Morgunblaðið - 16.06.2001, Síða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FRAMKVÆMDUM í Austurstræti
miðar vel að sögn Sigurðar Skarp-
héðinssonar gatnamálastjóra
Reykjavíkurborgar.
„Verkið hófst 15. mars og við
stefndum að því að öllum meg-
inframkvæmdum yrði lokið og að
gatan yrði gangfær fyrir 17. júní og
það stenst. Endanlegur frágangur
er hins vegar eftir, þ.e. það á eftir
að setja upp ljósastaura, ruslafötur
og annað slíkt en Austurstræti
verður snyrtilegt og fínt á þjóðhá-
tíðardaginn.“
Þeir sem ætla á bifreiðum í
miðbæinn verða þó að bíða um sinn
til að fá að aka um Austurstrætið.
„Á þriðjudaginn byrjum við að lag-
færa gatnamótin við Austurstræti
og Pósthússtræti þannig að þessar
tvær götur verða báðar lokaðar í
tvær til þrjár vikur. Þetta er erf-
iðasti tíminn í verkinu og þann tíma
munum við nota til þess að ganga
frá Austurstræti endanlega og ég
vonast til að í seinni hluta júlí get-
um við opnað Austurstræti fyrir
bílaumferð.“
Spurður um viðbrögð verslunar-
og fyrirtækjaeigenda segir Sig-
urður að það gefi auga leið að
svona framkvæmdir valdi umtals-
verðum óþægindum. „Það er gömul
og ný reynsla úr þessum fram-
kvæmdum í Kvosinni. Eins og alltaf
hefur verið þá myndast smá nún-
ingur en þegar uppi er staðið þá
átta menn sig á því að um skamman
óþægindatíma er að ræða og göt-
urnar koma til með að líta miklu
betur út næstu ár og áratugi. Það
fyrnist smátt og smátt yfir þá
ónægju sem fylgir óhjákvæmilega
svona framkvæmdum. Við höfum
lagt ríkt á við verktakann að halda
óþægindum í lágmarki og hann hef-
ur að mínu mati sinnt því vel.“
Sóleyjargata opnuð
bílum um miðjan júlí
Sóleyjargata hefur verið lokuð
síðan í lok mars vegna fram-
kvæmda en að sögn Sigurðar var
hún malbikuð í gær. „Þetta er líka
eins og að var stefnt. Við vissum að
Sóleyjargatan yrði ekki fullfrá-
gengin en að hægt yrði að hleypa
fólki inn á götuna þann 17. júní
enda er Sóleyjargata alltaf lokuð
fyrir bílaumferð á þjóðhátíðardag-
inn. Á hinn bóginn eru mjög margir
í Hljómskálagarðinum 17. júní og
fólk getur notað götuna til að kom-
ast yfir.“
Sigurður segir að Sóleyjargatan
sé stórt verkefni en byrjað var á
henni um svipað leyti og hafist var
handa í Austurstrætinu og það eigi
að skila henni fullfrágenginni um
miðjan næsta mánuð.
Gangfært um
Austurstræti
Morgunblaðið/Sverrir
Gert klárt fyrir þjóðhátíðardaginn.
FIMM laxar, 8 til 13 punda, veidd-
ust fyrstu vaktina í Víðidalsá í gær-
morgun. Á sama tíma stóð borg-
arstjóri Reykjavíkur og fylgdarlið
yfir líflitlum Elliðaánum og veiddi
aðeins horaða urriða. Miðfjarðará
og Langá opnuðu seinni partinn í
gær, þaðan bárust ekki staðfestar
tölur í tíma, en vitað var að nokk-
urt líf var og nokkrir laxar veidd-
ust.
Ragnar Gunnlaugsson á Bakka í
Víðidal sagði alla fimm laxa Víði-
dalsár hafa veiðst í Kerfljóti í hlið-
aránni Fitjá. „Það var þó svolítið af
laxi þarna í Fitjánni og einn stór,
örugglega um 20 pund. Lúter Ein-
ars segir laxinn vera hæng. Það
tókst þó engum að ná honum í
þetta sinn. Ekki veiddust laxar víð-
ar, en tvívegis sáu menn lax við
gömlu brúna,“ bætti Ragnar við.
