Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 64
POPPDROTTNINGIN Madonna er greinilega enn í góðu formi, 42 ára, en um helgina hóf hún sína fyrstu tónleikaferð í átta ár í Barcelona á Spáni. Hún fyllti Palau St. Jordi- höllina, sem tekur tæplega 18.000 manns, tvisvar, á laugardag og sunnudag. Að venju kom hún fram í ýms- um gervum. Í þetta skiptið sem japönsk geisja, kúreki og nú- tímadansari og að sjálfsögðu lagði hún áherslu á að geisla af kynþokka. Sveiflur hennar og hnykkir á sviðinu framkölluðu ósjaldan óp áhorfenda. Í fyrsta laginu sem hún söng á tónleik- unum var hún klædd leð- urbuxum innan undir skota- pilsi sem ku hafa verið óður til eiginmannsins, Guys Richies, sem er af skoskum ættum. Klæðaburður Madonnu þótti yfir það heila heldur íhalds- samari og efnismeiri en oft áður sem kann að vera merki um að móður- og eig- inkonuhlutverkið hafi breytt henni og gert ögn ráðsettari. Fyrir utan að flytja lög af nýj- ustu plötunum, Ray of Light og Music, söng hún eitt af sínum gömlu góðu, „Holiday“, sem skóp frægð hennar fyrir 20 árum. Á ferð sinni um Evrópu, sem lýk- ur í Lundúnum hinn 12. júlí, mun hún koma við í París, Berlín og Mílanó. 21. júlí hefst tónleikaferð hennar um Bandaríkin. Nú þegar er uppselt á alla tónleika hennar í heimalandinu. Madonna hefur tónleikaferð Kom fram í skotapilsi Spurning hvort vekurmeiri undrun; Madonna með hljóð-færi eða svona kapp-klædd á sviði. Reuters FÓLK Í FRÉTTUM 64 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ mætti, með góðum rökum meira að segja, líkja tónlistarlegri nálgun Rieu við aðferðir hins geysi- vinsæla Richards Clayderman. Sí- gilda tónlistin er „poppuð“ upp og straumlínulöguð fyrir fjöldann. Vegna þessa hafa þeir eðlilega verið úthrópaðir af hinni lærðu stétt á meðan hlustendur hafa tekið þeim opnum örmum en plötur Rieu eru þegar farnar að seljast í milljónum eintaka um allan heim. Það sem er þó mest heillandi við Rieu er að hann er sannur inn að beini í því sem hann er að gera og er í raun og réttu í eins konar krossferð - Rieu vill færa tónlistina til fólksins! Rieu fæddist í bænum Maastricht í Suður-Hollandi og tilheyrir mikilli tónlistarfjölskyldu; faðirinn hljóm- sveitarstjóri og systkinin öll meira og minna á kafi í sígildri tónlist. En Rieu beygði snemma af beinu braut- inni og ræktaði með sér óþol gagn- vart uppskrúfaða snobbinu sem oft vill fylgja sígildu tónlistinni, því mið- ur. Eða eins og Rieu segir sjálfur: „Hvers vegna þarf allt í sígildri tón- list að vera svona alvarlegt. Allt svo rígbundið í hefðum og elítuhætti þannig að almenningur verður henni fráhverfur og á þess ekki kost að einfaldlega njóta tónlistarinnar!?“ André Sisters! Til að stemma stigu við þessu stofnaði hinn lífsglaði Rieu sína eig- in hljómsveit og til að gera langa sögu stutta (þ.e. ef það er ekki orðið of seint) sló hún fljótlega í gegn og hefur ferðast um allan heim í kjöl- farið. Þar er lögð áhersla á íburð þann og glæsileika sem einkenndu danssali Vínarborgar fyrr á tímum, meðlimir hljómsveitarinnar eru skrúðklæddir og jöfn áhersla lögð á sjón- og tónræna þætti. Rieu sjálfur kynnir verkin sem á boðstólum eru en þau eru allt frá frumsömdum völsum til laga úr kvikmyndum eins og Dr. Zhivago og Mjallhvíti og dvergunum sjö. Einnig hefur sveitin verið að spila lagasyrpur úr safni Glen Miller og Andrews Sisters, sem eru kallaðar André Sisters af kerskni, á hljómleikum! Allt þetta framreiðir Rieu af stakri kostgæfni þess sem trúir á það sem hann er að gera. Bjartsýni Við André byrjuðum á að ræða lít- ið eitt um plötuna hans nýjustu, La Vie Est Belle eða Lífið er fallegt. André verður óður og uppvægur er hann fréttir að ég hef ekki séð myndbandið sem fylgir disknum. „Framsetningin og sjónræni hlutinn hefur mikið að segja um upplif- unina,“ áréttar André glaður í bragði. Yfirmáta bjartsýni einkennir annars þennan mann - lífið þar er sannarlega fallegt. Hann rekur því næst þessa af- stöðu sína að tónlistin sé fyrir alla til að njóta og hann leggi sig í líma við það að fólk vilji nálgast hana fremur en forðast. Hann verður hvumsa en rekur svo upp skellihlátur er ég spyr hann hvort að þetta sé pólitísk yf- irlýsing af hans hálfu. „Jú, það mætti í raun segja það,“ segir hann samþykkjandi. Hann segist vissulega hafa fengið gagnrýni frá „sígilda“ heiminum en það sé líka kannski mergurinn máls- ins. Að fá hann til að hugsa, velta þessu fyrir sér. Rieu gefur lítið upp um uppáhalds tónskáldið og segir glaðhlakkalegur að þetta sé dæmigerð blaðamanns- spurning. Sem er laukrétt hjá hon- um! Aðspurður um önnur áhugamál segir þessi ljósi og litfríði Hollend- ingur hins vegar. „Tónlistin er auð- vitað aðalmálið og vinna og frístund- ir blandast saman í eitt einhvern veginn. En annars reynum við fjöl- skyldan að lifa hefðbundnu lífi. Ég get enn labbað óáreittur um götur Maastricht!