Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 58
MINNINGAR 58 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ þar sem aldirnar rísa og hníga inn í eilífðina. Blessuð sé minning míns góða vinar, Þorsteins Jóhannessonar. Guðfinna Ragnarsdóttir. Í dag verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík einn af elstu sonum íslensku þjóðarinnar, séra Þorsteinn Jóhannesson, löngum kenndur við Vatnsfjörð við Ísafjarðardjúp. Hann varð 103 ára 24. mars sl. Lífsskeið hans hafði því spannað heila öld og hluta úr tveim- ur. Það má bæta því, að fyrir utan að vera með allra elstu mönnum hér á landi, var séra Þorsteinn einn af landsins bestu og göfugustu sonum. Það má því með sanni segja, að hann hafi ekki aðeins lifað tímana tvenna heldur þrenna. Hann var Þingeyingur í húð og hár, eins og hann sjálfur komst að orði. Ættaður vel, kominn af Laxamýrarætt, Skútustaðaætt, Reykjahlíðarætt og Sands- og Sílalækjarætt. Sex ára að aldri flutti hann með foreldrum sín- um frá Ytri-Tungu á Tjörnesi, þar sem hann var fæddur, að Ytra-Lóni á Langanesi. Hann var alinn upp á myndar heimili. Faðir hans var í góðum efnum, eins og sagt var í þá daga, og móðirin prestsdóttir. Hún var organisti í Sauðaneskirkju á Langanesi. Það mun ef til vill hafa ráðið nokkru þar um að hann valdi sér prestsstarfið að ævistarfi. En báðir foreldrar hans hvöttu hann til þess að ganga menntaveginn, eink- um þó móðir hans. Í uppvextinum komst séra Þor- steinn snemma í kynni við kveðskap og tónlist. Faðir hans var hagyrð- ingur góður og síyrkjandi. Sjálfur fékkst séra Þorsteinn eitthvað við kveðskap, en fór dult með. Þar kom til hógværðin og lítillætið sem hann auðsýndi alla tíð á öllum sviðum allt sitt líf. Svo mikið er víst að hann sneri nokkrum latneskum ljóðum á íslensku þar á meðal Gaudeamus: Gleðjumst allir, ungir menn aðeins skaðar töfin. Eftir ljúfa æskugleði og elli er veldur döpru geði við oss gapir gröfin. Séra Þorsteinn hóf nám í Mennta- skólanum í Reykjavík haustið 1917. Bjó þá í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu hjá Sigurði Jónssyni frá Ystafelli sem var nýtekinn við embætti landbúnaðarráðherra. En Sigurður var upeldissonur ömmu séra Þorsteins. Hann mundi vel frostaveturinn mikla þegar fella varð niður kennslu að mestu leyti allan veturinn vegna kulda. En frá Menntaskólanum útskrifaðist hann vorið 1920, var líklega elsti stúdent á landinu. Guðfræðiprófi frá Há- skóla Íslands lauk hann fjórum ár- um seinna. Gerðist sóknarprestur í Staðarprestakalli í Steingrímsfirði og síðar í Vatnsfirði. Prófastur í mörg ár. Formaður Prestafélags Vestfjarða um skeið. Fluttist til Reykjavíkur árið 1955, þar sem hann gerðist fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og starfaði þar fram til ársins 1969. Séra Þorsteinn var kvæntur Laufeyju Tryggvadóttur, mikilli sómakonu, og eignuðust þau fimm börn og áttu tvær fósturdætur. Konu sína missti hann árið 1990. Með séra Þorsteini er fallinn frá mikill öðlingur og hinn mesti dreng- skaparmaður. Ég kynntist honum fyrst fyrir þrjátíu árum. Og tel mig mikinn lánsmann að hafa átt hann að vini. Að öllum öðrum ólöstuðum var hann einhver sá elskulegasti og geðþekkasti maður sem ég hef fyr- irhitt. Það var svo undarlega gott að vera í návist hans. Það streymdi frá honum góðvild og gæska. Í hvert skipti sem maður kvaddi hann fylgdu blessunaróskir og fyrirbæn- ir. Af hans fundi fóru menn ávallt með ró og frið í sinni. Menn urðu einfaldlega betri menn eftir að hafa setið hjá honum um stund og spjall- að við hann. Ég spurði hann eitt sinn hverju hann þakkaði það að hafa náð svo háum aldri. Hann svaraði því til, að líklega væri það vegna þess, að hann hefði alltaf litið björtum augum á líf- ið og tilveruna, þótt stundum hafi syrt í álinn. Það mætti ávallt sjá ein- hverja ljósa bletti, þrátt fyrir skuggana sem stundum koma. Þessi orð hans eru í samræmi við það sem hann sagði í ræðu er hann hélt við skólauppsögn þegar hann varð 70 ára stúdent. „Fullveldisvið- urkenningin fór sem sólvermdur vorboði um þjóðlífið og vakti þær vonir að við gætum innan tíðar dregið íslenska fánann að hún yfir frjálsu og sjálfstæðu ríki, eins og í árdaga Íslandsbyggðar.