Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.04.2001, Blaðsíða 64
DAGBÓK 64 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Nikolay Afanasjev og Pacific Champ koma í dag. Ocean Tiger fór væntanlega í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 14 bingó. Í kaffitímanum samsöngur með Magn- úsi Randruip. Árskógar 4. Kl. 13 opin smíðastofan, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opn- ar, kl. 13.30 bingó. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9 bókband, kl. 9– 16 handavinna og fóta- aðgerð, kl. 13 vefnaður og spilað í sal. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Pútttímar í íþróttahús- inu á Varmá kl. 10–11 á laugard. Jóga kl. 13.30– 14.30 á föstud. í dval- arheimilinu Hlaðhömr- um. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan og handa- vinnustofan opin, kl. 9.45 leikfimi, kl. 13.30 gönguhópur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Tréútskurður í Flens- borg kl. 13, brids kl. 13.30. Leikhúsferð í Þjóðleikhúsið að sjá „Syngjandi í rigning- unni“ 4. maí nk. Sækið pantaða miða í Hraun- seli milli kl. 13.30 og 16. Skoðunarferð í Þjóð- menningarhúsið 10. maí, skráning hafin í Hraun- seli í síma 555-0142. Sig- urbjörn Kristinsson verður með málverka- sýningu í Hraunseli fram í maí. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Miðvikudaginn 9. maí. Garðskagi- Sandgerði-Hvalnes. Fuglaskoðun. Brottför frá Glæsibæ kl. 13. Skráning hafin. Ath. ráðstefna í Áskirkju í dag kl. 13–16. Sjálfboðið starf meðal aldraðra. Silfurlínan opin á mánu- dögum og miðviku- dögum kl. 10–12. Ath. Opnunartími skrifstofu FEB er kl. 10–16. Upp- lýsingar í síma 588 2111. Félag eldri borgara, Garðabæ. Munið vor- ferðina til Vest- mannaeyja 16.–18. maí, kl. 10.30 frá Kirkjuhvoli, farmiðar seldir á skrif- stofu félagsins í Kirkju- hvoli, neðri hæð, mánu- daginn 30. apríl kl. 10–12 fyrir hádegi. Nán- ari uppl. hjá Arndísi í s. 565-7826, eða 895-7826. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9–12 mynd- list, kl. 13 opin vinnustofa, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Félagsstarf Furugerði 1. Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, kl. 12 hádeg- ismatur, kl. 14 messa, prestur sr. Ólafur Jó- hannsson, Furugerð- iskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guð- mundsdóttur, kaffiveit- ingar eftir messu. Gerðuberg, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar frá hádegi, spilasalur opinn, kl. 16 opnuð myndlist- arsýning Gunnþórs Guð- mundssonar, m.a. syng- ur Gerðubergskórinn undir stjórn Kára Frið- rikssonar, undirleikarar Benedikt Egilsson á harmónikku og Unnur Eyfells á píanó, félagar úr Tónhorninu leika létt lög. Allir velkomnir. Mánudaginn 30. apríl heimsókn í Dómkirkj- una í Reykjavík, umsjón sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson. Kaffiveitingar í Ráðhúsi Reykjavíkur, skráning hafin. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 vefnaður. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta og út- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi og spurt og spjall- að. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9–12.30 útskurður, kl. 10 boccia. Kirkjulundur, félags- starf aldraðra, Garða- bæ. Mánud. 23. apríl: Boccia kl. 10.30, leikfimi kl. 12.10 og kl. 13. Þriðjud. 24. apríl: Spilað í Kirkjuhvoli kl. 13.30, tréskurður kl. 13.30. Fimmtudaginn 26. apríl: Spilað í Holtsbúð kl. 13.30, boccia kl. 10.30, leikfimi kl. 12.10. Dag- ana 27. og 28. apríl eru uppskerudagar í Kirkju- hvoli kl. 13–18, sýning á tómstundavinnu aldr- aðra, skemmtiatriði og veitingar kl. 15 báða dagana. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dansað í að- alsal. Sýning á vatns- litamyndum (frum- myndum) eftir Erlu Sigurðardóttur úr bók- inni „Um loftin blá“ eftir Sigurð Thorlacius verð- ur frá 30. mars til 4. maí alla virka daga frá kl. 9– 16.30. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morgun- stund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum í Laugardalshöll kl. 10. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félags- heimilinu Leirvogs- tungu. Kaffi og meðlæti. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ardögum kl. 15–17 á Geysi, Kakóbar, Að- alstræti 2 (gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Hana-nú, Kópavogi. Nokkrir miðar eru enn til í hópferð Hana-nú á söngleikinn „Syngjandi í rigningunni“ í Þjóðleik- húsinu þann 11. maí nk. Miðana er að fá í Gjá- bakka 554-3400 og Gull- smára 564-5260 fram á hádegi mánudag 30. apríl. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningarkort Ás- kirkju eru seld á eft- irtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu, Lauga- vegi 31, þjónustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norðurbrún 1, Apótek- inu Glæsibæ og Ás- kirkju, Vesturbrún 30, sími 588-8870. Í dag er föstudagur 27. apríl, 117. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Látið fætur yðar feta beinar brautir til þess að hið fatlaða vindist ekki úr liði, en verði heilt. (Hebr. 12, 13.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... Í MORGUNBLAÐINU í gær birt-ist mynd frá steypuframkvæmd- um við nýbyggingu við Ofanleiti sem lokuðu götunni. Í fréttinni, sem fylgdi, er haft eftir Þorgrími Guð- mundssyni hjá umferðardeild lög- reglunnar að mælzt sé til þess að verktaki, sem stendur í svona fram- kvæmdum, merki lokunina með til- hlýðilegum hætti. Nú má sjálfsagt deila um hvað sé „tilhlýðileg merk- ing“. Svo vill til að Víkverji hefur lent í því tvisvar í vikunni að ætla að aka Ofanleitið og í bæði skiptin var þessi sami verktaki að steypa og lokaði götunni. Í fyrra skiptið voru einu merkingarnar rauðir og gulir búkk- ar sitt hvoru megin við steypubílana. Í síðara skiptið var búið að klambra saman skilti, sem á var málað „lok- að“ með gulri málningu og stilla því upp rétt hjá steypubílnum. Verktak- inn lét hins vegar algerlega hjá líða að sýna vegfarendum þá kurteisi að merkja fyrir þá hjáleið, sem liggur um bílaplan Verzlunarskólans. Þar sem Víkverji þekkir til í hverfinu vissi hann af þessari leið, en hann sá að aðrir ökumenn lentu í vandræð- um, þurftu að snúa bílum sínum og hálfgerður umferðarhnútur mynd- aðist á tímabili. Hjá því hefði mátt komast með „tilhlýðilegum merking- um“ af hálfu verktakans. Því miður er þetta ekki eina dæmið um slæleg- ar merkingar verktaka og Víkverji er þeirrar skoðunar að lögreglan ætti að hafa miklu stífara eftirlit með því að merkingar vegna fram- kvæmda séu réttar og bendi öku- mönnum á opnar hjáleiðir. x x x VÍKVERJI átti erindi í IKEA tilað skila vörum sem hann keypti þar. Skiltið fyrir ofan afgreiðslu- borðið, þar sem tekið er á móti skila- vöru, vakti athygli hans en þar stendur „vöruskilun“. Orð, sem enda á -un hafa einhverra hluta vegna orð- ið vinsæl og oft er t.d. talað um stjórnun þar sem betur færi á því að segja einfaldlega stjórn. En skilun? Ekki fann Víkverji orðið í orðabók, hvorki prentaðri né rafrænni. Þó rámar hann í að hafa heyrt talað um blóðskilun í samhengi við nýrnasjúk- dóma. Hvað um það, í þessu tilfelli hefði legið beint við að skrifa bara „vöruskil“ á skiltið – það hefði skilizt prýðilega. x x x Í LÖGUM um tóbaksvarnir eruveitingahús, sem leggja megin- áherzlu á kaffiveitingar og matsölu, skylduð til að sjá gestum sínum fyrir reyklausu svæði, sem ekki á að vera síðra en reykingasvæðið. Í vikunni fór Víkverji á veitingahús í miðborg- inni með fjölskyldu sinni. Þetta var um kvöldmatarleytið og á þeim tíma leggur þetta veitingahús aðaláherzlu á matsölu. Það býður meira að segja upp á barnamatseðil sem er vissu- lega til fyrirmyndar. Hins vegar var dóttir Víkverja ekki hrifin af „reyk- lausa“ svæðinu. Það samanstóð af tveimur pínulitlum tveggja til þriggja manna borðum næst útidyr- unum þar sem var kuldi og trekkur. Aukinheldur var „reyklausa“ svæðið langt frá því að vera reyklaust því að á næsta borði sátu nokkrar ungar stúlkur sem svældu eiturefni ofan í lungu hver í kapp við aðra. Víkverji og fjölskylda gerðu athugasemdir við þetta – yngsti fjölskyldumeðlim- urinn m.a. með ótvíræðu látbragði og hélt fyrir nefið frá því að komið var inn úr dyrunum. Starfsfólkið virtist hissa á þessu tuði til að byrja með en leysti svo úr málinu með því að leyfa fjölskyldunni að sitja á efri hæð veitingahússins sem annars átti að vera lokuð þetta kvöld. Víkverji er hissa á því hvað mörg veitingahús taka illa á móti þeim reyklausu, mið- að við að aðeins fjórðungur þjóðar- innar reykir, samkvæmt könnunum. Hinir vilja helzt ekki þurfa að sitja í svælunni