Benedikt Ragnarsson, umsjónar-
maður Miðfjarðarár, sagði í hádeg-
inu í gær að veiðilegt væri við ána
og ólíklegt annað en að menn settu
í laxa, einkum þó í Hlaupunum í
Austurá og svo í Kistunum og Hlíð-
arfossi í Vesturá. „Það er talsvert
af laxi þarna og allir stórir og fal-
legir,“ sagði Benedikt..
Bara urriðar
Borgarstjórinn í Reykjavík og
aðrir gestir Rafmagnsveitunar og
Stangaveiðifélagsins veiddu bara
nokkra urriðastubba þegar árnar
voru opnaðar í gær. Menn héldu
sig hafa séð blika á lax í Fossinum
eitt skipti, en það var þó eitthvað
málum blandið. Að sögn Magnúsar
Sigurðssonar hefur lítið líf verið í
ánni nú á vordögum og aðeins einn
lax farið um teljarann.
Líf á Iðu
Iðan var opnuð á fimmtudag og
veiddust þrír laxar, einn slapp og
tveir aðrir tóku en festu sig ekki.
Þetta þykir ekki ónýt byrjun á
þessum stað, því oft er ekkert líf
þar fyrstu dagana.
Að sögn Stefáns Halls Jónssonar
er lítið vatn í Stóru-Laxá og því
glögg og aðgengileg skil við Hvítá.
Við slíkar aðstæður stoppar laxinn
frekar í vatnamótum. Þetta voru
allt 8–9 punda hrygnur veiddar á
hálfrar tommu Skrögg túpu.
Nemendurnir slíta upp laxa
Fluguveiðiskóla Ingva Hrafns á
bökkum Langár var slitið á hádegi
í gær, síðasti „bekkurinn“ veiddi
tvo laxa, þar af einn 12 punda
grálúsugan í Strengjunum í gær-
morgun. Var þá alls búið að landa
og sleppa 5 löxum. Eftir hádegið
átti að opna ána formlega og sagði
Ingi horfur góðar, vatnsmagn eins
og best yrði á kosið og fiskur kom-
inn víða upp um alla á.
Ingibjörg Sólrún borgarstjóri
opnaði Elliðaárnar í gærmorg-
un eins og borgarstjóra er siður.
Morgunblaðið/Billi
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Fimm úr
Víðidalsá
í gær-
morgun
ÍSLAND er í hópi þeirra landa, er
verja mestu í menntakerfið sem hlut-
fall af þjóðarframleiðslu. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu OECD um
menntamál, er kynnt var í London í
vikunni. Í skýrslunni kemur líka fram
greinileg fylgni menntunar og tekna,
sem sýnir að menntun borgar sig fyr-
ir einstaklinga. En hún borgar sig líka
fyrir þjóðir í heild, því í skýrslunni eru
rök fyrir því að menntun bæti afkomu
þjóða.
Hlutfall kvenkennara er alls staðar
hátt í OECD löndunum og er vel yfir
meðallagi á Íslandi. Íslenskir skólar
eru með þeim tölvu- og netvæddari í
OECD löndunum. Netaðgengi er
hæst á Íslandi, búist við að allir skólar
verði nettengdir á þessu ári.
Útgjöld í menntastofnanir sem
hlutfall af þjóðarframleiðslu OECD
landanna er 5,7 prósent. Á Íslandi er
þetta hlutfall 6,87 prósent og Ísland í
fjórða sæti af 28 löndum. Danmörk er
í efsta sæti með 7,17 prósent, Kórea
er í öðru sæti og Noregur er í þriðja
sæti og Svíþjóð í fimmta sæti, Banda-
ríkin í sjötta sæti en Finnland kemur
ekki fyrr en í 11. sæti, rétt fyrir ofan
OECD meðaltalið.
Í flestum löndum er mikil áhersla
lögð á eftirmenntun fyrir eldri aldurs-
hópa, en í skýrslunni kemur fram að
þessi menntun nær yfirleitt aðeins til
þeirra, sem þegar hafa menntun fyrir.
Eftirmenntun dugir því ekki til að
rétta lágt menntunarhlutfall í upp-
hafi, því það eru fyrst og fremst þeir
sem hafa menntun fyrir, sem nýta sér
slík tilboð.
