Morgunblaðið - 27.04.2001, Page 62

Morgunblaðið - 27.04.2001, Page 62
62 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EF ég hef skilið það orð rétt þá þýð- ir það að einhver einstakur maður, eða hópur manna, selur land sitt og þjóð í hendur erlends ríkis eða ríkjasambands. Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í EES án und- angenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu þrátt fyrir að skrifleg áskorun hafi komið um það frá yfir 36.000 manns. Ég ákvað þá að segja mig úr Fram- sóknarfélaginu hér. Ég hafði alltaf stutt Framsóknarflokkinn og greitt frambjóðendum hans atkvæði utan einu sinni. Ég er ekki flokksbundinn nú og mun neyta atkvæðis míns eins og samviskan býður mér við næstu kosningar til Alþingis. Ég er ein- dreginn andstæðingur þess að Ís- lendingar gangi í ESB. Með inn- göngu okkar í EES glötuðum við meira en helmingi sjálfstæðis þjóð- arinnar eins og skýrt kom fram í til- kynningu EFTA í dag að ef Íslend- ingar hefðu veitt landsbyggðastyrki á síðasta ári yrðu þeir látnir end- urgreiða þá á þessu ári. Er hægt að bjóða sjálfstæðri þjóð upp á svona? Jón Baldvin Hannibalsson barðist með allra manna mestu offorsi fyrir því að EES samningurinn var sam- þykktur á meðan hann sat í stjórn með Sjálfstæðismönnum og síðan fyrir inngöngu í ESB. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum voru nokkrir sem ætluðu að halda áfram baráttu fyrir því að við gengjum sem fyrst í ESB, og eru ennþá nokkrir sem róa af öllum kröftum á bæði borð þó sumir þeirra sem fastast sækja róðurinn kjósi að láta sem minnst á sér bera. Svo eru það ungliðasamtök flokk- anna sem gala sem hæst eins og oft vill verða. Þar eru fremstir í flokki þeir sem hafa aflað sér nokkurrar menntunar. Ég er hræddur um að skólakerfið sé æði gloppótt, að minnsta kosti hvað varðar kennslu í sögu Íslands og þá menn sem börð- ust mest og árangursríkast fyrir fullu sjálfstæði þjóðarinnar. Ein- hvers staðar virðist vera pottur brotinn. Nú nýlega fór forsætisráðherra Íslands til Frakklands og Brussel til að ræða þessi mikilvægu mál, og samkvæmt því sem hann sagði frá töldu æðstu menn þeirra ríkja enga þörf á því að Ísland gengi í ESB og vona ég að þetta sé rétt frá skýrt, ég kann Davíð bestu þakkir fyrir þessa ferð. Auðvitað á ríkisstjórnin að undirbúa allar tillögur sem máli skipta varðandi sjálfstæði landsins, en ekki Pétur og Páll úti í bæ. Eitt sinn kom tilskipun frá EFTA um að leyfa ekki börnum innan 16 ára að vinna. Ég er þeirrar skoðunar að brýna nauðsyn beri að venja börn eftir að þau hafa náð 10 ára aldri, að vísu byrja rólega fyrst stað en smá- auka svo lengd vinnutímans eftir því sem börn eldast. En mikið atriði er að þau fái hollan og góðan mat og nóga hvíld. Þessi börn ná meiri og betri þroska en þau, sem sitja eða liggja inni og glápa á sjónvarpið eða fara í tölvuleiki. Og sumir krakkar eru að þvælast á götunni. SIGURÐUR LÁRUSSON, Árskógum 20B, Egilsstöðum. Hvað eru landráð? Frá Sigurði Lárussyni: NÚ HAFA þær fregnir borizt frá Noregi, að geislamengun í hafinu út af ströndum landsins hafi sexfaldazt frá árinu 1996. Orsakanna er að leita til kjarnorkuúrgangs frá Sella- field-stöðinni í Skotlandi. Verk- smiðjan hefur verið þyrnir í augum umhverfisverndarmanna á Bret- landseyjum og nærliggjandi lönd- um, enda hefur vítavert gáleysi í meðferð efnanna og það ábyrgðar- leysi að sturta þessum úrgangi í hafið, eitt aðal-næringarforðabúr Evrópu, gefið ærið tilefni til mót- mæla úr öllum áttum, m.a. frá rík- isstjórnum Noregs og Danmerkur. Það er sennilega erfitt að benda á nokkurt eitt mál, sem talizt geti jafnaugljóst hagsmunamál fyrir ís- lenzkan sjávarútveg, þegar til lengri tíma er litið, eins og þetta umhverf- isverndarmál í Norður-Atlantshafi. Með sama áframhaldi er fiskistofn- um stefnt í þá hættu að verða óhæf- ir til manneldis, og það sjá allir hví- líkar afleiðingar það mundi hafa fyrir þjóðarbú okkar, sem erum háðari fiskveiðum en flestar aðrar þjóðir. Það almenna andvaraleysi, sem hefur ríkt í þessu mengunar- máli hér á landi, er allsendis ótrú- legt, eins og sést t.d. af því, að nán- ast ekkert hefur verið fjallað hér um fyrrnefnda frétt frá Noregi. Vissu- lega hefur núverandi umhverfisráð- herra áður komið sjónarmiðum okk- ar skelegglega á framfæri við brezk stjórnvöld, en miklu betur má, ef duga skal. Íslendingar ættu að nota hvert tækifæri sem býðst, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, al- þjóða-sjávarútvegs- og matvælaráð- stefnum, á EES-fundum og víðar, til að mótmæla fráleitu og skammar- legu framferði brezku stjórnarinnar í máli þessu. Einhvern tímann var gerð alþjóðasamþykkt um að banna losun eiturefna út í geiminn, en ég fæ ekki betur séð en að það væri skaðlaust að skjóta þessum efnum til sólar í samanburði við þá ósvinnu að eitra fyrir sér einhverjar heil- næmustu matvælaauðlindir mann- kyns. Ég vil svo láta í ljós þá von, að fleiri kveði upp raust sína um þetta mál, t.d. læknar, næringarfræðingar og fiskifræðingar. En málið snertir alla, ekki sízt börnin okkar og kom- andi kynslóðir. JÓN VALUR JENSSON, cand.theol., forstöðum. Ætt- fræðiþjónustunnar. Mótmælum Sellafield Frá Jóni Vali Jenssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.