Morgunblaðið - 16.06.2001, Page 2

Morgunblaðið - 16.06.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isSindri í 16-liða úrslit bikarkeppni KSÍ /B2 Veron á tveggja ára leikbann yfir höfði sér /B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r16. j ú n í ˜ 2 0 0 1 JÓN Otti Gíslason lögreglumaður synti í gær frá Engey inn í Reykja- víkurhöfn, en Engeyjarsund mun síðast hafa verið þreytt á sjó- mannadaginn árið 1961. Þá voru á ferð fjórir lögreglumenn, þeirra á meðal Eyjólfur Jónsson, tengdafaðir Jóns Otta, en Eyjólfur stóð einmitt á bryggjunni í gær og var meðal þeirra fyrstu sem fögnuðu Jóni Otta að loknu sundinu. „Þetta var óskaplega gaman og ánægjulegt að hafa tekist það,“ sagði Jón Otti þegar hann kom í land í Reykjavíkurhöfn eftir sundið. „Um tíma glímdi ég við ískaldan sjáv- arstreng utan úr flóanum en þetta gekk vonum framar og ég var að- eins á undan áætlun,“ sagði Jón Otti. Hann segist lítið hafa fundið fyrir kulda á leiðinni nema í kalda strengnum mitt á milli lands og Eng- eyjar. „Það var ekki fyrr en maður var kominn upp úr, það var það versta, þá sagði vindkælingin til sín og hrollurinn náði yfirhöndinni,“ sagði Jón Otti. Sundið tók rúmlega klukkustund, en leiðin sem hann synti er um þriggja kílómetra löng. Morgunblaðið/Júlíus Jón Otti Gíslason lögreglumaður kominn á land í Reykjavíkurhöfn. Með honum eru Eiríkur Jónsson, þjálfari hans, og Eyjólfur Jónsson, tengda- faðir hans, sem sjálfur þreytti Engeyjarsund fyrir 40 árum. Morgunblaðið/Jim Smart Jón Otti í hafnarkjaftinum milli Ingólfsgarðs og Norðurgarðs. Engeyjarsund þreytt í fyrsta sinn í 40 ár BRESK yfirvöld handtóku fyrir skömmu Íslending á Waterloo- brautarstöðinni í London. Um 1,1 kíló af amfetamíni fannst hjá mann- inum. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er talið lík- legt að flytja hafi átt fíkniefnið til Ís- lands. Maðurinn var handtekinn laugar- daginn 2. júní sl. en hann kom til Bretlands með lestinni um Ermar- sundsgöng frá Brussel. Ekki tókst að fá upplýsingar frá Bretlandi um málið en embættið sér m.a. um lög- gæslu í lestarkerfi Bretlands og í neðanjarðarlestarkerfinu í London. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur sent upplýsingar um manninn til bresku lögreglunnar eftir að fyr- irspurn barst til Interpol-skrifstof- unnar hér á landi. Maðurinn er fæddur árið 1978 og hefur lögheimili á Íslandi. Hann hefur lítillega komið við sögu lögreglunnar en aldrei vegna fíkniefnabrota. Hann mun hafa farið af landi brott skömmu áð- ur en hann var handtekinn í Lond- on. Tveir Íslendingar sitja nú í gæslu- varðhaldi á Spáni. Þeir voru hand- teknir sl. sunnudag þegar um 200 kíló af hassi fundust í bifreið þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu hafa mennirnir fengið skipaða lögmenn. Pétur Ás- geirsson, rekstrarstjóri hjá utanrík- isráðuneytinu segir að hlutverk ráðuneytisins í slíkum málum sé að tryggja að Íslendingar hljóti sann- gjarna málsmeðferð. Pétur segir að ráðuneytið fylgist vel með málinu en hafi ekki séð ástæðu til að skipta sér frekar af því. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur ekki enn fengið ósk um að senda upplýsingar um mennina til spænsku lögreglunnar. Deildin hef- ur hins vegar vitneskju um hvaða menn er að ræða en vildi ekki gefa upplýsingar um hvort mennirnir ættu að baki brotaferil hér á landi. Þegar Íslendingur er handtekinn í útlöndum hvílir ekki skylda á lög- regluyfirvöldum erlendis að hafa samband við íslensk yfirvöld nema sakborningurinn fari fram á það. Því hafa hvorki dóms- né utanríkisráðu- neytið tæmandi lista yfir þá Íslend- inga sem eru í fangelsi í útlöndum. Ef Íslendingur er dæmdur til refsingar erlendis getur hann farið fram á að afplána refsinguna hér á landi. Bæði íslensk yfirvöld og yf- irvöld viðkomandi lands verða þó að samþykkja beiðnina. