Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 26
ÚR VERINU 26 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN Pétursdóttir, forstöðu- maður Sjávarútvegsstofnunar Há- skóla Íslands, sagði í ávarpi sínu á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn að enginn gæti áfellst Hafrannsóknastofnun fyrir að hafa vanmetið ástand þorsk- stofnsins, meðan stofnunin þyrfti að búa við óöryggi um sannleiks- gildi þeirra upplýsinga sem henni væru færðar til að vinna úr. Í máli Guðrúnar Pétursdóttur kom fram að á 25 ára afmæli 200 mílna landhelginnar væri nauðsyn- legt að horfast undanbragðalaust í augu við það hvernig til hefði tek- ist. Undanfarnar vikur hefði um- ræðan snúist um niðurstöður Haf- rannsóknastofnunar um ástand fiskistofna og veiðiráðgjöfina í kjöl- far þeirra. „Það er ekki auðvelt hlutskipti að vera boðberi válegra tíðinda og það þarf kjark og sjálf- saga til að horfast í augu við breyttar forsendur, viðurkenna þær og segja sannleikann. Ég virði starfsmenn Hafrannsóknastofnunar fyrir þann kjark – og kannski væri fleirum hollt að fara að þessu for- dæmi.“ Í máli Guðrúnar Pétursdóttur kom fram að lífsafkoma Íslendinga væri háð því að menn áttuðu sig á hvers vegna þær vísbendingar sem farið væri eftir um ástand fiski- stofnanna hefðu bent niður á við frá því um miðja síðustu öld. „Frá 1950 til 1985 var þorskafli á Ís- landsmiðum um 400 þúsund tonn á ári en með fyrstu svörtu skýrslu Hafró 1976 hringdu varúðarbjöllur og það var ljóst að með sívaxandi veiðigetu flotans yrði að koma böndum á óheftar veiðar. Þá áttu stjórnmálamenn möguleika á að sníða stærð og sóknarmátt flotans að afkastagetu fiskistofnanna, en þeir létu það tækifæri fram hjá sér fara – og enn þann dag í dag eigum við miklu stærri og afkastameiri flota en þörf er á á Íslandsmiðum. Línurnar eru tvær og fara sín í hvora áttina – veiðigetan upp og stofnarnir niður.“ Guðrún Pétursdóttir benti á að til að geta spáð um ástand fiski- stofna þyrfti að þekkja sem flesta þá þætti sem áhrif hefðu og gera sér grein fyrir samspili þeirra. Gríðarlegt magn upplýsinga um veiðar í íslenskri lögsögu á síðustu öld væri til og lykillinn væri fólginn í þeim. Hún væri talsmaður þess að upplýsingar sem safnað hefði verið hjá opinberum stofnunum yrðu opnaðar fleirum en vísindamönnum stofnananna sjálfra svo að aðrir gætu lagt sitt af mörkum til að nýta þá þekkingarauðlind sem í þeim væri falin. Skipstjórar og allir sjómenn byggju líka yfir mikilli þekkingu og reynslu sem miklu skipti að geta nýtt. Og mikilvægt væri að vísindamenn fengju réttar upplýsingar. „Það er auðvitað lyk- ilatriði að fiskifræðingar fái réttar upplýsingar um veiðina – en meðan við búum við kerfi sem beinlínis hvetur til þess að menn losi sig með leynd við hluta aflans, getum við ekki búist við áreiðanlegum upplýsingum um afla úr sjó.“ Guðrún Pétursdóttir sagði að saga þjóðarinnar væri ósigrum og mistökum stráð. Íslendingasögurn- ar væru harmsögur á heimsmæli- kvarða og væri sannleikur í þeim fólginn ættu þær að vera okkur varnaðarorð. „Harmur Guðrúnar þegar hún raðar saman brotum ævi sinnar í Laxdælu með orðunum þeim var ég verst er ég unni mest, vígaslóðin við sögulok Njálssögu, og loks innbyrðis átök ættboga Sturlunga, sem leiddu hvorki meira né minna en til þess að þjóðin missti sjálfstæði sitt. Þessar hrak- farir ættu að vera okkur stöðug áminning og viðvörun.“ Fjóla Sigurðardóttir, sjómanns- kona, sagði í ávarpi sínu að hún hefði hugsað um það í verkfalli sjó- manna hvað Íslendingar væru háð- ir sjónum og því sem hann gefur. Hún spurði hvar Íslendingar væru ef ekki hefðu verið þessi gjöfulu fiskimið umhverfis landið og á hverju þjóðin hefði lifað. Hún gerði tryggingarmál sjómanna að umtals- efni og benti á að sjómenn hefðu fært þjóðinni velferðina, Sjómenn, sem oft hefðu sótt miðin í válegu veðri á misjöfnum bátum og skip- um. Þeir hefðu stefnt lífi sínu í hættu í hverri veiðiferð og oft hefðu komið færri heim en af stað fóru. Að því hefði komið að þeir hefðu stofnað samtök þar sem áhersla hefði verið lögð á aukin réttindi og mannsæmandi laun og rétt til bóta vegna veikinda og slysa. „Sjómenn eru sú stétt manna sem er með hæsta slysatíðni og hjá þeim verða oft alvarlegustu slysin,“ sagði hún. „Þess vegna skil ég ekki að tryggingar sjómanna skuli vera þrætuefni í kjarasamningum þeirra, fyrir mér eru góðar trygg- ingar sjálfsagður hlutur.