“ Hann var alla tíð bjartsýnn og kunni þá lífsins list að sjá ávallt sólskin og vorboða hvar sem hann fór. Og það sem meira er um vert, hann kunni að deila þessum eiginleikum með öðr- um svo þeir fengju einnig notið sól- skins og komu vorboðans. Séra Þorsteinn var félagslyndur maður, naut sín í góðra vina hópi. Hann var félagi í Frímúrararegl- unni á Íslandi og starfaði þar af áhuga og einlægni við miklar vin- sældir á meðan kraftar leyfðu. Átti hann þar mikinn fjölda vina enda dáður og virtur fyrir einlægni og ástúðlega framkomu við alla sem voru svo lánsamir að kynnast hon- um og starfa með honum. Fyrir störfin hans í Frímúrarareglunni fyrr og síðar og allt það sem hann eftirlét þeim sem voru honum sam- ferða í þeim félagsskaperu hér fram bornar og honum færðar einlægar þakkir fyrir störfin öll og minningu hans virðing vottuð. Minningarnar um góðan dreng og sannan bróður munu lifa með félögum hans þar um langan aldur. Viðburðaríkri og langri ævi góðs manns er nú lokið. Séra Þorsteinn Jóhannesson hafði upplifað árdaga íslensks lýðveldis, búið í ráð- herrabústaðnum frostaveturinn mikla, skolfið þar af kulda. Hann hafði hlustað á drunur Kötlugossins, sloppið við spönsku veikina og fagn- að lokum ófriðarins mikla í Evrópu. En ávallt hélt hann ró sinni, styrkt- ur af trúnni á þann sem öllu ræður og öllu ráð við kann, í þeirri öruggu vissu, að leiðinni væri að lokum heit- ið til æðri heima, þegar jarðlífs- ferðalaginu lyki. Eftir langan dag er hvíldin fengin. Megi blessun almáttugs Guðs, friður hans og náð vera með og um- vefja ættingja hans og ástvini alla. Megi minningin um séra Þorstein Jóhannesson í Vatnsfirði lifa nú og ævinlega. Hreinn Hjartarson. Aldurhniginn féll að fold, felldu margan örlög köld. Sjaldan hef ég svartri mold seldan vitað betri höld. Þessi staka flaug gegnum hugann þegar mér barst helfregn séra Þor- steins Jóhannessonar, fyrrum pró- fasts í Vatnsfirði. Hann átti langa og giftudrjúga ævileið að baki, og með honum er genginn einn þeirra manna sem menningarauki var að hvar sem hann fór og þannig mun hann lifa í endurminningunni. Hann var af göfugu þingeysku bergi brot- inn. Að honum stóðu flestar þær ættir í héraði sem hafa brugðið stórum svip yfir það. Í föðurætt séra Þorsteins má annars vegar nefna Guðmund Friðjónsson á Sandi og þá bræður Indriða og Jóhannes á Fjalli af Sílalækjarætt í Aðaldal og hins vegar var séra Þorsteinn af Laxa- mýrarætt sem listfengi Jóhanns skálds Sigurjónssonar hefir gert fræga. Því var um skamman veg að fara í ættanna kynlega blandi til að rekast annaðhvort á snilligáfur eða glöggskyggna fræðimenn. Þuríður Þorsteinsdóttir, móðir séra Þorsteins, var sonardóttir séra Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð, en bróðir hennar var Jón Þorsteins- son skáld á Arnarvatni í Mývatns- sveit. Því má með sanni segja að hvert sem litið er megi hitta fyrir óvenjulega hæfileika á ólíkum svið- um í frændgarði séra Þorsteins Jó- hannessonar og eru þá fáir hér nefndir. Sá sem þetta ritar ólst upp í næsta nágrenni við bæina þar sem ættfólk hans hafði áður búið og heyrði því oft um það talað. Sér- staklega var gömlu fólki tíðrætt um þann menningarviðburð þegar Þur- íður Þorsteinsdóttir kom með orgel í sveitina og braut með því blað í sönglífi sveitarinnar. Tónlistargáfan hefir síðan fylgt niðjum hennar og skal hér aðeins nefna barnabarna- barn hennar Einar Jóhannesson klarinettleikara. Sjálfur var séra Þorsteinn góður söngmaður og mik- ill tónlistarunnandi. Hann var marg- fróður og stálminnugur til æviloka. Mér er minnisstætt hvað hann var prýðilega vel að sér í Sturlungu og þótti það tal allgott að ræða um menn og málefni þeirrar aldar. Tím- inn leið jafnan fljótt í þeim sam- kvæmum, þar sem hann sat í önd- vegi. Ræða hans var jafnan rökvís og öfgalaus, blandin góðlátlegri gamansemi og krydduð góðvild og mannlegri hlýju. Ég var stundum að segja við hann að hann væri engum manni jafnlíkur og þýska hljóm- sveitarstjóranum Bruno Walter, en um hann var sagt, sem sjaldan heyr- ist um hljómsveitarstjóra, að hann hefði umgengist hljómsveitina eins og góður og umhyggjusamur faðir. Sama held ég að hafi verið raunin með séra Þorstein og sóknarbörn hans. Séra Þorsteinn Jóhannesson var mótaður af því jákvæða lífsviðhorfi sem var ríkjandi með þjóðinni í upp- hafi liðinnar aldar. Ungir menn sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta menntunar og geta nýtt hæfi- leika sína urðu merkir leiðtogar í sveit og við sæ. Íslensk alþýðu- menning naut góðs af leiðtogastarfi þeirra. Við fráfall þeirra stendur op- ið og ófullt skarð í íslensku þjóðlífi. Aðalgeir Kristjánsson. ÞORSTEINN JÓHANNESSON MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.