Morgunblaðið - 12.06.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 12.06.2001, Qupperneq 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 43 ÞAÐ var líklega á áratugnum eftir síðari heimsstyrjöldina að þau hurfu, litlu skiltin á grasflötum borgarinn- ar, en á þeim stóð ,,Gangið ekki á gras- inu.“ Um svipað leyti stóð yfir baráttan um gönguleiðina yfir gras- flötina við kaþólsku kirkjuna frá horni Tún- götu og Hólavallagötu yfir að Blómvallagötu. Garðyrkjuáðunautur borgarinnar lagði hellu- lagðan stíg, í sveig, sem var fallegur á teikni- borðinu, en fólkið gekk stystu leið, beint af augum. Þannig mynduðust tvær gönguleiðir með sömu upphafs- og endastöð; önnur hellulögð, en hin moldarflag. Garðyrkjuráðunautur sá sitt óvænna og tyrfði næsta vor mold- arflagið upp á nýtt og endurlagði hellustíginn, nær moldarflaginu, en þó ekki nema hálfa leið. Næsta vor var moldarflagið aftur komið á sinn stað, enda engin ,,Gangið ekki á gras- inu“-skilti lengur til, en hellurnar voru óslitnar með öllu, þar sem þær lágu í sveig til hliðar við moldarflagið. Nú gafst ráðunauturinn upp og lagði hellustíginn ofan í moldarflagið. Skynsemin hafði orðið ofan á. Allir voru ánægðir; borgararnir gengu stystu leið, sem nú var hellulögð og grasið grænkaði og greri án þess að taka þyrfti á ný fram ,,Gangið ekki á grasinu“-skiltin. Mér flaug þessi saga í hug þegar ég las greinarkorn eftir Kjartan Magnússon í Morgunblaðinu 29. maí 2001 undir fyrirsögninni ,,R- listinn fellir tillögu um göngubrú yfir Miklubraut.“ Hér virðist sagan af kaþólska túninu geta endurtekið sig – í nokkuð breyttri mynd þó og með öf- ugum formerkjum. Safnað var undir- skriftum til stuðnings við byggingu göngubrúar á móts við gamla Fram- heimilið, þótt aðeins um 200 m séu þaðan að myndarlegum undirgöng- um undir Miklubrautina. Erlendis er víðast bannað að ganga yfir slíkar umferðarbrautir sem Miklabrautin er, annars staðar en á til þess gerðum stöðum og liggja sektir við. Hryggi- legt er þegar slys verða á mönnum sem ekki virða almennar reglur og ganga fyrir bíla. Slíkt á ekki að nota í umræðum um lausnir á umferðar- mannvirkjum. Miklabrautin er helsta umferðaræð borgarinnar frá austri til vesturs. Ef litið er heildstætt á hana frá Sæbraut/Reykjanesbraut að Snorrabraut, sem er um 3.800 m kafli, blasir þetta við: Á leiðinni eru fimm þveranir eða gatnamót og af þeim eru aðeins ein mislæg, það er við Skeiðarvog/Réttarholtssveg. Auk þess eru fjórar innákeyrslur, án þver- ana, við Rauðarárstíg, Reykjahlíð, Stakkahlíð og Kringluna og eru tvær þær síðastnefndu fyrir báðar akst- ursstefnur. Ef einhver hefði séð fyrir þessa gríðarlegu aukningu í bílaum- ferð, sem orðið hefur frá því að Miklabrautin var lögð, þá tel ég lík- legt að aðeins hefðu verið tvær þveranir á þessari leið, það er við Kringlumýrarbraut og við Grensásveg og báð- ar mislægar. Fjarlægð á milli þeirra hefði orðið um 1400 m, 1150 m og 1250 m, talið frá austri til vesturs. Þá værum við betur sett með um- ferðarflæði eftir Miklu- brautinni. En hvað er til ráðs í stöðunni í dag? Einsýnt er að gera verði mislæg gatnamót bæði við Grensásveg og við Kringlumýrar- braut og þarf ekki að ræða það frek- ar. Langahlíðin er og verður vand- ræðabarn þar til einhver ráðamaður öðlast það hugrekki sem þarf til að láta brjóta niður syðsta stigahúsið í blokkinni á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar. Þá rýmkast um gatna- mótin og lausn finnst á þeim, til dæm- is sem mislæg gatnamót án vinstri beygja (og jafnvel án hægri beygja líka). En þá að Háaleitisbrautinni. Í fyrr- nefndri grein eru tvær setningar sem vöktu athygli. Annars vegar: ,,Sl. sumar var síðan lokið við breikkun Miklubrautar í sex akreinar og varð hún þá enn hættulegri en áður fyrir gangandi vegfarendur.