfirði og fólksins, sem hún kynntist við Djúp. Sú vinátta hefir ekki orðið enda- slepp og oft komu Djúpmenn og aðr- ir Vestfirðingar í heimsókn á Bugðulæk 18 eftir að tengdaforeldr- ar mínir fluttu hingað suður til Reykjavíkur árið 1955, þegar séra Þorsteinn hætti prestskap. Hafði hann þá verið prestur í Vatnsfjarð- arprestakalli frá 1929–1955 og pró- fastur í N-Ísafjarðarprófastsdæmi frá 1939–1955. Formaður Presta- félags Vestfjarða var hann frá 1939– 1944. Hann var formaður skóla- nefndar barnaskólans í Reykjanesi 1934–1955 og prófdómari sama tímabil við barna- og héraðsskólann þar. Fjölmörg störf að félagsmálum hafði hann önnur með höndum. Eft- ir að tengdaforeldrar mínir fluttu hingað suður starfaði séra Þor- steinn sem fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá 1955 til 1961, en frá 1961–1969 í Seðlabanka Íslands. Þótt séra Þorsteinn hætti prestskap var hann ekki alveg búinn að yfirgefa hempuna. Margir Djúp- menn og ýmsir aðrir Vestfirðingar fengu hann til að gifta sig og skíra börn sín. Einnig skírði hann og gifti fyrir fjölskyldu sína. Þeir, sem þekktu hann, töldu sérstaka gæfu fylgja prestsverkum hans. Orð vantar í málið til að lýsa séra Þorsteini, svo að vel sé. Hann var slíkur dýrðarmaður, að hver stofa sem hann sté inn í varð önnur og betri en áður. Það var eins og góðir andar hefðu tekið sér þar varanlega bólfestu. Hlýr góðvilji hans, tigin- mannlegt viðmót, háttvísi og yfir- lætisleysi þessa gáfaða glæsimennis var alveg einstakt. Séra Þorsteinn var gagnmenntaður menningarmað- ur og mannvinur. Hann átti mjög gott bókasafn bæði fræðibóka um fjölþætt efni, sem hann hafði áhuga á, og öndvegis skáldrit yngri sem eldri höfunda. Ekki mátti hann heldur missa af því sem var að ger- ast í nútímanum. Þessi áhugi virtist ekki dvína þótt glíman við Elli kerl- ingu yrði æ erfiðari og sigraði hann að lokum á hundraðasta og fjórða árinu. Hann hafði þá verið á Skjóli umönnunar- og hjúkrunarheimili í rúmlega eitt og hálft ár og notið þeirrar frábæru hjúkrunar sem aldrei verður fullþökkuð. Elskulegi tengdafaðir, við sem áttum því láni að fagna að eiga þig að þökkum þeim, sem öllu ræður, fyrir að þú fékkst að lifa svo langan dag, sem raun ber vitni um, og fyrir að hafa leyft okkur að njóta visku þinnar og kærleika svo lengi. Þú varst sameiningartákn fjölskyld- unnar og akkeri. Allir elskuðu þig og virtu. Við kveðjum þig með sár- um söknuði en vitum að þú varst saddur lífdaga og átt góða heimvon hjá þeim, sem þú þjónaðir með trú- mennsku alla þína jarðlífsvist. Barði Friðriksson. Kæri mágur og vinur. Minningin um þig er svo skær og björt að mér finnst ég geta talað við þig á þessari stundu eins og við töluðum svo oft saman hér áður fyrr mér til óbland- innar ánægju og uppbyggingar. Ég sé fyrir mér hina fallegu andlits- drætti þína og finn enn á ný hlýjuna streyma úr augum þínum, sem gerði samvistirnar við þig að hátíðis- stundum. Greind þinni og minni virtust engin takmörk sett. En næmleiki þinn fyrir eðli stundarinn- ar sem er grundvöllur allrar list- sköpunar fannst mér njóta sín einna bezt í ljóðlistinni. Það var sannkall- að ævintýri að heyra þig fara með ljóð. Þú gafst hverju orði sinn sér- staka blæ samkvæmt stöðu þess í ljóðlínunni á svipaðan hátt og þú gafst okkur samferðamönnum þín- um líf og ljós trúarinnar, svo að ljóð- ið virtist spretta lifandi af vörum þínum. Hjá þér voru gæfa og gjörvileiki eitt og hið sama. Og framtíðin mun einnig njóta góðs af útgeislun þinni, því að minningin um þig mun fylgja okkur alla leið. Kæru aðstandendur. Okkur Hrafnhildi þætti vænt um að mega sameinast í söknuði ykkar og þakk- læti til hins látna heiðursmanns. Viggó Tryggvason. Þáttaskil verða hjá okkur afkom- endunum nú þegar afi hverfur sjón- um okkar. Líf hans náði inn á þrjár aldir, og því fengu meira að segja barnabarnabörnin að kynnast hon- um vel og heyra frásagnir af lífi drengsins sem ólst upp á Langanesi í byrjun tuttugustu aldarinnar. Fyrstu minningar mínar um afa Þorstein eru frá Bugðulæknum, þegar hverfið var að byggjast upp og enn voru „stillansar“ utan á hús- unum. Ég man eftir hlýjum og góð- um afa, sem alltaf átti til brjóstsyk- ur. Það var gaman að koma á Bugðulækinn til afa og ömmu og ekki spillti sambýlið við frænkurnar og Bubba á efri hæðinni. Svo þegar ég fullorðnaðist áttaði ég mig á því að afi var ekki bara góður, hann var líka stórglæsilegur, skemmtilegur og vel að sér um ótrúlegustu hluti. Hann undi glaður við sitt og hafði litla þörf fyrir ferðalög eða aðra æv- intýramennsku. Hins vegar var hann víðlesinn og hafði auk þess sérlega góða hæfileika til að aðlag- ast breyttum aðstæðum eins og vel kom í ljós á efri árum. Alla ævi hafði hann gaman af því að læra eitthvað nýtt, fylgdist vel með öllum fréttum og nýjungum og hafði mjög góðan skilning á hinum fjölbreyttustu mál- efnum. Hann var mannblendinn og naut þess að eiga samræður við vini og vandamenn, svo það var alltaf ánægjulegt að hitta hann og spjalla við hann. Afi var farinn að nálgast hundraðasta árið þegar umræðan um erfðir og erfðarannsóknir komst í algleyming á Íslandi. Hann velti þessu mikið fyrir sér, bæði á al- mennum og persónulegum nótum. Eðlilega var honum umhugað um að hann hefði ekki arfleitt allan afkom- endaskarann að slæmum genum. Hann hafði vissar áhyggjur vegna þess að nokkuð var um slæmsku í baki í fjölskyldunni, en þegar betur var að gáð gat það alveg eins skýrst af því að afkomendurnir hafa til- hneigingu til að verða frekar gamlir. Og þegar afi leit yfir sviðið, var hann harla ánægður með það sem hann sá. Hann kvaddi lífið sáttur og elskaður af öllum sínum börnum, fósturdætrum og þeirra niðjum. Við sem eftir sitjum eigum góðar minn- ingar um kærleiksríkan afa, sem tókst á við lífið á jákvæðan hátt. Laufey Tryggvadóttir. Friður sé með yður Allir dagar enda skeið sitt, er þar dagur þinn. Öld er farin, önnur hafin, æviferillinn. Lengi ellin engu breytti, ung var sálin þín. Andagift að ofan fékkstu, æðstu trúar sýn. Margs er nú að minnast vinur, mikið verksvið þitt. ÞORSTEINN JÓHANNESSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.