“ Lífið er fallegt André Rieu hefur vakið athygli víða um veröld fyrir frumlega nálgun við sígildu tónlistina svokölluðu. Arnar Eggert Thoroddsen velti þessum hlutum fyrir sér og spjallaði stuttlega við Rieu. Heimsborgarinn André Rieu. André veit fátt betra en að leika við hundinn sinn, Xander. André Rieu færir tónlistina til fólksins arnart@mbl.is SUMARIÐ er tíminn eins og mað- urinn sagði, og þá ekki úr vegi að koma á lifandi tónleikahaldi út um borg og bý í þann stutta tíma sem sunna stoppar við á klakanum. Þessu ætlar Kuran Kompaní a.m.k. að bregðast við með reglulegum tónleikum í Húsi málarans, Banka- stræti 7a, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar og leika nokkuð sem þau kalla „piparbræðing“. Kompaníið er reyndar aðeins skipað þeim Szymon Kuran fiðlu- leika og Hafdísi Bjarnadóttur raf- gítarleikara en í sumar hafa þau fengið til liðs við sig Þórdísi Claess- en, slagverksleikara. Heimspeki kompanísins er á þá lund að það getur stækkað og minnkað, allt eftir efnistökum hverju sinni sem eru æði fjölbreytt; stokkið er frá spuna í rokk, úr róm- anskri sveiflu í sígilda og úr ein- hverju í eitthvað allt annað. „Við spiluðum eitt skipti með Þórdísi og fleirum,“ segir Hafdís, og útskýrir tilurð þessarar tónleika- raðar. „Okkur fannst þetta hljóma svo skemmtilega með henni að við ákváðum bara að skella okkur á tónleikaröð.“ Fyrir ári síðan hitti Hafdís Szym- on á tónleikum, þau tóku þar spjall saman og Kompaníð varð að veru- leika stuttu síðar. „Hann var svo með tónleika á Næsta bar þar sem hann valdi með sér spilara. Hann spurði mig hvort ég væri til og ég var það.“ Hún seg- ir að þótt æfingar hafi verið litlar og fyrirvari stuttur hafi þeir tón- leikar tekist glimrandi vel og þau hafi því ákveðið að halda samstarf- inu áfram. Fyrstu tónleikarnir voru fimmtu- daginn 7. júní síðastliðin en svo verða þeir 5. júlí og 2. ágúst. Hefj- ast þeir kl. 21.00 og er miðaverð 800 kr. Kuran Kompaní með sumardagskrá Sambræðsla og stefnuflakk Morgunblaðið/Sigurður Jökull Hafdís og Þórdís á fyrstu sumartónleikum Kuran Kompanís sem haldn- ir voru síðasta fimmtudagskvöld í Húsi málarans. FASTEIGNIR mbl.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00:         = (>7   $$>7     !    "#$ %  %&'( $ # (:>7) *+ , (8>7) *+ , (7>7  ,-. / (# 012%3) *+ , $(>7   $>7    $:>7  , $?>7) *+  $1>7   ''' -4 $  # $5 -4 $  6#   *-72# 08 -$(, ## $(( ) $(  0  #*.9 -7:;7<,# 0;-7:.12 HEDWIG KL. 20 Frumsýning fös 29/6 UPPSELT Hádegisleikhús KL. 12 RÚM FYRIR EINN fös 15/6 UPPSELT fim 21/6 nokkur sæti laus FEÐGAR Á FERÐ KL. 20 fim 14/6 nokkur sæti laus fös 15/6 nokkur sæti laus mið 20/6 UPPSELT sun 24/6 nokkur sæti laus Allar sýningar hefjast kl. 20. Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða 530 3037. midasala@leik.is — www.leik.is Miðasölusími er 530 3030 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fös 15. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 16. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fös 22. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 23. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fim 28. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fös 29. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 30. júní kl. 20- NOKKUR SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Fim 14. júní kl. 20 - UPPSELT Fös 15. júní kl. 20 - UPPSELT Lau 16. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI Lau 16. júní kl. 22 - ÖRFÁ SÆTI Þri 19. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Sýnt á Stóra sviði í tilefni 19. júní, eftir sýningu flytur Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynlífspistlahöfundur, erindi tengt Píkusögum. ATH. ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst. SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR. Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið 3. hæðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.