“ Miklabraut- in er ekki fyrir gangandi vegfarend- ur. Hún er fyrir bíla og önnur öku- tæki. Þurfi gangandi vegfarendur hins vegar að fara yfir Miklubrautina ber þeim að gera það á til þess gerð- um mannvirkjum, sem eru göngu- brýr, undirgöng og sebrabrautir við umferðarljós. Hin setningin er: ,,Rétt er að hafa það í huga að Miklabrautin klýfur Háaleitisbraut í tvennt ....“ Þessu er auðvitað þveröfugt farið. Miklabrautin er númer eitt sem stofnbraut, en Háaleitisbrautin núm- er tvö sem tengibraut. Þá komum við að spurningunni; hvað á að gera við gatnamótin? Einfaldast væri að leggja þau niður. Að minnsta kosti tel ég rétt að það verði kannað gaum- gæfilega hvort slíkt sé ekki mögulegt. Í stað þess verði valin lausn svipuð og við Stakkahlíð, það er aðeins inná- og útafkeyrslur, en engin þverun. Ef þörf krefur, til að leiða umferð á milli hverfa, má leggja eina akrein sam- hliða Miklubraut að norðanverðu frá Háaleitisbraut vestur fyrir bensín- stöðina, (sem leggja ætti niður) að innákeyrslu sem þar er eða alla leið inn í mislægu gatnamótin við Kringlumýrarbraut. Á sama hátt má leggja eina akrein samhliða Miklu- braut að sunnanverðu á milli Háaleit- isbrautar og Grensásvegar og tengja mislægum gatnamótum þar. Með því að sleppa mislægum gatnamótum við Háaleitisbraut má spara meira en 500 milljónir króna. Þegar þessar lausnir eru allar komnar á koppinn (eða ákvörðun um þær) mætti nota eitt- hvað af sparnaðnum til að tryggja gangandi vegfarendum greiða og örugga umferð yfir eða undir Miklu- brautina á þeim stöðum sem hag- kvæmastir þykja. Ákvörðun um stað- setningar gönguleiða yfir Miklubraut ætti að taka þegar heildarskipulag umferðarflæðis um brautina liggur fyrir, þar með talin gatnamót. Stofnbrautakerfið okkar er allt of þéttriðið. Stofnbrautakerfi með allt að 1500 m á milli þverana er líklega er alveg fullnægjandi. Það þýðir nefni- lega ekki að loka augunum og segja hókus, pókus – bílarnir hverfa ekki af götunum við það. Og það er ekki leng- ur bannað að ganga á grasinu. Stofnbraut eða póli- tískt þrætuepli? Gunnar Torfason Umferðin Ákvörðun um staðsetn- ingu gönguleiða yfir Miklubraut, segir Gunnar Torfason, ætti að taka þegar heildarskipulag umferð- arflæðis um brautina liggur fyrir. Höfundur er ráðgjafar- verkfræðingur. Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500 Eldavél ➤ Keramik helluborð ➤ Fullkominn blástursofn ➤ Undir- og yfirhiti ➤ Grill- og grillsnúningsteinn ➤ HxBxD: 85x59,5x60 cm ➤ Áður kr. 82.500 AFSL Á T T U R AFS L Á T T U R 15% AFSL Á T T U R AFS L Á T T U R 22% Borðofn með hellum ➤ 2 hellur ➤ Undir- og yfirhiti + grill ➤ Tímastillir ➤ Ofnljós ➤ HxBxD: 33,5x58x39 cm ➤ Áður kr. 19.900 46.900 46.900 69.900 15.900 32.90056.900 Eldavél ➤ Undir- og yfirhiti ➤ Stórt grill ➤ Geymsluhólf ➤ Tvöfalt gler í ofnhurð ➤ HxBxD: 85x49,5x60 cm ➤ Áður kr. 38.900 Þvottavél 1000 sn. ➤ Stillanlegur vinduhraði ➤ Sérstakt ullarkerfi ➤ Hraðþvottakerfi ➤ Hitastillir ➤ Einstök þvottahæfni (A) ➤ Áður kr. 59.900 Kæliskápur með frysti ➤ Stór 195 lítra kælir ➤ 105 lítra frystir ➤ Afþíðing í kæli ➤ Orkuflokkur B ➤ HxBxD: 179x59,5x60 cm ➤ Áður kr. 73.900 Umboðsmenn um land allt AFSL Á T T U R AFS L Á T T U R 16% Uppþvottavél ➤ Tekur borðbúnað fyrir 12 ➤ 4 kerfi þ.á.m. hraðkerfi ➤ Einstaklega hljóðlát ➤ Sjálfhreinsandi að innan ➤ HxBxD: 85x59,5x60 cm ➤ Áður kr. 55.900 AFSL Á T T U R AFS L Á T T U R 20% ZANUSSI ZANUSSI ZANUSSI AFSL Á T T U R AFS L Á T T U R 15% Frábær fyrirtæki 1. Kaffi- og matsala með vínveitingarleyfi miðsvæðis við Laugaveg- inn, frábær staðsetning, sami eigandi í áraraðir og nú ætlar hann að flytja til útlanda og lifa góðu lífi sem eftir er. Vinsæll veitingarstaður sem er lokaður á sunnudögum. 2. Mjög falleg og snyrtileg nýleg blómabúð í þéttbyggðu hverfi. Vaxandi velta. Skemmtileg vinna fyrir græna putta og konu sem talar við blómin. Lifandi starf fyrir þig sjálfa. 3. Lítil blikksmiðja sem sérhæfir sig í loftræstikerfum. Öll tæki sem þarf. Er í fullum gangi. Nú er mikið um byggingar og endur- nýjanir. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.