Morgunblaðið - 12.06.2001, Page 17

Morgunblaðið - 12.06.2001, Page 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 17 ÁKVEÐIÐ hefur verið að flýta framkvæmdum við hringtorg á mótum Vest- urlandsvegar, Skarhóla- brautar og Baugshlíðar um eitt ár og er gert ráð fyrir að torgið verði tilbú- ið strax næsta sumar. Kostnaðaráætlun vegna hringtorgsins hljóðar upp á 120 milljónir króna. Að sögn Jóhanns Sig- urjónssonar, bæjarstjóra Mosfellsbæjar hafa náðst samningar við Íslenska aðalverktaka um lagn- ingu Baugshlíðar og er áætlað að hún verði tilbú- in á næsta ári. Þetta hafi gert það að verkum að hægt var að flýta fram- kvæmdum við hringtorg- ið en það sé talið brýnt, meðal annars vegna um- ferðaröryggis. „Við höf- um verið í viðræðum við Vegagerðina um að flýta þessari framkvæmd og er gert ráð fyrir að fara í hana núna þannig að hringtorgið verði komið vorið 2002. Þá verður hægt að tengja nýja byggingahverfið á vestur- svæðinu beint við Vest- urlandsveginn og þar með létta á allri þeirri umferð sem nú er inn í núverandi byggð.“ Afleggjaranum að Blikastöðum lokað Jóhann segir að mikil umferð vörubíla og þungaflutninga sé vegna byggingaframkvæmd- anna á vestursvæðinu auk umferðar núverandi íbúa og segir hann að að- gengi þeirra inn á svæðið verði stórbætt með til- komu hringtorgsins. „Þá er gert ráð fyrir því að loka afleggjaran- um inn á Blikastaði sem er samkvæmt slysa- skýrslu einn af hættuleg- ustu afleggjurum hér á Reykjanessvæðinu,“ seg- ir hann. „Blikastaðaaf- leggjarinn verður svo tengdur við Baugshlíðina þannig að umferðarör- yggi verður stórbætt. Eins er orðið mjög erfitt fyrir þá sem eru á Blika- stöðum að komast inn á veginn á morgnana því þarna er mikil umferð þannig að aðgengi þeirra mun batna verulega.“ Að sögn Jóhanns er gert ráð fyrir því að heildarkostnaðurinn við hringtorgið verði í kring um 120 milljónir sem skiptist um það bil til helminga milli Vegagerð- arinnar og Mosfellsbæj- ar. Inni í þessum kostn- aðartölum eru endurbætur á Skarhóla- brautinni sem samtímis verður ráðist í. Framkvæmdum á vegamótum við Skarhólabraut flýtt Hringtorg verður tilbúið næsta sumar Teikning/Fjölhönnun ehf. Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er 120 milljónir. Mosfellsbær FJÁRHAGSAÐSTOÐ Félagsþjón- ustu Hafnarfjarðarbæjar til þeirra sem eru undir tekjumörkum nam 40,8 milljónum króna í fyrra og er það 16% hækkun á milli ára eða 6,8 milljónir. Þetta kemur fram í nýút- kominni ársskýrslu bæjarins. Alls nutu 226 skjólstæðingar Félagsþjónustunnar fjárhagsaðstoð- ar í fyrra. Þegar litið er á hversu lengi skjólstæðingarnir nutu aðstoð- arinnar kemur í ljós að langflestir nutu aðstoðar í einn til fjóra mánuði eða 79%. Einungis þrjú prósent fengu aðstoð allt árið. Þau tekjumörk sem Félagsþjón- ustan setur miðast við lágmarks- framfærslukostnað á hverjum tíma þegar tillit hefur verið tekið til fjöl- skyldustærðar. Þá er fjárhagsaðstoð veitt með það að markmiði að koma í veg fyrir að fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki framfleytt sér. Töluverð breyting varð á fram- færslustyrkjum bæjarins árin 1993 – 2000 að því er segir í skýrslunni. Fjárhagsaðstoð jókst í fyrra Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.