þegar þeir fá sér að borða. KÆRI Davíð Oddsson, værir þú ekki til í að reikna út góðærið fyrir Pétur Blöndal með sama hætti og þú reiknaðir það fyrir okkur eldri borgara. Hann virðist ekki hafa fundið góðærið, samanber kröfur hans um launahækkanir til handa þingmönnum eða er hann ef til vill farinn að versla í vissri verslun hér í borg (ÁTVR)? Þá er víst eðlilegt að hann finni ekki góðærið. Guðjón Á. Ottósson, kt. 081228-4189. Ríkisútvarpið VIÐ, sem heima sitjum og hefjum okkar rass sjaldan af eldhússtrompi, erum innilega þakklát fyrir það, að Ríkisútvarpið er ekki orðið einkavætt. Sá fróð- leikur, sem fluttur hefur verið í Ríkisútvarpinu gegn- um árin, er sú menntun sem ekki hefur verið þvingað upp á neinn, snillingarnir færðir okkur á silfurfati. Örlitla athugasemd vil ég láta í ljós. Gylfi Þ. Gíslason, sá mæti maður, hefur gefið okkur kost á að skyggnast inn í líf mestu tónsnillinga heimsins með þáttum sín- um, en því miður hefur farið fyrir honum líkt og mörgum þeim sem rita ævisögur. Herra Gylfi Þ. Gíslason sagði í einum þætti, að eng- in mynd væri til af Haydn, hann var með stórt nef og í þokkabót með æxli á nefinu og hefði þar af leiðandi ekki viljað sitja fyrir. Nú ber svo við að ég á mynd af meist- aranum og vissulega er hann með stórt nef, en ekk- ert stærra en gengur og gerist hjá nútímafólki, sem ekki hefur farið til lýtalækn- is og þegar nánar er að gæti sést æxlið. Guðrún Jacobsen, Bergstaðastræti 34, Reykjavík. Peningar sviknir út í Öryrkjabanda- lagsblokkunum FYRIR tveimur mánuðum hringdu hjá mér dyrabjöllu, fjórar myndarlegar stelpur svona 14–15 ára gamlar. Þær voru með rautt blað í höndum og buðu til sölu kló- settpappír á 2.500 kr., eld- húsrúllur á 3000 kr. og hár- snyrtivörur á 1.350 kr. Þetta voru þær að selja fyr- ir knattspyrnufélagið Þrótt, sögðu þær. Þótt komið væri að mánaðamótum og lítið um pening, þá fannst mér ég verða að styrkja þetta, þar sem föðurbróðir minn, Halldór Sigurðsson, var fyrsti formaður Þróttar. Þær sögðust ekki vera með vörurnar, þær kæmu á eftir og þær hjálpuðu mér að telja upp úr buddunni, þar sem ég er handleggsbrotin. Þær brostu og fallega og þökkuðu fyrir. Nú eru tveir mánuðir liðnir og engin vara hefur sést. Ég hef hringt þrisvar í forráðamenn Þróttar og út úr því kom akkúrat ekki neitt. Ég vara fólk við að vera svona barnalegt og auðtrúa eins og ég var, „enga pen- inga fyrr en varan er komin í hendurnar á ykkur“. Því miður hafa þessar auvirði- legu dömur sloppið við myndavélar, sem eru hér á göngum, en þær verða aldr- ei gæfumanneskjur með svona hegðun. Ingibjörg Jónasdóttir Hátúni 10, Reykjavík. Tapað/fundið Bleikur barnatrefill tapaðist BLEIKUR barnatrefill tap- aðist í Kringlunni miðvikud. 18. apríl sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samb. í s. 555-1864. Trek-hjól í óskilum BLÁTT 21 gíra, 24 tommu Trek-fjallahjól hefur verið í óskilum neðst í Hraunbæ í nokkra daga. Uppl. í s. 587- 1926. Gullhringur í óskilum GULLHRINGUR í blárri öskju fannst í Hlíðunum, mánud. 23. apríl sl. Uppl. í s. 553-6966. Dýrahald Læða fór að heiman frá sér GRÁBRÖNDÓTT, kafloðin 1 árs læða, búsett á Berg- þórugötu, týndist fyrir um mánuði. Hún er með rauða ól um hálsinn. Ef þið hafið orðið vör við prímadonnuna, vinsamlegat látið mig vita í s. 562-8012 eða 690-9952 Ragnar. Inniköttur hvarf að heiman ÓMERKT kolsvört eins árs læða hvarf frá Háaleitis- braut fyrir nokkru. Uppl. í s. 568-2384. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Til forsætis- ráðherra K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 brimill, 8 ekki gamlar, 9 duglegum, 10 greinir, 11 gerast oft, 13 híma, 15 byggingarnar, 18 ekki rétt, 21 erfðafé, 22 fisks, 23 reyfið, 24 óvarkárt. LÓÐRÉTT: 2 skynfærið, 3 nemur, 4 vafinn, 5 elskaðir, 6 ljós- ker, 7 formóðir, 12 flýtir, 14 klafa, 15 fák, 16 mjó ís- ræma, 17 bátaskýli, 18 ódrukkin, 19 styrk, 20 ná- lægð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kamar, 4 fersk, 7 tekin, 8 ólyst, 9 dár, 11 núll, 13 átta, 14 ágætt, 15 þjór, 17 taða, 20 ris, 22 keyra, 23 orgel, 24 ræddi, 25 gærur. Lóðrétt: 1 kotin, 2 mikil, 3 rönd, 4 flór, 5 reynt, 6 kytra, 10 áræði, 12 lár, 13 átt, 15 þokar, 16 ómynd, 18 angur, 19 allar, 20 rati, 21 sorg. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.