Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 27.04.2001, Qupperneq 68
ÞÁ ER hún kominn út á geisladiski, tónlistin fjör- lega úr barna- og fjölskyldu- leikritinu Móglí sem Borg- arleikhúsið hefur sýnt í vetur við góðar undirtektir. Það er fullt af sönglögum í sýningunni en heiðurinn af þeim á Óskar Einarsson, mik- ill og margreyndur leik- húsmaður, sem hvað frægastur er fyrir skemmtilega hluti sem hann hefur gert fyrir gospeltónlist í landinu. Höfundur leikgerðarinnar á þessari margfrægu skáldsögu Kiplings Skógarlífi er Illugi Jökuls- son en hann hann samdi einmitt nokkra söng- texta við lög Óskars. ÉG hélt að hljómsveitin Aerosmith væri útbrunnin. Flestir héldu að Aerosmith væri útbrunnin! Hljóm- sveitin hefur gefið út fleiri plötur en nokkur maður nennir að telja upp og meðlimir hennar hafa tekið inn meira af eiturlyfjum en Rolling Stones. Þeir ætla sér bara ekki að gefast upp. Hljómsveitin var stofnuð í Boston árið 1970. Í upphafi var þeim gjarnan líkt við Rolling Stones enda söngv- ararnir Steven Tyler og Mick Jagger ekki með ólíkan munnsvip. En þeir sóttu einnig talsvert í glyshljómsveit- ir þess tíma, s.s. The New York Dolls. Fljótlega varð þó ljóst að hér voru á ferðinni frumlegir tónlistarmenn sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á þróun rokktónlistar. Hljómsveitin var dug- leg að spila og ferðaðist um Bandarík- in þver og endalöng. Plöturnar tóku að seljast og best seldist Toys In The Attic (1975). Frægðin tók sinn toll og árið 1979, eftir erfið tónleikaferðalög og enn erfiðari eiturlyfjapartý, yfir- gaf Joe Perry bandið og ári síðar hvarf Brad Whitford á braut. Eftir frekar misheppnað tímabil án þeirra Perry og Whitford mættu félagarnir aftur á svæðið og hljómsveitin fór í endurvakningartónleikaferð 1982 sem sýndi enn frekar að bandið væri best geymt í minningunni. Lítið fór fyrir Aerosmith næstu ár- in og meðferðarstofnanir voru þeirra annað heimili. Það var síðan árið 1986 að Run D.M.C. ákvað að gera rapp/ rokk útgáfu af laginu „Walk This Way“ og fékk þá félaga Perry og Tyl- er með sér. Lagið rauk upp listana og myndbandið fékk gríðarlega spilun á MTV. Geffen, ungt útgáfufyrirtæki, áttaði sig fyrst á möguleikunum og gerði samning við eiturhreinsaða og ferska Aerosmith. Árið 1987 kom platan Permanent Vacation og seldist platan gríðarvel. Tveimur árum síðar kom platan Pump og Aerosmith voru aftur komnir á toppinn. Enn kom út metsöluplata árið 1993 og nefndist hún Get A Grip. En eftir útkomu safnplötunnar Big Ones (1994) tók að halla undan fæti. Þeir skrifuðu undir risasamning við Columbia Records og voru þar með orðnir eign iðnaðar- ins. Þeir áttu lög í risamyndum á borð við Armageddon en notuðust nær eingöngu við lagasmíðar annarra (iðnaðarbragurinn „Don’t Wanna Miss A Thing“ telst þeim ekki til tekna). Eftir hræðilega plötu árið 1997, Nine Lives, bjóst maður einhvern veginn ekki við því að Aerosmith gæti gefið út góða plötu hvað þá gott lag. En með nýjustu plötunni Just Push Play kveður við gamlan, viðkunnan- legan tón. Aerosmith skila hér af sér meistarastykki sem gefur þeirra bestu plötum ekki tommu eftir. Hljómdiskurinn byggir aðallega á kröftugum rokklögum með sterkum laglínum og enn sterkari viðlögum – ekta Aerosmith. Þeir hafa þó greini- lega orðið fyrir áhrifum frá Run D.M.C. þarna um árið því á plötunni henda þeir fram ofurlítilli rapphrynj- andi sem skilar sér í einu af bestu lög- um plötunnar, „Outta Your Head“. Segja má að þeir séu sligaðir af reynslu og sæki því hugmyndir sínar í hinar og þessar tónlistarstefnur en á þessari plötu tekst verulega vel að blanda ólíkum stefnum og straumum saman. Lagið „Jaded“ er eitt af betri lögum plötunnar og ætti að vera fólki vel kunnugt enda mikið spilað á öld- um ljósvakans um þessar mundir. Síðan eru það ballöðurnar sem Aeros- mith er svo þekkt fyrir. Flest allar ballöður þeirra síðan 1993 hafa byggst upp á sama hljómagangi en nú er frumlegheitunum fyrir að fara og er það vel. Engin plata Aerosmith síð- an Pump hefur búið yfir jafn mörgum góðum lögum og þessi. Látið ekki bleikt geisladiskahulstrið hræða ykk- ur í burtu frá góðum grip og kaupið Just Push Play strax! Upprisa Aerosmith Þráinn Árni ráðleggur fólki að láta bleikt umslag nýjustu afurðar Aerosmith ekki hræða sig frá góðum grip. ERLENDAR P L Ö T U R Þráinn Árni