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins sitja allmargir Íslendingar í fangelsum erlendis. Tveir Íslendingar eru í fangelsi í Bandaríkjunum, annar fyrir kyn- ferðisbrot og hinn fyrir alvarlega líkamsárás þar sem hafnarbolta- kylfu var beitt. Sá fyrrnefndi er í Texas en hinn er í fangelsi í Virg- iníu. Báðir afplána þeir þunga refsi- dóma. Þeir munu báðir hafa óskað eftir því að fá að afplána dóma sína hér á landi. Yfirvöld í Texas og Virg- iníu höfnuðu þeirri beiðni. Þá situr Íslendingur í fangelsi í Þýskalandi en hann var handtekinn í tengslum við fíkniefnasölu. Bresk fangelsi geyma a.m.k. einn Íslending. Hann situr nú af sér sex ára fangelsisdóm. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins mun hann hafa ráðist inn á heimili aldraðrar konu og hrint henni. Konan lést skömmu síðar, en ekki voru þó talin tengsl á milli árásar mannsins og dauða konunnar. Í undirrétti fékk maðurinn þungan dóm, um 20 ár, en hann var síðan styttur í sex ár. Mað- urinn mun hafa óskað eftir því að fá að ljúka refsivistinni hér á landi en ekki er komin niðurstaða í það mál. Þá er nokkur fjöldi Íslendinga að afplána dóma í Danmörku. Tekinn í London með 1,1 kíló af amfetamíni Nokkur fjöldi Ís- lendinga í fang- elsum erlendis HÁTÍÐ í tilefni þjóðhátíðardagsins var haldin af starfsfólki og börnum á leikskólunum Hálsaborg og Hálsakoti við Hálsasel, Jöklaborg við Jöklasel, Seljaborg við Tungu- sel og Seljakoti við Rangársel í gær. Markmið hátíðarinnar var efl- ing þjóðarvitundar barnanna með fræðslu um íslenska fánann og þjóðhátíðardaginn. Þátttakendur voru á aldrinum 1–6 ára og var ým- islegt gert til skemmtunar. Dagurinn hófst á því að útivist- arsvæði voru skreytt og svo var far- ið í skrúðgöngu frá Hálsaseli að Seljahlíð, vistheimili aldraðra, þar sem börnin tóku lagið. Var þetta liður í að efla samskipti þeirra yngstu og elstu í hverfinu. Að lok- um héldu allir til baka á sína leik- skóla þar sem farið var í leiki og grillað. Morgunblaðið/Billi Forskot á þjóðhátíðina skeiði til Hveragerðis og niður Þrengsli ef til lántöku kæmi vegna lýsingarinnar. Kynnt var í bréfinu að ætlað væri að til útboðs kæmi á árinu 2001. Undanfarin ár hafa allir aðalfundir SASS hvatt einróma til lýsingar austur fyrir Fjall og síð- astliðinn vetur söfnuðust um sex þúsund undirskriftir á Suðurlandi á skömmum tíma til stuðnings við lýsingu auk sérstakrar hvatningar frá ýmsum sveitarfélögum. „Þetta mál er nú í góðum farvegi, það komst á skrið með fjölmörgum fundum með forsvarsmönnum sveitarfélaga og orkustofnana. Ég hef einnig rætt það, fyrir hönd þingmanna Suðurlands, við sam- gönguráðherra og fjármálaráð- herra með jákvæðum viðbrögðum og Vegagerðin hefur hafið undir- búning að framgangi málsins,“ sagði Árni Johnsen. „Málið hnýtist því vonandi upp eins og þingmenn Suðurlands hafa stefnt að með út- boði á árinu.“ STEFNT er að því að bjóða út nú í haust framkvæmdir við lýsingu Hellisheiðar, frá Sandskeiði austur fyrir fjall og um Þrengsli. „Staða málsins er sú,“ sagði Árni Johnsen, fyrsti þingmaður Suður- landskjördæmis, er hann var spurð- ur um verkefnið, „að við, þingmenn kjördæmisins, vinnum að því að verkið verði boðið út í haust án þess að sveitarfélögin eða orkustofnanir þurfi að taka á sig fjárhagslegar skuldbindingar varðandi vexti og verðbætur eins og um var að ræða þegar málið var kynnt síðla vetrar.“ Árni sagði að alþingismenn Suð- urlands væru mjög þakklátir sveit- arfélögunum, Hveragerðisbæ, Ár- borg og Ölfusi, einnig veitu- fyrirtækjunum RARIK og Orku- veitu Reykjavíkur fyrir jákvæð viðbrögð við bréfi sem allir þing- menn Suðurlands sendu þeim síð- astliðinn vetur með ósk um að sveit- arfélögin og stofnanirnar kæmu að framkvæmd lýsingar frá Sand- Stefnt að útboði lýsingar austur fyrir fjall í haust Selfossi. Morgunblaðið. SAMKVÆMT könnun á ferða- venjum í Breiðholtshverfum vet- urinn 2000–2001 ferðast 76,9% fólks með einkabílum þegar horft er til allra einstaklinga á aldrinum 6–80 ára. Þar af ferðast aðeins 15,2% sem farþegar en 61,7% sem ökumenn. 3,7% ferðast með al- menningsvögnum, 0,1% á hjóli og 19,3% ganga. Þegar einungis er horft á ferðir til og frá vinnu þá ferðast 91,8% með einkabílum, þar af 85,6% sem ökumenn og 6,2% sem farþegar, 2,3% með almenningsvögnum, 0,2% hjóla og 5,7% ganga til vinnu. 76,9% með bílum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.