Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 65

Morgunblaðið - 27.04.2001, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 65 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú ert viðkvæmur fyrir áliti annarra á þér og þínum hæfileikum sem veldur því að þú dregur þig meira í hlé en ástæða er til. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér hefur gengið vel að und- anförnu og ættir að leyfa öðr- um að njóta þess með þér. Það gefur þér mest að lið- sinna þeim sem minna mega sín. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert fullur hugmynda og sérð ekki hlutina í réttu ljósi. Vertu því ekki afundinn þótt aðrir reyni að hjálpa þér. þess. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Mundu að það er hægt að lyfta sér upp án þess að kosta miklu til. Nú er rétti tíminn til að stefna félögunum sam- an til fundar og leggja á ráð- in. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver misskilningur gæti komið upp milli ástvina sem þarf að leiðrétta. Leggðu þitt af mörkum með því að sýna skilning og umburðarlyndi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gamall vinur mun leitast við að koma á endurfundum. Þér tekst að hitta naglann á höf- uðið í vinnunni og kemur sjálfum þér og öðrum á óvart. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur tekist það verkefni á hendur að vera í forystu félags og fylgja málum í höfn. Þú gengur fram af mikilli festu og átt hrós skilið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Betur verður að þér búið á vinnustað og þér mun verða falið skemmtilegt verkefni. Þú hefur nú sannað þig í starfi og mátt vera stoltur af. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Væntingar fjölskyldunnar til þín eru miklar og þótt ráð- leggingar þeirra séu stund- um góðar þarftu að hafa kjark til að fylgja eigin innsæi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Leggðu þig fram um að sætt- ast við þann sem þú hefur átt í þrætum við. Það mun reyn- ast þér auðveldara en þú bjóst við í upphafi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gefðu þér tíma til að stofna til nýrra kynna sem og að rækta samböndin við gömlu félag- ana. Hverslags félagsstarf mun gera þér gott. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú skiptir öllu máli að halda þétt utan um budduna ef ekki á illa að fara. Láttu andstöðu samstarfsfélaga ekki verða þér fjötur um fót. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur nóg á þinni könnu þessa dagana og skalt ekki taka meira að þér í félags- starfinu en þú ert fær um að standa við. Sinntu líka sjálf- um þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÞJÓÐVÍSA Ég hélt ég væri smámey og hugðist vera til eins og hitt fólkið um bæinn. Og vorið kom og glóði um glugga mína og þil allan guðslangan daginn. Og sextán ára varð ég á vegi hins unga manns. Þá lá vorið yfir sænum. Og sumarnætur margar ég svaf í örmum hans. Ég var sælust allra í bænum. En vindar hafa borið margt visnað skógarblað um veginn, sem við gengum, því meðan hjörtun sofa, býst sorgin heiman að, og sorgin gleymir engum. Tómas Guðmundsson. STAÐAN kom upp á Skák- þingi Íslands, áskorenda- flokki, er lauk fyrir stuttu. Öruggur sigurvegari móts- ins, Björn Þorfinnsson (2265), hafði hvítt gegn Sig- urði Daða Sigfússyni (2330). Eins og kom fram í fjörlegum skýringum Björns við skákina í skák- þætti Morgunblaðsins áttu andstæðingar hans ekkert svar við eftirlætisbyrjun hans með hvítu, Trompovsky. Þessu þurfti svartur að súpa seyðið af og er þrípeðið vesæla prýðilegur minn- isvarði um það. Hvítur lauk skák- inni með snoturri fléttu: 36.Hxb8! Hxb8 37.Rxe5+ Kg7 38.Rxg6 Bxg6 39.Bf6+ Kg8 40.Dg3 og svartur gafst upp saddur lífdaga. Uppskeruhátíð Taflfélagsins Hellis fer fram í kvöld, 27. apríl, í Hellisheimilinu Þöngla- bakka 1. Húsið opnar kl. 20:00 og verður glens og fjör eins og Hellismönnum er einum lagið. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLIÐARKÖLL eru flestum keppnisspilurum töm í hin- um ólíklegustu stöðum og virka vel, enda hafa fræði- menn sett fram skýrar regl- ur sem auðvelt er að fylgja. En á einu sviði eru menn veikir á svellinu, jafnvel hinir allra bestu. Fram til þessa hefur það verið nánast skil- greiningaratriði að hliðarkall sé kall í öðrum af tveimur lit- um – ekki litnum sem spilað er og ekki í trompinu. En stundum er þörf á því að kalla í tromplitnum og þá vandast málið. Norður ♠ 9872 ♥ ÁK9 ♦ 3 ♣ KG986 Vestur Austur ♠ 1063 ♠ ÁG ♥ DG1073 ♥ 8542 ♦ D872 ♦ ÁG5 ♣ 3 ♣ D1052 Suður ♠ KD54 ♥ 6 ♦ K10964 ♣ Á74 Þetta spil er frá leik Ítala og Hollendinga í Nations Cup og voru fjórir spaðar spilaðir á báðum borðum. Ítalinn Bocchi var sagnhafi í norður og fékk út hjarta. Hann henti strax laufi í hjartakóng og stakk hjarta. Spilaði síðan spaðakóng úr blindum. Það gaf vörninni tvo trompslagi og þar eð laufið lá illa réðst ekkert við spilið og Bocchi fór einn nið- ur. Á hinu borðinu varð Hol- lendingurinn Jansma sagn- hafi í suður. Útspilið þar var einspilið í laufi – nían úr borði, tía frá Versace í austur og drepið með ás. Jansma fór nú inn í borð á hjartaás og spilaði tígli. Versace rauk upp með ásinn og gaf makk- er sínum, Lauria, stungu í laufi. Lauria spilaði hjarta til baka, en þá gat sagnhafi hent þriðja laufinu heima niður í kónginn og spilað trompi. Austur tók strax á ásinn og spilaði laufi, en nú stakk Jansma frá með hátrompi og átti restina þegar spaðanir komu báðir í næsta slag. Eins og sjá má getur vest- ur hnekkt geiminu með því að spila trompi, en ekki hjarta, eftir að hafa stungið lauf. Þá fær hann laufið strax til baka. Þetta er erfið vörn, en samt möguleg, því aug- ljóslega á austur ekki inn- komu á hjarta eða tígul. Og það hefði hugsalega hjálpað Lauria að finna vörnina ef Versace hefði spilað lauf- drottningu þegar hann lét makker trompa. Varla er hægt að túlka það sem kall í hjarta, svo kannski má líta á það sem „vekjaraklukkukall“ í trompi. En þetta er hið snúnasta mál, eigi að síður, því kost- urinn við hliðarkallið er skýr- leiki þess og það gæti skapað ný og óþekkt vandamál að bæta þriðja litnum við. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Sl.mánudag 23. apríl varð sjötugur Baldur Sveinsson. Hann og eigin- kona hans, Ragna María Sigurðardóttir, taka á móti ættingjum og vinum laugar- daginn 28. apríl í Lauga- gerðisskóla, Snæfellsnesi frá kl. 19.30–23. 70 ÁRA afmæli. Sl. mið-vikudag 25. apríl varð sjötugur Hörður Zóph- aníasson, fyrrverandi skólastjóri Víðistaðaskóla og bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði til margra ára. Í tilefni afmæl- isins mun Hörður taka á móti vinum og vandamönn- um í Hásölum, Safnaðar- heimili Hafnarfjarðarkirkju, milli kl. 14–17 á morgun, laugardag. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 27. apríl, verður fimmtug Marta Hauksdóttir, Helgafelli. Eiginmaður hennar er Haukur Högnason. Hún er að heiman í dag.        kokka ingólfsstræti 8 Opið OD DI H F G 99 59 PASQUALE, sem er ítalsk- ur skrifstofumaður, óskar eftir pennavini. Hann hefur áhuga á að fræðast um Ís- land og áhugamál hans eru íþróttir og lestur. Pasquale Smaldone, P.zza Trento 12, 85042 Lagonero. Pz. Italy. LEE, sem er frá Englandi óskar eftir að skrifast á við íslenska konu. Áhugamál hans eru íþróttir, lestur og kvikmyndir. Lee Peterson, 26 Wellands Close, Wickham Bishops, Essex, CM 8 3NE England whitelynx79@hot- mail.com DOUG Lioy, sem er frá Kanada, óskar eftir penna- vini. doug.lioy@ns.sympa Pennavinir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.