Baldvinsson, tónlistarmaður, fjallar um nýjasta grip Aerosmith, Just Push Play  FÓLK Í FRÉTTUM 68 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ætti að verða þýsku rosarokk- urunum í Ramm- stein bæði ljúft og skylt að heim- sækja landann þann 15. júní næstkomandi því að nýja platan þeirra, Mutter, trónir enn á toppi Tónlistans, þriðju vikuna í röð. Eins og fram hefur komið á síðum þessa blaðs ætlar sveitin að marsera í fullum skrúða inn í Laugardals- höllina um miðsumar og drekkja gestum í massaþungu gítarstefsrokki eins og það gerist best. Þess má geta að um þessar mundir er í gangi skoðanakönnun á mbl.is, Fólkshlut- anum, hvar fólk er spurt að því hvernig því lítist á að hin fornfræga og alíslenska ofsarokksveit Ham hiti upp fyrir Þjóðverjana. Ekki væri það nú handónýtur pakki ef af yrði! Íslandsvinir! SVEITATÓNLISTIN er farin að njóta sannmælis. Hverjum hefði nú dottið það í hug fyrir einhverjum árum! Þetta er sannarlega fagnaðarefni enda margt gott að finna þar sem annars staðar. Það mætti kannski segja að Shania Twain hafi rutt braut- ina fyrir nýfengnar vinsældir poppaðrar sveitatónlistar; viðlíka þeirri sem hin 19 ára gamla LeAnn Rimes flytur, en hún fer beint í sjötta sæti listans, með fjórðu breið- skífuna sína, I Need You. Rimes var aðeins þrettán ára þegar hún sló í gegn í heimi sveita- tónlistarinnar með laginu „Blue“ árið 1996 og síðan þá hefur stjarna hennar verið að rísa hægt og bítandi; innlegg hennar í tónlistina við hina vinsælu mynd Coyote Ugly vakti t.a.m. á henni talsverða athygli. Hvort hún slær Twain við að vinsældum með plötunni nýju skal þó ósagt látið. Í bili a.m.k. LISA EKDAHL er sænsk söngkona sem hefur hægt og bítandi verið að ná til eyrna fleiri tón- listarunnenda utan heimalandsins undanfarið. Hún hefur vægast sagt sérstæða rödd, háa og krúttlega myndu einhverjir segja. Tónlistin er létt djassskotin og auðmeltanlegur poppbræðingur. Þetta er svona Volvopopp – byggt á traustum og örugg- um grunni tónlistarmannsins Salvadore Poe, sem á öll lög og texta á plötunni. Lisa er frá Stokkhólmi og hefur fengist jöfnum höndum við popp og djass. Poppið hefur hún jafnan sungið á móðurmálinu en djassinn á ensku, enda hefur hún tekið margan frægan slagarann í gegnum árin. Hún hóf að gefa út tónlist árið 1994 og átti smellinn „Vem Vet“. Tveimur poppplötum og þremur djassplötum síðar er hún nú mætt með þessa nýjustu plötu sem virðist loksins ætla að skapa henni nafn hér á landi. Volvobræðingur!                    !      "!         #  #  " $ %   &    ' !  ( &) # *      #  &  + % ( " % ,  "   " -. ' !) !   # + /  & 0. 12 / %+ 3 &   4+ 5   6 7 + % +84+ 9    :   /( % $  / + / + & " $ %   &  +  ' !   $  4<=== 5 >  & 0. 11 ," + ?3+   4+   6   A B -   , C66       ,, " 8" -. ' !) ! & 0. 1< % %   &                            2 D 2 <E <1 2 1F <G << < 1 E2 1 G 2F E <G 1 D <E = < <H =2 2I 2 G < << < :    & 0. / % % 3   :    3   "/'  ; "/' :    3 #/6 #/6 #/6 :    # %; & 0. :    3   :    %  #/6 % #/6 3 & 0. "/' A4(    J    )   ; K L  KM 4(       & N +   % - + ( J   K   /  - KK;    K      O"(  ?"( ?9   ? ;"  + ? ;5  ? ;  ?/P;  /   B ?/P; / / (?%  (  5  ?%; 5  ?%;   1G                                         < 1 E G <2 1< H F <1 <E 22 G= D <I <G = <D 2= 2< <H 1F EF <2F STÚLKNATRÍÓIÐ Destiny’s Child fór beina leið á topp breska smáskífu- listans í vikunni með nýja lagið sitt „Survivor“ en lagið situr í öðru sæti bandaríska listans, aðra vikuna í röð. Það eru annars miklar sviptingar á breska listanum. Fimm ný lög á topp tíu, þar af raða fjögur sér í efstu sæt- in. Næst á eftir Destiny’s Child koma Ronan Keating með „Lovin’ Each Day“, bandaríska hliðstæða Hear’say Liquid Dreams fer í þriðja með „O- Town“ og Missy Elliott í fjórða með „Get Ur Freak Out“. Það þýðir að Madonna greyið verður að sætta sig við að fara ekki hærra en í sjöunda sætið með „What It Feels Like For A Girl“. Stereophonics eru á toppi breiðskífulistans aðra vikuna í röð en hún Emma „Barnakrydd“ kemur fersk inn í fjórða sætið. Vestan hafs nær Janet Jackson að halda í toppsætið með „All For You“ en spurning hvort Destiny’s Child eða þá Dido nái að hrekja hana á brott í næstu viku. Destiny’s Child beint á toppinn Vinsældalistar Ljósmynd/Albert Watson Destiny’s Child: Stöndum þétt saman. Svöl sveitatónlist! Skógarlíf!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.