“ Í máli hennar kom fram að ríkið hefði komið sjómannaafslættinum á til að greiða fyrir kjarasamningum á sínum tíma. Hann hefði líka verið hugsaður sem greiðsla upp í dýran öryggisfatnað og ekki væri hægt að taka hann í burtu nema eitthvað annað kæmi í staðinn. Fjóla Sigurðardóttir sagðist ekki skilja hvers vegna sjómannasam- tökin mótmæltu ekki stöðunni 1. maí eftir mánaðar verkfall og það væri frekar máttlaust þegar viðeig- andi félög nenntu ekki að minna á sig á alþjóðlegum baráttudegi verkamanna. Eins heyrðist aldrei talað um þátttöku sjómanna í ol- íukaupum útgerða en verslunar- menn vildu til dæmis ekki borga hluta af rafmagnsreikningum fyr- irtækjanna. Ennfremur sagði hún hlægilegt að skipa gerðadóm í kjöl- far sjómannaverkfallsins. „Ég ætla að skora á ykkur sjómenn og á fjöl- skyldur ykkar að muna eftir þess- um hryðjuverkum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar enn og aftur, þegar þið standið í kjörklefanum í næstu kosningum,“ sagði hún. Í máli Fjólu Sigurðardóttur kom jafnframt fram að að sjórinn hefði verið fastur punktur í tilveru sinni og hún hefði kynnst hættunum. Með það í huga væru tryggingar sjómanna mjög mikilvægar. Margir segðu að þeir hefðu góð laun en þegar málið væri skoðað ofan í kjölinn sæist að tímakaupið væri ekki hátt. Stundum væri bátum lagt í tvo til þrjá mánuði vegna kvótaleysis og þá væru sjómenn launalausir. Margir sjómenn hyrfu til annarra starfa og fáir væru í námi við sjómannaskólana. „Ef þessi þróun heldur áfram þá verður þess ekki lengi að bíða að það fást ekki menn á sjó. Og hvað þá?“ Mikilvægi öryggismála sjómanna Jón Gunnarsson, formaður Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, gerði skipulagða björgunar- og slysa- varnarstarfsemi hér á landi að um- talsefni sínu og sagði að hægt væri að halda úti svo öflugu starfi sem raun bæri vitni vegna skilnings og stuðnings þjóðarinnar á mikilvægi starfseminnar. Hann rifjaði upp atvik úr sög- unni, hvernig starfsemin hefði eflst jafnt og þétt. Tilkynningarskylda íslenskra skipa tók til starfa 1968 og sagði Jón að um hefði verið að ræða eitt mesta framfaraskref sem stigið hefði verið í öryggismálum sjómanna. „En skyldan er ekki einungis í þágu sjómannanna sjálfra heldur einnig aðstandenda þeirra. Í stað óvissu áður, oft í langan tíma, er nú hægt að fá upplýsingar um ferðir skipa og það sem mest er um vert, að allt sé í lagi.“ Í máli Jóns kom fram að frá 1985 hefði verið lögð mikil áhersla á að fækka slysum til sjós. Banaslys til sjós heyrðu nú til undantekninga en nokkuð væri í land með að fækka öðrum slysum. Ekki væri við það unandi að sjómenn byggju við lakara öryggi um borð í skipum en aðrar stéttir í landi. Nýlega hefði samgönguráðherra mælt fyrir lang- tímaáætlun í öryggismálum sjó- manna þar sem m.a. væri stefnt að því að öryggisstjórnunarkerfi verði um borð í öllum fiskiskipum. „Þetta teljum við vera eitt af stærstu framfarasporum sem stigin hafa verið í öryggismálum sjómanna og félagið hefur gert samkomulag við ráðherra um að taka að sér ákveðin verkefni tengd því,“ sagði Jón Gunnarsson. Lykillinn fólginn í upplýsingunum Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur blessaði viðstadda við minning- aröldur í Fossvogskirkjugarði í tilefni sjómannadagsins. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Fimm fyrrverandi sjómenn voru heiðraðir á sjómannadaginn í Reykjavík. Frá vinstri: Aðalsteinn Gunnarsson loftskeytamaður, Georg Stefánsson Scheving skipstjóri, Guðbjörn Axelsson vélstjóri, Haraldur Jensson skip- stjóri og Rúdolf Kristinn Kristinsson háseti. Morgunblaðið/Júlíus Fjóla Sigurðardóttir, sjómannskona, sagði meðal annars í erindi sínu að sjómenn hefðu fært íslensku þjóðinni velferðina. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Sjómannadagurinn í Reykjavík HÁTÍÐARHÖLD sjómannadags- ins hér í Neskaupstað fóru fram með hefðbundnum hætti í ágætu veðri og var mikil og góð þátt- taka en tveir aldraðir sjómenn voru heiðraðir. Hátíðarhöldin hófust þegar á föstudag með sjóstangaveiðimóti og var svo framhaldið á laug- ardag og sjómannadaginn sjálfan og enduðu með dansleik að kvöldi sjómannadagsins. Meðal atriða sem menn skemmtu sér við var dorg- veiðikeppni fyrir börn, keppt var í handflökun og kappróðri, farið var í reiptog, karadrátt, kodda- slag og ýmislegt fleira. Þá var farið í hina ómissandi hópsiglingu á morgni sjó- mannadagsins en þá fara flestar fleytur Norðfirðinga í skemmti- siglingu og fjölmenna bæjarbúar í hana. Sjómannamessa var og blóm- sveigur lagður á leiði óþekkta sjómannsins. Tveir aldraðir sjó- menn voru heiðraðir, þeir Magn- ús Hermannsson og Trausti Björnsson. Tveir aldraðir sjómenn, Magnús Hermannsson og Trausti Björnsson, sem voru heiðraðir í Neskaupstað á sjómannadaginn. Morgunblaðið/Ágúst Tveir heiðraðir í Neskaupstað Neskaupstað. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.