Kennaraskortur gæti í framtíðinni
orðið alvarlegt vandamál víða í
OECD löndunum. Vandinn er meðal
annars sá að kennarastéttin endur-
nýjast hægt, því það gengur erfiðlega
að ráða nýja kennara. Áður fyrr, þeg-
ar um færri valkosti var að velja, var
kennarastarfið af ýmsum ástæðum
girnilegur kostur, en svo er síður nú.
Ungt fólk með slíka menntun á hins
vegar kost á margvíslegum störfum
og kennarastarfið fellur því frekar í
skuggann en áður, líka af því að laun
þar eru almennt í lægri kantinum.
Bæði á grunn- og framhaldsskólastigi
er hlutfall ungra kennara á Íslandi
lágt, einkum á framhaldsskólastigi,
en hlutfall eldri kennara fremur hátt.
Þetta gæti bent til kennaraskorts í
náinni framtíð, því hlutfall ungs fólks
er hátt og því ljóst að kennaraþörfin
er mikil og minnkar ekki.
Ný skýrsla um menntamál í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar
Íslenskir skólar
best nettengdir
London. Morgunblaðið.
ÍSLAND er í 24. sæti næst fyrir
neðan Bandaríkin og Noreg á sam-
anburðarlista sem International
Herald Tribune birti í vikunni yfir
kennaralaun sem hlutfall af með-
allaunum innan hvers OECD-
ríkjanna fyrir sig. Neðar á listan-
um eru Ungverjaland og Tékkland.
Tölurnar fylgdu grein blaðsins
um hversu litlu er varið til mennta-
mála í Bandaríkjunum og fengnar
úr nýlegri skýrslu OECD um
menntamál. Í greininni kemur
fram að innan OECD-ríkjanna séu
meðalkennaralaun 136 prósent af
meðallaunum landanna. Kennara-
laun hér voru 82 prósent af með-
allaunum í landinu, en Suður-Kór-
ea var í efsta sæti með 250
prósent.
Fróðlegt að sjá
næstu könnun
Eiríkur Jónsson, formaður
Kennarasambands Íslands, segir
óvarlegt að leggja um of út frá
þessum tölum vegna aldurs þeirra,
en þær eru frá árinu 1998. „Sem
betur fer hefur orðið breyting á
þessu hjá okkur og verður fróðlegt
að sjá hvernig þetta kemur út
næst. Þetta staðfestir auðvitað það
sem við höfum haldið fram um
hversu aftarlega við höfum verið í
þessum málum. Við eigum svo eftir
að sjá hvernig til hefur tekist núna
að klóra þetta eitthvað áfram. Ég
held að segja megi um öll skólastig
að verulegar breytingar hafi orðið
síðan árið 1998 og eiga enn eftir að
verða á þessu ári.“
Eiríkur segir þó að úr þessum
tölum megi lesa hvernig kennara-
starfið hefur verið metið í hverju
landi fyrir sig. „Það hefur verið,
vægast sagt, lítils metið hér. En
það er vonandi að breytast núna og
þessi prósentutala, 82 prósent, á
eftir að hækka eitthvað,“ sagði Ei-
ríkur Jónsson.
Kennaralaun meðal OECD-ríkja
Ísland neðar-
lega á lista
! "
#
$
% &' ()
$
*+
+
, !
+
.*%
/ 0
(1
!
Skildu eftir
sig slóð
ógreiddra
reikninga
FJÓRIR útlendingar sem grunaðir
eru um að hafa skilið eftir sig slóð
ógreiddra reikninga voru handtekn-
ir í gær í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Umfang svikanna er ekki ljóst en tal-
ið er að það geti numið hundruðum
þúsunda króna
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Keflavíkurflugvelli eru
fólkið, tveir menn og tvær konur,
með norrænan ríkisborgararétt. Um
er að ræða þrjú systkini auk eigin-
manns annarrar systurinnar.
Fólkið hafði ferðast vítt og breitt
um landið á þeim 11 dögum sem þau
dvöldu hér. Þau eru grunuð um að
hafa ekki greitt gistikostnað og leigu
á bílaleigubíl. Fólkið mun einnig hafa
boðið fram þjónustu sína við að
brýna hnífa og bora. Þá virðist sem
þau hafi reynt að stofna til atvinnu-
rekstrar hér á landi en þau munu
hafa sótt um virðisaukaskattsnúmer.
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli
hafði fólkið í haldi í gærkvöldi en
ekki var búist við að farið yrði fram á
gæsluvarðhald eða farbann yfir fólk-
inu.