Morgunblaðið - 12.06.2001, Page 21

Morgunblaðið - 12.06.2001, Page 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 21 VERKMENNTASKÓLA Austur- lands var slitið við hátíðlega athöfn í Egilsbúð laugardaginn 2. júní síð- astliðinn. Í þetta sinn útskrifuðust 22 nem- endur. Sex stúdentar voru útskrif- aðir, sex af iðnbraut, þrír sjúkralið- ar, einn af starfsbraut og sex vélaverðir. Um 180 nemendur stunduð nám við skólann í vetur. Það kom fram í máli skólameistara, Helgu M. Steinson, við skólaslitin að á næsta skólaári verði boðið upp á nám á upplýsinga- og fjölmiðla- braut við Verkmenntaskólann í samstarfi við hina tvo framhalds- skólana á Austurlandi, Menntaskól- ann á Egilsstöðum og Framhalds- skólann í Austur-Skaftafellssýslu. Fyrirhugað er margs konar sam- starf Verkmenntaskólans við skóla í Noregi vegna náms í sambandi við áliðnað, einnig er áætlað að bjóða upp á nám á fiskeldisbraut við skól- ann. Meðal þeirra sem útskrifuðust frá skólanum í þetta sinn voru þrjú systkini, þau Guðmundur Haukur Þórsson, sem útskrifaðist af iðn- braut, Rósa Dögg Þórsdóttir og Hjalti Þórsson sem urðu stúdentar af félagsfræðibraut. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Útskriftarhópur Verkmenntaskóla Austurlands ásamt skólameistara vorið 2001. Verkmenntaskóla Austurlands slitið Neskaupstaður Hljómlistarfólkið, f.v. Þórhallur Sverrisson, Skúli Húnn Hilmars- son, sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, Sigurður Helgi Oddsson, Brynja Ósk Víðisdóttir og Helga Rós Níelsdóttir. KIRKJUSTARF á Hvamms- tanga er mikið og fjölbreytt, enda eru þrjú vígð guðshús í Hvammstangasókn. Hvamms- tangakirkja er aðalkirkjan og heldur utan um hefðbundið kirkjustarf. Á Sjúkrahúsinu er lítil en afar fögur kapella. Þar eru haldnar guðsþjónustur fyrir fólk sem þar dvelst, ásamt sér- stökum bænasamkomum í hverri viku, sem prestar héraðsins standa fyrir. Í tvo vetur hafa ver- ið kvöldsamkomur í Hvamms- tangakirkju einu sinni í mánuði. Öflugt kirkjustarf Hvammstangi Kirkjuhljómsveitin leikur í Kirkjuhvammskirkju. Þar hefur hópur ungs fólks flutt trúarsöngva og presturinn, sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, haldið hugvekju og leitt gesti í bænahaldi. Síðasta kvöldsamkoman að sinni var haldin í hinni gömlu Kirkjuhvammskirkju, sem stend- ur ofan staðarins. Var það mjög falleg stund og hljómar gamla orgelsins féllu vel að bassa- og gítarleik, sem með hógværum trommuslætti hljómuðu undir söng tveggja ungra stúlka, sem leiddu söng kirkjugesta. Ekki spillti fagurt veður og kvöldsólin tók þátt í helgihaldinu. ÖNDVEGISSÚLUR hefur rekið á land að Laugarvatni og hafa þær verið settar upp utan við innganginn í Tjaldmiðstöðina á staðnum. Tré- listamaðurinn Jón Adolf Steinarsson skar út myndir í súlurnar sem eru úr kanadískri furu. Að sögn eiganda Tjaldmiðstöðvarinnar er kærkomið að lífga uppá aðkomu ferðamanna með alvöru listaverkum. Er ætlunin að bjóða listamönnum að sýna á veggjum borðsalarins sem nú hefur stækkað til muna. Ennfremur er ætlunin að vera með ýmsar upp- ákomur í sumar. Sú fyrsta er um helgina 15.-17. júni þegar spænskur grillmeistari mun halda uppi ekta spænskri stemmningu á staðnum. Einnig er vinsælt að koma í gufusoð- inn silung. Öndveg- issúlur fyrir dyrum Laugarvatn Morgunblaðið/Kári Jónsson Jón Adolf Steinólfsson trélistamaður við öndvegissúlurnar. NEMENDUR níunda og tíunda bekkjar Grunnskóla Mýrdals- hrepps hafa verið í tveimur valtím- um í viku í vetur í slysavörnum og björgun. Sigurður Hjálmarsson, formaður Rauðakrossdeildarinnar í Vík, sem er leiðbeinandi við þetta nám, sagði að viðfangsefnið hefði verið fjölbreytt og í tengslum við um- ferðaröryggi, slysavarnir, björgun og brunamál. Æfðu björgun úr bílflaki og sigu í bjarg Síðasti tíminn, sem var nokkurs konar uppskeruhátíð hjá krökkun- um, var verklegur og var þá farið í Hjörleifshöfða þar sem var rifjað upp fyrir krökkunum nám vetr- arins með verklegum sigæfingum og björgun úr bílflaki. Björgunar- sveitin Víkverji í Vík aðstoðaði Sigurð með sigæfingarnar. Sigurð- ur segir krakkana hafa verið mjög áhugasama og verklega æfingin hafi verið góður endir á góðum vetri. Bjargsig í Hjör- leifshöfða Fagridalur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.